Morgunblaðið - 28.01.1959, Side 13

Morgunblaðið - 28.01.1959, Side 13
Miðvikudagur jan. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Snæhjörn galti Sigurjón Jónsson. SNÆBJÖRN GALTI. 1958. SKÁLDSAGA þessi, sem er 262 bls. í fremur stórU broti, er gefin út af Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins. Frá- gangur, svo sem pappír og band, er góður, en allmikið er um prentvillur, flestar meinlausar, eftir því sem slíkt getur verið, en aðrar bagalegar, svo að þær breyta meiningu. T. d. komið fyrir kumlið, varnarorð fyrir varnaðarorð, útlista fyrir úrslita (bls. 41), óvandaðir fyrir óvanað- ir (um hesta) o. m. fl. Er þetta leiðinlegt og ber vott um hroð- virkan prófarkalesara. Sigurjón Jónsson hefur skrifað nokkrar skáldsögur í íslendinga sagna stíl. Hefur hann þá tekið til meðferðar lolk frá söguöld, sem litlar eða engar sögur fara af, aðeins er lauslega drepið á í fornritum, svo sem Gauk Trandilsson úr Þjórsárdal, Helgu Bárðardóttur. Þessi bók fjallar um Snæbjörn galta, sem getið er um í Landnámabók, Hallsteinss., Snæbjörnsson, Eyvindarson. Var sá Eyvindur bróðir Helga magra. Snæbjörn galti var írskur í móð- Framh. af bls. 10. jafnvel enn meiri hvatning. Hér var úr vöndu að ráða, og þurfti bæði hugvit og hugrekki til að finna úrlausn. Þetta var við hæfi Bandaríkjamanna — a.m.k. ef trúa á því, sem Evrópubúar segja um þá: Þeim er ekkert eins Ijúft og að ganga hreint til verks, sýna dirfsku og snarræði, vera skjótir í svifum og eyða ekki miklum tíma í undirbúning. Þetta samband milli Banda- ríkjamanna og Þjóðverja setti svip sinn á Berlín og gerir enn, og sama gildir um aðrar þýzkat borgir. Um margra ára bil voru Bandaríkjamenn einkar áberandi í Vestur-Berlín, og var það því eðlilegt, að »áin kynni tækjust með þeim og borgarbúum. Marg- ir Berlínarbúar minnast enn ó- ljóst hins þægilega keims af amerískum sígarettum, og merki lega margir unglingar þar kunna hrafl í ensku. Það er ekki ofsagt, að allt siðakerfi Bandaríkja- manna, klæðaburður þeirra og fas, talsmáti og svipbrigði, hafi haft og hafi enn áhrif á hegðun Berlínarbúa og lífsviðhorf þeirra. ______________!_!__ Sannleikurinn er sá, að Berlín er að sumu leyti í nánari menn- ingar- og sögutengslum við borg eins og New York heldur en við höfuðborgir Evrópu. París og London, Madrid og Róm hafa ver- ið menningarsetur um aldaraðir, en Berlín er tiltölulega ung borg eins og New York. Að vísu hefur um margar aldir verið bær, þar sem Berlín stendur nú, en það var ekki fyrr en við sameiningu Þýzkalands á öldinni sem leið, að hann varð höfuðborg á borð við aðrar slíkar í Evrópu. Að- eins lítill hluti borgarbúa getur rakið ætt sína til fyrstu ibúa Berlínar; meirihlutinn er afkom endur aðflutts fólks. Þó að Berlín byggi vitanlega á gamalli menn- ingarerfð; tónlist hennar og list- ir eru runnar frá rótum evrópskr ar menningar. Hvernig gengur lífið fyrir sig í Berlín nú? Það er auðvitað svip að og annars staðar. Berlínar- búar eru kátir og daprir, skyn- samir og heimskir, veikir og heil brigðir. f tvískiptri borg eins og Berlín kemur oft fram hjá borg- arbúum mikil einbeiting, þegar hugsjónir þeirra eru annars veg- ar, en oft og tíðum verður kænsk- an meir áberandi einkenni. Austur-Berlínarbúar fara hóp- um saman til Kurfurstendamm, sem er aðalverzlunarhverfi Vest- ur-Berlínar ,tW þess að kaupa skó og fatnað og annað, sem er ófáanlegt hjá þeim. Þeir láta urætt — og ólst upp í Þingnesi og var oft hjá Tungu-Oddi. Dótt- ir Tungu-Odds var Hallgerður, hennar fékk Hallbjörn, sonur Odds Hallkelssonar á Kiðjabergi. Segir Landnáma að óástúðlegt hafi verið með þeim ungu hjón- unum, enda myrti hann konuna og flúði að því búnu austur yfir fjöll úr Borgarfirði. Snæbjörn galti veitti honum eftirför og drap hann, þar sem nú heita Hall- bjarnarvörður. — Út af þessum hrikalegu atburðum semur Sigur- jón sögu þessa. Hefur hann, að vanda, stuttar og ákveðnar setn- ingar og tilsvör, sem eiga vel við efnið og er frásögnin, oftast, hröð og án allra bollalegginga og til- gerðar. Sagan gerist á víkingaöld, þegar mannréttindi voru ekki í hávegum höfð, sízt réttur kvenna, sem í rauninni voru oft- ast meðfarnar eins og skepnur og gengu kaupum og sölum. Má sjá, að ævikjör kvenna hafa ein- ungis orðið bærileg, ef heppnin var með og að þær hlutu eigin- menn sem unnu þeim. En stór- látar voru þessar konur oft og létu heldur lífið en sóma sinn, eins og Sigurjón Jónsson lætur þær gera, hvað eftir annað, í einskis ófreistað til að koma vörunum heilu og höldnu yfir markalínuna. Stúlkur úr aust- urborginni koma stundum til Vestur-Berlínar klæddar litlu öðru en síðum yfirhöfnum, svo að þær eigi auðveldara með að fata sig upp áður en þær snúa aftur heim. Borgarstjórar borgarhlutanna tveggja hittast aldrei, og símtal frá austurborginni til fólks, er býr hálfa mílu vestan markalín- unnar, tekur venjulega fjórar klst., vegna þess að það verður að fara um Frankfurt-on-the-Od- er, sem er 55 mílur í burtu. Gott dæmi um kalda stríðið í Berlín er hinn svonefndi Toten- sonntag, eða Dauðasunnudagur, en það er dagurinn ,sem Þjóð- verjar minnast látinna vina og ættingja. Það vill svo til, að flest ir kirkjugai'ðar borgarinnar eru á sovézka yfirráðasvæðinu, og ár hvert bíða Vestur-Berlínarbúar þess í ofvæni, að Rússar fallist á að leyfa þeim að heimsækja grafir ástvina sinna. __;__;__ Berlínarbúar eru harðir í horn að taka og raunsæir. Þegar ég kom til borgarinnar fyrir skömmu, spurði ég leigubílstjóra, hvernig gengi. „Hvað vilduð þér helzt heyra?“ var svarið, sem ég fékk. Berlínarbúar eru stoltir. Þeir segja t.d., að menn búi í Breslá af þeirri ástæðu einni, að þeir hafi ekki fengið íbúð í Berl- ín. Þetta er sagt í fullri alvöru. Vestur-Berlín er í fremstu víg- línu í kalda stríðinu, og þar eru menn knúnir til að leysa vanda- málin. Vestur-Berlín er glæsileg, og bjart yfir borgarlífinu — og hvorugu munu íbúarnir fórna fyrir myrkrið hinum megin markalínunnar. Þetta er ófrá- víkjanleg ákvörðun þeirra. þessari bók. Nútímamenn, sem um nær 1000 ár hafa verið aldir upp í kristnum sið, eiga erfitt með að skilja þá miklu lítilsvirð- ingu fyrir mannslífum og tilfinn- ingum annarra, sem einkenndu hugsunarhátt hinna norrænu vík- inga. Má t. d. benda á aðfarir víkinga vestan hafs, á Irlandi og öðrum vestrænum löndum. — Mörgum mun finnast skáldsaga Sigurjóns Jónssonar, Snæbjörn galti, ægileg frásögn, þar sem nær allar söguhetjurnar troða helveg á unga aldri, en hin stutt- orða frásögn Landnámu bendir vissulega til þess að válegir at- burðir hafi gerzt, bæði hér heima og á Grænlandi, svo að hér er ekki um verulegar ýkjur að ræða. Sigurjón Jónsson hefur gert v-irðingarverða og merkilega tilraun til þess að tengja saman fortíð og nútíð í bókmenntum okkar me§ því að rita þessa bók og aðrar er áður hafa komið. Þrátt fyrir hlutlausa og — á yfirborðinu — oft kalda meðferð efnisins, má þó finna hlýtt hjarta höfundar slá undir hinni hörðu brynju. Hann er mannvinur og samúð hans með sögufólkinu er einlæg, hann skilur vel orsakir og afleiðingar (hinn illa fengni fjársjóður austmannsins). Hann mun og trúa því að óum- flýjanleg örlög ráði oft lífi manna. —- Annað það sem höf- undur virðist leggja áherzlu á með sögu þessari er það, að það voru íslendingar en ekki Norð- menn er fyrstir fundu Grænland og helguðu ser þetta mikla land með blóði sínu. Líklegt er, að Landnáma segi rétt frá því, að þeir Snæbjörn galti hafi fyrstir fundið Grænland, kveikt þar eld og lifað á afurðum landsins. — Ásælni og svik erlendra höfð- ingja urðu þess valdandi að við misstum samband við þetta ís- lenzka land, sökum fátæktar. Og nú situr þar að völdum þjóð, sem engan siðferðilegan rétt hefur til forráða í því landi. Hafi Sig- urjón þökk fyrir það, sem hann hefur lagt til þessa máls.' Þorsteinn Jónsson. Víða vaínsskorlur vegna frostanna ÞÚFUM, N-fs., 23. jan. — Mikil frost hafa verið hér að undan- förnu og oft hörð veður, en snjó- koma lítil. — Firðirnir hafa var- izt furðanlega og leggur ekki mikið — ís er aðeins innarlega á Mjóafirði og ísafirði. Víða ber nokkuð á vatnsskorti á bæjum, hafa lækir frosið, svo og vatnslagnir í hús. Veldur þar mestu, þve jörðin er snjólítil. — Útbeit er ágæt fyrir fénað. Hestar eru yfirleitt úti ennþá, en sauðfé allt á gjöf. Djúpbáturinn heldur uppi reglubundnum áætlunarferðum, og vegir á landi eru greiðfærir. —P. P. Jón N. Sigurðsson hæstarétlai'lögmaður. Máltlutningsskrifstofa Laugavegi 10. — Sími: 14934. Samkvœmiskjólar MAMUBURINN Laugaveg 89 Utan úr heimi Svefnsófar — Svefnstólar — Svefnskápar — Svefnherbergishúsgögn ú*r tekki. SKE I F#\M Laugaveg 66 — Sími 16975 Dunsskóli Rigmor Hanson f næstu viku hefjast æfingar í nýjum byrjendaflokkum. fyrir fullorðna og unglinga. Kennt verður: Vals, tango, foxtrott, jive, CALYPSO, CHACHA, rúmba samba o.fl. verður í siðasta sinn, sem tekið vxerður á móti nýjum nemendum í vetur. Innritun og upplýsingar í síma 1-31-59 í dag og á morgun Áríðandi félagsfundur í dag kl. 17,30 í fundarsal Verzlunarráðs íslands. F undarefni: Verðlagsmalin Félag íslenzkra stórkaupmanna. Bæjarráð hefur samþykkt að óska eftir umsóknum þeirra, er óska eftir að koma til greina við uthlutun fullgerðra íbúða er kunna að losna í bæjarbyggingum og bæjarráð notar forkaupsrétt að. Umsóknareyðublöð fást afhent í bæjarskrifstofunum, Hafnarstræti 20, og skal þeim skilað þangað eigi síðar en föstudaginn 6. febrúar n.k. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík 27. janúar 1959 Útsala — IJtsala Seljum í dag og næstu daga allskonar vefnaðarvörur og tilbúinn fatnað. {★) Meðal annars: Vinnuskyrtur kr. 100.—, Barnanáttföt frá kr. 35.— Dömunærföt frá kr. 55.—.Drengja skólabuxur frá kr. 140.—. Kvenbuxur frá kr. 14.— fkj Dagiega teknar fram nýjar vörur. {★} Utsalan á horni Snorrabrautar og Njálsgötu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.