Morgunblaðið - 30.01.1959, Síða 16
16
MORGinVFtLAÐIÐ
Föstudagur 30. Janúar 1959
f Enda þótt staðreyndirnar væru
flestar afbakaðar og rangfærðar,
þá leyndi það sér þó ekki að
andstæðingar Helenar höfðu afl-
*ð sér mjög nákvæmra upplýs-
inga um hagi hennar og einka-
mál.
Þar að auki höfðu andstæðing-
arnir valið mjög hyggilegan
tíma fyrir þessa úrslitaárás sína.
Helen og flokksfélagar hennar
gátu ekki samið neina verulega
svargrein við ásökunum andstæð-
inganna, á þessum fjörutíu og
Atta klukkustundum sem eftir
voru til stefnu. Til þess var tím-
inn mikils til of skammur.
Þegar Helen kom til höfuð-
kosningastöðva repúblikana kl. 5
e. h. mátti heita að möguleikar
hennar, sem fyrir tveimur dögum
höfðu virzt svo glæsilegir, væru
nú allmjög farnir að þverra.
Höfuðstöðvarnar voru til húsa
1 leikfimissal eins íþróttaskóla í
miðri Los Angeles. Salurinn hafði
verið tæmdur að mestu, nema
hvað eitt og eitt leikfimiáhald
stóð úti í horni. Annars var gólf •
ið þéttsett löngum, óhefluðum
borðum, þar sem kjörseðlarnir
voru endurtaldir. Stjórnmála-
menn, sjálfboðaliðar og launaðir
liðsmenn ræddu sín á milli um
væntanleg kosningaúrslit. Ljós-
myndarar og fréttamenn útvarps
Og dagblaða stóðu hvarvetna og
hiðu átekta.
Vorsólin skein inn um óhrein-
ar gluggarúðurnar á heljarstóra
töflu, sem hafði mjög mikilvægu
hlutverki að gegna. Frá hinum
ýmsu kjörstöðum voru úrslitin
tilkynnt símleiðis og jafnskjótt
skrifuð upp á töfluna og bætt
við þau sem áður voru kunn orð-
in.
Helen, klædd í látlausan, ljós-
gráan kjól og hvíta treyju, fékk
sér sæti á einum stólnum. Það
veitti naumast nokkur komu
hennar athygli. Um margra mán-
aða skeið hafði hún verið sá mið •
depill sem allra eftirtekt og
áhugi beindist að. Nú var um
sigur eða ófarir flokksins að
ræða. Hún var hætt að vera
mikilvæg og áhugaverð. Það yrði
hún fyrst aftur, ef hún færi með
sigur af hólmL
Að visu var aðeins búið að
telja atkvæðin í litlum kjördæm-
um. Hér átti málflutningsmaður-
inn 4551 atkvæði á móti 3890,
sem Helen fékk. Á öðrum stað
fékk hún 2876 atkvæði, en mót-
stöðumaður hennar aðeins 2701.
Samanlagt hafði hún hlotið
nokkrum þúsundum atkvæða
færra en málflutningsmaðurinn,
keppinautur hennar.
„Eruð þér ekki örugg með sig-
urinn, ungfrú Cuttler?"
Tveir eða þrír fréttamenn
höfðu þekkt hana og ruddUst
þegar til hennar.
„Jú, alveg örugg“, svaraði hún
brosandi.
Afgreiðslustúlka óskast
í snyrtivöruverzlun nú þegar. Ekki yngri en 25 ára,
gjarnan eldri. Upplýsingar á Laugaveg 19. mið-
hæð, eftir kl. 7 í kvöld.
Útsala — Útsala
Á útsólunni í dag
og mestu daga verða seldar margskonar vefnaðar-
vörur og fatnaður.
Meðal annars:
Léttir dömukjólar kr. 65.00 — Undirpils kr. 35.00
Siikibuxur með teygju kr. 15.00 — Svuntur kr. 20.00
Barnateppi kr. 22.00 — Herra-sokkar kr. 9.00 —
Skyrtur, Peysur, Blússur, hlýlegir Náttkjóiar, Gallar
Bútar og margt fleira.
Verzlunin ÓSK
Laugaveg 11
Fréttamennirnir drógu sig til
baka. Helen hélt áfram að brosa.
Hún var staðráðin í því að mæta
öllu með brosi — jafnvel hinum
bitru leikslokum.
Hún fann ekki til kviða: langt-
um síður en við frumsýninguna
á Broadway. Enda þótt yfirburð-
ir Bowmans færu vaxandi með
hverri minútu, hafði hún það ein-
hvern vegin á tilfinningunni að
hún myndi hrósa sigri að lokum.
Hvers vegna er ég eiginlega
svona sigurviss? spurði hún
sjálfa sig hvað eftir annað. —
Raunverulega virðast sigurmögu-
leikar mínir harla litlir, þegar
betur er að gáð, svaraði hún sinni
eigin spurningu. „Ef ég næ ekki
kosningu þá fer ég aftur til New
York og skrifa nýtt leikrit. Ef
ég fell í kosningunum þá get ég
afturkallað giftingarheitið, sem
ég gaf Morrison". Þessi tilhugsun
fyllti hana einhverri óskiljan-
legri gleði, sem hún skildi ekki
einu sinni sjálf. Elskaði hún hann
ekki? Elskaði hún einhvern ann-
an? Nei, þannig var því ekki far-
ið. Orsökin var einfaldlega sú að
hjónaband hennar og Morrisons,
hins mikla Morrisons, var engin
endastöð. Það var upphaf á bar-
áttu, sem hún vissi sig ekki færa
um að heyja.
Alltaf bættust nýjar tölur við
á töfluna. Síminn á langa borð-
inu hringdi án afláts. Það var
hreinasta furða að símavörðurinn
skldi geta skilið það sem honum
var tilkynnt í öllum þessum
skarkala mannsradda og útvarps-
tóna.
„Ungfrú Cuttler. Síminn til yð-
ar. í klefa númer 2“.
Símaklefarnir voru aðeins þrir.
Þeim hafði verið komið fyrir til
bráðabirgða meðfram veggnum,
milli leikfimislánna og klifstang-
anna.
Hún lyfti heyrartólinu upp að
eyranu.
„Það er ég“.
Það var rödd Morrisons. Hann
nefndi ekki nafn sitt.
„Hvernig standa sakir?“ spurði
hann.
„Browman hefur þegar fengið
rúm 7000 atkvæði, svo að....
Hún leit sem snöggvast út um
gluggann á símaklefanum,
„svo að hann virðist tæplega
þurfa að óttast mig mjög mikið“.
„Það skiptir engu máli“.
„Hvaðan talarðu?"
Maðurinn í símanum hló: „Ég
er staddur inni í veitingastofu.
Ég var hræddur um að helzt til
margir myndu hlera, ef ég not-
aði línuna mína“.
Því er þá þannig farið, hugsaði
Helen með sér. Hinn mikii
Morrison þorði ekki að hringja
frá „Santa Maria“.
Aftur heyrðist rödd Morrisons
í símanum:
„Ég er nýbúinn að láta útbýta
milljónum flugrita á kjörstöðun-
um“.
„Ég hef ekki séð neitt af þeim“.
„Þú þarft þess heldur ekki. Við
höfum a. m. k. ónýtt árás and-
stæðinga okkar“.
Morrison, heill og lifandi,
hugsaði Helen með sér. Ég þarf
ekki að vita hvað hann gerir til
stuðnings minni eigin kosningu. .
Hún leit aftur út um klefa-
gluggann.
„Nú kemur mikilvægt kjör-
dæmi“.
„Ég bíð við símtólið". Það varð
stutt þögn. Svo sagði hann:
Elskarðu mig raunverulega?“
Aldrei fyrr hafði hann lagt
þessa spurningu fyrir hana.
,A-uðvitað elska ég þig“, svar-
aði hún hálf önug. Og strax á
eftir: „10,976 atkvæði með mér,
7212 atkvæði með Browman. Svo
virðist sem ég sé að vinna á“.
„Ég sagði þér að við myndum
sjá fyrir því. Ég hringi til þín
jafnskjótt og talningu atkvæða
er lokið“.
„Já, Richard", sagði hún og
hengdi heyrnartólið á krókinn.
Það var ekki fyrr en stundar-
korni síðar, sem það hvarflaði að
henni, að kannske hefði hún
ekki átt að nefna hann með for-
nafni. Kannske var líka hlustað
á símtölin hérna.
Stöðugt birtust nýjar og nýjar
tölur á töflunni. í salnum klapp-
aði hver maður. Lófatakið
glumdi alls staðar, svo að undir
tók í leikfimisalnum og klifstöng-
unum. Á töflunni blöstu við aug-
um manna úrslitatölur í einu
stærsta kjördæminu. Þau úrslit
bættu mjög aðstöðu Helenar
Cuttlers. Nú hafði hún skotið
málflutningsmanninum allmjög
aftur fyrir sig, með 10,000 at-
kvæða mun.
„Má ég ekki nú þegar kalla
yður ungfrú Cuttler, þingkonu
frá Kaliforníu?“ spurði einn af
fréttamönnunum, sem þyrpzt
höfðu umhverfis hana.
„Dag skal að kvöldi lofa“, svar-
aði Helen og brosti sama óþreyt-
anlega brosinu.
Ungur maður í fráhnepptum
frakka kom nú til þeirra. „Stór-
kostleg hugmynd, ungfrú Cuttl-
Skrifstofustúlka
vön vélritun, svo og enskri og íslenzkri hraðritun,
óskast til starfa hjá oss strax eða á næstunni eftir
samkomulagi. — Framtíðaratvinna.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu vorri í Ham-
arshúsinu, Tryggvagötu 2, 4. hæð í dag kl. 2—4 e.h.
og á morgun, laugardag kl. 1»—12 f.h.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma
OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR H.F.
1) „Það var sannarlega vel ml
sér vikið að fá Frank varðstjóra
Itl að sleppa Anda. Hvernig íórstu
al þvi, Súscana?" spyi Markús.
2) „Ég fékk hann ekki til þess.
Ég rændi lyklinum og sleppti
honum út, meðan varðstjórinn
svaf."
3) „Hvað ertu að segja. Ham-
ingjan góða, nú liggjum við í því“
segir Markús. „Hirtu ekkert um
það. Fyret ekuliun við komast að
allri sögunni um gullhringamann-
inn. Svo getum við farið að hafa
áhyggjur af hinu á eftir."
er“, hrópaði hann til hennar, yfir
höfuð hinna sem nær stóðu.
Hann rétti heilan búnka af
marglitum flugritum í áttina til
hennar.
„Þeim hefur verið útbýtt meðal
kjósenda á kjörstöðunum", sagði
annar fréttamaður.
Helen leit sem snöggvast á
bæklingana. Á annarri hverri
síðu þeirra var heilsíðumynd af
Helen. Hún virtist mjög ungleg
og mjög sakleysisleg. Þetta var
gömlu mynd. Ársgömul, jafnvel
eldri.
„Verið þér ekki að setja upp
neinn undrunarsvip, ungfrú
Cuttler“, sagði aldraður blaða-
maður. „Auðvitað var þessi
ágæta hugmynd framkvæmd eft-
ir skipun yðar sjálfrar".
Helen svaraði ekki. Hver
myndi trúa henni, ef hún segði
sannleikann — að hún hefði enga
skipun gefið, engu stjórnað? Hún
sat í vagninum, ekki við stýrið
.... Við stýrið sat Richard
Morrison.
Allt í einu tvístruðust blaða-
mennirnir og þutu sitt í hverja
áttina, eins og við töfraorð fjöl-
kunnugs manns. Símavörð-
urinn var að taka á móti úr-
slitatölunum úr mikilvægasta
kjördæminu. Það var demókrat-
ískt kjördæmi. Ef Helen Cuttler
fengi meirihluta atkvæðanna í
því kjördæmi, yrði henni sigur-
inn vís.
Helen settist.
Svo komu úrslitin: „Helen
Cuttler: 21,078 atkvæði, Paul
Bowman: 21,003 atkvæði".
Helen hafði sigrað keppinaut
sinn í demókratíska kjördæminu
með sjötíu og fimm atkvæða
mun.
Og svo — alveg samtímis —■
höfðu atkvæðateljendurnir reikn
að það út, að vart væri hugsan-
leg nokkur veruleg breyting á
hinum endanlegu kosningaúrslit-
um úr þessu.
Á næsta andartaki barst þrótt-
mikil rödd frá viðtækinu, sem
komið hafði verið fyrir í miðjum
salnum:
SHÍItvarpiö
Föstudagur 30. janúar.
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
18.30 Barnatími: Merkar uppfinn
ingar (Guðmundur M. Þorláks-
son kennari). 18.55 Framburðar-
kennsla í spænsku. 19.05 Þing-
fréttir. — Tónleikar. 20.30 Dag-
legt mál (Árni Böðvarsson kand.
mag.). 20.35 Kvöldvaka: a) Rík-
arður Jónsson myndhöggvari
flytur erindi: Austfirzk orð og
orðtök. b) Eiríkur Bjarnason
skrifstofustjóri flytúr annan þátt
um hrakninga á Eskifjarðar-
heiði eftir Bergþóru Pálsdóttur
frá Veturhúsum. c) íslenzk tón-
list: Lög eftir Sigvalda Kalda-
lóns (pl.). d) Valdimar Lárusson
leikari les kvæði eftir Vilhjálm
Ólafsson frá Hvammi í Lands-
sveit. e) Hallgrímur Jónasson
kennari flytur frásöguþátt: Nótt
á Bláfellshálsi. 22.20 Lög unga
fólksins (Haukur Hauksson).
23.15 Dagskrárlok.
Laugardagur 31. janúar.
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14.00 Laugar-
dagslögin. 16.30 Miðdegisfónninn.
17.15 Skákþáttur (Baldur Möller)
18.00 Tómstundarþáttur barna og
unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Út-
varpssaga barnanna: „í landinu,
þar sem enginn tími er til“ eftir
Yen Wen-ching; IX. (Pétur Sum-
arliðason kennari). 18.55 í kvöld-
rökkrinu; tónleikar af plötum.
20.20 Leikrit Þjóðleikhússins:
,,Faðirinn“ eftir August Strind-
berg, í þýðingu Lofts Guðmunds-
sonar. Leikstjóri: Lárus Pálsson.
Leikendur: Valur Gíslason, Guð-
björg Þorbjarnardóttir, Krist-
björg Kjeld, Arndís Björnsdóttir,
Jón Aðils, Haraldur Björnsson,
Erlingur Gíslason og Klemens
Jónsson. 22.30 Danslög. 24.00 Dag
skrárlok.