Morgunblaðið - 30.01.1959, Page 8
I
MORGUHBLAÐir
Föstudagur 30. janúar 1956
í járnsmiðjunni
„Hér eru næg verkefni fyrir
tæknimenntaöa menn"
Rætt við ungan vélskólanema
Orðljótur unglingur
FYRIR skömmu hittum við að
máli Erlend Búason, nemanda í
Vélskólanum í Reykjavík. Við
höfðum hug á að fræðast dálítið
um hagi þeirra Vélskólanema, en
spurðum þó fyrst að gömlum og
góðum íslenzkum sið: „Hver er
maðurinn?“ Og með nærgöngul-
um spurningum komumst við á
snoðir um, að Erlendur fæddist í
Hveragerði fyrir tæpum 22 árum,
fluttist til Reykjavíkur 6 vetra
gamall og hefur síðan verið bú-
settur í Vesturbænum. Þó þrætir
hann ákaft fyrir að vera KR-ing-
ur en telur sig þó ekki verri Vest-
urbæing en hvern annan.
Þegar hann óx upp úr stutt-
buxunum hneigðist hugurinn til
járnsmíði, og Erlendur innritað-
ist í járnsmíðadeild Gagnfræða-
skóla verknámsins, fór síðan í
Iðnskólann og hóf nám í renni-
smíði í Vélsmiðjunni Héðni haust
ið 1954 og lauk sveinsprófi i
rennismíði á sl. vori. í haust inn-
ritaðist Erlendur svo í vélfræði-
deild Vélskólans, og það var ein
mitt nám hans þar, sem við ætl-
uðum að spjalla við hann um.
— Hver eru inntökuskilyrði í
skólann, Erlendur?
— Skólinn er starfræktur í
tveim deildum, vélfræðideild og
rafmagnsdeild, og gilda mismun
andi inntökuskilyrði, eftir því
um hvora deildina er að ræða.
Til þess að menn komist í raf-
magnsdeild er þess krafizt, að
þeir hafi stundað rafvirkja- eða
rafvélavirkjanám í 4 ár og hafi
lokið iðnskólaprófi. Inntökuskil-
yrði í vélfræðideild skólans eru,
að nemandinn hafi stundað 4 ára
iðnnám á vélaverkstæði og hafi
lokið prófi frá iðnskóla. Eftir 2
vetra nám í vélfræðideildinni er
tekið próf, sem veitir rétt til þess
að starfa sem yfirvélstjóri á eim-
eða mótorskipi með allt að 1300
ha. gangvél. Eftir 1 veturs við-
bótarsetu í rafmagnsdeildinni
hafa menn ré*tindi til þess að
starfa sem yfirvélstjórar á hvaða
eim- eð% mótorskipum sem er.
Þessi réttindi eru þó háð því skil-
yrði, að viðkomandi hafi starfað
ákveðinn tíma í vélarúmi sem
undirmaður.
— Hverjar eru helztu náms-
greinar í skólanum?
—Það eru t.d. eimvélafræði,
mótorfræði, eðlisfræði og stærð-
fræði. Ennfremur er talsvert les-
ið í ensku, dönsku, þýzku, ís-
lenzkum fornritum og gerðar eru
ritgerðir í íslenzku.
— Hvernig er húsakostur skól-
ans?
— Það má segja, að hann sé til-
tölulega góður. Skólinn er til
húsa í Sjómannaskólanum og
hefur þar til umráða vélasal, raf-
magnstilraunastofu og efnarann
sóknastofu.
— Og hvaða störf leggja nem-
endur skólans helzt fyrir sig á
sumrinu?
— Ýmist starfa þeir þá að iðn
þeirri, er þeir þegar hafa lokið
prófi í, eða í vélarúmi í skipum.
Hið síðarnefnda er að mörgu
leyti heppilegra, þar sem það
auðveldar námið mjög.
— Hvort hefur þú hugsað þér
að leggja fyrir þig í sumar?
— Ég býst við, að ég reyni að
komast sem smyrjari á togara.
—Hvernig eru atvinnuhorfur
þeirra, sem ljúka prófi hjá Vél-
skólanum?
— Atvinnuhorfurnar eru ágæt-
ar, og margir möguleikar opnir
bæði á sjó og landi. Mun auð-
veldara er reyndar að fá pláss á
togara en kaupskipi. Annars er
það svo, að menn þreytast á því
að vera á sjó, þegar til lengdar
lætur og hverfa því aftur í land.
Þrátt fyrir það, að kaupið er
venjulega hærra á sjónum. Þeir
vinna tíðum í rafstöðvum, hrað-
vélstjórar, sem í landi starfa,
frystihúsum og svo framvegis
og sumir vinna áfram að þeirri
iðngrein, sem þeir höfðu lokið
prófi í áður en þeir hófu
nám í Vélskólanum. Annars er
ég þeirrar skoðunar, að ekki
þurfi að óttast offjölgun í þeim
atvinnugreinum, sem vélskóia-
námið veitir rétt til þess að
stunda á næstu árum. Og óhætt
er að fullyrða, að hér eru næg
verkefni fyrir tæknimenntaða
menn.
— Er algengt, að menn haldi
áfram námi, þegar þeir hafa lok-
ið vélskólaprófi?
— Já, það er talsvert um það,
að menn fari utan til framhalds-
náms. Skólinn hér býr þá vel und
ir slíkt nám, og hafa þeir oft
lokið iðnfræðingaprófi á 3 árum.
— Og hvað hefur þú svo um
félagslífið í skólanum að segja?
— Það er nú heldur lítið. Nem-
endur skólans eru margir hverj-
ir fjölskyldumenn ,svo að af þeim
sökum er félagslíf minna en í
flestum öðrum skólum. Að vísu
er að nafninu til starfandi skóla-
félag, sem stendur fyrir dans-
Erlendur Búa.
skemmtunum eðru hverju, en um
fundarhöld er ekki að ræða nema
upp komi einhver mál, sem bein-
línis varða nemendur skólans.
Væri vissulega æskilegt að mál-
fundastarfsemi væri tekin upp í
ríkara mæli.
Við þökkum Erlendi nú fyrir
allar þessar fróðlegu upplýsing-
ar, tökum saman pjönkur okkar
og kveðjum
„Það vill oft henda unglinga, sem
eru að byrja að skifta sér af
stjórnmálum, að þeir áiykti nokk
uð hvatvíslega. — í þeirra flokki
er allt hvítt og hreint, en í and-
stöðuflokkmum allt kolsvart“.
☆
Með þessum orðum hóf ungur
framsóknarmaður greinarkorn á
Vettvangi æskunnar í Tímanum
í sl. viku, og sönnuðust þau á-
þreifanlega í svartletursgrein á
þeim sama Vettvangi. Grein sem
ber yfirskriftina „Hin pólitísku
þrælatök íhaldsins", er slíkt sam
safn illyrða um Sjálfstæðisflokk-
inn ,að fátítt er að sjá í íslenzku
blaði, og er þá mikið sagt, því að
Tíminn kallar ekki allt ömmu
sína í þeim efnum.
☆
Höfundur lýsir þar „hinum
slyngu sjálfstæðismönnum", sem
öllum séu fremri í „pólitískum
þrælatökum“, Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi í síðustu bæjarstjórn-
arkosningum „skipulagt hinar
svívirðilegustu þvinganir með
nazistískum aðferðum“, einstakl-
ingar hafi verið „hundeltir og
Aðalfundur Týs
í Kópavogi
FYRIR nokkru var haldinn að-
aðfundur Týs, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Kópavogi. Fráfar-
andi formaður félagsins, Kristinn
Fálmi Lórenzson
Wium ,gerði grein íyrir starf-
semi Týs á sl. ári. Á árinu var
efnt til stjórnmálanámskeiðs og
efnt til spilakvölda reglulega. Að
öðru leyti var starfsemi félagsins
fólgin í kosningaundirbúningi.
Ennfremur stóð félagið, ásamt
hinum Sjálfstæðisfélögunum, fyr
ir útgáfu blaðsins Vogar.
☆
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa var rætt um starf félags-
ins á komandi ári. M.a. mun
reynt að efna til skíða- og skauta
ferða. Stjórn félagsins skipa nú:
Pálmi Lórenzson, formaður, Þor-
steinn Magnússon, varaformað-
ur, Birgir Ás Guðmundsson, rit-
ari, Gunnlaugur Sigurgeirsson,
gjaldkeri, Jón Baldursson, með-
stjórnandi. Varastjórn: Kristinn
Wium og Úlfar Sigurbjörnsson.
höfuðsetnir og beittir alls kyns
hótunum“. Síðar í greininni er
dregin upp hrollvekjandi mynd
af því, sem gerast mundi, færi
svo, að Sjálfstæðisflokkurinn
hlyti meirihluta á Alþingi fslend
inga. „Flokkiurinn mundi útfæra
hið miskunnarlausa þvingunar-
kerfi sitt úr rekstri Reykjavíkur-
bæjar yfir á allt landið. Með
harðýðgi, hótunum og hirtingum
mundu þeir reyna að tryggja sér
.varanleg vöid“. Greinarhöfund-
ur snýr sér nú að Framsóknar-
flokknum og verður orðbragðið
þá strax þokkalegra. Hann kemst
að þeirri niðurstöðu að umrædd-
ur flokkur sé „sá merkisberi lýð-
ræðis og einstaklingsfrelsis (svo!)
sem harðast muni spyrna fótum
við hvers konar kúgun og ein-
ræði“. En brátt verður „kaup-
mannaklíkan í innsta hring Sjálf
stæðisflokksins“, honum slíkur
„þyrnir í augum“, að hann um-
turnast allur og kveður Mbl.
„verja daglega mörgum dálkum
til að ausa samvinnuhreyfinguna
lygum og alls kyns áburði“, (sbr.
lauslega frásögn Mbl. af misferli
(!!) í rekstri Olíufélagsins, dóttur
fyrirtækis S.Í.S.). „Þykir mörg-
um sýnt“, heldur piltur áfram,
„hvert yrði hlutskipti samvinnu-
félaganna, næði Sjálfstæðisflokk
urinn á þeim kverkataki í skjóli
algjörs einræðis". Þessum skrif-
um lýkur svo með því, að lands
mönnum er tilkynnt, að „pind-
ingartól hinna pólitísku þræla-
taka íhaldsins á sviði atvinnu-
kúgunar hafi verið fram tekin".
☆
Það vekur furðu, að framsókn-
armenn skuli nú fyrst, ári eftir
kosningar vekja máls á þeim
„svívirðilegum þvingunum“, sem
þeir telja sjálfstæðismenn hafa
beitt í síðustu bæjarstjórnarkosn
ingum. Ja, illa standa þeir vörð
um lýðræðið .framsóknarmenn,
ef hægt er með „þrælatökum,
svívirðilegum þvingunum, harð-
ýðgi, hótunum og hirtingum" að
fá nær 60% Reykvíkinga til að
fela sjálfstæðismönnum umsjá
bæjarmála. Hvað halda fram-
sóknarmenn að Reykvíkingar
séoi? Gungur og vesalmenni sem
láta pólitísk samtök segja sér
fyrir verkum? Það er skiljanlegt
að bæjarbúar veiti ekki mönnum
sem bera slíka fyrirlitningu fyr-
ir þeim, brautargengi. Eitt lítið
sannleikskorn, leynist í grein pilt
ungsins, þ.e. lýsing hans' á því
hversu fari fyrir samvinnufélög-
um, þegar þau verða að lúta boði
og banni pólitísks flokks. Enda
ætti honum að vera það vel kunn
ugt því að flokkur sá, sem hann
fylgir, Framsóknarflokkurinn,
hefur í áratugi „haft kverkatak
á samvinnuhreyfingunni í skjóli
algjörs einræðis“. Greinarhöfundi
verður tíðrætt um það, sem hann
kallar „lygar og alls kyns áburð“
Mbl. á samvinnufélögin. Eins og
áður hefur verið á bent hefir Mbl.
drepið lítillega á rannsókn þá
sem nú fer fram á starfsemi
Olíufélagsins. Er ekki úr vegi
að minna á að þetta er í annað
sinn á fáum árum, að Olíufélagið
misstígiur sig, svo ekki sé meira
sagt. Framsóknarmanninum unga
er að sjálfsögðu sýndur óverð-
skuldaður heiður með því að
taka hér svo mikið úr grein hans.
Vonandi verður það samt til þess,
að unglinga innan Framsóknar-
flokksins hendi ekki oftar að á-
lykta svo hvatvíslega að þeir sjái
eigin flokk í mjallhvitu en and-
stöðufokkilnn í kolsvörtu.