Morgunblaðið - 13.01.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1959, Blaðsíða 18
18 m o r c r jv n iva f> i» Þriðjudagur 13. jan. 1959 — /?// gero sögu Framh. af bls. 8 aldahvörfin jafni stórlega sam- keppnisaðstöðu Ríkisrita við sum erlend háskólasöfn, ef ís- lenzka safnið kæmist á nógu hraðan skrið upp úr 1960. Hví setti fslendingum að vera ofvax- ið að eiga, að breyttu breytanda, jafnverðmætt vísindabókasafn og l>au t. d. verða við háskólana í Abo og Björgvin? Nú mun sagt, að ummæli min séu áróður um að auka ríkisút- gjöld og góðæri nútíðar þoli fátt verr. Bót er þá í máli, að síðan 1943, er ríkið tók að sér eins bókavarðar laun við Háskólabóka safn, hefur enginn viðbótar- gjaldaliður þess safns lagzt á ríkissjóð né mun leggjast á fjár- lög 1959. Ekkert er þar til að klippa burt. Þetta er reiknings- leg röksemd um það, að Alþingi hefur ekki hugsað sér að geta sparað einn eyri á þeirri samein- ingu, sem það ákvað 29. maí 1957, heldur hugsaði hana, eins og und- irritaður, eingöngu í því skyni að mynda stærra og árangursríkara safn. Og þá þegar skildu allir, að horfa mundi hún til einhvers auk ins kostnaðar. ★ Óraunsæi það, að ég hef látið égert í þessari hugleiðing að lýsa L.bs. og Hbs. eins og þau eru í daglegri starfsemi sinni 1959, verður hver að lá mér eins og hann vill. Hægt væri að gera það í annarri grein. Betra yfirlit fæst með sérstakri tegund óraunsæis. Fremsti maður forngrískrar heimspeki kenndi, að hugsjón hvers hlutar, fullger og lastalaus, byggi í æðra heimi og einungis af því, að þar væri hún orðin veruleikur, kynni mönnum að takast að endurskapa hana á jörðu án allt of mikilla galla. Baslhagvirki þeirra manna, sem of lítið þekktu tilheyrandi hug- sjón, gat ekki orðið nýtilegt til neins, en mannaverk, sem lík- ömnuðu hugsjónina, virtust þess eðlis að standast tortíming öxar og báls; þau endurrisu með kyn- slóðum eftir kynslóð, í þeim arfi lifði menningin og tímgaðist. Starfhæf háskólabókasöfn og einkum þau þeirra, sem hafa þjóðbókasafnshlutverk, eru ein þeirra virku menningarstofnana, sem fastasta tegundarmótun hafa fengið og geta *». a. þess vegna trautt lifað ósjúku lífi undir vissri lágmarksstærð. Mörg af menntasetrum Evrópu lágu í rústum 1945, eljuverk kynslóð- anna í söfnum þeirra höfðu farizt í logum. En endurreisn kom, og tvennt var, sem lifað hafði hrun- ið: annað þörfin á jöfnum eða betri bókakosti en fyrr handa sí- stækkandi háskólum og hitt var tegundarmótuð hugsjón safns, sem krafðist að verða veruleiki á ný. Á einum 10—28 árum lyfta stríðsþreyttar þjóðir grettistak- inu að fullkomna þessa safnteg- und sína miklu betur en áður þekktist. Kjarnfræðiöldin heimt- ar, segja þær, eins og enginn hlutur sé sjálfsagðari. Einnig hér þarf rit til sögu og sóknar. Einnig hér teygjast há- skólafr'æði á svið, sem lítt voru stunduð af íslendingum, en kunna að skipta þá miklu héðan af. Einnig hér ætti styrjöldin, sem er þó óblóðug, miklu sjaldn- ar að tefja en flýta átökum við að skapa vísindabókasafn. Dæmi annarra sannfæra okkur um, að jafnvel þótt tortíming gengi yfir mikinn hluta núverandi bóka- stofns, stæðist hugsjón hans eyð- ingu elds; svo fremi að þjóðin lifði, mundi hún endurskapa það ríkulega. En helzt vill hún eiga það ó- eytt og hrinda fram verki, sem auðsóttara er, að auka við gaml- an, heilbrigðan stofn. Björn Sigfússon. Breyting á skipan skóla- missera í Iðnskólanum Þriðja námstimabilið oð hefjast með 340 nemendum EFTIR áramótin hófst í Iðnskól- anum í Reykjavík þriðja náms- tímabilið á þessu skólaári, og um leið var námstilhögun að nokkru breytt. Hefur skólaárinu fram að þessu verið skipt niður í þrjú 8 vikna námstímabil, auk mánaðar undirbúningsdeildar að haustinu, en nú lengist skólavist hvers nem endaflokks í 9 vikur. Er þetta gert til að létta á nemendum, sem áður þurftu oft að vera upp undir 10 stundir á dag í skólanum. Ýmsar nýjungar hafa verið upp- teknar í Iðnskólanum að undan- förnu, að því er skólastjórinn, Þór Sandholt tjáði fréttamanni, er leitað var upplýsinga hjá honum um þetta efni. í fyrsta skipti er nú einn fimmti bekkur í skólanum, vegna nem- enda í flugvirkjun, sem er 5 ára nám. Nemendur í þeirri deild nema allir iðn sína hjá Flugfélagi Islands og munu útskrifast með full réttindi í marzmánuði. Nú starfar einnig í skólanum verk- námskeið fyrir málaranema í stærri stíl en hingað til. Og rekið er í fyrsta sínn námskeið í ljós- tækni, í samráði við framkvæmda stjóra Ljóstæknifélagsins. Þá er verið að koma af stað námskeið- um fyrir rafmagnsvirkja, pípu- lagningarmenn og fleiri í með- ferð olíukyndingartækja og byrj- ar það væntanlega í næsta mán- uði. Á það að bæta úr brýnni þörf fyrir að kynna þessi tæki og uppsetningu þeirra, og verður haldið í samráði við meistara- félög þessara iðna og innflytjend- ur olíutækja. „Við teljum að skylda okkar sé að greiða fyrir menntun og þekkingu á sviði iðn- og iðntækni“, sagði skólastjórinn, er þetta bar á góma. Um 1200 nemendur á þessu ári I skólanum eru nú um 340 nem- endur i 17 deildum. Er þetta venjulega fjölmennasta námstíma bilið, m. a. vegna þess að sumar iðnir eru mjög háðar veðri. Á síðasta námstímabili voru 268 nemendur í 13 deildum og luku þeir prófi í desember. Og í haust stunduðu alls rúmlega þrjú hundr uð nemendur mánaðarnám í skól- anum til undirbúnings undir inn- tökupróf og önnur próf. Ef reikn- að er með að á síðasta skólamiss- eri nú verði um 300 nemendur, þá verða nemendur alls 920 á ár- inu í hinum reglulega skóla og allt að 1200, ef allar deildir eru meðtaldar. Eru það fleiri nem- endur en verið hafa í skólanum á einu ári áður. Kennarar í skól- anum eru 30—40, ýmist fastir keiyiarar eða kennarar fengnir úr atvinnulífinu. Enginn í bakaraiðn, skósmíði, úrsmíði o. fl. Nemendur í Iðnskólanum nú eru úr 28 iðngreinum og eru iðn-. irnar ákaflega misfjölmennar. Húsasmiðir eru fjölmennastir bæði í ár og í fyrra, Þá voru málmiðnaðarmenn í meirihluta. Rafvirkjar eru næstfjölmennastir í skólanum, 90 talsins í fyrra. í suraum iðngreinum eru fáir eða engir, ýmist af því að með fram- förum og tækni er iðnin úr sög- unni, eins og t. d. vagnasmíði, eða af öðrum og lítt skiljanlegum ástæðum. T. d. er aðeins um 1 í gullsmíði í ár, enginn í hljóðfæra- smíði og enginn í bakaraiðn, en hvorri þeirri iðngrein var einn í fyrra. úrsmíði, mjólkuriðnaði, netagerð og skósmíði er enginn, og ekki var heldur iemn í skó- smíði í fyrra. Talsverðar framkvæmdir innanhúss Af framkvæmdum er það að segja að alltaf er unnið að því að ljúka skólahúsinu. Hefur nú allt kennsluhúsnæði verið tekið í notkun, en herbergi fyrir sér- greinar eru ekki öll enn tilbúin, nemendasalur, þar sem m. a. er gert ráð fyrir greiðasölu í smáum stíl, er ófenginn og enn vantar mikið af húsgögnum og tækj um. Gert hefur verið ráð fyrir les- stofu og sýnishornasafni, til af- nota fyrir nemendur og aðra. Er reiknað með að því verði komið upp í vetur og er nú verið að leita til framleiðenda og innflytj- enda ýmiss konar tækja og hluta, sem sýna á. Er yfirleitt unnið að því að bæta kennslukerfið, endur bæta kennsluaðferðir og koma skólanum betur fyrir í nýja skóla húsinu. Til þess-þarf enn töluvert átak, þó húsið sjálft sé fengið. Eins og kunnugt er, var aáms- tilhögun í Iðnskólanum breytt talsvert með nýju iðnlöggjöfinni árið 1955. Áður voru þriðji og fjórði bekkur kvöldskólar, sem störfuðu allan veturinn, en í fyrstu bekkjunum var kennt á styttri dagnámskeiðum eins og nú. Hin nýja tilhögun hefur að mörgu leyti gefist vel, að því er Þór Sandholt sagði, og meistar- arnir eru ánægðir með hana. Þó hefur sá ókostur fylgt, að allt skólalíf og félagslíf hefur að mestu fallið niður. Nemendur tengjast ekki skólanum sínum, þegar þeir eru þar aðeins 8 vikur á ári í þrjú ár. Reynt var í fyrra að bæta úr þessu með stofnun karlakórs, en nemendur entust ekki til að sækja söngæfingar eftir að þeir voru farnir úr skól- anum. Brattabrekka illfær bifreiðum SVOKÖLLUÐ Brattabrekka á veginum í Dalina mun nú illfær bifreiðum vegna svellbunka, sem myndast hafa á henni. Þar sem vegurinn er brattur þarna og djúpt gil fyrir neðan hefur vega- málaskrifstofan varað menn við að aka þarna, nema þegar ein- hverjar ráðstafanir hafa verið gerðar til að bægja frá hættunni. Verður reynt að halda veginum auðum á þriðjudögum, en þá daga er áætlunarferð. Ættu aðrir, sem erindi eiga um veginn, að reyna að njóta góðs af. + KVIKMYNDIR * Tripólíbíó: R I F I F I KVIKMYND þessi fjallar um fjóra innbrotsþjófa, meistaralegt innbrot í skartgripaverzlun og afleiðingar þess. í mynd sem þess ari er ekki vert að rekja efnið náið, og læt ég því staðar numið við svo búið. Um gildi myndar- innar má deila: flestir munu — að ég hygg — kalla hana skað- lega, sumir jafnvel hættulega veikgeðja unglingum, aðrir munu líta svo á, að laun ódyggðanna séu nægilega undirstrikuð til að setja hroll að áhorfendum, af hvaða tegund sem þeir kunna að vera. Myndin er í stuttu máli óvenjulegt listaverk á sínu sviði, og ekki aðeins það: heldur ó- venju hryllileg. Ástæðan er sú, að hún er sönn og látlaus, en að sama skapi hlífðarlaus í lýsingu sinni. Spennan er slík, að ráða verður taugaveikluðu fólki að sitja heima. Endalok hennar ætti að kenna villugjörnu fólki að halda sér á vegi sjálfsagðra dygða og heiðarleika. Hún er mjög vel leikin, en ekki er ástæða að geta eins öðru fremur sakir frábærs leiks. Hlutur leikstjórans, Jules Dassin, er þó sýnu mestur. — Ego. Manchester Ufd. slegið út af Norwich 3-0 ÞRIÐJA UMFERÐ bikarkeppn- innar var leikin í frosti og snjó sl. laugardag. Liðið sem hefur undanfarin tvö ár komist í úrsiit í þessari keppni, Manchester United, var slegið út úr keppn- inni af 3. deildar liðinu Norv/ich City með þremur mörkum gegn engu. Miðherjinn Terry Bly, tvö og Crossan skoruðu mörkin. Eina áhugamannaliðið, sem enn er í keppninni Tooting & Mitcham hafði tvö mörk yfir Nottingham Forest í hálfleik, en sjálfsmark og vítaspyrna gerði út um leik- inn og Forest fær að reyna aftur á morgun og þá á heimavelli. Peterbrough Utd. gerðu jafntefli við 2. deildar liðið Fulham í London 0:0 og leiða þessi tvö lið saman hesta sína í Peterbrough á fimmtudag. Fulham komst í undanúrslit í fyrra. Bolton, sem eru handhafar bikarins, áttu erf- itt með Scunthorpe framan af, en tvö „tækifærismörk" skoruð af Nat Lofthouse í seinni hálfleik gerðu út um leikinn. Arsenal var heppið að vinna Bury ,því eftir fyrstu 30 mín. hefði staðan eins getað verið 3:0 fyrir Bury, svo mörg tækifæri misnotuðu þeir. Eftir að Herd skoraði fyrir Arsen- al á 68. mín. dofnaði mjög yfir Bury og Arsenal hefði getað unn- ið stærra. Framkvæmdastjórinn hjá Arsenal Geirge Swindin, lét svo ummælt eftir leikinn að ef Bury hefði skorað fyrsta markið hefðu þeir unnið. Tottenham, sem hefur tapað tvisvar fyrir West Ham á þessu leiktímabili verð- skulduðu sigurinn á laugardag. Jones og Smith skoruðu fyrir Tottenham snemma í seinni hálf- leik. Luton „burstaði“ Leeds Utd. 5:1. Útherjarnir Billy Bingham og Tony Gregory skoruðu tvisvar hvor og Bob Morton eitt. Shackle- ton skoraði fyrir Leeds. Þetta er sjöunda árið í röð sem Leeds er slegið út úr bikarkeppninni í 3. umferð. Everton vann Sund- erland 4:0. Mörkin skoruðu: Dave Hickson tvö, J. Harris og Thomas eitt hvor. Sunderland var fyrir því óhappi að leika án h.frmv. Stan Andersons í seinni hálfleik. Stanley Matthews kom enn við sögu á laugardag, er hann tók hornspyrnu, á 88. mín. mjög snilldarlega og Ray Charnley skallaði sigurmarkið fyrir Black- pool. Dennis Wilshaw skoraði 3 fyrir Stoke, sem unnu 4. deildar- liðið Oldham með 5:1. V.úth. Sam Lawrie skoraði á fyrstu mín. fyrir Charlton gegn Bristol Rov- ers, sem komust aldrei í „gang“ og töpuðu 4:0 á heimavelli. Hin þrjú mörkin skoruðu Lawrie aft- ur, White og Summers. Úrslit 3. umferðar: Accrington — Darlington 3:0 Aston Villa - Rotherham Utd. 2:1 Barrow — Wolverhampton 2:4 Blackburn — Leyton Orient 4:2 Brentford — Barnsley 2:0 Brighton — Bradford City 0:2 Bristol Rovers — Charlton 0:4 Bury — Arsenal 0:1 Colchester Utd. - Chesterfield 2:0 Derby County — Preston N. E. 2:2 Everton — Sunderland 4:0 Fulham — Peterbrough 0:0 Grimsby Town — Manch. City 2:2 Ipswich Town — Huddersfield 1:0 Leicester City — Lincoln City 1:1 Luton Town — Leeds Utd. 5:1 Middlesbrough - Birmingham 1:1 (Leiknum var frestað eftir 60 mínútur). Newport — Torquay Utd. 0:0 Norwich — Manchester Utd. 3:0 Plymouth — Cardiff City 0:3 Portsmouth — Swansea Town 3:1 Scunthorpe Utd. — Bolton W. 0:2 Sheff. Utd. — Crystal Palace 2:0 Southampton — Blackpool 1:2 Stoke City — Oldham Athl. 5:1 Tooting & M. — Nottm. Forest 2:2 Tottenham — West Ham Utd. 2:0 Eftirfarandi leikjum var frest- að: Doncaster/Bristol City, New- castle/Chelsea, Sheff. Wedn./ West Bromwich, Stockport/ Burnley, Worcester/Liverpool. í gær var dregið fyrir 4. um- ferð bikarkeppninnar, sem fer fram laugardaginn 24. jan., en þá leika þessi lið saman, heimalið á undan: Newcastle eða Chelsea — Aston Villa Blackburn — Stoekport eða Burnley Wolverhampton — Bolton!!! Tottenham — Newport eða Torquay Doncaster eða Bristol C. — Black- pool Worcester eða Liverpool — Shef- field Utd. Stoke City — Ipswich Town Accrington — Portsmouth Middlesbro eða Birmingham —• Fulham eða Peterbrough Totting eða Nottm. Forest — Grimsby eða Manchester City Charlton — Everton Derby eða Preston — Bradford City Leicester eða Lincoln — Luton Town Norwich City — Cardiff City Sheffield W. eða West Brom. —. Brentford Colchester — Arsenal. Nýtt heimsmet í þrístökki CARACAS (Venesúela), 11. jan. — Pedro Camaeho frá Puerto Rico setti í dag nýtt heimsmet í þrístökki á Mið-Ameríkuleik- unum. Stökk hann 16,67 m, en núgildandi heimsmet, sem Rúss- inn Oleg Kyrkhovski á, er 16.59 m. — Reuter. Nýtt heimsmet í há- stökki imianhúss BOSTON, 12. jan. — John Thom- as, nítján ára gamall stúdent við Bostonháskólann setti í dag nýtt heimsmet í hástökki innanhúss. Stökk hann 2,107 m, en fyrra heimsmetið, sem landi hans Ed Meibner frá Chicago átti, var 1,088 m. — Reuter. Körfuknattleikur S.L. sunnudagskvöld gekkst ÍR fyrir hraðkeppni í körfuknatt- leik. Keppt var í þrem flokkum, meistaraflokki karla og kvenna og 2. flokki karla. Áhorfend- ur voru fleiri en oft hefur tíðkast á körfuknattleiksmótum hér og keppnin skemmtilegri og gekk betur en slík mót áður. Úrslit urðu þau að ÍR sigraði bæði í Meistaraflokki karla og kvenna, en Ármann í 2. flokki. Leiktími í mfl. karla var 10x2’ mín. og 2x7 mín. mfl. kvenna og 2. fl. karla. Úrslit leikjanna: Meistaraflokkur karla: — ÍR—■ ÍKF 21:10, KFR—ÍS 19:12, ÍR— KRF 14:12. Meistarflokkur kvenna: — ÍR —KR 9:5, ÍR—Ármann (8:) 12:8. 2. flokur karla: — ÍR—KRF 11:4, Ármann— ÍR 22:8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.