Morgunblaðið - 13.01.1959, Side 19
ÞriSjudagur 13. jan. 1959
MORCUNRLAÐIÐ
19
Fjölsótt samkoma
Náttúrufræði-
félagsins
í gærkvöldi
í GÆRKVÖLDI hélt hið ísl.
náttúrufræðifélag samkomu í há-
skólanum. Eyþór Einarsson mag-
ister flutti frásöguþátt frá ferð
sinni um Norð-austur Græn-
land. Var samkomusalurinn,
fyrsta kennslustofan, þétt skipuð
áheyrendum og mun þetta með
fjölmennari samkomum félagsins
í Háskólanum. Áheyrendur gerðu
prýðisgóðan róm að máli hins
unga fyrirlesara. Var frásögn
hans öll lifandi og látlaus, en
máli sínu til skýringar sýndi
hann á tjaldi fjölda litmynda,
er sýndu stórbrotna náttúru aust-
urstrandar Grænlands og heim-
skautagróðurinn inn af hinum
djúpu fjörðum og út við strönd-
ina. Eyþór var í rannsóknarleið-
angri dr. Lauge Kochs á þess-
um slóðum á síðastliðnu sumri.
Var honum klappað óspart lof í
lófa, að loknum fyrirlestrinum.
Tómas Ániason tek
ur sæti á Alþingi
I GÆR var settur fundur í sam-
einuð'U Alþingi kl. 1,30. Á dag-
skrá var rannsókn kjörbréfs
Tómasar Árnasonar deildarstjóra.
Tekur hann sæti Halldórs Ás-
grimssonar á Alþingi, en Halldór
verður fjarverandi um skeið
vegna sérstakra anna heima fyr-
ir. Var kjörbréf Tómasar sam-
þykkt og bauð forseti sameinaðs
þings hann velltominn til starfs.
Að loknum fundi í sameinuðu
þingi var settur fundur í neðri
deild. Þrjú mál voru á dagskrá.
Frumvarp um atvinnuleysis-
tryggingar var til 3. umr. og sam
þykkt samhljóða og þar með af-
greitt sem lög frá Alþingi.
Framhald annarrar umræðu
var um frumvarp um breytingu á
lögum um Búnaðarmálasjóð. Tók
Ingólfur Jónsson fyrstur til máls,
en hafði vart lokið þriðjungi
ræðu sinnar, er þingfundi var
frestað. Þriðja dagskrármálið var
þá og tekið af dagskrá.
Verið að upplýsa
tugi innbrota
I GÆR tókst rannsóknarlögregl-
unni að komast á slóð þeirra, sem
talið er að framið hafi hin tíðu
innbrot og þjófnaði í mannlausar
íbúðir í Suðvesturbænum að und
anförnu. Frá því var skýrt í blöð-
unum fyrir nokkrum dögum, að
þessi innbrot myndu skipta tug-
um. f gærkvöldi höfðu verið hand
teknir fjórir drengir og munu
þeir hafa verið jafnaldrar eða
þar um bil. Meðal þeirra er tólf
ára drengur, sem grunur leikur
á að sé a.m.k. einn af forsprökk-
um „þjófafélagsins“.
Leyninielur 13
sýndur
í Stykkishólmi
STYKKISHÓLMI, 12. jan. —
Leikfélag Ólafsvíkur kom til
Stykkishólms í gær og sýndi þar
sjónleikinn Leynimelur 13 tvisv-
ar sinnum við húsfylli og ágæt-
• is viðtökur. Leikstjóri var Sig-
urður Sheving, sem jafnframt lék
eitt aðalhlutverkið. Meðferð leik
enda og leikstjórn var með ágæt-
um, mjög jöfn og yfirleitt hraði
leiksins góður. Ungmennafélagið
hélt leikendum og starfsmönnum
samsæti eftir leikinn í samkomu-
húsinu. —
Bruni
á Fáskrúðsfirði
REYÐARFIRÐI, 12. jan. — Milli
klukkan tvö og þrjú síðastliðinn
laugardag kviknaði í íbúðarhús-
inu Gullbringu á Fáskrúðsfirði.
Húsið, sem er gamalt timburhús,
ein hæð og ris, er eign Jóns B.
Jónssonar. Enginn var í húsinu
þegar eldsins var vart. Þegar
slökkviliðið kom á vettvang, var
mikill eldur kominn í húsið og
tók það slökkviliði og aðra sem
komu til aðstoðar, um það bil
hálfan annan tíma að ráða niður-
lögum eldsins.
Húsið stórskemmdist bæði af
eldi og vatni, og er talið óvíst að
hægt verði að gera við það. Talið
er að kviknað hafi út frá reyk-
röri. Hús og innanstokksmunir
voru vátryggð. — A.Þ.
BEZT AÐ AUGLÝSA
t MORGUNBLABINU
Ingi R. vann
9 skákir af 11
KEFLAVÍK, 12. jan. — Ingi R.
Jóhannsson tefldi í gær klukku-
fjöltefli við 11 menn úr meistara-
flokki skákfélagsins í Keflavík.
Ingi vann 9 skákir, tapaði einni
og gerði eitt jafntefli. Óli Karls-
son .skákmeistari Suðurnesja var
sá sem vann hann. — H.S.
HafnarfjörÖur
Hefi jafnan til 8Ö’
ýmsar gerðir einbýlishúsa
og íbúðarhæða. — Skipti
oft möguleg.
Guðjón Steingrímsson, hdl.
Reykjavíkurv. 3, Hafnarfirði.
Sími 50960 og 50783
ALLT f RAFKERFIÐ
Bilaraftækjaverzlun
Halldórs Ólafssonar
Rauðarárstig 20. — Simi 14775.
Lokað
frá hádegi í dag vegna jarðarfarar
H. A. TULINIUS
Unglinga
vantar til blaðkurðar í eftirtalin hverfi
Nesvegur
Bráðræðisholt
Álfheimar
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
Lokað
í dag, allan daginn vegna jarðarfarar.
SILKIBÚÐIN
Lokað ■ dag
Skrifstofur Tónskáldafélags íslands og Sambands
tónskálda og eigenda flutningsréttar, eru lokaðar
í dag vegna jarðarfarar.
einangrunarkork
1 — 1 Vz — 2 — 3 og 4 tommu þykktir
fyrirliggjandi
Símið — Við sendum
Borgartúni 7 — Sími 22235
Innilegar þakkir til allra fjær og nær, sem heiðruðu
mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára
afmæli mínu 29. desember s.l.
JÓHANNA HALLDÓRSDÓTTIR
Hrísateig 21
Innilegar þakkir færi ég öllum skyldum og vanda-
lausum, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 6. þ. m.
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR
Ölduslóð 8 Hafnarfirði
Lokað
í dag frá kl. 12—4.
Verzlunin PfaSf h.f.
SIGURÐUR ÓLAFSSON
frá Ásólfsstöðum,
lézt að Elliheimilinu Grund laugard. 10. jan. Jarðarförin
ákveðin síðar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ásólfur Pálsson.
Konan mín
GUÐLAUG JÓNASDÓTTIR
andaðist 12. þessa mánaðar í sjúkrahúsinu Sólvangi.
Þorlákur Guðmundsson.
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar
TORFI KR. GlSLASON
verkstjóri
Merkurgötu 2, Hafnarfirði, lézt að heimili sínu 12. þ.m.
Ingileif Sigurðardóttir
Kristinn Torfason, Gísli Torfason
Sigurbjörn Torfason
Konan mín
INGIRJÖRG SVEINSDÓTTIR
Bræðrarborgarstíg 12
andaðist 10. þ.m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir mína hönd og aðstandenda.
Björn Jónsson
Jarðarför litlu dóttur okkar, sem andaðist 8. þ.m. fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 14. þ.m.
og hefst með bæn á heimili okkar Kirkjuveg 6, Hafnar-
firði kl. 1,30 e.h.
Una Nikulásdóttir, Ósbar Kr. Sigurðsson.
Útför
ÞÓRARINS STEFÁNSSONAR,
er andaðist 7. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju á morg-
un, miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 10.30 árdegis.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Dætur og aðrir vandamenn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vlð
andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengda-
föður og cifa
JÓNS BACH.
Sérstakar þakkir flytjum við stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur fyrir auðsýndan heiður og samúð, ennfrem-
ur hjúkrunarfólki Elliheimilisins Grundar fyrir hjúkrun
og umönnun alla.
Jónína Jónsdóttir, Olga Jónsdóttir,
Jón M. Jónsson, Héðinn Jónsson,
Lilja Kristinsdóttir og barnabörn.
Alúðarþakkir til hinna mörgu, sem hafa sýnt okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
STEFÁNS og PÉTURS HÓLM
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg og Pétur Hólm
Hrafnborg Guðmundsdóttir
Sólveig Pétursdóttir