Morgunblaðið - 30.01.1959, Side 6

Morgunblaðið - 30.01.1959, Side 6
í MORGVHBLAÐIÐ Yöstudagur 30. janúar 1959 Befri horfur en fyrr á samkomulagi um bann við atómsprengjutilraunum Genfar-ráðstefna stórveldanna tim bann við atómsprengjutil- raunum, er nú loksins farin að ræða kjarna málsins og hafa menn aldrei verið vonbetri en nú um að einhver árangur kunni að nást á ráðstefnunni. Ráðstefnan hófst í nóvember s.l. Hafa fundir verið síðan með nokkrum hléum, en nær allur tíminn farið í það að karpa um hvernig skipuleggja skyldi dag- skrá ráðstefnunnar. Rússar vildu að á ráðstefnunni yrði tekin ákvörðun um að banna atómsprengjutilraunirnar. Full- trúar Vesturveldanna sögðu hins- vegar að ráðstefnan ætti ekki að taka slíkar pólitískar ákvarðan- ir. Hún ætti einvörðungu að halda sér við tæknileg atriði, eins og það hvort tæknilega væri hægt að fylgjast með því hvort bann við tilraunum væri rofið. Síðan ættu pólitískir forustu menn þjóðanna að byggja ákvarð anir sínar á þeim athugunum. ★ Samt hefur verið ljóst síðan ráðstefnan hófst, að það eru tvö atriði sem skipta mestu máli. Það fyrra er hver gildistími tilrauna skuli vera, það síðara hve víð- tækt alþjóðaeftirlit með bann- inu skuti vera. Vesturveldin leggja megin- áherzlu á það, að komið verði á fót öruggu eftirlitskerfi. Rússar vilja hins vegar koma sem allra fyrst á banni við tilraunum til frambúðar með sem allra minnstu alþjóðaeftirliti. Ef gert var ráð fyrir því að báðir aðiljar vildu í raun og veru samkomulag, þá virtist sem mögu legt væri að koma á málamiðlun, með því að Vesturveldin létu nokkuð undan Rússum um tíma- lengd bannsins en Rússar létu undan Vesturveldunúm um fjölda og starfssvið eftirlits- stöðvanna. Nú virðast umræðurnar ein- mitt komnar á það stig, að farið sé að ræða möguleika á slíkri málamiðlun. ★ Vesturveldin hafa sérstakan áhuga á sterku eftirliti til þess að öruggt sé að Rússar rjúfi ekki samninginn í laumi, En það bæt- ist líka við, að slíkt eftirlit gæti orðið vísir að miklu víðtækara eftirliti með vígbúnaði stórveld- anna, sem aftur opnaði mögu- leika fyrir afvopnun. Ef þessi vísir að eftirliti starfaði snurðu- laust, þá ætti það að geta unnið bug á tortryggni Rússa á eftirliti, sem hefur verið helzti þröskuld- ur í vegi fyrir afvopnun. Rússar hafa mikla andúð á því að erlendir eftirlitsmenn fái að starfa innan landamæra Sovét- ríkjanna. í fyrsta lagi myndi það veikja pólitíska aðstöðu þeirra að svipta að nokkru burtu járntjaldinu, en í öðru lagi óttast Rússar að slíkt eftirlits- kerfi yrði beinlínis notað til njósna í Rússlandi. ★ í fyrstu atrennu á ráðstefn- unni í Genf voru samþykktar fjórar greinar í uppkasti að sam- komulagi. Þessar greinar höfðu þó litla þýðingu, voru aðallega formsatriði. Þegar komið var að þeim greinum samkomulagsins, sem fjalla skyldu um tímalengd bannsins og eftirlitskerfi, fór allt í strand, fundir féllu nið- ur um tíma en hófust aftur þann 5. janúar. Enn byrjaði karpið um það hvernig haga skyldi dagskrá ráð- stefnunnar. Rússar heimtuðu að fyrst yrði ákveðið að atóm- sprengjutilraunir skyldu bannað- ar til frambúðar. Vesturveldin heimtuðu að Rússar féllust fyrst á víðtækt eftirlitskerfi. Andstæð urnar jukust enn við það að full- trúar Bandaríkjanna lögðu fram tæknilega skýrslu um, að nauð- synlegt væri að fjölga eftirlits- stöðvum að miklum mun, til þess að hægt væri að fylgjast með atómsprengingjum djúpt í jörð og í mikilli lofthæð. Virtist nú um 10. janúar, sem öll sund væru lokuð fyrir samkomulagi. ★ Þá urðu Vesturveldin sammála um að bjóða málamiðlun. Fram til þessa höfðu þau sett það að skilyrði að bannið skyldi vera aðeins til eins árs í senn, en fram lengt um hver áramót, ef eftir- litskerfið reyndist vel og ef nokk uð miðaði einnig áfram í af- vopnunarmálunum. Rússar kváðust ekki geta sætt sig við þetta fyrirkomulag, vegna þess að þá gætu Vesturveldin hvenær sem þau kærðu sig um slitið samkomulagið t.d. á þeim óskýru forsendum, að lítið hefðj miðað í afvopnunarmálunum. Þá hefðu Vesturveldin hins vegar unnið það á, að eftirlitsnefndir þeirra hefðu verið starfandi um árabil innan landamæra Rúss- lands. Nú hafa Vesturveldin fellt niður það skilyrði fyrir fram- lengingu að afvopnunarmál- unum miði áfram. Eina skilyrði þeirra er, að eftirlitskerfi komist á. Þau hafa einnig látið í það skína, að þau geti sætt sig við lengri gildistíma en eitt ár í senn, t.d. að bannið verði um óákveð- inn tíma, en endurskoða megi það með vissu millibili. Með þessu hafa Vesturveldin komið mikið til móts við Rússa og ber að gæta þess í þessu sam- bandi, að öll takmörkun á kjarn- orkuvopnum er þeim óhagkvæm- ari en Rússum, vegna þess að hinn venjulegi herafli Rússa er miklu öflugri en Vesturveldanna. Er nú talið að það séu atóm- sprengjurnar einar, sem hafi hindrað Rússa í að hefja land- vinningastríð síðasta áratuginn. Ef nokkurt samkomulag á að takast um bann við atómsprenju- tilraunum er því komin röðin að Rússum að láta nokkuð undan í mótspyrnu sinni gegn eftirlits- kerfinu. Það er orðinn mergur málsins, hvort þeir vilja sætta sig við eftirlitsnefndirnar. Fullhlaðin vegur hún 80 fonn HERCULES C-130 er ein stærsta flutningaflugvél bandariska flug- hersins. Hún ber 90—100 full- vopnaða fallhlífahermenn, eða meira en 20 tonn af varningi. Fullhlaðinn vegur hún tæp 80. tonn. Fyrir skemmstu er lokið at- hyglisverðum tilraunum með þessa flugvél, sem ætluð er til birgðaflútninga til vígstöðva — svo og til flutninga fallhlífasveita. Tilraunirnar leiddu í ljós, að við heppileg skilyrði gæti flug- vélin lent á söndum eða sæmilega sléttum landspildum fullhlaðin — og einnig tekið sig á loft fullhlað- in við slíkar aðstæður. Yfir 50 flugtök og lendingar voru reyndar með Hercules á gljúpum sandflákum. sem víða voru kjarri vaxnir. Enda þótt hjól flugvélarinnar sykkju all- djúpt í jarðveginn — þá þurfti hún innan við 4.000 feta spildu til flugtaks. Stærri myndin er af flugvélinni í sandinum. Einn hreyfillinn er í gangi meðan ver- ið er að afferma og ferma flug- vélina, því að heppilegra er að hafa örlitla hreyfingu á henni svo að hún sökkvi ekki um of í sandinn. Hin myndin var tekin af flug- vélinni í æringarflugi með fall- hlífahermenn. Stökkva þc-ir út Úr henni frá báðutn hlUuT* með sekúndu millibili. 100 manna flokkur stekkur þar af leiðandi út úr flugvélinni á 50 sekúundum —. og þykir methraði. Á meðan er dregið úr hraða flugvélarinnar — allt niður í 125 mílur á klst. Nýr útbúnaður hefur nú verið tekinn í notkun hjá fallhlífasveit- unum. Festir fallhlífarhermaður- inn taum úr fallhlífinni á krók í dyragættinni um leið og hann stekkur, Ef fallhlífin bilar og opnast ekki dregur taumurinn hann samstundis inn í flugvélina aftur. Mörg slys hafa orðið á fall- hlífahermönnum, þegar fallhlíf þeirra hefur bilað. Á styrjaldar- árunum kom það m. a. oft fyrir, að hermenn festust í stéli flug- vélanna eða héngu bjargarlausir aftan í þeim í lengri tírria — og biðu síðan bana, þegar fiugvélin lenti. ★ PARIS, 28. jan. — Fastaráð Atlantshafsbandalagsins hélt áfram umræðum um Berlínarmál ið í dag. Lúðrasvcit Hafn- arfjarðar HAFNARFIRÐI — Aðalfundur Lúðrasveitar Hafnarfjarðar var haldinn fyrir nokkru og voru þessir kosnir í stjórn: Einar Sig- urjónsson formaður, Magnús Randrup ritari og Guðvarður Elíasson gjaldkeri. — Sveitin hefir nú starfað í 9 ár og allan þann tima undir stjórn hins þekkta hljómlistarmanns, Alberts Klahns. Hefir hann á þessum ár- um lagt geysimikla vinnu í að kenna og æfa piltana, sem kcm- ust fljótlega upp á að leika á hin margvíslegu hljóðfæri, enda sum- ir þekktir hljóðfæraleikarar. Hóf sveitin bratt að skemmta bæjar- búum með leik sínum, og hefur hún síðan leikið við ýmis hátíð- leg tækifæri, — og er nú svo kom- ið að hún er ómissandi þegar há- tíðahöld fara hér fram, svo sem 17. júní. Nokkuð hefir það bagað hljóm- sveitina hversu fámenn hún er, og því stundum orðið að grípa til þess ráðs að fá léða hljóðfæra- leikara úr Reykjavík. Er þess að vænta, að þeir, sem áhuga hafa á að komast í hljómsveitina og hafa yfir hljóðfærum að ráða, gefi sig fram við einhvern úr stjórninni. Er nú hægt að bæta við nokkrum mönnum, sem hafið gætu æfingar strax, en þær eru einu sinni í viku. — G. E. 1 wá H •■'TI skrifar ur daglega lífinu . Eitt merkasta náttúru- undur hér um slóðir RAUFARHÓLSHELLIR heitir eitt af merkustu náttúru- undrum hér um slóðir. Er það í rauninni merkilegt hve mörgum Reykvíkingum sést yfir hann, þegar þeir leggja land undir fót og fara að skoða dásemdir ís- lenzkrar náttúru, ekki sízt þar sem hellir þessi er rétt austan í Hellisheiðinni, og hægt að aka langleiðina að honum hvort held- ur er eftir Krísuvíkurveginum eða Hellisheiðarveginum. Bezt er að ganga upp í heiðina frá Hlíð- ardalsskóla í Ölfusi. Mun það að sumarlagi vera rúmlega hálftíma gangur, en þegar Velvakandi var þar á ferð fyrir skömmu, tók það klukkutíma að vaða snjóinn og leðjuna upp að hellinum. Raufarhólshellir er um 850 metra langur hraunhellir. Hann mun vera 10—30 m breiður og víðast um 10 m á hæð. Af þessu sést að hér er um mjög stóran helli að ræða. Gengið er inn i hann um op, sem er syðst í göng- unum, en á tveimur eða þremur stöðum nálægt opinu hefur þakið hrunið og myndazt op í hellisloft ið. Botninn er mjög ógreiðfær, eintóm grjóturð, og íslag á stein- unum. Verður því að fara ákaf- lega varlega. Þegar komið er inn fyrir opin, er hellirinn að sjálf- sögðu koldimmur, og er því al- gerlega útilokað að fara inn í hann nema hafa blys eða annað mjög gott ljós. Vasaljós duga varla. Hvað er þá svona merkilegt við þennan helli? í honum öllum eru hinar furðulegustu hraunmynd- anir, sem áreiðanlega eiga fáa sína líka. Hvarvetna má sjá hvernig hraunflóðið hefur storkn- að. Það hefur ekki veðrazt og er nákvæmlega eins og það storkn- aði. Fíngerð hraunkerti hanga niður úr loftinu, í botni austur- greinarinnar mun vera tveggja metra hár storknaður hraunfoss, og hvarvetna eru bárur og bylgj- ur, sem sýna hvernig hraunflóðið hefur storknað, eftir að það fór að hægja ferðina. Silfurtærar tindrandi íssúlur EINS og áður er getið, eru steinarnir á hellisgólfinu ís- aðir. Þakið er ekki þykkara en það, að vatn drýpur niður um það og við það myndast löng grýlukerti í loftinu og á gólfinu hafa myndazt þyrpingar af issúl- um. Þessar íssúlur geta verið upp undir 14 m á hæð og silfurtærar, þannig að ef horft er út í birtuna í gegnum þær, einkum ef sólar- geisli gægist inn, tindra þær með miklum litbrigðum.ísmynd- anir þessar munu iðulega haldast óbráðnar allt sumarið, þó ekki alltaf. íssúlur þessar hafa sumar hverjar hin fegurstu form, og minna á finnsku krystalvasana, sem þekktir listamenn fá verð- laun fyrir á listiðnaðarsýning- um. Enda gæti hver listamað- ur verið hreykinn af mörg- um þeim listaverkum, gem þarna eru til sýnis fyrir hvern þann, sem hefur áhuga og kjark til að koma og skoða þau. Önnur „hringferð" EG vil því eindregið ráðleggja þeim sem á annað borð geta notið náttúrunnar og fagurra hluta (og hafa bíl undir höndum) að leita ekki langt yfir skammt heldur skoða þennan hraunhelli. í stað þess að aka alltaf hinn fræga „hring“, um Þingvöll, niður með Soginu og til baka um Hellis heiði, mætti einn dag fara austur Hellisheiði, um Hveragerði. og Krisuvíkurveginn til baka, og ganga í Raufarhólshelli í leiðinni. Helzt þyrfti þó einhver kunnugur að vera með í ferðinni, því það getur orðið nokkuð tafsamt að finna hellinn, þar sem lítið er þarna um kennileiti. Girðing liggur þó skammt frá hellisopinu og varða er þar hjá. Sjálfsagt á Raufarhólshellir eftir að verða meira sóttur en nú er, því mér skilst að Þrengsla- I vegurinn nýi komi til með að lliggja mjög nálægt honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.