Morgunblaðið - 30.01.1959, Síða 3
Fðstudagur 30. janúar 1959
MORGUISBLAÐIÐ
Ógœfa þjóðarinnar að fela Lúðvík
og félagsbrœðrum hans
stjorn vanáamáSanna
Útflutningssjóðsfrumvarpið til
annarrar umræðu
1 GÆR var haldið áfram í neðri
deild Alþingis 1. umræðu um út-
flutningssj óðsfrumvar ríkisstj órn
arinnar. Tók Lúðvík Jósefsson
fyrstur til máls og gerði at-
hugasemd, en hann hafði áður
talað tvisvar við þessa umræðu.
Kvað hann forsætisráðherra
hafa sagt, að bótagreiðslur hefðu
farið fram úr lagaheimild, sem
numið hefði sjö milljónum kr.
Þetta væri ekki rétt. Það hefði
verið gert ráð fyrir þessum auka
greiðslum í lögunum um útflutn-
ingssjóð o. fl., sem samþykkt
hefðu verið í maí sl. Það væri
hins vegar ekki góður dónaur um
ráðherra Alþýðuflokksins í fyrr-
verandi ríkisstjórn, að þeir
skyldu ekki hafa fylgzt með þess-
um greiðslum.
Mótmælir sér bezt sjálfur
Bjarni Benediktsson: — Ég
hafði kvatt mér hljóðs á fund-
inum á þriðjudag til leiðrétting-
ar ummælum 2. þm. Sunnmýl-
inga. í sjálfu sér er ekki ástæða
til þess að fjölyrða um þau, því
þegar þau eru skoðuð þá rekst
þar eitt á annars horn. Hann
mótmælir sér í raun og veru bezt
sjálfur. Hann sagði nú, að hann
hefði aldrei fundið að því, að
samningurinn við útvegsmenn
var gerður strax upp úr ára-
mótum, heldur væri hann að
finna að því, að þetta frv. væri
lagt fram án þess að tekjuöflun
fylgdi með því. Ég vil benda á,
að ef eitthvað er athugavert í
þessu sambandi, þá hlýtur það
að vera samningsgerðin sjálf,
því að annað hvort hefur hún
gildi og þá er það hún, sem
þyrfti að taka ákvörðun um eða
hún er algerlega marklaus og þá
er það auðvitað athugavert að
gera slíkan samning. En mér
skildist á hv. 2. þm. Sunnmýl-
inga, að hann teldi, að samn-
ingurinn sjálfur væri í gildi og
hefði sízt verið aðfinningarvert
að gera hann. Þá er auðvitað al-
gert aukaatriðið hvenær og í
hvaða formi þetta frv. er lagt
fyrir þingið. Ég hef aftur á móti
fundið að því og tel það vera
misráðið, að samið skyldi við
útvegsmenn fyrr heldur en mál-
ið allt var afgreitt. Hitt er ann-
að mál, að ég skil til hlítar þær
ástæður, sem urðu því valdandi,
að hæstv. ríkisstjórn taldi sig
nauðbeygða til þess að fara þá
leið, sem hún gerði.
Dýrkeypt loforð, sem Lúð-
vík gaf
Þá taldi Lúðvík Jósefsson, að
það stæði allt öðru vísi á núna
heldur en í fyrra, vegna þess að
í fyrra hefði verið hægt að leysa.
vanda sjávarútvegsins án þess,
að nokkurrar nýrrar tekjuöflun-
ar hefði þurft við. Hann var að
tala um 25 millj. kr. í því sam-
bandi, sem aukaútgjöld. Öll þjóð-
in veit, að deilan, sem var innan
fyrrverandi ríkisstjórnar, var
einmitt um þær fjárhæðir, sem
þurfti að verja í þessu skyni og
því vandamáli var ekki lokið
fyrr heldur en í maí, og þá á
þann veg, að að sögn stjórnar-
flokkanna sjálfra, væri ekki um
neinar 25 millj. kr. að ræða held-
ur töluvert á þriðja hundrað
millj. kr., sem auka þurfti gjöld
af þessum sökum og að réttu
lagi voru gjöldin þó miklu meiri
eða kringum 800 millj. kr. Það
var afleiðingin af þeim ákvörð-
unum, sem fyrrTfl ríkisstjórn
gerði um áramótin 1957—’58.
Lúðvík Jósefsson gaf þá loforð
um það til útvegsmahna, að þeir
skyldu fá uppbætur með þeim
árangri, sem síðan er fram kom-
inn og efnahagslöggjöfin, sem
við höfum verið að ræða und-
anfarna daga, stöðvunarfrv., er
bein afleiðing þess, hvernig mál-
um var háttað um áramótin
1957—’58, sem hv. þm. stóð fyrir
og var að reyna að afsaka í ræðu
sinni hér á þriðjudag. Það er sá
vanskilavíxill, sem nú er verið
að vísa fram til greiðslu og þjóð-
in kemst ekki hjó að taka á sig,
vegna þeirrar ógæfu, sem hún
lenti í að fela þessum þingmanni
og öðrum hans félagsbræðrum
stjórn sinna mála.
Vanskilaskuld Gerpis
Það þarf ekki að rekja nánar,
en ég ætla að lokum að vekja
athygli á því, að Lúðvík Jósefs-
son staðfesti, að togarinn Gerpir
hefði lent í vanskilaskuld og rík-
ið orðið að leysa hana til sín á
Afmæli
Skiðafélagsins
AFMÆLI Skíðafélags Reykjavík-
ur er ekki 25. febr., eins og sagði
í frétt í blaðinu í gær, heldur
26. febrúar — og endurskoðandi
er Björn Steffensen, lögg. end-
urskoðandi, en ekki Stephensen.
nokkuð á níunda hundrað þús-
und kr. Hann sagði að vísu að
það væri ekkert einstakt. Varð
þó þar að undanskilja togara Bæj
arútgerðar Reykjavíkur, sem
hann sagði að hefðu staðið við
allar skuldbindingar sínar í þess-
um efnum, en sérstaklega var
eftirtektarverð skýringin, sem
hann gaf á þessari vanskilaskuld
Gerpis. Hún var sú, að það væri
vegna yfirfærslugjaldsins, sem
hann sjálfur átti þátt í að leggja
á þjóðina og þar með þetta fyrir-
tæki ó sl. vori, að það er vegna
þessara dæmalausu bjargráða,
sem þetta fyrirtæki lendir í slík-
um örðugleikum, að sjálft ríkið
verður að hlaupa undir bagga
með nærri millj. kr. handa því,
að sögn þingmannsins sjálfs.
Fleiri tóku ekki til máls og
var frumv. vísað til annarrar umr.
með 23 samhljóða atkv. og til
fjárhagsnefndar með 22 samhlj.
atkvæðum.
Mjólkurframleiðslan 1958:
Innvegið mjólkurmagn
3,5% meira- en 1957
Mesta aukning hjd einu mjólkurbui 45,4 pr.
Á ÁRINU 1958 nam heildar-
mjólkurmagn mjólkurbúanna
hér á landi 68.054.989 kg. Er það
2.318.603kg meira magn en árið
áður, eða 3,53% aukning, seg-
ir í skýrslu, se mMbl. hefir bor-
izt frá Kára Guðmundssyni,
mjólkureftirlitsmanni ríkisins.
Það er athyglisvert, að á síðustu
árum hefir þróunin orðið sú, að æ
þar næst Kaupfélag
Akureyri, með
96,96%, og
Eyfirðinga,
96,91%.
Hjá stærsta mjólkurbúi lands-
ins, Flóamannabúinu á Selfossi,
nam innvegin mjólk á sl. ári
samtals 29.284.833 kg. Er þar um
að ræða 3,13% aukningu frá ár-
inu áður. — Á mjólkursvæðinu,
sem nær frá Mýrdalssandi að
Hellisheiði, eru 1130 mjólkur
Það má segja um börnin hér
í bænum og vetrarveðrátt-
una, að Vetur konungur hef-
ur næstum fram til' þessa
alveg svikið þau um snjó.
— Hér hefur aldrei komið
snjór að nokkru ráði. —
I fyrrinótt gekk á með
éljum, svo að í gær var al-
hvítt. Þar af leiðandi mátti
renna sér í brekkunum í
gærdag. Ljósmyndari Mbl.
hitti þessa kátu krakka í
gærdag fyrir utan Gimli í
Lækjargötu, skrifstofur
Ferðaskrifstofn Islands. —
Við fáum okkur „salíbunu“,
sögðu þau og hlógu út að
eyrum.
STAKSTEIMR
-------------------J''Z
minna af mjólkinni fer í lægriframleiðendur. — Hjá Mjólkur-
samlagi Kaupfélags Eyfirðinga,
en það tekur við mjólk frá 564
framleiðendum, nam innvegið
mjólkurmagn 1958 12.849.071
(1,89% aukning), og hjá Mjólkur-
stöðinni í Reykjavík (frá 375
framleiðendum)"* 7.184.164 kg.
(3,13% minnkun).
Ef athugað er, hvar mest magn
af mjólk kemur .á hvern fram-
leiðenda til jafnaðar, kemur í
Ijós, að á svæði Mjólkurstöðvar
Kaupfélags Suður-Borgfirðinga,
Akranesi, verður þessi tala
27.245 kg. Á mjólkursvæði Flóa-
mannabúsins koma 25.916 kg. af
mjólk að meðaltali á hvern fram-
leiðanda, en á svæði Mjólkursam-
lags Kaupfélags Eyfirðinga
22.782 kg. — Þessi tala verður
hins vegar allmiklu lægst á svæði
Mjólkurbús Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga, eða 6.780 kg., en
þar hefir þó aukningin á mjólk-
urframleiðslunni orðið hlutfalls-
lega mest, eins og fyrr greinir.
— O —
Þess má að lokum geta hér til
fróðleiks, varðandi flokkun
mjólkur, að 1. flokks mjólk inni-
heldur allt að V2 milljón gerla í
ccm. 2. flokks mjólk allt að 4
millj., 3. flokks allt að 20 millj.
og 4. flokks mjólk meira en 20
millj. gerla í ccm.
gæðaflokkana, 3. og 4. flokk.
árið 1958 fóru t. d. 95,78% mjólk-
urinnar í 1. og 2. flokk. 1 3. fl.
fóru 3,98%, en í 4. fl. aðeins
0,24%. — Má því segja, að ekki
vanti nema herzlumuninn, að 3.
og 4. fl. mjólk hverfi alveg.
— O —
Innvegið mjólkurmagn jókst
yfirleitt nokkuð á sl. ári hjá
mjólkurbúum landsins, öllum
nema Mjólkurstöðinni í Reykja-
vík, en þar varð samdrátt-
ur að þessu leyti um
3,13%. — Langmest varð aukn-
ingin hjá Mjólkurbúi Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga að Höfn í
Hornafirði, eða 45,44%. Þar var
innvegið mjólkurmagn 163.107
kg. meira árið 1958 en 1957, eða
samtals 522.089 kg. — Á þessu
mjólkursvæði eru 77 framleiðend
ur. — Næstmest varð framleiðslu
aukningin hjá Mjólkursamlagi
Borgfirðinga, Borgarnesi, 8,84%,
og þar næst hjá Mjólkursamlagi
Þingeyinga, Húsavík, 8,42%. —
Hjá Mjólkurbúi Kaupfélags Aust-
ur-Skaftfellinga var ekki aðeins
um mesta framleiðsluaukningu
að ræða, heldur var gæðahlut-
fall mjólkurinnar einnig bezt
þar, fóru 97,46% í 1. og 2. fl. —
Næst í röðinni að þessu leyti er
Mjólkurstöðin í Reykjavík, með
Stöðugar gæftir,
ÍSAFIRÐI, 29. jan. — Síðan um
ármótj er róðrar byrjuðu hér,
hafa verið stöðugar gæftir, en
hins vegar hefur afli verið frem-
ur tregur, eða að meðaltali um
5 lestir á bát í róðri. Einstaka
sinnum hefur þó aflinn komizt
upp í 10 til 11 lestir.
Héðan róa nú 6 bátar, og sá sjö
undi er að búa sig á veiðar. —
Ekki liggur fyrir nákvæmt yfir-
lit um aflamagn' bátanna í heild
þennan mánuð, en lauslega áæti-
að mun það vera um 80—120
lestir á hvern bát í 18—20 róðr-
um.
Togarinn fsborg liggur hér i
höfn seir. stendur. Er beðið eftir
Færeyingum á skipið. —G.
„Svo hörmulega hefir
til tekizt“
í einn stað keinur, hvort menn
lesa blöð Framsóknarmanna eða
lilusta á málflutning þeirra í út-
varpi og á mannamótum. Sár-
indin og gremjan yfir því að vera
oltnir úr völdum yfirgnæfir allt
annað í huga þeirra. Gremjan
bitnar ekki sízt á Alþýðuflokkn-
um. Eysteinn Jónsson talaði í út-
varpinu af ótrúlegri frekju um
þá dirfsku Alþýðuflokksmanna
að fylgja eigin skoðun — til þess
hefðu þeir „vægast sagt“ ekki
verið kosnir!
Aftur á móti liggur við að tárin
renni af prentstöfunum í Tíman-
um í gær, þegar hann tekur
þetta upp eftir Degi á Akureyri:
„Svo hörmulega hefir til tekizt,
að Alþýðuflokkurinn hefur rofið
ál yrí a samstöðu við Framsókn-
armerr um lausn efnahagsmál-
anna og áframhaldandi samfylk-
ingu frjálslyndra félagshyggju-
manna, en gengui á mala bjá
Sjálfstæðismönnvm til þess að
framkvæma þau verk, sem þjóðar
nauðsyn krefst að bíði betri tíma,
eftir nægilegan undirbúning og
umhugsun.“
„Önnur mál í fyrirrúmi“
í framhaldi þessa hefur Tíminn
eftir Degi:
„Alþýðuflokksmenn hafa alla
tíð vitað, að Framsóknarmenn
eru í mörgum atriðum andvígir
núverandi kosningafyrirkoinu-
lagi, enda voru gildandi lög sett
á sínum tíma gegn andstöðu
Framsóknarflokksins.
Því fer víðs fjarri, að Fram-
sóknarmenn séu ekki til viðtals
um breytingar á þessum málum,
eftir gaumgæfilega aíhugun og
viðræður milli flokkanna. Til
þess var beinlínis æílazt í stjórn-
arsáttmálanum frá 1956, að kjör-
dæmamálið yrði tekið tif endur-
skoðunar á stjórnartíma fráfar-
andi stjórnar. Önnur mál voru þó
jafnan talin sitja í fyrirrúini, og
þess vegna var kjördæmamálinu
lítið hreyft í fyrstu áföngum
stjórnarsamstarfsins".
Það má nú segja, að Framsókn-
armenn „hafi jafnan talið önnur
mál sitja í fyrirrúmi". Áhugi
þeirra á kjördæmamálinu hefur
verið sá einn að koma í veg fyrir,
að nokkrar breytingar væru gerð-
ar.
í útvarpsræðunum töluðu
Framsóknarmenn að vísu um þá
„miðlunartillögu Framsóknar-
manna í kjördæmamálinu að
f jölga þingmönnum í þéttbýlinu".
En af hverju skýra þeir ekki hik-
laust frá efni þessarar tillögu, ef
til er? Hvað er það, sem Fram-
sókn þarf að fela í málinu?
Fuiidi utanríkis-
ráðlierra f restað
BRÚSSEL, 29. jan. — NTB-AFP
— Fundi utanríkisráðherra frá
aðildarríkjum hins sameiginlega
markaðs, sem átti að hefjast í
Brússel 3. febrúar, hefur verið
frestað um óákveðinn tíma að
beiðni ítala. Sameiginlegur mark
aður Evrópu og Euratom munu
halda sameiginlegan fund utan-
ríkisráðherra aðildarríkjanna 2.
febrúar, og verður þá m. a. rætt
um fjárhagsáætlanir ríkjanna.
„Eysteinn!
Eysteinn!
Eysteinn “
Undir þessari fyrirsögn sagði
Þjóðviljinn í fyrradag svo frá:
„Aðalfrétt á forsíða Tímans í
gær er „úr ræðu Eysteins Jóns-
sonar á Alþingi í gær við 1. um-
ræðu um frumvarpið um Útflutn-
ingssjóð“. Aðalfréttin á baksíðu
Tímans í gær er „úr ræðu Ey-
steins Jónssonar á Alþingi sl.
föstudagskvöld“. Aðaluppistaðan
á annarri síðu Tímans i gær er
frekari frásögn af þessum tveim-
ur ræðum Eysteins Jónssonar.
Leiðari Tímans í gær er kafli úr
ræðu sem Eysteinn Jónsson flutti
á Alþingi fyrir nokkrum dögum.
Þáttur Tímans „Á víðavangi"
fjallar allur í gær um Eystein
Jónsson, og er framhald af um-
talinu um Eystein Jónsson á 8.
síðu“.