Morgunblaðið - 13.01.1959, Side 8

Morgunblaðið - 13.01.1959, Side 8
8 MORGinSBLAÐlÐ Þriðjudagur 13. jan. 1959 Dr. Björn Sigtússon, háskólabókavörður: Rit gera sögu og framtak Hugleiðingar um visindalegt bókasafn landsins sig við að safna ritaúrvali á þeim sviðum, sem líklegt er, að tekin verði næsta mannsaldur til vís- indameðferðar í landinu og þá mest í háskólum eða í starfsþágu opinberra stofnana. Verkefnin eru ærið rúm fyrir því, einnig hérlendis. Stefnubreyting sú hefur greitt fyrir því, að háskólasöfn rynnu inn í meginsafn hvers smáríkis- höfuðstaðar. í höfuðborgum Norð manna og Finna urðu háskóla- bókasöfnin að þjóðbókasöfnum. Hið gagnstæða varð að sömu niðurstöðu í höfuðstöðum Dana og Svía á 20. öld, og bættu Det kongelige Bibliotek og Kung- liga biblioteket á sig miklu háskólabókasafnshlutverki, þótt smærri söfn á hvorum stað eigi hlutdeild í, undir umsjón ríkis- bókavarðar. Aðaleinkenni þjóðbókasafns er, að það þaulsafni og skrásetji inn- lend rit og erlent prentmál, sem varðar eitthvað landið og þjóð- ina. En torvelt er að skera úr, hve langt nái útjaðrar þessa er- lenda prents, og af þeirri ástæðu og fleirum verða þjóðbókasöfnin jafnan vísindasöfn á töluvert breiðara sviði. Svo er um Lands- bókasafn, sem Jón Árnason fræðimaður gerði að þjóðbóka- safni. En áður var það helgað sundurlausari fræðslu einni, — sprottið, markmiðslega séð, upp af Skálholtsstiftissafni eftir bisk- upsflutning til Reykjavíkur og hét því Stiftisbókasafn, unz nú- tíðarheiti þess fékk viðurkenn- ing, er það fluttist af Dómkirkju- lofti í nýbyggt Alþingishúsið 1881. Amtsbókasafn var það aldr- ei né tengt við nafns stiftamt- mannsembættis. Handrita- og bókastofn Valgerðar, síðustu biskupsfrúar í Skálholti, og Stein gríms biskups rann til Stiftis- bókasafnsins 1845 og olli því, að Jón Árnason óx inn í hlutverk landsbókavarðar og skóp það. Nafni Jóns, en skrifari Stein- gríms biskups. varði samtímis eigi litlum starfsþætti ævi sinnar til söfnunar á íslenzkum bókum og handritum, og heimkoma þeirra að Jóni Sigurðssyni látn- Aðalsafm visindalegra rita á fs- um 1879 var fyrsta staðfesting FLEST góð rit eru hógværir fé- lagar manns og bíða eftir, að þekking sé til þeirra sótt. Bóka- söfn eru því ekki aðeins biðstof- ur gesta, sem bíða með eðlilegri óþolinmæði eftir svari okkar bókavarðanna um það, hvort okkur hefur í það sinnið tekizt eða mistekizt að finna ritið, sem á þurfti að halda. Þau eru jafn- íramt biðstofur þeirra tímarita og bóka, sem bíða þess, að upp- götvuð sé í þeim þekking, kraft- ur, hressing eða stöku vitneskju- atriði, sem reynast mundu ein- hverjum ánægjuleg eða mikil- væg. Þótt ritanna dyggð sé þögnin og hljótt skuli í söfnum, mætti oft rjúfa þögn til að stytta nyt- sömum ritum árangurslausa bið og til að kynna bókasöfn og þarf- ir þeirra. Með næsta áratug fyrir augum skal nú rætt um fáein ís- lenzk vandamál þeirrar safnteg- undar, sem ég hef umgengizt lengi hér og ögn í Svíþjóð og Noregi. Fyrst er aí gera Ijóst, að það safn verður í Reykjavík aðeins eitt, auk smádeilda í tengslum við það. Gert skal ráð fyrir, að les- endur kannist annars við öll reykvísku aðalsöfnin, útlán þeirra og lestrarsalsnotkun,svo að greinarrúm megi nota til að auka skilning á hinu, sem í starfi inn- an safnveggja býr og er undan- fari þess, að bókasafn hafi sitt- hvað markvert að bjóða. f því sambandi knýja nýjar kröfur að dyrum þessi árin, síð- an kjarnfrseðiöld rann upp og þjóðin komst einnig í núverandi vanda í milliríkjamálum. Mikil- væg vísindasvið og bókaval skulu nefnd á naf* frá sjónarmiði kyn- stofns, sen* er að uppgötva land sitt á ný og er þó fornbýll vilj- andi. í greinarlok þarf að hugsa, hvað sá kynstofn tæki þá til bragðs, ef hann stæði í dag uppi bókasafnslaus á þeim sviðum og þó gæddur sama þrótti, sem reisti úr rústum þvílík söfn í ýmsum herjuðum löndum síðustu ár. landi þarf að vera eitt, svo að forðast megi tvíverknað, tvítaka- kaup og skaðlega sundrun á- byrgðar, auk fleiri galla. En undir eftirliti forstöðumanns þess er æskilegt, að margar sér- fræðistofnanir séu látnar einar um það um skeið að afla rita hver fyrir starfssvið sitt eða að- alsafnið afli þar aðeins tímarita og dýrra heildarverka, sem það verður svo að ljá stofnuninni. Nokkur dreifing bókasafns út frá miðstöð er farsæl og allt annað en hitt, sem víða þekkist, að ár- lega fjölgi deildasöfnum, sem þykjast óháð og líkjast illgresi í samkeppnisháttum hvert við annað. Af fúsum vilja er smáum vísindasöfnum þó oft slegið sam- an í heild. Þess konar upphaf eiga t. d. flest háskólabókasöfn. Vísindaleg allsherjarbókasöfn áttu fyrr í orði kveðnu að rúma öll vísindi, fræða um allt, safna til þess ritum á öllum skiljanleg- um tungum. Þetta er naumast hægt lengur með stórþjóðum, hvað þá í smáríkjum, svo að helzt eru það stærstu erlend bæjar- bókasöfn, sem miða enn við það, að ekkert bókmennta- og fræðslu svið verði útundan. Rit á tungum, sem háskólaborgarar einir lesa, munu liggja framvegis utan verk sviðs Bæjarbókasafns Reykjavík- ur, en það er að naínum dómi eina íslenzka safnið, sem keppa má að því að vera að öðru leyti alls- herjarsafn. Að dæmi háskólasafna eru öll vísindasöfn farin að takmarka þess, að Landsbókasafn yrði með tímanum samboðið sjálfstæðu þjóðlandi. I framhaldi þess kemur engum annað til hugar en Landsbóka- safn verði meginstofn almenns vísindasafns og nái sjálft yfir íjiiklu breiðara svið en tegundar- hreint þjóðbókasafn mundi ná. f reglugerð safnsins frá 1950 (29. gr.) eru settar útlánshömlur á allt það safnsefni, sem er því dýrmætt og óaðskiljanlegt. Hinu eiginlega Landsbókasafni er ætl- að samkvæmt því að þróast yfir i „præsensbibliotek", sem á Norð urlöndum er kallað, þ. e. safn, sem tryggt getur safngestum að fá hverja umbeðna bók þess og tímarit fyrirvaralaust í lestrar- salinn. f stað þess að tala um stækkað og fjölþættara Landsbókasafn en er, vil ég taka í þessari grein upp heitið Ríkisrit (í flt.) um þá stofnunarheild, sem islenzka vís- indaritasafnið þarf að vera. Ekki vil ég landsbókavörður fái breytt nafn, þótt hann veiti Ríkisrita- deildum forstöðu jafnt og kjarna safni sínu. Alþingi hefur ákveðið samruna, eins fljótt og framkvæmanlegt sé fyrir húsnæðiserfiðleikum. Þann- ig segir í ályktun þess frá 29. maí 1957: a) að sameina beri Háskóla- bókasafn Landsbókasafni á næstu árum og reikna það sem þá deild þess, sem miðist við „handbóka- eg námsþarfir stúdenta og kennsluundirbún- ing og rannsóknir kennara,“ b) að ríkisstjórn sé falið að gera þær ráðstafanir í þessa átt, sem nauðsynlegar teljast á hverjum tíma, c) að samstarfi skuli nú þeg ar haldið uppi með þessum söfnum með hliðsjón af sam- einingu þeirra síðan (orðalag stytt hér). Enga lagabreyting mun þurfa í fyrstu til sameiningarinnar, því að lög Landsbókasafns skylda það til þess að „halda uppi safni erlendra bókmennta í öllum greinum vísinda, lista, tækni og samtiðarmálefna" (2. gr.); virðist rúmt um háskólasafn í þeirri um- gerð. Með reglugerðarauka Lands bókasafns um skráningarmiðstöð (6. júlí 1956) hefur Menntamála- ráðuneytið veitt safninu umboð nokkurt til afskipta af tímarita- haldi opinberra sérfræðistofnana, a. m. k. um sameiginlega skrán- ing, og með tímanum næst ár- angur af því. En fyrirhöfn krefur þetta. Bætt hagnýting vinnuafls er einn eftirsóknarverðasti ávöxtur sameiningar, en næst ekki fyrr en nýtt Landsbókasafnshús er reist. Það Háskólabókasafn, sem rúm- ast þarf sem deild í því húsi, ætti, finnst mér, að vera útlánsstaður fyrir öll Ríkisrit, þótt afhending símpantaðra lánsbóka gæti oft far ið fram þar, sem sérfræðibækur kunna að vera geymdar í stofn- unum í dreifðum bæjarhlutum. Eiginlegt Landsbókasafn hússins þyrfti þá ekki útlánssal né sér- stakan útlánsvörð. Bókaöflun, skráning, bókband eg fleira mundi sameinast á eina hönd og þó verða miklu markvissar og hraðar af hendi leyst. Skipti á ísl. ritum fyrir erlendar vísindaleg- ar ritraðir ganga nú skaplega við Norðurlandastofnanir, en ríkulegir möguleikar til slíkra skipta við aðrar heimsbyggðir eru í bágri niðurníðslu unz unnt verður að sameina orku stofnana um endurbót. Eftir að nú var stiklað á stóru um þá ófullráðnu braut, sem Ríkisrit verða að sækja fram inn an skamms, verður að freista þess, að lesendur fái glöggvað sig á sumum tegundum bókaþarfa í safninu. Reynsla sýnir, að það mun liggja í hlutarins eðli, að sérhver réttindafengur íslands eða sam- bærilegur atburður leiðir innan hæfilegs frests til átaka í safns- málum. Að nokkru má eflaust kalla það tilviljun, að Reykjavík skyldi 1923 koma sér upp bæjar- bókasafni, fimm árum eftir að hún tók við höfuðstaðarhlutverki sínu af kóngsins Kaupmanna- höfn. Engin tilviljun var, að fimm árum eftir 1874 gerði blá- snautt löggjafarþing þá kostnað- arsömu ályktun að reisa steinhús bæði yfir Alþingi og söfnin og það með stórlátum brag. Því síð- ur var það tilviljun, að fimm ár- um eftir að ráðherravaldið flutt- ist í landið komst Landsbókasafn með yngri söfnum í veglegt hús sitt við Arnarhól. Fimm árum eftir lýðveldisstofnunina voru sett Landsbókasafnslögin 1949, sem fela stórhug í sér og sýna, að menn urðu minnugir hlutverks fyrir það safn þau ár, sem annað meginsafn ríkisins var að eignast lengi þráð stórhýsi. Sjálfstæðis- áfangi, sem mun jafndýrmætur reynast og hinir fyrrtöldu, var víkkun fiskilandhelginnar 1958. Fimm árum eftir þann atburð Litla folaldið er hálfdapurt á svipinn, enda var norðangaddur, þegar myndin var tekin, og kulda- legt um að litast í henni veröld fyrir ung og óreynd augu. — En nú hækkar sólin sinn gang, og það tekur að styttast til vordaganna — og okkur hlýnar í hug og hjarta. En hvað veit lítið folald, sem kemur í heiminn köldustu daga ársins, um vorið með græna grasið? (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) mun þess trauðla beðið lengur, að Landsbókasafn eða „Ríkisrit“ verði bjarglegt aðalsafn rita í náttúruvísindum þeim, sem mjög reynir á í þriggja vígstöðva sókn landsmanna. Það er styrjöldin um að ná þekkingu og valdi yfir bjargræðum og verndun þeirra á landgrunni voru, í gróðurhjúpi Islands hátt og lágt og í heitu djúpi berglaganna. Á þrennum stöðvum er í tröllhendur að sækja og til mikils að vinna, og án þess að kunna vel fyrir sér væri ekkert af þessu hægt. Þroski Landsbókasafns hefur að mestu verið í hugvísindum og verður um sinn, unz margt breyt- ist. Ekki er ég núna að meta og vega hlutföll né gera smátt úr greinum, sem ég læt ónefndar í þeim svifum, sem að kallar gæzla fiskislóða, jarðboranir og greniskógar, sem fást ekki til að spretta, fyrr en menn eru búnir að gróðursetja þá. Auk þess að miða orsakasamhengi íslenzkra náttúrurannsókna 1963 við fimm ár frá 1958 gleymir víst enginn bókavörður deginum 13. nóvem- ber 1963. Þá er þriggja alda af- mæli Árna prófessors Magnús-* sonar. Svo hagar til, að vísindastörf á íslandi munu metin í augum umheims eftir því einu, hvað af- rekað er í náttúruvísindum og íslenzkum fræðum. Landsbóka- safni er skylt að taka tillit til þessa í framtíðarþróun sinni, og þarf þar ekki fleiri orð um í þessu sambandi. Hitt er meira, að þjóð, sem á skömmum tíma gerir nútímaborgríki úr fremur miðaldalegu bændaþjóðfélagi 19. aldar, uppgötvar þrotlausar auðs- uppsprettur lands síns, sem snauð ast var allra nokkrar aldir, og sér, hverja baráttu það kostar að nytja þær fyrir alda og óborna, — hlýtur að leita af alefli stuðn- ings þess, sem hafa megi af nátt- úruvísindum og íslenzkum fræð- um. Framtak vort sprettur af þeim rótum og trúin á landið. ★ Aldahvörf heims gera þarflaust sumt, sem á undan þeim fór, en birta annars gömul sannindi í nýju ljósi, tengja margt, sem áð- ur var ótengjanlegt. Við það, er lausnarinn tók andvörpin, rifnaði fortjald musterisins sundur í tvennt frá ofanverðu og allt nið- ur í gegn sem tákn þess, að frá því andartaki var Gamla testa- mentið ekki óskeikul trúarbók í neinu; guðspjall Nýja sáttmálans kom. Þannig rauf atburður 1945 milli eldri vísinda og nútíðar og að nokkru milli eldri og nýrri þjóð- félagsskoðana og trúar, eins og smám saman kemur í ljós á öld- inni. í bókasafnsmálum, sem hér ræðir um, er þörfin á erlendum ritum mjög háð lögmálum nýs tíma. Bækur frá fyrri hluta 20. aldar eru á meira en helmingi vísinda- sviðanna fullt eins úreltar og 19. aldar bækur eru. Ritraðir um frumrannsóknir þeirra tíma halda þó gildi sínu, svo og verk bókmenntafrumherjanna. Önnur breyting lýsir sér í þeirri sérhæf- ingu, að hver hinna eldri vísinda- greina er að skiptast, einkum í náttúruvísindum, í margar smærri, sem þurfa þó hjálpar- greina við úr ólíklegustu áttum. Þetta gerir öflun nýjustu og beztu handbóka hverrar greinar dýra og furðu flókið starf, ekki lagið viðvaningi með sérmennt í greininni. í þriðja lagi má segja, að vaxtarbroddur sérhverrar vís- indagreinar birtist nú í tímarit- um og árbókum, svo að öflun þeirra þarf að margfalda. Þótt safnþróun Islendinga og erlendur bókaauður Landsbóka- safns að Háskólabókasafni með- töldu væri skemmra á leið kom- inn um 1950 en í nær öllum öðr- um háskólaborgum á Norðurlönd um, var þar um margt eigulegra rita að ræða, dýrmætur húman- ískur stofn. Hendir seinn hvatan, segir orðtak, og með tilliti til verðmætisrýrnunar á úreltu 19.—20. aldar prenti, sem hlaðizt hafði í flest söfn, má segja, að Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.