Morgunblaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1959, Blaðsíða 1
'20 siður Álagning í heildsölu og smásölu lœkkar um 5 pr. RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út svohljóðandi tilkynningu: Samkvæmt frumvarpi því, sem ríkisstjórnin hefir lagt fyrir Alþingi um niðurfærslu verðlags og launa og fleira, á sá hluti verzlunarálagningar i heildsölu og smásölu, er svarar til launa og hagnaðar að lækka jafnmikið og laun, eða um 5,4 af hundraði. Tilmæli ríkisstjórnarinnar Þar sem verðlagsyfirvöld telja, að laun og hagnaður nemi um 60% af heildarupphæð verzlun- arálagningar, ætti þessi lækkun að vera 3,2 af hundraði. — Ríkisstjórnin hefir hins vegar farið þess á leit við Verzlunar- ráð íslands, Félag ísl. stórkaup- manna, Samband smásöluverzl- ana og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, að þessir aðilar samþykki að lækkun álagningar verði nokkru meiri en þetta, eða 5 af hundraði. Öll þessi samtök hafa nú samþykkt að verða við þess- um tilmælum ríkisstjórnar- innar, og mun álagning í bæði heildsölu og smásölu því lækka um 5 af hundraði, verði frumvarp það, er nú liggur fyrir Alþingi, gert að lögum. úrómykó rœðst á Adenauer og Dulles Krafa um að „svikararnir" verði kaflaðir fyrir flokksþingið MOSKVU, 29. jan. — NTB- Reuter. — Andrei Grómykó ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna talaði á 21. flokksþingi rússneska kommúnistaflokksins í dag og réðst harkalega á Adenauer kanslara Vestur-Þýzkalands, sem væri jafnan „fyrsti maður til að hafna tillögum Rússa í Þýzka- landsmálunum". Grómykó sagði, að mest aðkallandi vandamál heimsins þessa dagana væri friðarsamningar við Þýzkaland og afnám hersetunnar í Berlín. Ræða Grómykós, sem haldin var á þriðja degi flokksþings- ins, var í dag birt í stórum drátt- um í rússnesku blöðunum, en vestrænum fréttamönnum hefur ekki verið leyft að hlýða á um- ræður þingsins, síðan fyrsta dag- inn, sem þingið var sett. Tvær leiðir Grómykó sagði að Vestur- Þýzkaland ætti aðeins um tvo vegi að velja, friðarsamninga eða hervæðingu með kjarnavopnum, sem „jafngildir undirbúningi KAUPMANNAHÖFN, 29. jan. — Laurits Norstad yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins hefur nú lokið viðræðum sínum við dönsku stjórnina og er farinn aftur til Tarísar. Hann átti fund við frétta menn í morgun og sagði þá m. a. að Atlantshafsbandalagsríkin yrðu að búa herafla sinn öllum nýjustu vopnategundum, en þar með væri ekki sagt, að hvirt fcandalagsríki um sig þyrfti að hafa slík vopn undir höndum. Nc.rstad var að því spuiSur, hvað liði samningum Dana og Þjóðverja um að vestur-þýzki herinn fengi að koma upp birgða stöðvum á Jótlandi. Norstad sagði að samningar stæðu enn um það mál milli ríkisstjórna Danmerk- ur og Vestur-Þýzkalands, en hann vissi ekki til þess, að rætt hefði verið um, að geyma kjarna- vopn í þeim stöðvum. Andvígur styttri herskyldu. Að undanförnu hafa Danir og Vestur-Þjóðverjar rætt um þau tilmæli vestur-þýzku stjórnar- innar, að herafli hennar fái að koma upp nokkrum birgðastöðv- um á Jótlandi, og verði þar geymd vopn og önnur hergögn, sem grípa mætti til, ef hörfa þyrfti til nýrrar varnarlínu. Á blaðamannafundinum í morg undir stríð.“ Hann bætti við: „Þeir Vestur-Þjóðverjar, sem hyggja á hefndir, ættu að vera minntir á það, að Versalir, Loc- arno og Múnchen voru skamm- arleg vegamerki á þeirri braut, sem endaði í kirkjugörðum fórn- arlambanna í styrjöldinni". „Stríðshótanik Grómykó réðst líka á Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir „stríðshótanir“. „En hann getur ekki hrætt Sovétþjóðirn- ar“, sagði Grómykó og bætti því við, að vestrænir leiðtogar hefðu lagt út á árásarbrautina, vegna þess að sumir ofstopamenn ælu WASHINGTON, 29. jan. — NTB- Reuter. — Bandaríska utanríkis- ráðuneytið gaf í dag út yfirlýs- ingu um ræðu Krúsjeffs á 21. un sagði Norstad, að sér væri kunnugt um það, að uppi væru raddir í Danmörku um að stytta herþjónustutímann niður í eitt ár, en sín skoðun væri sú, að ekki væri hægt að veita nýliðum nægi lega þjálfun til hermennsku á skemmri tíma en IV2 ári. Bandaríska lista- og bók- menntafélagið hefur ákveðið að veita rithöfundinum Arthur Miller gullpening sinn fyrir árið 1959. Verður honum af- hentur peningurinn við sér- stök hátíðahöld í maí. í vetur hafa íslenzkir leikhúsgestir séð tvö af verkum Millers, „Horft af brúnni“ og „Allir synir mínir“. enn með sér vonir um, að hægt væri að seinka klukkum sögunn- ar. Grómykó sagði ennfremur, að stöðugur vöxtur kommúnismans hefði skapað „raunhæfa mögu- leika“ á því, að ekki yrðu fram- ar háðar heimsstyrjaldir. „Svikurunum“ formælt Fyrr í dag talaði leiðtogi kommúnistaflokksins í Lenin- grad, Ivan Spiridonov, og for- mælti klíkunni, sem unnið hefði gegn hagsmunum flokksins, þeim ráðherrunum Malenkov, Búlg- anin, Molotov, Kaganóvitsj og Sjepilov, sem allir voru reknir úr embættum sínum. Krafðist hann þess, að klíkan, sem ein- ungis hefði svarað til saka fyrir miðstjórn flokksins, yrði nú köll- uð fyrir flokksþingið, sem væri Framh. á bls. 2 flokksþinginu í Moskvu, og segir þar að ræðan hafi verið einhliða og öfgafull yfirlýsing, sem hefði aðeins haft að geyma velþekkt rússnesk sjónarmið. Þar kæmi ekkert nýtt fram. Yfirlýsing utanríkisráðuneyt- isins var mjög stutt, enda hefur ráðuneytið ekki haft tækifæri til að kynna sér ræðu Krúsjeffs í öllum smáatriðum. Á fundi við fréttamenn sagði formælandi ráðuneytisins, að orðalagið „ein- hliða og öfgafull" ætti við orð Krúsjeffs varðandi samskipti Rússa og Bandaríkjamanna út af Berlínarmálinu. Sjú næsti forseti? TOKYO, 29. jan. NTB-AFP. — Japanskir stjórnmálamenn eru yfirleitt þeirrar skoðunar, að Sjú En-Læ muni innan skamms taka við embætti forseta Kina í stað Maó Tse-Tungs, sem lét af því embætti fyrir skömmu, og að Sjen Yi utanríkisráðherra verði forsætisráðherra eftir Sjú En-Læ. Hörð orusta í Alsír ALSÍR, 29. jan. NTB-AFP. — Franska herstjórnin í Alsír hefur sent mikinn liðsauka til þorpsins Tense vestan Algeirsborgar, en þar hefur í dag geisað einhver mesta orrusta sem orðið hefur lengi milli upprcisnarmanna og Frakka. Segir franska herstjórnin að 50 uppreisnarmenn hafi fallið, en 20 franskir hermann hafi fallið eða særzt. Viðrœðum Norsfads við Dani lokið Ekkert nýtt í rœðu Krús/effs Myndin er af danska verkamanninum Gunder Nissen Johnsen, sem sagt var frá i blaðinu í gær. 1 fyrradag gaf hann sig fram við lögregluna og játaði að hafa kyrkt 27 ára gamla eiginkonu sína og 9 ára dóttur. Þegar kom að 7 ára syni hans, gerði hann sér allt í einu ljóst, hvað hann hafði gert. Johnsen, sem er 27 ára gamall, kveðst hafa framið verknaðinn vegna efnahagserfiðleika. Eldflaugasföðvar og gervitungl WASHINGTON, 29. jan. Reuter. McElroy landvarnaráðherra Bandaríkjanna sagði í dag, að í júlí nk. yrði lokið við að koma upp fyrstu eldflaugastöðinni í Bandaríkjunum, þar sem hægt yrði að skjóta á loft eldflaugum, sem unnt er að senda heimsálfa á milli. Er ætlunin að koma upp mörgum slíkum stöðvum í Banda ríkjunum. Stórblaðið „The New York Fjórveldafundur í apríl LONDON, 29. jan. Reuter. — Það er haft fyrir satt í London að Vesturveldin muni leggja til, að utanríkisráðherrar fjórveld- anna komi saman á ráðstefnu í Genf í lok apríl um Þýzkalands- málin. Á þriðjudaginn hefst í Washington fundur fulltrúa ríkis- stjórna Vesturveldanna þriggja og Vestur-Þýzkalands um tillögu Rússa varðandi Þýzkaland og Berlín. Times“ segir í dag, að á næsta ári hyggist Bandaríkjastjórn senda upp gervitungl, sem verði búið ljósmyndavélum, er taka myndir af jörðinni og senda þær jafnharðan til jarðar. Verði þetta gervitungl eins konar könnunar- loftskip, sem geti fylgzt með því er gerist á jörðu niðri. Baðið seg- ir, að ætlunin sé að senda upp 15 gervitungl til reynslu, áður en þetta nýja gervitungl verði sent á braut umhverfis jörðina. *--------------------------¥ FÖstudagur 30. janúar Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Ógæfa þjóðarinnar að fela Lúð- vík og félagsbræðrum lians stjórn vandamálanna. Útflutn- ingssjóðsfrumvarpið til 2. umr. — 6: Betri horfur en fyrr á sam- komulagi um bann við atóm- sprengjutilraunum. — 8: Síða S.U.S. — 9: íslendingar í þýzkum háskólum. — 10: Forystugreinin: Hverjar voru tillögur Alþýðusambandsþings f efnahagsmálum? — 11: Sókn að nýjum markmiðum f efnahagsmálum. Ræða Jóhanns Hafstein í fyrrakvöld. — 13: Kvikmyndir. — 18: íþróttir. *--------------------------★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.