Morgunblaðið - 16.01.1959, Qupperneq 6
6
MORGVTSBLAÐlfí
Föstudagur 16. jan. 1959
Jeppi: „Dreym-
ir mig, eða er
ég vakandi?"
Efnahagsafkoma Dana mjög góð
Kaupmannahafnarbréf frá Páli Jónssyni
Kaupmannahöfn í jan. 1959.
DÖNUM telst svo til, að jólin
hafi í þetta sinn kostað þá %
xnilljarð króna, og er þá eingöngu
reiknað með auknum vörukaup-
um, ekki með útgjöldum til ferða
laga eða tekjumissi vegna helgi-
daganna. Jólaverzlunin setti með
þessu nýtt met. Stafar það fyrst
og fremst af þvi, að ríkið endur-
greiddi í desember skyldulán frá
árunum 1950—52, samtals h.u.b.
375 milljónir kr. Nálega 700.000
skattgjaldendur fengu þarna
aukna kaupgetu.
Skyldulán þessi miðuðu á sín-
um tíma að því að draga úr kaup-
getunni vegna þáverandi gjald-
eyrisvandræða. En nú er öldin
önnur. Árið sem leið jukust eignir
bankanna í erlendum gjaldeyri
um 825 milljónir kr. og nema
nú í ársbyrjun 1.175 milljónum
kr. nettó. Ef skuldir, sem eiga
ekki að greiðast innan skamms,
eru ekki dregnar frá gjaldeyris-
forðanum, þá nemur hann 1.700
milljónum. Við þetta bætist 200
milljóna gullforði. Eiga bankarn-
ir þannig samtals 1.900 milljónir
kr. í erlendum gjaldeyri og gulli.
Fyrir aðeins hálfu öðru ári var
aukaþing kvatt saman til að af-
stýra hruni í gjaldeyrismálunum.
Engum datt þá í hug, að þróunin
í utanríkisverzluninhi mundi á
næstu missirum verða Dönum
svo hagstæð, sem raun varð á.
Eitt stjórnarblaðið, „Politiken",
skrifar í áramótahugleiðingum,
að þegar Danir líti á þetta und-
ur í gjaldeyrismálunum, þá sé
líkt á komið með þeim og Jeppa
í rúmi barónsins. „Dreymir mig
eða er ég vakandi", spyrja menn.
Þessi góða afkoma stafar í
fyrsta lagi af því, að verð á ýms-
um innflutningsvörum hefur
lækkað. Um leið jókst útflutn-
ingsverðmæti vegna aukins út-
flutningsmagns.
Hlutfallið milli útflutnings- og
innfutningsverðs hefur breytzt
Dönum mjög í hag. Á sl. hálfu
öðru ári hefur vísitala innflutn-
ingsverðsins lækkað um 9%, en
vísitala útflutningsverðsins ekki
lækkað nema um 2%.
Landbúnaðurinn átti erfitt upp
dráttar árið sem leið. Á rekstrar-
árinu júlí 1957 til júní 1958 varð
arðurinn ekki nema 3.7% af
stofnfénu á móts við 4.2% árið
áður .
Framan af árinu sem leið fór
verðið á aðalafurðunum, það er
smjöri og fleski, sílækkandi
vegna verðfalls á brezka mark-
aðnum. Bændur töluðu um, að
skollin væri á landbúnaðar-
kreppa, sem væri alvarlegri en
nokkur önnur á sl. aldarfjórð-
ungi. En seinni hluta ársins
breyttist ástandið til batnaðar.
Uppskeran varð að vísu tæplega
í meðallagi, en verðið á smjöri
hefur hækkað um nálega 2,50 kr.
kílóið, og verðið á fleski hefur
líka smátt og smátt þokazt tölu-
vert upp á við. Þrátt fyrir verð-
fallið framan af árinu, varð
verðmæti útfluttra landbúnaðar-
afurða 5% hærra en árið áður
vegna aukins útflutningsmagns.
Þótt bændur séu ekki ánægðir
með afkomuna, þá viðurkenna
þeir, að hún varð betri en horfur
voru á í byrjun ársins í fyrra.
Og þeir eru nú orðnir bjartsýnni
en áður um framtíðina.
Iðnaðarframleiðslan stóð svo
að segja í stað framan af árinu,
en jókst seinna missirið og var í
árslok 4% meiri en árið áður.
Verðmæti útfluttra iðnaðarvara
varð 10% hærra en árið 1957. Það
nálgast nú 4.000 milljónir kr. og
slagar hátt upp í útflutningsverð
mæti landbúnaðarafurðanna.
Það hefur verið iðnaðinum til
mikils gagns, að kjarasamningar
voru á sl. vori gerðir til þriggja
ára. Atvinnurekendur þurfa því
ekki að óttast verkföll fyrr en
í fyrsta lagi vorið 1961.
Hinn sívaxandi gjaldeyrisforði
hefur vitanlega aukið fjármagnið
í bönkunum. Er því orðið auðveld
ara en áður að fá lán, og vextir
hafa lækkað. Þetta hefur í för
með sér auknar fjárfestingar,
vaxandi framleiðslu og minnk-
andi atvinnuleysi.
En aukin atvinna hefur skap-
að meiri kaupgetu. Kaupgetan
jókst líka vegna hinna nýju al-
menningseftirlauna og kjarasamn
inga verkamanna á sl. vori. Við
þetta bættist svo hækkun á laun
um starfsmanna ríkisins á sl.
sumri og endurgreiðsla skyldu-
lánanna fyrir jólin.
Framan af árinu stóð neyzlan
svo að segja í stað, en þegar leið
á árið, fór hún vaxandi. Seinna
missirið fór innflutningurinn því
að aukast og gjaldeyriseignirnar
uxu þá minna en fyrra missirið.
Vísitala framfærslukostnaðar
breyttist mjög lítið í fyrra, og
dýrtíðaruppbætur hækkuðu því
ekki. En nú er fyrirsjáanlegt, að
næsta vísitala, sem birt verður
í lok þessa mánaðar, hefur í för
með sér nýjar dýrtíðaruppbætur
á komandi vori. Búast menn jafn
vel við, að þær muni auka kaup-
getuna um 300 milljónir kr.
Á þessu nýbyrjaða ári sjá
menn því fram á vaxandi kaup-
getu, sem veldur auknum inn-
flutningi. Spurningin er nú sú,
hvort hægt verður að auka út-
flutninginn að sama skapi, svo
að gjaldeyrisaðstaðan veikist
ekki.
— Páll Jónsson.
Magnús Finnbogason
frá ReynisdaI — Minning
HANN lézt 11. þ. m. og vantaði
þá tæpt ár í að verða hálfníræður.
Hann var meðal þekktustu Skaft-
fellinga um allt Suðurland, ef við
eldri menn er miðað, því að hann
fór víða um þetta svæði og kom
víða við sögu þar í félagsmálum
og fleiru. Eftir að hann fyrir
nokkrum árum brá búi í Reynis-
dal í Mýrdal, sem hann var
lengstum við kenndur, fluttis-t
hann alfarið úr 'Skaftafellssýslu
og settist að hjá dóttur sinni og
tengdasyni í Hafnarfirði, þar sem
hann hlaut hina beztu aðbúð og
sérstaka aðhlynning í hinni síð-
ustu sjúkdómslegu sinni, sem vel
mátti einnig kalla hina fyrstu,
því að fyrr varð honum vart mis-
dægurt, svo að hann væri frá
verki, á langri og erilsamri ævi.
Og þó leitaði hann lags að
„skreppa austur“, er færi gafst,
allt fram að síðusta árinu. Taugin
var röm. En í langdreginni bana-
legu sýndi hann einstakt þolgæði,
þótt oft virtist hann ella ör á
lífsins leið.---Er ég fyrr í vet-
ur átti símtal við dóttur hans,
til þess að fregna, hversu honum
vegnaði, krafðist hann þess að
mega fara fram úr rúminu og
tala sjálfur við mig. Það varð
hans síðasta símtal, — enda höfð-
um við unnið lengst saman alra
að símamálum í Mýrdal, áður
fyrr við erfiðar aðstæður. Og jafn
vel þá, þótt dauðveikur væri, var
honum óljúft að bera sig illa.
Magnús Valdimai Finnbogason
var fæddur í Þórisholti í Mýrdal
20. desember 1874. Hann var þann
ig jólaföstubarn á merkisári. For-
eldrar hans voru Finnbogi hrepp-
stjóri Einarsson, hreppstjóra Jó-
hannssonar, og Matthildur Páls-
dóttir prófasts í Hörgsdal Páls-
sonar, en þau voru orðlögð merk-
ishjón. Af börnum þeirra öðrum,
systkinum Magnúsar, eru nú á
lífi tvö, Sigríður í Reykjavík
(ekkja dr. Jóns Þorkelssonar
þjóðskjalavarðar) og Matthías
smiður í Vestmannaeyjum, en dá-
in eru Einar hreppstjóri í Þóris-
holti, Páll og Kjartan söðlasmið-
ur í Vík, oftast kenndur við Prest
hús, — en þangað fluttu fer-
eldrarnir, er börnin voru á unga
aldri.
Magnús reisti bú í Reynisdal,
þá er hann festi ráð sitt, en þar
á undan og eftir að hann varð
uppkominn var hann við ýmis
störf þar á meðal um tíma sem
verkstjóri í fjarlægum stöðum.
Á jörð sinni reisti hann íbúðar-
hús úr steini, sem þá var ekki
altítt. Og brátt kom til enn meiri
framkvæmda með miklum endur
bótum á jörðinni o. fl.
Magnús kvæntist árið 1902
Guðrúnu dóttur Jóns bónda á
Giljum í Mýrdal Jónssonar, en
hún andaðist 1907. Þeirra börn
voru: Matthildur Sigríður gift
Páli Hjörleifssyni frá Sandaseli,
búsett í Hafnarfirði, Finnbogi
hreppstjóri að Lágafelli í Land-
eyjum, kvæntur Vilborgu Sæm-
undsdóttur, Áslaug gift Jóni mæl-
ingafulltrúa í Reykjavík Pálssyni
frá Heiði. í annað sinn kvæntist
Magnús 1909 Kristbjörgu Benja-
mínsdóttur frá Úlfarsfelli í Mos-
fellssveit, en hana missti hann
1942; börn þeirra eru: Gunnar
Kristinn (var kvæntur Sigríði
frá Prestshúsum), Haukur tré-
smiður í Hafnarfirði, áður lög-
regluþjónn, kvæntur Kristínu
Þorleifsdóttur, og Auður Sigrún
(látin).
Eins á síðkastið sem fyrr gekk
Magnús Finnbogason reistur og
reifur, þrátt fyrir eðlilegan lúa
af pftlega erfiðu starfi og ýmiss
konar mótlæti. En honum var
ekki lagið að ganga niðurlútur.
skrifar ur
daglega lífinu
Englandsdrottning fær
Iandhelgiskökur
IFYRRADAG var í þessum
dálkum sagt frá litlum fiskum
með áletruninni „12 mílur ís-
land“, sem Velvakandi hafði séð
í bakaríi hér í bænum. Sama
morgun var hringt frá brezka
sendiráðinu og spurt hvar nefnd-
ar kökur fengjust, sendiráðs-
starfsmenn ætluðu til gamans að
senda hennar hátign Elísabetu
drottningu svo sem eins og eitt
kg með konunglegum sendiboða,
sem var á förum héðan.
Umræddur bakari hefði því
getað gert sér vonir um að verða
„konunglegur“, ef hann hefði
ekki verið svo óheppinn að hafa
fengið kökurnar úr sælgætisgerð
einni. Vonandi smakkast þessir
„platfiskar" vel og spilla ekki
markaðshorfum okkar í landi
Engilsaxa, eða orðstír okkar hjá
höfðingjum.
Frá Fornritafélaginu
UL af skrifum Velvakanda 6.
þ. m. um að eigi kom út nýtt
bindi íslenzkra fornrita fyrir síð-
astliðin jól, hefur forseti Fornrita
félagsins Jón Ásbjörnsson, hæsta
réttardómari beðið fyrir eftirfar-
andi athugasemd.
Undanfarin þrjú ár hefur XIV.
bindi íslenzkra fornrita verið í
prentun, en rétt er að geta þess,
að sökum takmarkaðra letur-
birgða prentsmiðjunnar er erfitt
að koma því við að prenta nema
eitt bindi í einu. Á það einkum
við um textann. Stjórn Fornrita-
félagsins var mjög í mun, að
bindi þetta gæti komið út á síð-
astliðnu hausti. Svo fór þó, að
þá var einungis texti sagnanna
fullbúinn til prentunar, en for-
máli var ósaminn og eftir að
ganga frá kortum og myndum
o. fl. Er þess því miður ekki að
vænta að bindi þet.ta verði full-
prentað fyrr en síðla þessa árs.
Stjórn Fornritafélagsins hefur
frá upphafi lagt megináherzlu á,
að sem bezt sé til útgáfunnar
vandað, bæði fræðilega og að
ytra frágangi. Því að eins getur
Fornritaútgáfan náð tilgangi sín-
um. Jafnframt þarf verkið að
ganga sæmilega hratt, að svo
.miklu leyti sem samrýmst getur
framangreindri frumkröfu. Eigi
er því að leyna, að á þessu þykir
stundum hafa orðið talsverður
misbrestur. Þess ber þó að gæta,
að flestir útgefendanna hafa ver-
ið störfum hlaðnir og að útgáfu-
síarfið er mjög tímafrekt, eins
og þau verk eru ávallt, sem vel
er vandað til. Er alrangt að bera
útgáfur Fornritafélagsins að því
leyti saman við venjulegar endur-
prentanir fornsagna, sem við eig-
um að venjast. Þar er aðallega
um prófarkalestur að ræða og
e. t. v. smávægilega breytingu á
stafsetningu auk örstutts formála
frá hendi útgefanda.
í bréfi Gamla, sem birtist í
dálkum Velvakanda 6. þ. mán.,
er réttilega bent á, að félagið
skortir mjög stuðning þjóðarinn-
ar. Hann hefur frá upphafi vega
þess verið furðu lítill, ritin að
jafnaði selzt mjög dræmt. Þjóðin
virðist hafa snúið baki við fortíð
sinni, og er það illa farið. Breyt-
ist þetta ekki til batnaðar, getur
Fornritafélaginu varla orðið
langra lífdaga auðið héðan í frá.
Að lokum vil ég geta þess, að
á síðastliðnu ári lét Fornritafé-
lagið ljósprenta tvö bindi, Vatns-
dæla sögu (þ. e. ýmsar húnvetnsk
ar sögur) og Vestfirðinga sögur.
Vatnsdæla saga kom á markaðinn
á fyrra hluta þessa árs, en ekki
reyndist unnt að fá nema örfá
eintök af Vestfirðinga sögum
bundin fyrir jól, svo að varla
getur talist, að þær séu komnar
á markaðinn enn."
Hann var maður allhár vexti og
ekki þyngdi of mikið holdafar
líkama hans. Var hann löngum
léttur í spori, þrátt fyrir ótölu-
legar gönguferðir í bratta og á
jafnsléttu. Mörg sporin átti hann
yfir Reynisfjall (milli Reynis-
hverfis og Víkurkauptúns), bæði
í björtu og dimmu, og aldrei var
hann svo þreyttur, að hann teldi
eftir sér þær ferðir, því að það
var að fara á mannamót, sem
áttu einkarvel við hann og sinnis-
lag hans. Magnús var maður vel
greindur, og talgáfur hans voru
frábærar, sem kom honum vel á
þeim fjölmörgu mannfundum,
sem hann jafnaðarlega sótti. Og
nokkurrar menntunar hafði hann
aflað sér sjálfur, eftir því sem
tök voru á, því að skólaganga
var þá engin fyrir almenning, en
Magnús var líka ósmeykur við að
afla sér þjálfunar til þess að telj-
ast nokkurn veginn jafngildur
hverjum öðrum sem var í með-
ferð fyrirliggjandi málefna. Hug
urinn bar hann og hálfa leið — og
ef til vill rúmlega það. Greið-
vikni var honum í blóð borin og
eigi taldi hann eftir sér viðvik
fyrir náungann.
Eftr Magnúsi í Reynisdal var
ávallt tekið, hvar sem hann fór.
Og falin voru honum harla marg-
vísleg trúnaðarstörf heima í hér-
aði. í búnaðarmálum heima
og heiman var hann ötull
fulltrúi, lengi í stórn Búnaðar-
sambands Suðurlands og formað-
ur í búnaðarfélagi hreppsins
(Hvammshrepps). Hreppsnefndar
maður hátt á þriðja tug ára og
sóknarnefndaroddviti árum sam-
an og átti á seinustu búskapar-
árum sínum og af áhuga mestan
þátt í endurreisn Reyniskirkju.
Formaður var hann lengst af í
Talsímafélagi Mýrdælinga. —
Skattanefndarmaður, ullarmats-
maður og fulltrúi í Sláturfélagi
Suðurlands og Kaupfélagi Skaft-
Framh. á bls. 19.