Morgunblaðið - 24.01.1959, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.01.1959, Qupperneq 18
18 MORGVISBL AÐ1Ð Laugardagur 24. jan. 1959 Valmundur Björnsson brúarsmi&ur, Vík í Mýrdal sextugur FERÐAFÓLK, sem ekur eftir þjóðveginum austur yfir Mýrdals sand austur að Rauðabergi eða Núpsstað, í mjúkum bifreiðum á scibjörtum sumardegi, gerir sér naumast fyllilega grein fyrir þeim erfiðleikum, er Skaftfelling- ar áttu við að stríða í aldaraðir, hvað samgóngur snerti. Sundurskorið af fjölda jökul- fljóta er þetta fagra hérað, ‘Skafta fellssýslu, og var ekki á færi nema kunnáttumanna að þekkja duttlunga þeirra, og brjótast yfir þau með fólk og farangur á öll- um árstíðum. Skaftfellingar voru líka víðfrægir vatnamenn, og hestarnir þeirra orðlagðir fyrir þrek og kjark í baráttunni við kolmórauðar og straumþungar jökulelfurnar, enda voru hest- arnir eins og mennirnir, hertir í þessari glímu frá unga aldri. Á síðustu árum og áratugum, hefur mikið áunnist í samgöngu- málum landsins eins og öllum er kunnugt, og þá einnig í Skafta- fellssýslu. Þar má nú heita að hver á og hver laekur hafi verið brúuð, að minnsta kosti á öllum helztu leiðum. Ungir Skaftfelling ar eru því engir vatnamenn leng- ur, og skaftfellzku hestarnir kunna naumast að vaða straum- vatn, og fæstir þeirra hafa nokk- urn tímann fengið tækifæri til þess að æfa sundtökin. Þetta er svo mikil breyting, og að sjálf- sögðu til bóta að varla er þess að vænta að yngri kynslóðin meti það eins og vert er í daglegu lífi, þar sem hún þekkir ekki annað nema af afspurn. Það er engum vafa undirorpið, að íslenzka þjóðin hefur unnið þrekvirki á sviði samgöngumála á undanförnum tímum, eins og raunar á mörgum öðrum sviðum. Þar eiga margir hlut að máli. Éinn Skaftfellingur hefur komið hér mjög við sögu á síðustu ára- tugum, en það er Valmundur Björnsson, brúarsmiður í Vík í Mýrdal. Hann átti sextugsafmæli bann 4. des. sl. og þótt nokkuð sé nú liðið frá afmælinu, vildi ég ekki láta hjá líða að ir.innast hans með nokkrum orðurn í tilefni þess. Enginn maður hefur unnið ar.nað eins og hann að því að tengja sveit við sveit í hinu víðáttu- mikla og strjálbýla héraði, og brjóta þá einangrun, sem sam- gönguerfiðleikarnir óhjákvæmi- lega sköpuðu. Valmundur Björnsson er fædd- ur að Svínadal í Skaftártungu árið 1898, sonur hjónanna Vig- dísar Sæmundsdóttur frá Borgar- felli og Björns Eiríkssonar frá Hlíð, Eru ættir þessar fjölmennar í Skaftárþingi, og margt merkis- fólk af þeim komið. Þau Svína- dalshjón eignuðust 13 börn og eru nú 12 þeirra á lífi, flest búsett í Skaftfellssýslu, Björn í Svín- dal var hagleiksmaður mikill, og búþegn góður, en Vigdís kona hans annáluð myndarkona. Börn Björns hafa erft hagleik hans, og eru synir hans völundar í hönd- unum hver á sínu sviði. Björn Eiríksson var tvíkvæntur, og átti hann einn son með fyrri konu sinni. Heitir hann einnig Björn og er búsettur í Vík í Mýrdal. Einnig hann er hagur vel, einkum á járn. Valmundur Björnsson kvæntist hið fyrra sinni árið 1928, Stein- unni Jónsdóttur Bryjólfssonar í Vík, en missti hana árið 1945. Þau eignuðust tvö börn, Jón trésmíða- meistara í Vík og Sigurbjörgu kennara í Reykjavík. Aftur kvæntist Valmundur árið 1949, Guðnýju Ólafsdóttur frá Skarðs- hlíð undir Eyjafjöllum, myndar- legri og góðri konu. Þau eiga ekki börn. Árið 1934 byrjaði Valmundur að stjórna brúabyggingum fyrir Vegagerð ríkisins, og hefur verið starfsmaður þeirrar stofnunar á hverju sumri síðan. Það var mik- ið heillaspor er Valmundur réðist til þessara starfa því að þar hefur hann getið sér mikinn orðstír og góðan. Á þessum tíma hefur hann byggt milli 60 og 70 brýr stórar og smáar. Allar nýrri brýr í V- Skaftafellssýslu eru byggðar af honum einnig nokkrar í Rangár- vallasýslu og víðar um landið í byggðum og óbyggðum. Valmundur er viðurkenndur af öllum, sem til þekkja fyrir fram- úrskarandi útsjónarsemi, dugnað og glögga verkstjórn. Hann er hugmaður mikill að hverju, sem hann gengur og krefst mikils af mönnum ,sem með honum vinna, en þó mest af sjálfum sér. Verk þau, sem hann tekur að sér, eru leyst af hendi af mikilli vand- virkni og hyggindum, og verða því ódýrari írá hans hendi en flestra annarra. Það mun ekkert fátítt að brýr, sem hann hefur byggt, hafi orðið allverulega undir kostnaðaráætl- un. Þetta ætti nú kannske ekki að segjast nú á tímum, sízt í skiptum við hið opinbera, því að það kvað ekki vera tízka að draga úr útgjöldum þess. En ég segi það nú samt, því að þetta vita fjölda margir Skaftfellnigar. Það er þó ekki af því að Valmundur sé að flíka því sjálfur, því að sjálf- hælinn maður er hann ekki. Kann hann bezt við að láta verkin tala fyrir sig, enda gera þau það svika laust. f verkstjórn sinni hefur Val- mundur verið svo farsæll að lengi mun í minnum haft, og það í fleiru en einu tilliti. Aldrei hafa orðið slys hjá honum við brúar- gerðir, og engin óhöpp hent í meira en 3 tugi ára. og hafa þó aðstæðurnar oft verið misjafnar og sum vatnsföllin engin barna- leikvangur. Þetta út af fyrir sig er mikil gæfa, en sýnir þó, að hjá bonum fer saman kapp og forsjá. Síðan 1952, hefur Valmundur rekið trésmíðaverkstæði í Vík í félagi við Jón son sinn, og hafa þeir nóg að starfa þar aliai stund- ir sem þeir ekki tinna að brúar- gerðum eða húsabyggingum. Valmundur Björnsson er yfir- lætislaus maður eins og margir miklir dugnaðarmenn, og það fer ekki mikið fyrir honum hvers- dagslega. En í hópi góðra vina er hann glaður og reifur, og höfðingi heim að sækja. Þar a kona hans sinn hlut að máli. Hann er vinmargur og vinfast- ur eins og hann á kyn til, ein- beittur í skoðunum og fylgir þeim fram með festu og einurð en engum bægslagangi. Hann er óáreitinn og blandar sér lítt í annarra málefni að óþörfu, en tilbúinn að rétta hjálparhönd og gera greiða, hvenær, sem hann má því við koma. Hlýjar óskir fjölmargra manna og kvenna fylgja þessum mæta manni og góða dreng er hann nú byrjar sjöunda tug ævi sinnar, og við, sem þekkjum hann og verk hans bezt, vonum að honum end- jst lengi kraftar til þess að brúa árnar í landinu, tengja sveit við sveit eins og til þess að brúa árn- ar í landinu, tengja sveit við sveit eins og hann hefur gert í áratugi, því að ennþá bíða fjölmörg óleyst verkefni eftir honum, og öllum þeim, sem vilja vinna vel fyrir land sitt og þjóð. Um leið og ég bið vin minn, Valmund afsökunar á þessum fáu orðum, óska ég honum, konu hans og börnum alls góðs í til- efni sextugsafmælisins og bið hon um og fjölskyldu hans blessunar á hinu nýbyrjaða ári.og í allri framtíð. Skaftfellingur. Bardagar blossa upp í Alsír Gullfoss er líka tígulegur í klakahjúpi. ALSÍR, 23. jan. NBT-Reuter. — I þessari viku hafa aftur brotizt út blóðugir bardagar milli upp- reisnarmanna í Alsír og franska hersins, og hefur það dregið úr líkunum á vopnhléi. Samkvæmt opinberum heimildum í Frakk- landi voru um 1500 uppreisnar- menn drepnir eða teknir til fanga undanfarnar tvær vikur. Á aðal- bækistöðvum uppreisnarmanna í Túnis var tilkynnt, að 513 Frakk- ar hefðu verið drepnir í annarri viku janúarmánaðar. Ferö austur á morgun — á vegum Ferða- skrifsfotu Páls Arasonar FERÐASKRIFSTOFA Páls Ara- sonar efnir til ferðar austur að Gullfossi um þessa helgi. — Farið Monte Corlo-konnaksturinn Reuter. — Hinum heimskunna Monte Carlo-kappakstri, sem hófst á sunnudaginn frá níu stöð- um í Evrópu, lauk í dag í Monte Carlo. í fyrstu fjórum sætunum voru Frakkar. Af 322 bílum, sem lögðu upp, komust 129 á leiðar- enda, en alls var leiðin um 3200 kílómetrar. tTrslitin urðu sem hér segir: 1. Paul Coltelloni og Pierre Alexandre (Citroen DS-19) 2. André Thomas og Jean De- liere (Simca Aronde) 3. Pierre Surles og Jacques Piniers (D.B.-Panhard) 4. Henri Marang og Jacques Bodoche (Citroen) 5. Ronnie Adams og Ernes Mc- Millan (Sunbeam Rahier) — Ronnie Adams vann kapp- aksturinn 1956. 6. Gunnar Bengtson og Carl Lohmander (Volvo) 7. Siegfried Eikelmann og Hans Wencher (D.K.W.) 8. George Parkes og Geoffrey Howarth (Jaguar) 9. Michel Grosgogeat og Pierre Biagini (D.K.W.) 10. Fernand Schligler og Pierre Berthemy (Reunault) 11. Jeffrey McAndrew og Ian Walker (Ford Zodiac) 12. Gino og Pierre Deligne að Gullfossi verður frá skrifstofunni í Hafn- arstræti 8 í fyrramálið kl. 9, og er gert ráð fyrir, að komið verði aftur til bæjarins kl. 6—7 annað kvöld. Auk þess, sem dvalið verður nokkra hríð hjá Gullfossi, mun verða staldrað ögn við hjá Geysi og í Skálholti. — Það er gaman að sjá Gullfoss í klaka- böndum eins og hann er nú, og er hann ekki síður fagur og tígu- legur í slíkum vetrarbúningi heldur en að sumrinu — eins og menn geta gert sér í hugarlund af myndinni, sem hér fylgir með. Þótt nú sé hávetur, er færi þarna austur eftir hið bezta, næst um eins og á sumardegi. Þessi ferð að Gullfossi er fyrsta ferðin, sem farin er á vegum Ferðaskrifstofu Páls Arasonar á þessu ári. Mannskaðaveður í Bandaríkjunum NEW YORK, 23. jan. NTB-AFP. Flóð, stórhríðar og þoka hafa á síðustu tveimur dögum grand- að 70 manns og valdið skaða, sem nemur tugmilljónum króna í fimmtán ríkjum í Bandaríkjun- um norðaustanverðum. Enska knattspyrnan: Wolverhamton og Bolton mcetast í dag í dag fer fram 4. umferð Bik- arkeppninnar. Fjórir af leikjun- um eru reyndar úr 3. umferð- inni, en í þeim hefir enn ekki fengist úrslit, Ekki hefir það komið fyrir áður í sögu bikar- keppninnar í þau 87 ár, sem hún hefir verið háð, að ekki hafi fengizt úrslit í einni umferð áð- ur en önnur hefst. Leikur dags- ins er tvímælalaust milli sigur- vegaranna í keppninni í fyrra, Bolton og sigurvegara deild- arkeppninnar, Wolverhampton. „Úlfarnir", sem leika á heima- velli, eru taldir hafa meiri vinn- ingslíkur. f haust, er liðin leiddu saman hesta sína í deildarkeppn- inni töpuðu „Úlfarnir" á heima- velli, eitt mark gegn tveim. í þess um liðum eru allmargir landsliðs menn, en frægastir eru þeir Billy Wright (Wolves), fyr- irliði enska landsliðsins og „Úlf- anna og Nat Lofthouse fyrirliði Boltons. Þessir tveir menn eiga eftir að elda saman grátt silfur í dag, Lofthouse leikur miðherja, og Wright miðframvörð. Af öðrum leikjum milli 1. deild ar liða, en þeir eru 4, má nefna leikinn í Chelesa, milli Aston Villa og heimaliðsins. Með Chelsea liðinu leikur 23 ára gam all framvörður að nafni Stan Crowther. Crowther þessi hef- ur nefnilega leikið í úrslitaleikj- um á Wembley í tvö ár í röð. Hann var með Aston Villa 1957 er þeir unnu bikarinn, en eftir flugslysið í Múnchen seldi Aston Villa hann til Manchester Utd. og komst hann enn í úrslit í bikarkeppninni 1958, með United, sem keypti Crowther af M. U. í haust, hefur mikla möguleika að komast áfram í 5. umferð. Arsenal, sem virðast vera í miklu áliti hér heima, — enda ekki að ástæðulausu, liðið er efst í fyrstu deild — heim- sækja 3. deildar liðið Colchester United. Forráðamenn Colchester liðsins eru himinlifandi yfir þessari heimsókn, því á þessum leik verður met-aðsókn. Mesta aðsókn í Cholchester er 19072 áhorfendur, gegn Reading árið 1948. Þessir leikir fara fram í dag í Bikarkeppninni: 3. umferð: MiddJesbrough ... Brimingham City (þessi leikur hófst á sínum tíma, en var frestað eftir 60 mín. leik og var staðan 1—1) Manchester City .... Grimsby Town Nottm. Forest .. Totting & Mitcham Peterbrough ................ Fulham 4. umferð Accrington ............. Portsmouth Blackburn Rovers .......... Burnley Bristol City ............ Blackpool Charlton .................. Everton Chelsea ............... Aston Villa Clochester ................ Arsenal Leicester City ... Luton Town Norwich City ..... Cardiff City Preston N. E...... Bradford City Stoke City ....... Ipswich Town Tottenham ...... Newport County West Bromwich ....... Brentford Wolverhampton Bolton Wandrs. Worcester City ... Sheffield Utd. Hraðkeppni 1 handknattleik í kvöld og annað kvöld efnir Handknattleikssamband íslands til hraðkeppni í handknattleik og verður leikið í meistaraflokkum karla og kvenna. Keppnin hefst bæði kvöldin kl. 8,15. f kvöld leika saman í þessari röð: kvenflokkar Keflavík — Valur — — Ármann —Víking. — — Þróttur situr yfir karlaflokkur F.H. — Keflavík. — — Fram — Ármann — — Víkingur — Í.R. — — Þróttur — Valur Þeta er síðasta keppni fyrir ís- landsmótið, sem hefst þann 31. jan. og má búast við mjög spenn- andi keppni, þar sem allir keppn- isflokkar félaganna eru komnir í ágæta þjálfun. Tveir nýliðar bætast nú við til keppni í meistaraflokki kvenna, en það eru flokkar Keflvíkinga og Víkings. Mikill áhugi er á handknattleik í Keflavík og ungl ingarnir í Víkingi hafa þegar vak ið á sér athygli og verður gaman að fylgjast með hvernig þeim gengur í þessari keppni. (Fréttatilkynning frá HSÍ)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.