Morgunblaðið - 16.01.1959, Side 10

Morgunblaðið - 16.01.1959, Side 10
1C M O R C V ÍV R 1 4 n 1 Ð Fostudagur 16. jan. 1959 tftgiittlrlðMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. FÁRYRÐUM SPORÐRENNT UTAN UR HEIMI Eva Bartok og fljúgandi diskar SÍÐAN Alþingiskosningar fóru síðast fram á Islandi eru aðeins liðin tæplega ár. Sú barátta, sem háð var fyrir þær kosningar, mótaðist fyrst og fremst af tvennu, annars vegar málefnalegri og ábyrgri baráttu Sjálfstæðismanna fyrir stefnu sinni og hins vegar af fár- yrðum hinna svokölluðu vinstri flokka um Sjálfstæðisflokkinn. Vinstri flokkarnir kyrjuðu all- ir í einum kór þá blekkingu yfir íslenzkum kjósendum fyrir síð- ustu kosningar, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri þjóðhættulegur „braskaraflokkur“, sem einn bæri alla ábyrgð á því, sem mið- ur hefði farið í íslenzkum stjórn- málum á undanförnum árum. — Svo langt var gengið í þessum óhróðri um Sjálfstæðisflokkinn, að Framsóknarflokkurinn, sem unnið hafði með Sjálfstæðis- mönnum um áratugi í ríkisstjórn, lagði höfuðáherzlu á það í kosn- ingabaráttu sinni, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri ekki samstarfs- hæfur. Með honum væri ekki hægt að leysa nokkurt vanda- mál þjóðfélagsins, og allra sízt þau, sem alvarlegust væru, efna- hagsvandamálin og verðbólguna. Óíiraustur grundvöllur Á grundvelli þessa gersamlega neikvæða málflutnings tóku svo allir andstöðuflokkar Sjálfstæðis- flokksins höndum saman um myndun vinstri stjórnarinnar að loknum kosningum sumarið 1956. Þá var að því komið að þessir flokkar yrðu að sýna einingu um eitthvað fleira en níðið um Sjálf- stæðismenn. Þeir höfðu hamrað á því að verðbólgan væri sök Sjálfstæðisflokksins. Ef Sjálf- stæðismenn væru einangraðir frá áhrifum um stjórn landsins, væri þess vegna auðvelt að leysa þetta vandamál. Vinstri stjórnin sat á valda- stólum. Mánuðir og ár liðu án þess að hún fyndi nokkrar „nýj- ar leiðir" eða „varanleg úrræði" til lausnar vanda efnahagsmál- anna. Eftir allt saman dugðu fár- yrðin og sleggjudómarnir um stærsta flokk þjóðarinnar ekki til þess að leysa vandamálin. Það var enginn vandi að tala digur- barkalega fyrir kosningar og segja þjóðinni að vinstri stjórn væri hið mikla lausnarorð. Hitt var meiri vandi að standa við stóru orðin. Þetta sannaðist áþreifanlega á vinstri stjórninni. Hún hafði ásakað Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að eiga sök á dýr- tíðinni, fyrir að arðræna fram- leiðsluna með einokun útflutn- ingsverzlunarinnar, fyrir að halda hlífiskildi yfir óhóflegum milliliðagróða, fyrir að skerða lífskjör almennings og þröngva kosti alþýðu manna. En hvernig bætti vinstri stjórnin úr þessum afbrotum „braskaraflokksins" gagnvart þjóðinni? Þannig, að hún margfaldaði dýrtíðina og verðbólguna, lagði sligandi skatta og tolla á „almúgann" framkvæmdi stórfellda gengislækkun, hreyfði í engu við því skipu- lagi sem samtök framleiðenda höfðu skapað um útflutnings- verzlunina og gleymdi gersam lega stóryrðum sínum um milliliðagróðann. Þannig stendur nú ekki steinn yfir steini af öllum stóryrðum vinstri flokkanna um misgerðir Sjálfstæðisflokksins. — Er það mjög lærdómsríkt fyrir kjósend- ur landsins og hlýtur að hafa úr- slitaáhrif á afstöðu mikils fjölda fólks í þeim kosningum, sem nú eru fram undan. Sjálfstæðismenn beðnir hjálpar En það er ekki nóg að flokkar vinstri stjórnarinnar hafi með stjórnarstefnu sinni og fullkomnu úrræðaleysi gangvart þeim vand^ málum, sem þeir töldu sig eina færa um að leysa, sporðrennt öllum fáryrðum sínum um Sjálf- stæðisflokkinn. Þegar vinstri stjórnin hafði gefizt upp, taldi forystuflokkur hennar, Framsókn arflokkurinn, aðeins eitt úrræði tiltækilegt: Að biðja Sjálfstæðis- flokkinn hjálpar og fá hann til þátttöku í ríkisstjórn með vinstri flokkunum. Þetta hét á máli Framsóknarmanna að mynda þjóðstjórn um lausn efnahags- málanna og önnur vandamál, sem vinstri stjórnin hafði ýmist skapað sjálf með lánleysi sínu eða gefizt upp við að leysa. Gat Framsóknarflokkurinn ó- merkt fyrri fáryrði sín um Sjálf- stæðisflokkinn öllu rækilegar en hann gerði með þessari hjálpar- beiðni? Sannarlega ekki. öll þjóðin er nú vitni að því, að þegar forysta Framsóknarflokksins hefur gersamlega brugðizt og vinstri stjórnin orðin ber að stærsta pólitíska gjaldþroti, sem um getur í íslenzkri stjórnmálasögu, þá telur hann það eitt geta bjargað þjóðinni að fá Sjálfstæðisflokkinn með sér í ríkisstjórn. Það er staðreynd, sem allur almenningur á Islandi gerir sér ljósa. Dómur þjóðarinnar Þegar vinstri stjórnin hafði gefizt upp, taldi Sjálfstæðisflokk- urinn að þjóðin ætti rétt á því að ganga til nýrra kosninga og kveða upp dóm sinn yfir verkum stjórnarinnar. Hann vildi þó ekki skorast undan því að gera tilraun til stjórnarmyndunar, ef mögulegt kynni að vera að mynda starfhæfa ríkisstjórn á grundvelli þeirra meginskilyrða, sem hann setti um framkvæmdir og stefnu slíkra stjórna. Þegar honum tókst ekki slík stjórnar- myndun og auðsætt var að nægi- legt fylgi var ekki við nauðsyn- legar viðreisnarráðstafanir á Alþingi, ákvað flokkurinn að verja minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins vantrausti, að því til- skildu að hún beitti sér fyrir kosningum, bráðabirgðaráðstöf- unum til stöðvunar verðbólgunni og nýrri og réttlátari kjördæma- skipun. Sjálfstæðisflokkurinn beið- Ist nú trausts og fylgis allra hugsandi íslendinga I þeirri baráttu, sem framundan er fyrir viðreisn í íslenzkum efnahagsmálum og traustari grundvelli íslenzks þingræðis og lýðræðis. BLÖÐ, myndablöð og tímarit hafa undanfarin ár birt margs konar frásagnir af Evu Bartok og þeim hneykslum, sem hún hefir valdið. í eftirfarandi grein segir ungverska blaða- konan, Colomann de Bée, frá ýmsu, er sízt bætir um fyrir leikkonunni, sem aldrei tókst að „slá í gegn“ og „enginn skildi" í heimalandi hennar. Grein þessi birtist í Berlinga- tíðindum. Á sólheitum sumardegi árið 1946 kom ég í fyrsta sinn í hús- ið nr. 54A við Alkotásgötu í Búda pest. Á þriðju hæð bjó hinn frægi ungverski rithöfundur Ár- on Tamasi, ásamt ungri konu sinni ,sem ég hafði ekki haft nein kynni af til þessa. Nafn Árons Tamasis varð ekki þekkt í hinum frjálsa heimi, fyrr en byltingin var gerð í Ungverja- landi og ofsóknir hófust á hend- ur rithöfundum, er byltingin hafði verið bæld niður. Hann er í hópi atkvæðamestu rithöfunda í Ungverjalandi. í skáldsögum hans er lýst aðstæðum, sem eru svo sérstakar fyrir Ungverjaland, að það er erfitt fyrir útlendinga að skilja þær til hlítar, rétt eins og Ungverjum koma mjög ókunn uglega fyrir sjónir þýðingar á bókum Selmu Lagerlöf, Sigrid Undset, Knuts Hamsuns og Hen- riks Ibsens, þar sem sögusviðið er algerlega norrænt. ★ Áron Tamasi átti þá (1946) sæti á þingi, og ég átti að hitta hann að máli og fá viðtal um endurskipulagningu landbúnaðar ins í Ungverjalandi. • Beint á móti húsinu, sem Áron Tamasi bjó í, var veitingahús. Það var mjög heitt í veðri, svo að ég fór þangað inn til að fá mér glas af öli. Ég hafði varla tyllt mér niður, er mikill hávaði barst mér til eyrna. Síðan heyrð- ist kona skammast háværri röddu, og skömmu síðar kom disk ur fljúgandi gegnum opinn glugg ann út á götuna. f kjölfar disksins komu glös, hnífar og gafflar, og loks var vasa fleygt gegnum gluggarúðu, svo að rúðubrotin hrundu niður á götuna. Þegar kyrrð var komin á aftur, spurði ég þjóninn, hvað væri á seyði. Hann svaraði: — Það er vesalings konan hans herra Tamasi. Hún gerir einhverj ar skammir af sér á hverjum degi. — Ja, hérna. Ég er einmitt á leiðinni til þeirra, sagði ég. — Þér skuluð hinkra andartak, þangað til hún er farin. Þá verð- ur ofurlítið næðissamara. Hún er vön að koma sjálf þjótandi á eftir „fljúgandi diskunum" sínum. Þetta reyndist rétt. Skömmu síðar var útidyrunum hrundið upp. Mjög falleg, ung kona kom út og flýtti sér inn í leigubíl. Mér varð rórra, og ég fór upp til Árons Tamasis. íbúðin bar þess greinilegt vitni, að þar hafði gengið mikið á, en ég lét sem ég tæki ekki eftir því. Á skrifborð- inu var stór ljósmynd af ungu konunni, sem ég hafði séð úti E v a Szöke fyrir rétt áður. Fyrir neðan mynd ina var skrifað: „Til mannsins míns. Eva Szöke". Nú skulum við bregða okkur tíu ár fram í tímann. Er ég hafði komizt heilu og höldnu eftir bylt inguna 1956 til Vínarborgar, sökkti ég mér niður í að lesa vestræn blöð og tímarit. Alls stað ar blöstu við mér greinar um Evu Szöke og myndir af henni. Ég þekkti hana strax aftur, þó að hún héti nú Eva Bartok. Reyndar fjölluðu flestar greinarnar um einhvers konar hneyksli. Eva Szöke (szöke merkir á ung versku ljóshærður) var dóttir starfsbróður míns, sem var tölu- vert eldri í hettunni en ég. Skömmu eftir að heimsstyrjöld- inni lauk, fór hún að leika — aðallega lítil, fjörleg hlutverk í minni háttar leikhúsum. Henni tókst aldrei að afla sér orðstírs á leiksviðum í Ungverjalandi. ★ Á árunum 1945—46 var mikil óstjórn í Ungverjalandi. Verð- bólgan var að vísu liðin hjá, en menn bjuggu samt við mikið ör- yggisleysi. Margir urðu auðugir á skömmum tíma, bárust á og hurfu síðan skyndilega — venju- lega með aðstoð lögreglunnar. Fjöldi næturklúbba var stofnsett- ur og skækjulifnaður stóð með miklum blóma. Á stríðsárunum flaut blóðið 1 striðum straumum — nú varð það gullið, sem flaut í stríðum straumum. Á þessum umbrotatímum kynnt ist ég frú Áron Tamasi, öðru nafni Eva Szöke eða Eva Bartok. Ég var á gangi á Oktogontorginu í Búdapest. Þetta torg hefir reynd ar heitið ýmsum nöfnum. Á styrj aldarárunum hét það Mussolini- torgið, síðan var það skírt Okto- gontorgið og nú heitir það Sjö- unda nóvember-torgið. Á Okto- gontorginu hitti ég kunningja minn ,sem var að fara inn í Adam veitingahúsið til að hitta þar Áron Tamasi og frú Evu Szöke. Ég fór með honum. Er ég sá Evu Szöke í fyrsta sinn, tók ég þegar eftir þvi, að hún var með litað hár, notaði belladonna til að stækka auga- steinana og virtist vera mjög taugaóstyrk. En hún var afar falleg. Hún veitti mér enga athygli. Ég sökkti mér niður í samræður við Áron Tamasi, en hún spjall- aði við kunningja minn. Allt í einu sneri hún sér að okkur og spurði: — Eruð þér líka starfsmaður við Kinotímaritið? Ég svaraði því játandi, og Tam- asi bætti því við, að ég væri lista- og leikritagagnrýnandi. Nú fékk Eva Szöke skyndilega mik- inn áhuga á mér. Hún sagði mér, að nú væri unnið að því að gera kvikmynd eftir einni skáldsögu Tamasis. Hún lék að sjálfsögðu aðalhlutverkið. Hún lagði granna hönd sína á öxl mér — demants- hringarnir glitruðu á fingrum hennar — og horfði djúpt í augu mér. — Það á að kvikmynda klukk- an níu í fyrramálið. Komið og skrifið eitthvað um mig. Menn segja, að ég hafi enga leikhæfi- leika og reyni bara að lifa á frægð mannsins míns. Ég skal sýna yð- ur, að þetta er ekki satt. Þér eruð góður listagagnrýnandi. Það seg- ir maðurinn minn. Ætlið þér ekki að koma? Áron Tamasi var ekki sérstak- lega hrifinn af þessari hugmynd, og hélt því fram, að ekki væri tímabært að kalla blaðamenn á vettvang. Ég lofaði samt að koma næsta morgun. ★ Stundvislega klukkan níu var ég komin 1 vinnustofuna. Allir voru komnir til vinnu sinnar: leikstjórinn, leikararnir, fram- kvæmdastjórarnir — allir nema Eva Szöke. Klukkan varð hálf- ellefu, og ekkert sást til ferða Evu. Við fengum okkur kaffi- bolla og biðum átekta. Um há- degisbilið birtist Eva. Allir voru orðnir gramir og leiðir. Kvikmyndatakan gekk erfið- lega. Eitt lítið atvik varð að kvik mynda tuttugu sinnum, og samt var það ekki nægilega gott. Leik- stjórinn, sem reyndar var dálítið taugaóstyrkur, missti allt í einu þolinmæðina, kastaði handritinu á gólfið og hrópaði: — Ég er vanur að vinna með leikurum. Ég get ekki unnið með stelpukjána. Það varð dauðaþögn. Síðan sagði Eva Szöke: — Maðurinn minn á handritið, og það er ég, sem sit á peninga- kassanum. Það var einna líkast því sem olíu hefði verið hellt á eld. f nokkrar mínútur var allt á tjá og tundri í herberginu. Eva Szöke hrópaði ókvæðisorð, leik- stjórinn talaði hátt og reiði- lega. Einhver fór að berja bumbu. Lampa var velt um koll. Þegar ringulreiðin var að ná hámarki, Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.