Morgunblaðið - 30.01.1959, Page 18
3
MORCl'NBLAÐIÐ
Föstudagur 30. janúar 1959
Meistaramót íslands i handknattleik:
Draumur handknattleiksmannanna
rœttist:
Birgir fyrirliði fer utan
með landsliðinu
770 k>átttakendur í ísl.móti
Flugfélag Islands gaf far til Oslóar
og ,,bauk-samskotin" greiða hitt
f.
Aldrei hafa verið fleiri þátttakendur
i meistaramóti ifDróttagreinar hér
STÆRSTA og umfangsmesta ís-
! landsmeistaramót, sem til þessa
jhefur verið haldið hefst í kvöld.
' Þetta er handknattleiksmeistara-
xnót íslands. Vettvangur mótsins
j verður Hálogaland og er leitt til
þess að vita, að sú greinin sem al-
mennasta sýnir þátttökuna í ís-
'landsmóti skuli búa við hvað lé-
'legust skilyrði allra íþróttagreina
sem landsmenn iðka.
| Mótinu sem hefst í kvlöd verð-
ur eigi lokið fyrr en 26. apríl, og
stendur því fast að þrjá mánuði.
Leikkvöldin verða 26 talsins og
'hvert kvöld fara fram 4 leikir að
ijafnaði, svo leikir mótsins verða
104.
| Tólf félög senda lið til keppni
|í mótinu. Eru það 7 félög í
iReykjavík, 2 í Hafnarfirði auk
iliða frá Akranesi, Keflavík og
'Mosfellssveit. Þátttakendur í mót
inu verða um 770 talsins.
Sem fyrr segir verða fyrstu
leikir mótsins í kvöld. Þá fara
fram þessir leikir:
2. fl. kvenna A-fl. A-riðill KR
— Þróttur; 2. fl. kvenna A-fl. B-
riðill Keflavík — Ármann; 3. fl.
karla A-fl. A-riðill ÍR — Kefla-
vík; M.fl. karla 2. deild Keflavík
— Akranes.
Á sunnudagskvöldið verður
annað leikkvöldið og fara þá
fram þessir leikir:
2. fl. kvenna A-fl. A-riðill Vík.
— Fram; 2. fl. kvenna A-fl. B-rið-
ill Valur — Fram; M.fl. karla 2.
deild Akranes — Þróttur; 3. fl.
karla A-fl. A-riðill Haukar —
F.H. 2. fl. karla A-fl. A-riðill ÍR
— Ármann.
Eins og sést af leikjaskránni
er hér aðeins um keppni A-flokka
félaganna að ræða. Keppni milli
B-flokka félaganna í einstökum
flokkum hefst eigi fyrr en síðar
og fer fram í öðru húsi.
Ekki er að efa, að mót þetta
verður fjölsótt og húsfyllir oftast,
enda er áhorfendarými af mjög
skornum skammti í bráðabirgða-
húsinu að Hálogalandi.
„— Já, góðan daginn“, sagði
rödd í símanum hjá einum stjórn
armanni Handknattleikssam-
bands Islands í gærmorgun.
„Þetta er hjá Flugfélagi íslands.
Það stendur yfir söfnun fyrir for
göngu handknattleiksmanna í því
skyni að hinn fingurbrotni fyrir-
liði landsliðsins komist utan
með félögum sínum, . . . eða er
það ekki?“
— Jú, var svarið.
— „Flugfélag íslands vill
gjarna leggja sitt af mörkum til
þess að sá draumur rætist, og við
bjóðum Birgi far frá Reykjavík
til Óslóar og þaðan heim aftur“.
Cuðmundur Císlason vann metmerki
ÍSÍ úr gulli öðru sinni
Stórsvigsinót
í Jósepsdal
AFMÆLISMÓT Glímufélagsins
Ármanns verður haldið í Jóseps-
dal sunnudaginn 1. febrúar. Er
mótið haldið í tilefni þess, að fé-
lagið átti 70 ára afmæli 15. des
sl., en það var stofnað 1888.
Keppt verður í stórsvigi í öll-
um flokkum karla, A.B. og C, svo
og drengjaflokki og kvenna-
flokki. Allir beztu skíðamenn
Reykjavíkur verða þátttakendur
í mótinu, þar á meðal Eysteinn
og Svanberg Þórðarsynir, Ólafur
Nílsson, Stefán Kristjánsson, Ás-
geir Eyjólfsson, Guðni Sigfússon,
Valdimar Örnólfsson, Úlfar 'Skær
ingsson og Marteinn Guðjónsson.
í kvennaflokki má nefna Mörtu
B. Guðmundsdóttur og Karólínu
Guðmundsdóttur.
Keppnin hefst kl. 11 á sunnu-
dag og verður þá keppt i kvenna-
flokki. drengjaflokki og C-flokki.
í A- og B-fl. hefst keppnin kl. 2
I Ef veður og færi verður gott
1 á sunnudaginn, má búast við
margmenni á skíðum í Jósepsdal.
Tvœr konur og Eyjólfur Jónsson hlufu
heiðursverðlaun
Rœtt um framtíðar-
heimili ÍBR og ÍSf
Á MIÐVIKUDAGINN 28. jan. —
voru 47 ár liðin frá stofnun
íþróttasambands íslands. í tilefni
þess bauð stjórn samtakanna
ýmsum forystumönnum íþrótt-
anna og fulltrúum sérsambanda
og fleiri.til kaffisamsætis. Stjórn
aði Ben. G. Waage því hófi og
minntist stofnunarinnar og starfs
ins nokkrum orðum. Megin-
áherzlu lagði Ben. G. Waage á
samheldni íþróttamanna og nauð
syn þess að taka höndum saman
til lausnar þeirra fjölmörgu verk
efna er íþróttamanna bíða og eins
lagði hann áherzlu á að þó skipt-
ar væru skoðanir um mál, þá
ættu menn eigi að deila svo hast-
arlega að íþróttunum væri skaði
að.
í lok máls síns afhenti hann
þeim Guðrúnu Nielsen og Sigríði
Valgeirsdóttur þjónustumerki
ÍSÍ. Þá viðurkenningu veitir
stjórn ÍSÍ þeim fyrir áralangt
starf í þágu fimleika og íþrótta
kvenna og fyrir ^törf í þágu ÍSÍ,
en þær sitja báðar í kvennaráði
ÍSÍ.
Þá afhenti forseti ÍSÍ Guð-
mundi Gíslasyni ÍR metmerki
samtakanna úr gulli. Það er veitt
þeim einum er setja 10 íslands-
met á einu ári. Er það í annað
sinn sem Guðmundur hlýtur
slíkt heiðursmerki og hefur eng-
inn íslendingur áður leikið það
að setja 10 met ár eftir ár. Guð-
mundur er þó aðeins 17 ára gam-
all, en fyrir löngu einn allra bezti
sundmaður sem ísland á.
Þá afhenti Waage Eyjólfi Jóns
syni silfurbikar. Var það per-
sónuleg gjöf Benedikts til Eyjólfs
sem þakklæti fyrir hin frábæru
þolsundsafrek sem Eyjófur hefur
unnið og alþjóð eru kunn. En
Benedikt er mikill aðdáandi
sunds, þó eigi geri hann upp á
milli íþrótta og á íþróttaferli sín-
um vann .Benedikt afrek á sviði
sunds m.a. var hann góður þol-
sundsmaður í sjó — hefur m.a.
synt frá Viðey til lands.
Margir tóku til máls í hófinu
og fluttu sambandinu árnaðarósk
ir og þakkir frá ýmsum sérsam-
böndum og félögum. Meðal
þeirra er töluðu var Gísli Hall-
dórsson formaður ÍBR. Hann
skýrði svo frá, að lokið væri
frumdrögum að sérstakri bygg-
ingu við hið mikla íþróttahús er
rísa skal á íþróttasvæðinu í Laug
ardal, en þetta sérstaka hús bygg
ir ÍBR fyrir eigin reikning og
skal það ætlað til skrifstofuhús-
næðis ÍBR. Sagði Gísli að ÍBR
Eitt af því sem mesta athygli vekur á húsgagnasýningu í Eearls Court í Lor.úon er járnbrautar-
vagninn, sem sést hér á myndinni. Hann var smíðaður 1869 og innréttaður fyrir Victoríu
drottningu. Þykir hann hinn mesti kjörgripur. Hér á myndinni sést þegar verið er að flytja vagn-
inn til sýningavsvæðisins.
Guðmundur Gíslason
vildi bjóða ÍSÍ til samstarfs um
byggingu þessa og ÍSÍ fengi þar
hæð fyrir skrifstofur sínar. Yrði
hús þetta þá miðstöð íþróttalífs
í landinu og höfuðborginni. Sagði
Gísli að stjórn ÍBR byði til
þessa samstarfs um bygginguna
í þakklætisskyni fyrir ánægju-
legt samstarf ÍBR og ÍSÍ.
— Þumlungar
Framh. af bls. 12.
skynsamlegast og skal tomman
nú héðan í frá vera alls staðar
2,54 cm. Hefði þó verið miklu
skynsamlegra að tomma yrði ná-
kvæmlega 2,5 cm, en svo langt
þorðu sérfræðingarnir ekki að
ganga.
Alveg sami ruglingurinn hefur
verið í pundinu. Bandaríska pund
ið hefur verið 0,4535924277 kg,
brezka pundið hefur verið
0,453592338 kg og kanadíska
pundið hefur verið 0,45359237 kg.
Urðu sérfræðingarnir nú sam-
mála um að kanadíska pundið
skyldi gilda.
Mestur hefur munurinn verið
í galloninu. Bandaríska gallonið
er ákveðið 231 rúmtomma, en
brezka gallonið er ákveðið rúm-
mál, það sem 10 pund af vatni
tekur við visst hitastig. Hefur
brezka gallonið verið fimmtungi
meira en það bandaríska. Lýstu
sérfræðingarnir því yfir að lokn-
um fundi, að þarna hefði munur-
inn verið svo mikill, að ómögu-
legt hafi verið að ná samkomu-
lagi um eina stærð.
★ HONG KONG, 28. jan. —
Varaforsætisráðherra Peking-
stjórnarinnar hélt í dag veizlu
fyrir Otto Grotewohl forsætisráð
herra Austur-Þýzkalands og aðra
fulltrúa sendinefndarinnar, sem
átt hefur viðræður við kínverska
leiktoga í Peking.
Þannig var samtalið í stórum
dráttum og þar með var hinum
sérkennilegu „bauk-samskotum“
til farar Birgis fyrirliða lokið.
Axel Sigurðsson í Vesturveri og
Axel Einarsson ritari HSÍ komu
með baukinn sem verið hafði í
Vesturveri, til íþróttasíðunnar og
talning fór fram. Upp úr baukn-
um komu 1348 krónur. í bauk
sem var í bókaverzlun Olivers
Steins í Hafnarfirði reyndust
vera um hálft sjöunda hundrað
króna — eða samtals um 2000
krónur.
Það voru handknattleiksmenn
sem efndu til þessara samskota í
baukunum. Þeim fannst svo mik-
ill missir að Birgi úr liðinu, að
nokkuð yrði úr bætt af hann kæm
ist með til skrafs og ráðagerða um
hina erfiðu leiki. Þeir vissu sem
var að fáir eða enginn var betur
undir ferð þessa búinn en hann,
og fáir eða enginn býr yfir þeirri
reynslu sem hann getur miðlað
liðinu.
Og strax streymdu peningarnir
í sjóðinn. Menn lögðu 50 til
hundrað krónur í baukana og
ýmsir minna, en góðar voru undir
tektirnar og sýnt var að málinu
yrði borgið þegar útborgunin um
mánaðamótin kæmi í vasa hand-
knattleiksunnenda. Rausnarleg-
ast gaf Ólafur Thors form. Sjálf-
stæðisflokksins í sjóðinn. Hann
gerði sér ferð í Vesturver, spurði
um baukinn og stakk í hann 500
króna seðli.
Og svo kom boð Flugfélagsins
— sem batt endi á „bauk-söfn-
unina“. Að ferðinni til Osló feng-
inni, þarf aðeins að kaupa far-
seðla til Hafnar og Gautaborgar
og til þeirra er nægilegt fé fyrir
hendi úr bauknum.
Íþróttasíðan hitti Birgi í gær.
Hann Ijómaði af gleði og var
fullur þakklætis til þeirra sem
lagt höfðu fé til farar hans —
einkum og sér í lagi Flugfélags-
ins.
Á æfingu landsliðsins í fyrra-
kvöld var Birgir mættur að
venju, en með höndina í gips-
umbúðum. Hann var leiður yfir
að geta ekki tekið virkari þátt í
undirbúningi fararinnar en að
mæta og vera með strákunum —
en hann hefur verið á hverri
æfingu þrátt fyrir meiðslin. Birg-
ir hefur nýlokið námi við Vél-
skólann, og gat ekki með þeim
stutta fyrirvara sem var
frá því slysið varð, lagt fram
ferðakostnað úr eigin vasa og
Handknattleikssambandið hafði
heldur eigi ráð á að taka hann
með slasaðan. Förin verður því
ánægjuleg gjöf til Birgis — og
sennilega ekki síður til landsliðs-
ins í heild. Sagan um „bauk- söfn
unina“ sýnir landsliðinu að al-
menningur stendur með því og
vill að allir fari ánægðir og
keppnisglaðir til hinna erfiðu
leikja.
Treg síldveiði
í Noregi
ÁLESUND, 29. jan. NTB. — Síld-
veiðar Norðmanna ganga enn treg
lega, og um þrjúleytið í dag
höfðu aðeins borizt um 100.000
hektólítrar.
★ LONDON, 28. jan. — Rúm-
lega 11 milljónir berzkra verka-
manna fengu kauphækkun á síð-
asta ári, en tala verkamannanna
og magn kauphækkunarinnar
var lægra en þrjú undanfarin ár.
samkvæmt upplýsingum atvinnu
málaráðuneytisins.