Morgunblaðið - 13.01.1959, Síða 16
16
MORCUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 13. jan. 1959
J>ok New York-iborgar. Eins og í
epegli il!a stilltrar ijósmyndavél-
ar, færðust þeir sem viðstaddir
voru í fjarska. Hinir sjö öldruðu
kar]menn_ konan í fjólu-bláa
kvöldkjólnum, gylltu veggirnir og
TOkoko-stóIarnir — allt hvarf
þetta sjónum hennar, en í stað
iþess birtist maðurinn í hinum
tötralega næturklúbb, „Feminu“-
maðurinn sem var sonur nazista
og sjálfur hafði hlotið riddara-
Ikrossinn og hataði Hitler. Hvernig
átti hún að útskýra það fyrir þess
um gestum í ævintýrahöllinni
„Santa Maria“, að svona Þjóðverj
ar væru í raun og veru til?
Hún brosti og vissi að enginn
skildi bros hennar. Að lokum sagði
hún alvarlega:
„Það er gagnslaust að hamra
þvi stanzlaust inn í höfuðin á
mönnum hvað vondir þeir séu. Þeir
verða ekkert betri við það. Hins-
vegar myndi það hafa undursam-
leg áhrif að sýna þeim traust og
tiltrú — líka í Þýzkalandi".
,,Þér eruð barn“, svaraði Ruth
Ryan.
Morrison horfði á hana.
Helen hafði það á tilfinningunni
að hann myndi hugsa eitthvað
svipað og hún sjálf: Heimsk kona,
sem kallaði keppinaut sinn
„barn“.
Þessi hugsun gerði hana sjálfa
undrandi. Áleit hún þá sjálfa sig
keppinaut Ruth Ryans? Hún hafði
ekki tíma til a?j gefa sér svar við
þeirri spurningu. Það eitt var víst,
að henni virtist þessi stóri, sköll-
ótti maður ekki ógeðfelldur leng-
ur. Svo mikið vald var ekki nein
tilviljun. Svo áhrifaríkur var kyn-
þokkinn. Athygli hins volduga og
áhrifamikla manng kitlaði hégóma
girnd hennar.
Hún ákvað að hefja árás.
„Ungfrú Ryan“, sagði hún —
„skjátlist mér ekki því meira_ þá.
eruð þér fylgjandi Morgenthau-
áætluninni".
„Að sjálfsögðu er ég það. Fyrir
hverjum hefur ungfrúin okkar eig
inlega fallið?“
Helen beindi orðum sínum til
karlmannanna.
„Morgenthau“, sagði hún —
„var f jármálaráðherra Roosevelts.
Ef við fyigjum honum að málum,
þá styðjum við um leið Demo-
krata. Hvernig ættum við_ Repu-
blikanar, að sigra í næstu kosning-
um, ef við höfum ekki annað að
bjóða en stjórnmálaandstæðinga
okkar“.
Forstj óri útvarpsstöðvarinnar
spratt á fætur og klappaði saman
höndunum.
„Bravo, bravo“, hrópaði hann í
hrifningu sinni. — „Þetta var
svei mér hyggilega mælt. — Þér
ættuð að gerast stjórnmálakona,
ungfrú Cuttler“.
,_Rétt“, sagði kaliforniskf stjórn
málamaðurinn öllu rólegri. „Allur
fjandskapur í garð Þjóðverja er
vatn á myllu kommúnistanna. Við
verðum að hugsa um næstu kosn-
ingar“.
Helen var orðin æst í skapi og
greip sér vindling í hálfgerðu
hugsunarleysi. Þrír af karlmönn-
unum flýttu sér óðar að bjóða
henni eld. Morrison sat þegjandi í
stólnum sínum og fitlaði annars
hugar við úrfestina. Hann var lík-
astur ánægðum gesti á nautaati.
Ruth Ryan var orðin föl yfirlitum.
Jafnvel hvassi nefbroddurinn á
henni var fölur. Hún leit ögrandi
Símastúlka óskast
Skrifstofu ríkisspítalanna vantar stúlku nú þegar
til símavörslu í 2—3 mánuði.
Umsækjendur um þetta starf hafi samband við
skrifstofuna á Klapparstíg 29, sími 1-17-65.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
Starfsfólk óskast
Eftirtalið fólk óskast til starfa í kjörbúðina Aust-
urveri, við Miklubraut og Stakkahlíð:
Afgreiðslumaður vanur kjötverzlun.
3 afgreiðslustúlkur.
Afgreiðslumaður. (Þarf að hafa bílpróf.)
Stúlku við afgreiðslu í söluturni (Vaktavinna.)
Ræstingarkona.
Ráðningartíini frá næstu mánaðamótum.
Upplýsingar í dag e. h. í Melabúðinni, Hagamel
39. — Ekki í síma.
á Morrison. Helen vonaði að hús-
ráðandinn myndi veita Ruth ein-
hverja aðstoð.
En Morrison lagði ekki orð í
belg. Hann sat í stúku sinni og
horfði afskiptalaus á það hvernig
hinn grannvaxni nautavígsmaður
espaði hið volduga naut, særði það
og lagði það síðast að velli.
Þögn Morrisons var Ruth Ryan
sterkari áskorun en hin fram-
hleypnu orð ungu blaðakonunnar
og hún ákvað að snúa næstu árás
sinni að honum.
„Þér þegið, Dick?“ sagði hún
og ávarpaði hann nú með fomafn-
inu. — „Ætlið þér kannske áður
en líkur að styðja þýzkan áróður
í blöðum yðar? Rússar eru banda-
menn okkar. Með þeim unnum við
stríðið. Þér hljótið að sjá það eins
vel og við hin, að yður ber að
skipa þessum unga _,sérfræðing“
yðar að hætta öllum opinberum
nazistaáróðri".
„Mér þætti mjög vænt um það,
ungfrú Ryan, ef þér vilduð gera
svo vel að vera ekki alveg svona
persónuleg“, svaraði Morrison
kuldalega. _,Ég bað ungfrú Cuttl-
er með berum orðum að segja okk-
ur sína skoðun“. — Hann hneigði
sig lítillega í áttina til Helen. —
„Ég er ungfrú Cuttler þakklátur
fyrir það að hún hefur veitt okkúr
hlutdeild í sinni eigin reynslu". —
Svo sneri hann sér aftur að Ruth
með niðurbældri gremju: „Annars
eru blöð mín ekki í þjónustu neins
sérstalcs áróðurs. 1 þeim er, enn
sem fyrr, bað eitt birt, sem ég álít
rétt og sannleikanum samkvæmt,
annað ekki“.
„Þetta er hinn mikli Morrison“_
hugsaði Helen með sér. Það var
eitthvað hrífandi við þótta hans
og sjálfsvitund.
Þessar ávítur blaðakóngsins gat
þingkonan ekki þolað. Hún stóð
snúðugt á fætur.
„Það sem þér álítið rétt og sann
leikanum samkvæmt, Diok, er ekki
alltaf skilyrðislaust sannleikur",
sagði hún drembilega. Svo- brosti
hún hæðnisbrosi og yppti öxlum:
„Sjálf nenni ég ekki að hlusta 1
lengur á þvaðrið í þessum ábyrgð-
arlausa unglingi. Ég verð að
fljúga aftur til New York klukk-
an sjö í fyrramálið og kýs því
heldur að nota tímann til að hvíla
mig og sofa þangað til. Getur bif-
reiðin yðar ekið mér til borgarinn-
ar nú þegar?" Svo varð henni það
ljóst að hún hafði gengið full
langt. Hún neyddi bros fram á
varir sér, um leið og hún kvaddi
gestina með handabandi. — ,>Ég
vona að við getum einhvern tíma
haldið þessum samræðum áfram í
New York“.
Helen stóð kui'teislega á fætur
um leið og hún rétti Rubh Ryan
höndina. Svo sneri hún sér að
Morrison:
„Ég held að ég ætti að verða
ungfrú Ryan samfer........“
„Nei“, svaraði Morrison hvat-
lega. — „Þér verðið hér kyrr“.
Allir karlmennimir kepptust við
að fullvissa Helen um að þeir
skyldu aka henni til San Franz-
isko.
Enginn af karlmönnunum
varð Helen samferða aftur til San
Franzisko. Hún varð vitni að því,
hvernig þeir hurfu sína leið, einn
eftir annan. Þetta voru allt meiri
háttar menn. En þeir virtust
hlýða Morrison jafnskilyrðislaust
og taflmenn ská Ikmanninum.
Um miðnætti voru allir farnir
nema aðalritstjórinn frá San
Franzisko. Þegar Helen kom aft-
ur inn í salinn með Morrison, sem
hafði verið að sýna henni hinn
stóra og veglega vínbar hallar-
innar_ hafði aðalritstjórinn einn-
ig hypjað sig í burt. Hún var ein
með Morrison í „Santa Maria".
Hún tæmdi koníaks-glasið sitt.
„Ég held að þér verðið nú að
fara að sjá mér fyrir bifi-eið, hr.
Morrison", sagði hún. „Riddararn-
ir mínir eru nú allir flúnir, eins
og ég væri líkþrár vesalingur".
,_Þér þurfið ekki að fljúga til
New York klukkan sjö í fyrramál-
ið. Langar yður ekki til að skoða
„Santa Maria?“
„Viljið þér í raun og veru sýna
mér allt húsið?“
„Að sjálfsögðu".
Helen leit í kringum sig. „Ég
er bara hrædd um að eitt kvöld
nægði ekki til þess“.
,_Við gætum að minnsta kosti
byrjað núna“.
Hann tók undir handlegginn á !
henni og leiddi hana út úr herberg |
inu. Snertingin var létt og næst- !
um hikandi. í Berlín hafði hún
verið hrædd við hinar stóru, þungu '
hendur hans. Nú virtust henni þær .
hins vegar hlýlegar og geðþekkar. J
Þegar hún kom fyrst til „Santa ’
Maria“ nokkrum klukkustundum !
áður, hafði hún aðeins haft mjög
óljósa hugmynd um hina glæstu
höll á hæðum Norður-Kaliforníu.
Með þeirri skipulagsfræði sem
honum var svo í blóð borin, hóf nú
Morrison II. leiðsögnina.
Fyrst lagði hann leið sína um
þann hluta hallarinnar sem mest
var notaður. Eldhúsið á neðstu
hæðinni var svo stórt að það hefði
mjög auðveldlega fullnægt þörf-
um hvers fjölsóttasta gistihúss. —
Matreiðslumenn og eldabuskur
voi'u á þönum^nnan um glansandi
áhöld og eldhústæki, svo að Helen
fannst því líkast sem hún væri
komin á nýtízkulega matreiðslusýn
ingu.
I mótsetningu við hin stóru og
smáu eldhús voru samkvæmissal-
irnir, sem útbúnir voru á hinn
margbreytilegasta og ólíkasta
hátt — allt frá austurrískuin
borgarastíl til amerísks nýlendu
stíls. Veiðisalir tóku við af knatt
borðsstofum og þar næst komu svo
vínstúkur, spilaherbergi og bóka
söfn.
Morrison fylgdi henni í gegnum
langan gang og allt í einu birtist
henni nýr heimur. Hér tóku vinnu
stofurnar við — röð af herbergj
um, ekki færri en tíu_ sem til-
heyrðu eingöngu blaðakonungsríki
Morrisons. Hér voru ekki aðeins
heil tylft rafknúinna ritvéla, held-
ur og líka útvarps-hlustunartæki,
fjarritarar og símritunarvélar í
beinu sambandi við alla staði sem
nöfnum tjáði að nefna, frá San
Franzisko til New York, — tal-
símatæki, ritsímaáhöld og loft-
skeytastöðvar. Á veggjunum
héngu úr og klu'kkur, sem sýndu
tíma hinna fjarlægustu staða og
fyrir ofan þær litlar töflur með
yfirskriftunum: „Tokio“, Lond-
on“_ „Chicago", „Rio de Jeneiro",
„Berlín“. Allir þessir tímamælar
gengu og kliður þeirra rann sam-
an og fyllti loftið.
Helen staðnæmdist. Það fór
kuldahi'ollur um hana og hún
huldi brjóstin og beran hálsinn
með því að sveipa þunnu silkikáp-
unni þéttar að sér.
„Þetta er sem sagt heilinn, sem
stjórnar öllum smáheilunum",
sagði hún bæði í gamni og alvöru.
„Og ég sem hélt að höllin í New
York. . . .“
„Höllin í New York er armur
fyrirtækisins“_ sagði Morrison.
Hann horfði á hana. Á andliti
hans, sem var breitt og ekki laust
við mongólsk einkenni, vottaði
fyrir bi-osi. — „Yður langar til að
vita hvað muni ske, þegar ég
dey?“ bætti hann svo við.
,,J4“, svaraði hún, örlítið hissa
á þessarri spuniingu hans. —
,_Það gæti verið nógu fróðlegt að
vita“.
„Vélin mun ganga af sjálfu sér
fyrsta kastið á eftir“, sagði hann
„en svo stanzar hún, eins og
klukka sem ekki hefur verið dreg-
in upp“.
„Og stendur yður á sama um
það?“
,_Ég hef ekki í hyggju að deyja
fyrst um sinn“, svaraði hann
ákveðnum rómi.
Þau gengu áfram, upp stiga og
niður stiga. Maðurinn hélt enn um
handlegg stúlkunnar. í hverju
herbergi sem þau skoðuðu, kveikti
hann ljósin, en slökkti þau svo
ekki aftur og lokaði ekki dyrun-
um á eftir sér, svo að fyrir aftan
þau var heilt Ijóshaf, en fyrir
framan þau ríkti hins vegar allt-
af sama rökkrið. Þau höfðu ekki
mætt einni einustu lifandi sálu 4
ferð sinni í a. m. k. tuttugu mín-
útur.
a
r
L
/
u
2) „Sjáðu, Jói, þarna kemur | 3) Inni í lögreglustöðinni situr
Vaskur aftur. En Andi er hvergi^Frank og les bréfið frá pápa
íjáanlegur".
gamla. „Stór St. Bernhard hund-
ur elti Vask hingað. Ég geymi
hann. Verndaðu mig ef hætta er
á að upp um mig komist“.
aUltvarpið
Þriðjudagur 13. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Barnatími: Ömmusögur. —
18,50 Framburðarkennsla í esper
anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik
ar. 20,30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson kand. mag.). 20_35
Erindi með tónleikum: Baldur
Andrésson talar um íslenzk tón-
skáld; I: Pétur Guðjohnsen. —-
21.30 íþróttir (Sigurður Sigurðs-
son). 21,45 Tónleikar. 22,10 Upp-
lestur: Jón Aðils leikari les smá-
sögu. 22,30 íslenzkar danshljóm-
sveitir: K.K.-sextettinn leikur. —•
Söngfólk: Elly Vilhjálms og Ragn
ar Bjamason. 23,00 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 14. janúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12 50—14,00 Við vinnuna: — Tón-
leikar af plötum. 18,30 Útvarps-
saga barnanna: „1 landinu, þar
sem enginn tími er til“ eftir Yen
Wen-ching; IV. (Pétur Sumarliða
son kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir.
Tónleikar. 20,30 Lestur fornrita:
Mágus-saga jarls; X. (Andrés
Björnsson). 20,55 Frá tónleikum
þýzka píanóleikarans Gerds Kám-
per í Austurbæjarbíói 30. f.m. —
21,25 Viðtal vikunnar (Sigurður
Benediktsson). 21,45 Islenzkt mál
(Jón Aðalsteinn Jónsson kand.
mag.). 2210 „Milljón mílur
heim“, geimferðasaga; I. þáttur.
22,40 Á léttum sti-engjum: Wayne
King og hljómsveit hans leika
(plötur). 23,10 Dagskrárlok.
Hann vann /
tíafifu&iaetti.
HÁSKÓLANS