Morgunblaðið - 13.01.1959, Side 10
10
M O n GV N B L'4 Ð IÐ
Þriðjudagur 13. jan. 1959
fEarpmM&Mfr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
GRAGLETTNI KARLS
II FTIR lýðveldisstofnunina j
( 1944 hefur verið gerð
4 hver “tilraunin eftir aðra
til að ná samkomulagi um setn-
ingu nýrrar stjórnarskrár fyrir
hið íslenzka lýðveldi. Allar hafa
þessar tilraunir farið út um þúf-
ur. Þar hefur fyrst og fremst
strandað á ágreiningi um kjör-
dæmaskipun.
Rækilegust tilraun til samkomu
lags var gerð í stjórnarskrár-
nefnd þeirri, sem starfaði undir
forsæti Bjarna Benediktssonar.
Þar lögðu Sjálfstæðismenn í nóv-
ember 1952 fram sundurliðaðar
tillögur um lausn málsins, þ.á.m.
um nýja kjördæmaskipun.
Fulitrúar Sjálfstæðismanna,
Bjarni Benediktsson, Gunnar
Thoroddsen og Jóhann Hafstein
lýstu sig samþykka þvi, að ákveð-
in væri nokkur stór kjördæmi
með hlutfallskosningum. Bjarni
Benediktsson og Jóhann Hafstein
kváðust einnig, ef það væri væn-
legra til samkomulags geta fallizt
á að skipta öllu iandinu í ein-
menningskjördæmi. En Fram-
sóknarmenn höfðu þangað til lát-
ið svo sem það væri sá háttur, er
þeir vildu helzt.
★
Þegar Sjálfstæðismenn báru
fram tillögur sínar, brá svo við,
að íu’itrúar annarra flokka feng-
ust alls ekki til þess að segja af
eða á um afstöðu sína til þeirra.
Bjarni Benediktsson gerði því í
janúar 1953 grein fyrir tiilögun-
um opinberlega. Hann grennslað-
ist og æ ofan í æ eftir því við
meðnefndarmenn sína, hvort
þeir væru reiðubúnir til að taka
afstöðu til tillagna Sjálfstæðis-
manna eða hefðu eitthvað sér-
stakt fram að færa.
Þegar svo reyndist ekki féllu
fundir nefndarinnar niður, þar
sem ljóst var orðið, að þar var
hvorki hægt að ná samkomulagi
allra nefndarmanna né mynda
nokkurn samfelldan meirihluta.
Enda hefur enginn nefndarmaður
óskað eftir fundi og nefndarmenn
þvert á móti aðspurðir talið frek-
ari fundahöld þýðingarlaus. Á
þessum vettvangi var þess vegna
því miður ekki hægt að ná nauð-
synlegu samkomulagi milli stjórn
málaflokkanna um afgreiðslu
þessa mikla máls.
★
Þrátt fyrir það þó að Sjálfstæð-
ismenn séu þeir einu, sem lagt
hafa fram heillegar tillögur í mál-
inu, m. a. um nýja kjördæma-
skipun, þá er það eftir öðrum
vinnubrögðum Framsóknar að
kenna Sjálfstæðismönnum um að
samkomulag skuli ekki hafa
náðst! Þess vegna var það eitt af
því, sem V-stjórnin lofaði á sín-
um tíma samkvæmt yfirlýsingu
Hermanns Jónassonar 24. júlí
1956, að vinna að því að lokið
yrði á starfstíma stjórnarinnar
endurskoðun stjórnarskrár lýð-
veldisins og kosningalaga og
mundu stjórnarflokkarnir vinna
að samkomulagi sín á milli um
lausn þessara mála.
Þarna var ekki um að villast
að hverju var stefnt. Sjálfstæðis-
menn átti að setja úr leik. Hinir
flokkarnir þóttust einfærir um
að leysa vandann án atbeina
stærsta flokks þjóðarinnar. . Um
efndirnar á því loforði hefur farið
svipað og ýmislegt fleira. Formað
ur annars af samstarfsflokkum
Framsóknar í V-stjórninni lýsti
því svo í nýjársgrein sinni:
„Framsóknarflokkurinn hafði
lofað verkalýðsflokkunum endur-
skoðun stjórnarskrárinnar „á
starfstíma stjórnarinnar“, en svik
ið það heit stjórnarsáttmálans
eins og fleiri".
★
Þessi tilraun sem allar aðrar,
er gerðar hafa verið til endur-
skoðunar á lýðveldisstjórnar-
skránni, fór því út um þúfur og
strandaði fyrst og fremst á sér-
hagsmunatogstreitu Framsóknar
í kjördæmamálinu. En Framsókn-
armenn eru vanir að skjóta sér
á bak við aðra og sl. sunnudag
kennir Tíminn Bjarna Benedikts-
syni um hvernig komið er og
ásakar hann fyrir að standa „nú
sem formaður í þingflokki sínum
að bandalagi við annan flokk um
að mynda í flaustri meirihluta
á Alþingi til þess að knýja fram
hentisemibreytingar á stjórnar-
skránni", þó að málið í heild sé
,, enn á fyrsta umræðustigi" í
nefnd, sem hann sé formaður í.
Sjálfir tóku Framsóknarmenn
1956 að sér að leysa þetta mál
eins og önnur án atbeina Sjálf-
stæðismanna. Auðvitað gáfust
þeir upp, einnig í þessu máli, en
þó vafalaust með meiri gleði í
þessu en öðrum, því að hér var
einmitt tilgangurinn að hindra
framkvæmdir.
Hitt er rétt sem í Tímanum
segir, að í síðustu viku, var þess
ekki gætt hér í blaðinu að skýra
frá því, þegar að þessu efni var
vikið, að á sinum tíma gerði Karl
Kristjánsson þá grein fyrir til-
lögu sinni um þjóðfund, að til
hans skyldi kosið eftir sömu regl-
um og til Alþingis, þó með þess-
um megin mun:
„Stjórnmálaflokkar, sem full-
trúa eiga á Alþingi eða hafa haft
fulltrúa í kjöri til Alþingis, mega
ekki bjóða menn fram til stjórn-
lagaþings".
Sannast að segja hefði mátt ætla,
að engir vildu heldur en Fram-
sóknarmenn, að þessi tillaga fél i
í gleymsku. Eftir henni er þeim
samtökum landsmanna, sem
mynduð eru til að fjalla um
stjórnmál og sérstaka reynslu
hafa í þeim efnum, bannað að
hafa fulltrúa á þeirri samkundu,
sem setja á reglur um stjórn-
skipunina og þ. á. m. þátttöku
flokkanna í stjórnmálabarátt-
unni.
Tillaga þessi mun áreiðanlega
vera einstök í sinni röð og var
á sínum tíma fremur tekin sem
gamanmál en alvara. Karl
Kristjánsson er gráglettinn hygg-
indamaður. Hann gerði sér að
sjálfsögðu grein fyrir, að enginn
annar flokkur en Framsókn gæti
tekið í mál, né ætti skilið, að
vera settur úr leik, er ákvörðun
skyldi taka um stjórnarskrá ís-
lands. f tillögu Karls felst þess
vegna áminning til hans
eigin flokks um, að hann hafi
komið þannig fram í mál-
inu, að honum hæfi bezt að
halda sig burtu frá því. Og þó að
fráleitt sé að kveða á um slíkt
í lögum, er Framsóknarmönnum
sjálfum innanhandar að fylgja
þessari leiðbeiningu hins grá-
glettna þingmanns Suður-Þing-
eyinga.
UTAN UR HEIMI
Ferðafélag eitt í Þýzkalandi hefir tekið upp nýjan sið, sem mælist vel fyrir meðal félags-
manna. — Félagið ætlar hér eftir að gangast fyrir „útileguferdum" um hver jól og áramót —
og ætla menn þá hvorki að láta sér illviðri né ófærð fyrir brjósti brenna. — Um nýliðin jól
fóru 300 af meðlimum félagsins til hins fagra Mittenwald, við landamæri Þýzkalands og Aust-
urrikis, nærri bænum Garmisch, og héldu þar sín „hvítu jól“. — Myndin er tekin yfir aðseturs-
stað „útilegumannanna“, og í baksýn rís hið tignarlega Zugspitze.
Ofnœmissjúkdómar fara
stöÖugt í vöxt
FIMMTÁN hundruð sérfræðingar
í ofnæmissjúkdómum komu ný-
lega saman til fundar í París. —
Á þingi þessu kom það fram, að
næst á eftir krabba og hjarta-
sjúkdómum er hvers konar of-
næmi sú tegund sjúkdóma, sem
mest þjáir mannkynið nú á tím-
um. Og ofnæmissjúkdómarnir
fara stöðugt vaxandi við tilkomu
ýmissa nýrra efna, sem menn
nota í daglégu lífi.
í Englandi fara árlpga um 9
milljónir vinnustunda forgörðum
vegna þessara sjúkdóma, og talið
er, að þeir kosti franska ríkið upp
undir 100 milljónir króna árlega.
— Meðal hinna nýrri efna, sem
valda ofnæmissjúkdómum, eru
ýmsar tegundir plastefna, og
Ætlar að hv'itþvo
minningu Kleopötru
KLEOPATRA var skírlífasta
kona sinnar samtíðar, fullyrðir
egypski fornfræðingurinn Selim
Hassan. - Hann lét þessi orð falla
á blaðamannafundi, þar sem hann
boðaði útgáfu
nýrrar bókar
eftir sig, sem á
að hvítþvo
minningu hinn-
ar margfrægu
drottningar af
„óþverra þeim,
sem hinir
heimsveldis-
sinnuðu sagn-
fræðingar sam-
tíðarinnar" hafa atað hennar
góða nafn og mannorð með, eins
og hann komst að orði.
Drottningin var mjög gáfuð
kona og framúrskarandi stjórn-
málamaður, og í ákvörðunum
sínum og stjórnarathöfnum lét
hún einungis stjórnast af um-
hyggju fyrir velferð Egyptalands,
sagði fornfræðingurinn einnig við
blaðamennina.
Bók Hassans um Kleopötru
verður byggð eingöngu á egypzk-
um fornritum.
einnig eru mörg dæmi þess, að
fólk þori ekki að ganga í nælon-
sokkum eða nælonskyrtum.
Ef menn eru mjög ofnæmir fyr
ir ryki, þarf stundum ekki meira
til að veikjast en að ganga frá
einu herbergi til annars — segja
sérfræðingarnir. Rykið í einu
herbergi getur verið allt öðru vísi
en í því næsta. — Þá þykir það
sannað, að þeim, sem þjást af
astma eða eksemi, geti versnað
við þau eitt að heyra hávaðann
í ryksögunni. Ættu því þeir, sem
illa eru haldnir af slíkum sjúk-
dómum, að forða sér, ef þeir eru
nærstaddir, þegar ryksugan er
sett í gang.
Oft hafa menn hlotið nokkra
bót á þessum sjúkdómum við það
að flytjast milli landshiuta, frá
láglendi til staðar, sem hærra
liggur, en þó er það er.gan veginn
einhlítt. — Einn læknanna á fyrr-
greindri ráðstefnu sagði t. d. frá
manni, sem fluttist frá Marseille,
vegna þess, að hann þoldi ekki
rykið þar, þjáðist stöðugt af
astma. Hann settist að í París, og
astmað ónáðaði hann nú ekki
lengur — en þá tók lítið betra
við, því að nú útsteyptist hann
allur í eksemi.
Rita Hayworth — ekki svo
slæmt að reskjast...
Hún eldist eins og aðrir
ÞEGAR Rita Hayworth kom aft-
ur til Hollywood, eftir að hafa
fengið skilnað frá mexikansk-
bandarískum ’slagara'-söngvara
sem hún hafði gifzt eftir fenginn
skilnað frá Aly nokkrum Khan
— sem hún hafði gifzt .... nei,
nú höfum við víst gleymt „aft-
urhaldinu" af þeirri sögu . . . já,
þegar hún kom aftur til Holly-
wood, töldu flestir, að hún væri
búin að vera sem kvikmynda-
stjarna.
Rita fékk þó aukahlutverk í
myndinni „Pal Joey“, en Kim
Novak lék þar aðalhlutverk á
móti Frank Sinatra. — Og viti
menn — það var Rita Hayworth,
en ekki Kim Novak, sem mesta
athygli vakti.
f næstu kvikmynd, „They
Came to Cordura", sem er kúreka
mynd, leikur hún á móti Gary
Cooper. Þar sést hún aðeins í
reiðbuxum og leðurjakka — hin
nýja Rita sinnir sem sé ekki hlut
verkum léttklæddra þokkadísa.
— Ég er nú orðin fertug, segir
hún, og það er tilgangslaust að
látast vera eitthvað annað. Og
eiginlega þykir mér mjög við-
kunnanlegt að vera farin að
reskjast.
Kommúnistar ráð-
ast á bænahús
Egypzka stjórnarblaðið Al Akhb-
ar hermir þær fregnir frá írak,
að hópar kommúnista í Bagdað
hafi ráðizt á skriftlærða menn í
bænahúsum borgarinnar, sem
leyfðu sér að mæla á móti dreifi-
miðum, sem kommúnistar hafa
breitt út um borgina.
Blaðið segir að almúginn í frak
veiti áróðri kommúnista mót-
spyrnu. En því miður njóta kom-
múnistarnir oft stuðnings stjórn-
arvaldanna, sem sér í gegnum
fingur við þá, þótt þeir beiti of-
beldi. Hafa stjórnarvöldin t. d.
fangelsað 700 þjóðernissinna, sem
kommúnistum var illa við.