Morgunblaðið - 28.01.1959, Page 3
Miðvik'udagur 28. jan. 1959
MORfíUNBLAÐIÐ
3
Segja þarf þjóðinni sannleik
ann umbúðalaust
Úr ræðu Björns Ólafssonar við
umræður á Alþingi i gær
Björn Ólafsson kvaddi sér
hljóðs í gær i neðri deild við aðra
umræðu um niðurfærslufrum-
varp ríkisstjórnarinnar. Hann
kvaðst hafa ætlað að tala við
fyrstu umræðu, en verið þá for-
fallaður. Kvaðst hann vilja lýsa
því yfir í byrjun, að hann fylgdi
'frumvarpinu vegna þess, að það
væri nauðsynlegt spor í rétta átt.
Kvaðst hann ekki ætla að ræða
einstök atriði frumvarpsins, þar
sem efnið lægi ljóst fyrir, en ætla
í þess stað að ræða nokkuð um
dýrtíðarmálið á víðari grundvelli.
Lausnin verður að koma
innan frá.
Björn Ólafsson taldi, að það
skipti ekki meginmáli, hvort við
gætum ásakað einhverja, heldur
skipti það mestu máli að við gæt-
um lært af þeim mistökum, sem
aukið hafa verðbólguna. Það væri
óhugnanleg staðreynd, að allt
efnahagslíf þjóðarinnar gæti
hrunið í rúst í nálægri framtíð,
ef ekki væru gerðar ráðstafanir
því til hindrunar.
Öngþveiti lítillar þjóðar, sagði
Björn, brennur engum á baki
nema henni sjálfri. Þess vegna
þarf hún ekki að vænta, að lausn
in út úr erfiðleikunum komi utan
að. Lausnin verður að koma inn-
an að, frá henni sjálfri. Hún verð-
ur að bjarga sér sjálf. Hún verður
að bera sína eigin byrði, hún
verður að fórna, ef fórnar er þörf.
En umfram allt, verður hún að
að gera sér ljóst hvar skórinn
kreppir, og hverra aðgerða er
þörf.
Ég hef ætíð verið þeirrar skoð-
unar, að fyrst og fremst eigi að
segja þjóðinni sannleikann um-
búðalaust, þegar ætlazt er til af
henni, að hún taki með skilningi
og stillingu þungbærum ráðstöf-
unum, sem gerðar eru af illri
nauðsyn.
í mínum huga, hélt Björn Ól-
afsson áfram, eru engar efasemdir
um það, að skemmsta leiðin að
markinu er sú, að segja þjóðinni
sannleikann hispurslaust. Enginn
flokkur mun þegar til lengdar
lætur tapa fylgi á því, að segj’a
fólkinu hið sanna og rétta í
hverju vandamáli, þar sem dóm-
greind og raunsæi almennings er
er á jafn háu stigi og hér á landi.
Hin hættulega stéttarsefjun.
Eina hættan sem, mér finnst
vera á því að dómgreind og raun
sæi almennings fái að njóta sín,
er sú stéttarsefjun, sem nú er
mjög róið undir hér á landi og
kemur fram í því, að áróðurs- J
menn þeirra hvetja stéttirnar,
hverja um sig, til að heimta efna
hagsleg gæði sér til handa án til-
lits til þess hvaða áhrif kröfur
þeirra hafa á hag og afkomu þjóð
arheildarinnar.
Engin stétt getur lifað út af
fyrir sig eða starfað án annarra,
ekki frekar en hjól í stórri vél,
sem ekki getur snúizt án þess að
öll hjólin snúist um leið. Stéttir
þjóðfélagsins og félagsheildir
verða fyrst og fremst að gera sér
grein fyrir og viðurkenna þessa
einföldu staðreynd ef skipulag
þjóðfélagsins á ekki að liðast í
sundur af deilum og sérhyggju.
Landsmenn lifa á gjöfum
og lánum.
Björn Ólafsson sagði að undan-
farið hefði það verið að skýrast
í hugum manna af hvaða rótum
erfiðleikarnir væru runnir. Taldi
hann, að af mörgum orsökum,
sem verðbólgu valda, ætti ein
þó mesta sökina. Það er sú óhrekj
anlega staðreynd, að landsmenn
hafa síðustu áratugina lifað um
efni fram.
Lífskjör manna hér á landi
eru að meðaltali betri en í flest-
um öðrum löndum, en til þess
að halda þessum lifskjörum við
hefir þjóðin þegið miklar gjafir
og tekið stór lán. Lífskjörúnum
hefur verið haldið uppi með er-
lendri hjálp.
Síðan sagði Björn: Engin þjóð
getur til lengdar byggt efnahags-
líf sitt á slíkum grundvelli. Þeg-
ar hin utanaðkomandi aðstoð
rennur til þurrðar, — og að því
hlýtur að koma — stöðvast hjól
atvinnulífsins og erfiðleikarnir
halda innreið sína, nema þjóðin
Björn Ólafsson
takmarki eyðslu sína við þau
gæði sem hún aflar sjálf.
Ræðumaður kvaðst vilja benda
á það í þessu sambandi, að er-
lendar skuldir þjóðarinnar um sl.
áramót hefðu numið 718 millj.
kr. með skráðu gengi, en ef reikn
að væri með 55% yfirfærslugjaldi
væru skuldirnar 1113 milljónir
króna.
Skulda-aukning þjóðarinnar
síðustu árin er gífurleg og þótt
telja megi að talsverður hluti
erlendu skuldanna hafi gengið til
þarflegra fyrirtækja, getur það
varla leikið á tveim tungum, að
skuldabagginn er orðinn svo þung
ur, að fullrar aðgæzlu er þörf.
Þessi skuldasöfnun, að því leyti
sem hún hefur gengið til að
greiða eyðslu þjóðarinnar um-
fram aflaðra tekna, hefur stuðlað
að þeirri fjármálaupplausn sem
nú blasir við.
ísland hefur ekki átt samleið
með V-Evrópu.
í þessu sambandi benti Björn
AKUREYRI, 27. jan. — Búið er
að semja um smíði á nýjum flóa-
bát fyrir Eyjafjörð og nágrenni.
Þessi nýi bátur kemur í stað
flóabátsins Drangs, sem nú er
orðinn 55 ára að aldri, og er fylli
lega timi til kominn að fá nýtt
skip í hans stað.
Mbl. átti í gær tal við Steindór
Jórvsson eiganda flóabátsins og
innti hann eftir smíði hins nýja
skips. Ekki kvaðst Steindór hafa
fengið skeyti um að búið væri
að leggja kjölinn að bátnum, hins
vegar hefði fyrir nokkru verið
gengið endanlega frá samningi
um smíði skipsins. Hafði forstjóri
skipasmíðastöðvarinnar komið til
landsins vegna þess fyrir
skemmstu.
Skipið verður smíðað í Florö
í Noregi. Skipið mun taka 40
farþega og lestarrými þess verða
um 140 rúmm., en sjálft verður
skipið 165 tonn að stærð. Það
verður með 400 hestafla vél og
Ólafsson á það, að síðasta ára-
tug hefðu Vestur-Evrópuríkin
verið að treysta fjárhag sinn og
atvinnuvegi með samvinnu milli
landanna og skynsamlegum efna
hagsráðstöfunum. Allan þennan
tíma hefði fsland verið þátttak-
andi í viðskiptasamvinnu þessara
þjóða, án þess að uppfylla nema
að litlu leyti skilyrði, sem sett
voru fyrir þátttöku. Og síðustu
árin hefur ísland enga samleið
átt með öðrum löndum V-Evrópu
í þessum efnum. Þau héldu í átt-
ina til aukins frjálsræðis í við-
skiptum, meðan við héldum á ný
inn á braut hafta, opinbers eftir-
lits og nefndaskriffinnsku.
Og nú fyrir áramótin gerðust
þau merkilegu tíðindi, að flest
þau lönd, sem að efnahagssam-
vinnunni stóðu gáfu gjaldeyris-
söluna þjóða í milli frjálsa meðan
ástandið er slíkt hér á landi,
að engan hlut, sem kostar meira
en ein máltíð á veitingahúsi má
afsson kom heim í gær úr hinni
frækilegu sigurför á skákþingið
í Beverwejk.
Skákmótið hófst 8. janúar og
lauk þann 18., en þetta mót er
haldið árlega og nefnist nýárs-
mót líkt og Englendingar hafa
jólaskákmót í Hastings. Friðrik
lét vel af för sinni á mótið og
kvaðst vera mjög ánægður með
árangur sinn. Keppendur á mót-
inu voru um tvö hundruð, og
keppti Friðrik í aðal-flokknum,
en hann skipuðu 10 keppendur,
fimm útlendingar og fimm Hol-
lendingar. Mikill taugaspenning-
ur ríkti hér heima þegar Friðrik
tefldi við stórmeistarann E. Elis-
kases, og kvað Friðrik það sína
erfiðustu skák þar sem segja má
að hún hafi ráðið úrslitum í mót-
inu.
Aðspurður sagði Friðrik að
Larsen hefði verið of bjartsýnn
og oft virtist hann álíta vinning-
ana koma sjálfkrafa. Á móti mér
reyndi Larsen vitaskuld að tefla
upp á vinning og valdi byrjun
sem komið hafði fram í skák
milli Griinfelds og Aljekins á
skákmótinu í Karlsbad 1925, með
lítilsháttar breytingum. Friðrik
vann skákina í 23 leikjum.
Friðrik fær væntanlega send
100 eintök af fjölrituðum bækl-
ingi, sem inniheldur skákirnar í
ganghraðinn 11—12 mílur. Skip-
ið verður búið öllum nýtízku
siglingartækjum. — Samningar
hljóða upp á að skipið skuli af-
hent fullsmíðað 15. september
næstkomandi. — vig.
Er ófœr bifreiðum
sem stendur
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 27.
jan. — Miðsvetrarþeyrinn var
okkur kærkominn eftir nærri þvi
fjögra vikna samfellt frost og
hreinviðri. Fjallalækirnir, sem
knýja rafstöðvarnar á flestum
bæjum hér á Síðu, voru orðnir
mjög vatnslitlir, svo að víðast
flytja til landsins án leyfis. Enga
krónu er hægt að yfirfæra til út-
landa, án þess að útfylla leyfis-
beiðnir og bíða svars í nokkrar
vikur. Ef farareyrir fæst til út-
landa, er hann af svo skornum
skammti, að svartur markaður
með erlendan gjaldeyri hefur
sprottið upp á öðru hverju götu-
horni.
En allt þetta taldi ræðumaður
að væri afleiðing af þeirri rir.gul-
reið, sem orðið hefur í efnahags-
kerfi landsins.
ísland gangi úr Sterling-svæðinu.
í sambandi við þessar hugleið-
ingar um gjaldeyrisaðstöðuna
taldi Björn Ólafsson rétt að
minnast á eitt mál, sem almennt
er lítill gaumur gefinn.
Eins og margir vita eru til
gjaldeyrissamtök sem nefnast
Sterling-svæðið. í því eru Bret-
land, nýlendur þess, Ástralía,
Nýja Sjáland, írland og ísland.
Hafði ísland í byrjun stríðsins
'gerzt aðili að þessum samtökum,
vegna þess að álitið var, að það
gæti bjargað okkur frá dollara-
Framh. á bls. 18.
aðalflokki skákmótsins, en það
er góður fengur fyrir íslenzka
skákunnendur. Um framtíðina
vildi Friðrik lítið tala, en kvaðst
mundu fara á skákþingið í Zúr-
ich, en það verður haldið í maí
næstkomandi.
Meðal þátttakenda í Zurich-
mótinu verða sovézku stórmeist-
ararnir P. Keres, M. Tal, Júgó-
slavinn Gligoric, Bandaríkjameist
arinn Fischer, danski stórmeist-
arinn Larsen, Donner frá Hol-
lgndi, Dúkstein, Unchiker frá
Þýzkalandi og dr. Filip frá Tékkó
slóvakíu ásamt sex svissneskum
skákmeisturum.
hvar var rafmagnið af skornum
skammti. í gær var hér stöðug
rigning og stórfelld úrkoma. Kom
mikið flug í árnar, sprengdu þær
af sér ísinn og byltust fram með
miklum jakaburði. Ekki hefi ég
heyrt að þessir vatnavextir hafi
valdið spjöllum hér um slóðir
annars staðar en á brúnni yfir
Geirlandsá. Brúin er löng járn-
bitabrú á steinstöplum. Hefir
næstaustasti stöpullinn farið í
flóðinu, og hefir brúin sigið það
mikið á kafla, að hún er ekki
fær bifreiðum sem stendur.
— Fréttaritari.
STAKSl U\AI»
„Ætlaði að svíkja eitt
loforð í viðbót“
Með þessari fyrirsögn birti ís*
lendingur á Akureyri hinn 23-
jan. s.l. forystugrein um kjör-
dæmamálið. Hún hljóðar svo:
„Eins og margoft hefir áður
verði bent á, efndi ríkisstjóm
Hermanns Jónassonar aðeins eitt
af loforðum sínum á Zy2 valda-
ári, en það var loforðið um að
breyta bankalöggjöfinni. Öll hin
loforðin annaðhvort hirti hún
ekki um að efna eða megnaði
ekki að efna. Meðal þeirra lof-
orða er Framsókn kvað hafa gef-
ið samstarfsflokkum sínum við
myndun stjórnarinnar, var end-
urskoðun kjördæmaskipunarinn-
ar á yfirstandandi kjörtímabilL
Því máli hafði ekki verið hreyft i
ríkisstjórninni s.l. haust, er Al-
þýðusambandsþing krafðist ein-
róma endurskoðunar á kjördæma
skipuninni og flokksþing Alþýðu
flokksins fám dögum síðar. Og
af skrifum Framsóknarblaðanna
og ræðum Framsóknarmanna
síðustu vikurnar kemur glögg-
lega í ljós, að þetta loforð liafði
Framsókn ekki ætlað sér að efna.
Gísli Guðmundsson, þingmað-
ur Framsóknar sagði í ræðu á
fundi nýlega:
„Ég sé ekki, að neitt hafi leg-
ið á eða liggi á því að afgreiða
kjördæmamálið á þessu ári. Með
því, út af fyrir sig, er enginn
vandi leystur". Og í sama tón
skrifa blöð Framsóknarflokksins
næstum daglega.
Loforðið um að taka upp kjör-
dæmamálið á núgildandi kjör-
tímabili átti því að fara í
pappírskörfuna eins og hin lof-
orðin. Enda veit og finnur Fram-
sókn það, að fyrir henni sjálfri
er „enginn vandi leystur", ef
koma á lýðræðislegri skipan á
kosningar til Alþingis. Meðan
ekki þarf nema 240 kjósendur á
Seyðisfirði til að koma Björgvin
kaupfélagsstjóra að en 3076 kjós-
endur í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu þarf til að koma Ólafi
Thors að, þá er ekki von að
Framsókn rjúki upp til handa og
fóta með að standa við loforð um
endurskoðun á kjördæmaskip-
uninni fremur en önnur loforð.
Hins vegar mun ekki reynast
seinunnið verk að sannfæra kjós-
endur um, að einum kjósanda á
Seyðisfirði beri jafn atkvæðis-
réttur og 18 kjósendum á Kjalar-
nesi.
Og enn vonlausara verður fyr-
ir hana að ætla að sannfæra
Sjálfstæðismenn hvar sem er á
landinu um, að þeim beri ekki að
hafa nema hálfan atkvæðisrétt
á móti Framsóknarmanninum,
eins og Herjólfur í Degi þykist
eygja von um í fyrradag“.
Framsóknarmenn viðurkenna i
öðru orðinu að núverandi kjör-
dæmaskipun sé ótæk en segja, að
unnt sé að leiðrétta hana á hag-
kvæmari hátt en Sjálfstæðis-
menn gera tillögur um. En hverj-
ar eru tillögur Framsóknar? Af
hverju fær enginn að heyra þær?
„Ekki mikið ólært“
í sama blaði íslendings og til-
vitnuð grein birtist segir og:
„Tíminn skýrði nýlega frá þvL
að Framsóknarhúsið í Reykjavík
hefði fengið „sýningarpar“ inn-
flutt, sem væri meðal snjöllustu
sjónhverfingamanna heimsins.
Áður hafði húsið fengið Nínu og
Friðrik, sem kostuðu víst engan
smápening. En ef við þurfum að
nota hinn torfengna erlenda
gjaldeyri til innflutnings á er-
lendum skemmtikröftum, hvar
verðum við þá staddir um það
er lýkur. Það kann að vera nokk-
urt atriði fyrir Framsókn að
kynna sér sjónhverfingar, en ég
hélt nú samt, að hún ætti ekki
mikið ólært í þeirn efnum“.
Nýtt skip í sfað hins
55 ára gamla flóabáts
Erfiðasta skákin mín
var gegn Eliskases
— sagði Friðrik Olafsson í sfuttu
viðtali við Morgunblaðið
STÓRMEISTARINN Friðrik Ól-
Brúin á Ceirlandsá hef-
• • • JkC
ir sigio