Morgunblaðið - 30.01.1959, Side 10
h
MORGUNfíT 4Ð1Ð
Föstudagur 30. janúar 1959
JMrogptsstMðfrifr
Utg.: H.f. Arvakur. Heykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HVERJAR VORU TILLÖGUR ALÞÝÐÚ-
SAMBANDSÞINGS í EFNAHAGS-
MÁLUNUM?
ftyjgUTAN UR HEIMI"
Mér hundleiðist allt tal
um kynbombur
segir gamanleikkonan Birgitfa Bardot
UTVARPSUMRÆÐURNAR,
sem fóru fram í Neðri
deild Alþingis í fyrra-
kvöld um efnahagsmálafrum-
varp ríkisstjórnarinnar, báru
þess glöggan vott, áð hvorki Fram
sóknarflokkurinn né kommúnist-
ar, sem lýst hafa harðri andstöðu
við núverandi ríkisstjórn, hafa á
takteinum nokkur sjáifstæð úr-
ræði til lausnar vanda e.fnahags-
málanna, og þá fyrst og fremst til
stöðvunar vexti verðbólgunnar.
: Kommúnistar þrástöguðust á því,
I að beir vildu þær leiðir til stöðv-
unar verðbólgunni sem „síðasta
þing Alþýðusambands íslands
hefði bent á.“
! Af þessu tilefni er rétt að
rifja í stórum dráttum upp, hverj
ar voru tillögur 26. þings Alþýðu-
sambands íslands í efnahagsmál-
unum.
Alþýðusambandsþingið lýsti
því í fyrsta lagi yfir, að það gæti
fallizt á að vísitalan yrði greidd
niður, þannig að hún hækki ekki
frá því sem hún var, þegar þingið
stóð yfir í nóvember, þ. e. fram-
færsluvísitalan 202 stig og kaup-
gjaldsvísitalan 185 stig.
Þetta var þá aðaltillaga Alþýðu
sambandsþingsins í efnahagsmál-
um.
Enn- ein ný nefnd
Þá lagði Alþýðusambandsþing-
ið til í efnahagsmálatil'iögu sinni,
að stofnað yrði nýtt ráð, sem
heita skyldi „áætlunarráð".
Skyldi það hafa það verkefm að
gera áætlanir í fjárfestingu og
heildastjórn á sviði atvinnumála.
Þetta voru einu tillögur 26.
þings Alþýðusambandsins um
það, hvernig mæta bæri hinni
stórkostlegu nýju verðbóiguöldu,
sem stefna vinstri stjórnarinnar
hafði leitt yfir almenning á ís-
landi.
Hvað fólst nú eiginlega í þess-
um tillögum?
Ekkert annað en það, að
stefnu vinstri stjórnarinnar
skyldi haldið áfram gersam-
lega óbreyttri. Alþýðusam-
bandsþingið undir forystu
kommúnista kom ekki auga á
neina aðra leið heldur en að
halda áfram niðurgreiðslu
verðlagsins og reyna þannig
að halda vísitölunni í skefjum.
Þingið benti ekki á neina nýja
leið til þess að bægja voða
verðbólgunnar frá dyrum ís-
lenzks verkalýðs.
En í þessar innihaldslausu og
yfirborðskenndu tillögur, sem
kommúnistar létu Alþýðusam-
bandsþing samþykkja, heldur
kommúnistaflokkurinn nú dauða-
haldi, eins og sökkvandi maður í
bjarghring. í útvarpsumræðun-
um vitnuðu ræðumenn kommún-
ista ákaft í þær. Þeir létu hins
vegar undan fallast að kynna
þjóð;nni nánar, hverjar þær
væru.
Enginn getur þess vegna tekið
fullyrðingar kommúnista um að
hægt sé að hindra vöxt verðbóig-
unnar með þeim leiðum, sem síð-
asta Alþýðusambandsþing benti
á, alvarlega. Ástæðá þess er ein-
faldlega sú, að þessar tillögur
voru, eins og áður segir, raka-
laust hjóm, þar sem hvergi örlaði
á minnsta raunhæfum skiiningi,
á því vandamáli sem við var að
etja.
Horft um öxl
í framhaldi af þessari athugun
á tillögum 26. þings Alþýðusam-
bandsins í efnahagsmálum, er
rétt að líta einnig um öxl og at-
huga, hver iar hafi verið efnahags
málatillögur 25. þings Alþýðu-
sambandsins, sem háð var haustið
1956. Aðalatriði þeirra sam-
þykkta, sem það þing ASÍ gerði
um efnahagsmálin voru þessi:
„25. þing Alþýðusambands fs-
lands lýsir yfir óskoruðu fylgi við
þá stefnu núverandi ríkisstjórn-
ar, að stöðva verðbólguþensluna,
og fagnar þeirri yfirlýsingu henn-
ar, að samráð skulu höfð við
verkalýðshreyfinguna um lausn
efnahagsmálanna og engar ráð-
stafanir skulu gerðar, sem verka-
lýðshreyfingin ekki sætti sig við.
Þingið lýsir því yfir, að við
aðgerðir þær í efnahagsmálun-
um, er nú standa fyrir dyrum,
er það algert lágmarksskilyrði
verkalýðshreyfingarinnar, að ekk
ert verði gert er hafi í för með
sér skerðingu á kaupmætti vinnu-
launanna og að ekki komi til
mála að auknum kröfum útflutn-
ingsframleiðslunnar verði mætt
með nýjum álögum á alþýðuna.“
Þetta voru þá aðaltillögur 25.
þings Alþýðusambandsins í efna-
hagsmálunum.
Hvaða leiðbeining?
En hvaða leiðbeining skyldi
nú hafa falizt i bessu fyrir ríkis-
stjórnina um það, hvernig hún
ætti að stöðva vöxt verðbólgunn-
ar og koma á jafnvægi í íslenzk-
um efnahagsmálum?
Engum mun áreiðanlega geta
fundizt, að vinstri stjórnin hafi
fengið skýrt mótaða ábendingu
með þessari ályktun. í henni
fólst bókstaflega ekkert annað en
það, að Alþýðusambandsþing
teldi „ekki koma til máia að
auknum kröfum útfutningsfram-
leiðsunnar verði mætt með nýj-
um áögum á aþýðuna''.
En hvernig fygdi svo vWstri
stjórnin fram þessari viljayfirlýs-
ingu Alþýðusambansþingsins?
Þannig, að um jólin 1956 lagði
hún 300 miljón kr. „nýjar álögur
á alþýðuna“. Vorið 1958 lagði hún
á 790 milljónir króna í „nýjum
álögum á alþýðuna“.
En það sem þjóðin verður að
gera sér ljóst nú er það, að
Alþýðusambandið undir for-
ystu kommúnista hefur hvorki
haustið 1956 né haustið 1958
bent á eina einustu nýja leið
til þess að bindra vöxt verð-
bólgunnar. Skírskotanir þing-
manna kommúnista nú til til-
lagna Alþýðimambandsþings
eru þe«s vegna gersamlega út
í hött. Með þeim yrði enginn
vandi leystur, aðeins vaðið
lengra út í það vcrðbólgufen,
sem vinstri stjórnin hefur átt
ríkastan þátt í að skapa.
UM ÞESSAR mundir er verið að
gera í Frakklandi kvikmynd, sem
á að heita Babette fer í stríðið,
og leikur Birgitta Bardot aðal-
hlutverkið. Myndin fjallar um
franska stúlku, sem flúði á stríðs-
árunum til Englands um Dunk-
erque. Síðan er hún send aftur
til Frakklands sem njósnari. í
næsta mánuði verða nokkur at-
riði myndarinnar tekin í Eng-
landi. Þetta er fyrsta kvikmynd-
in, þar sem Birgittu gefst færi
að sýna getu sína sem gamanleik-
ari. Enskur blaðamaður brá sér í
heimsókn i kvikmyndaverið, þar
sem unnið er að töku myndarinn-
ar, og segist honum svo frá:
Er ég gekk inn í vinnustofuna,
kom hún þjótandi á móti mér
með útbreiddan faðminn. Hún
brosti glaðlega og hoppaði létti-
lega yfir rafmagnssnúrurnar, er
lágu um gólfið þvert og endilangt.
Það var synd að segja, að mót-
tökurnar væru ekki hjartanleg-
ar. En í sömu andránni rann það
upp fyrir mér, að brosið og út-
breiddur faðmurinn var ætlaður
manni, sem kom inn á hæla mér.
Það var laglegur, ungur maður,
Sacha Distel að nafni. Unnustinn.
Hún faðmaði hann að sér, og
drykklanga stund sá ekki í þau
fyrir stálhjálminum, sem Birg-
itta hafði á höfðinu. Síðan gekk
hún aftur fram á mitt gólfið og
dillaði mjöðmunum.
★
— Mér finnst hún heillandi —
jafnvel i hermannabúningi, sagði
Distel og horfði hugsandi á bak-
svip hennar.
— Já, ég hefi tekið eftir því,
sagði ég.
— Ég hefi verið fjarverandi,
sagði Distel til skýringar. Ég var
að syngja í Portúgal. Það gekk
ágætlega — að öðru leyti en því,
að þarna niður frá eins og annars
staðar, þekkja menn mig aðeins
sem unnusta Birgittu Bardot. Það
er ekkert sérstaklega ánægjulegt,
ég er listamaður sjálfur, og ég
var þekktur meðal jazz unnenda
löngu áður en ég kynntist Birg-
ittu.
— Ég er alltaf að lesa fréttir
um, að trúlofun ykkar sé farin út
um þúfur, sagði ég og gætti þess
jafnframt að standa ekki of ná-
lægt honum.
NÚ stendur yfir í Lundúnum
stærsta demantasýning, sem
nokkurntíma hefur verið haldin
í heiminum (og þótt víðar væri
leitað). Á sýningunni hefur vak-
ið mikla athygli brjóstnál, sem
er persónuleg eign Elísabetar II.
Bretadrottningar. í nál þessari
eru tveir forkunnarfagrir dem-
antar 94 og 63 karata. Þetta eru
þriðji og fjórði steinninn úr hin-
um fræga Cullinan-demanti.
Cullinan-demantinn fannst í
Suður-Afríku 1907. Gaf Trans-
vall-stjórn hann Játvarði VII. Ó-
slípaður vó hann 3106 karat, en
var skorinn niður í marga steina.
Sá stærsti þeirra er í brezka
veldissprotanum og vegur 530
karöt, eii hann er geymdur í
Tower-kastalanum og aldrei það-
an tekinn nema við krýningar.
★
Sem fyrr segir eru þessir
demantar Elísabetar 94 og 63
karöt. En á sýningunni hefur
gríski skipakóngurinn Stavros
Niarchos slegið drottninguna út,
því að hann á þar perulaga dem-
ant, sem vegur 128 karöt. Þess
ber þó enn að gæta, að krystalla-
Distel sagði eitthvað ljótt á
frönsku og ensku.
— Við höfum aldrei rifizt,
sagði hann. Hvers vegna........ ?
— Varið yður, sagði ég.
Bardot kom þjótandi og varp-
aði sér í fang hans. Minnstu mun
aði, að brúnin á stálhjálminum
hennar rækist í höfuðuð á mér.
Ég hörfaði sem skjótast og hné
niður á stól við hliðina á Christ-
ian Jaque, kvikmyndastjóra.
★
Jaque horfði á Birgittu og Dist-
el í faðmlögum.
— Aðrir leikstjórar hafa sýnt
ykkur kynbombuna Birgittu, en
ég ætla að sýna ykkur Birgittu
sem gamanleikkonu, sagði hann.
Á ég að segja yður dálítið athygl-
isvert? Það kemur ekki fyrir í
eitt skipti í þessari kvikmynd, að
Birgitta afklæðist. Jaque var
mjög hátíðlegur á svipinn, er
hann sagði þetta, enda full á-
stæða til.
— Það ætti að slá verðlauna-
peninginn strax, sagði ég. Þér
fáið sennilega heiðursskjal frá
samtökum bandarískra mæðra.
★
Eftir nokkra stund sleppti
Birgitta aftur tökunum á Distel
og gekk til mín.
Hún tók af sér hjálminn, settist
og lagði fæturna upp á borðið.
Hún var greinilega enn í essinu
sínu og sagði:
— Mér hundleiðist allt tal um
kynbombur. Ég er orðin þreytt á
því, og ég held, að aðrir hljóti að
vera orðnir þreyttir á því líka.
Hún leit ásakandi á mig, eins
og þetta væri allt mín sök.
— Hvar sem ég fer, sé ég her-
skara af stúlkum ,sem stæla hár-
greiðslu mína og göngulag.
— Eruð þér ekki stoltar af því
spurði ég?
— Ég er það ekki ,svaraði Birg-
itta ólundarlega. Ég hefi m.a.s.
reynt að breyta hárgreiðslunni,
en það var til einskis. Það er
alveg sama, hvað ég réyni að
gera við hárið á mér — það er
alltaf eins. Fyrir löngu var það
samt öðruvísi — í Englandi, þeg-
ar ég lék á móti Dirk Bogarde. Þá
var ég jarphærð.
Allt í einu stóð hún upp og
hvíslaði:
— Á ég að segja yður, að Dirk
Bogarde hatar mig.
Framh. á bls. 17.
gerð hans er einstök í sinni röð
og hefur demantakóngurinn Sir
Ernest Oppenheimer lýst því yf-
ir, að hann sé glæsilegasti steinn
inn, sem nokkru sinni hefur fund
izt í Suður Afríku. Er talið að
verðmæti hans sé 2 milljónir
dollara.
Ýmsir sögulegir demantar eru
á sýningunni. Þarna er meðal
annars hið fræga hálsband sem
Louis de Rohan gaf Marie Antoi-
nette 1784 til þess að vinna hylli
við frönsku konungshirðina. Háls
band þetta varð frægt mjög og
átti sinn þátt í því að vekja hat-
ur fransks almúga á drottning-
unni. Þegar franska stjórnarbylt-
ingin hafði brotizt út kom háls-
bandið mönnum í hug og þeir
kröfðust þess að hálsinn sem það
hafði borið yrði höggvinn. í háls-
bandinu eru 22 gimsteinar. Eig-
andi þess nú er hertoginn af
Sutherland.
★
Taiið er að samanlagt verí-
mæti allra gimsteinanna á sýn-
ingunni sé 14 milljónir dollara.
Hefur sterkur lögregluvörður
verið við hana alla sýningardaga.
Birgitta í hlutverki Babette. Áöur en Babette fer til
Frakklands sem njósnari, vinnur hún viö aö þvo
gólf í aöalstöövum Frjálsra Frakka í Lundúnum.
Ninrchos skipukóngur skók-
nði Eíisabetu drottningu