Morgunblaðið - 30.01.1959, Page 20

Morgunblaðið - 30.01.1959, Page 20
VEÐRIÐ Vaxandi suðaustanátt. Hvassviffri og rigning meff kvöldinu. 24. tbl. — Föstudagur 30. janúar 1959 Útvarpsumrœðurnar I Ræffa Jóhanns Hafstein á bls. 11 og 12. ______________________i Hin veglega viðbótarbygging viff Landakotsspítala og gamli spítalinn, sem gegnt hefur einu mikilvægasta hlutverki í sögu Reykjavíkur í áratugi og er nú einn helzti spítaíinn fyrir langlegusjúklinga. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) St. Jósepssystur hafa ekkert lán fengið hér til stækkunar spítalans Við réðumst í viðbótarbyggÍQguua til að geta rýmt gamla spítalann vegna eld- hættu, segir príórinnan Stjórn SÍS staðfestir að hafa veitt launahœkkun í des. 1956 á meðan kaupfestingarlögin voru í gildi Viu erum að byggja þessa við- bótarbyggingu við spítalann til þess eins að geta með öllu rýmt gamla spítalann og gamla spítal- ann rýmum við aðeins af einni ástæðu, en hún er sú, að þar er eldhætta. Slík hætta samrýmist ekki þeim kröfum, sem gerðar eru í dag til sjúkrahúsa. Af þess- um augljósu ástæðum var það að við réðumst i það að byggja við- bótarbygginguna, sem koma á í stað gamla spítalans okkar, sem mun hafa verið annað almenna sjúkrahúsið, sem reist var hér í Reykjavík, um síðustu aldamót. Eitthvað á þessa leið fórust systur Flaviönu príórinnu St. Jósepsspítala orð í stuttu samtali við Mbl. í gær. Systir Flaviana sagði að á þessu stigi væri ógjörningur um það að segja hvenær hægt yrði að ljúka við smíði viðbótarbygg- ingarinnar og taka hana í notkun. Við höfum átt við mikla erfið- leika að etja. Við væntum þess að þegar byggingunni verður lokið, muni í spítalanum verða sjúkrarúm fyr- ir 150—160 sjúklinga, en það er gvipuð tala og nú. Við höfðum ætlað okkur, úr því ráðizt var í svo fjárfrekar framkvæmdir, að byggja eina álmu til viðbótar. En ÞÁ ER genginn í undirrétti, sakadómi Reykjavíkur, dómur í svonefndu „Blöndalsmáli", máli því er ákæruvaldið höfðaði á sín- um tíma gegn Gunnari Hall, er veitti forstöðu verzluninni Ragn- ar Blöndal h.f. í Austurstræti, þar sem búð SÍS er nú. Segja má að dómurinn yfir Gunnari Hall sé einn anginn af hinu umfangsmikla „Blöndals- máli“. Eru þegar gegnir dómar í nokkrum okurmálum, sem voru í sambandi við lántökur Gunnars fjárhagur leyfði það ekki. En þeg ar þær systur koma til starfa, sem taka munu við af okkur, þá er sá stækkunarmöguleiki fyrir hendi. Hefir þessi spítalabygging not- ið opinbers stuðnings? Nei, hér á landi hefur okkur ekki tekizt að fá nein lán þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Úr því minnzt er á þetta atriði, þá er ekki úr vegi að segja frá því, um leið, að okkur hefur verið synjað um nauðsynleg leyfi fyrir rönt- gendeild spítalans til þess að end- urnýja röntgentækin. Þau eru frá árinu 1935 og eru nú með öllu úr sér gengin. Okkur hafa staðið til boða leyfi til röntgentækjakaupa frá A-Þýzkalandi. En við teljum okkur ekki fært að kaupa svo dýr tæki frá verksmiðjum, sem við þekkjum lítt eða ekkert til varð- andi gæði og endingu tækjanna, sagði systir Flaviana. — Nei, ég get því miður ekki sagt yður hvenær við getum tek- ið nýju viðbygginguna til afnota. En hrædd er ég um, að ef okkur tekst ekki að ná meiri hraða í framkvæmdirnar, en þær hljóta að byggjast á því að nægir pen- ingar séu fyrirliggjandi, þá geti svo farið, að enn líði a.m.k. 3 ár þar til við getum flutt sjúkling- Hall fyrir Ragnar Blöndal h.f. Gunnar Hall var fyrst og fremst ákærður fyrir fjárdrátt, og I öðru lagi fyrir óreiðu í bók- haldi fyrirtækisins. 1 sakadómi urðu úrslit málsins þau, að Gunnar Hall var sýkn- aður af aðalákærunni, fjárdrætt- inum, en dæmdur vegna síðara ákæruatriðisins, fyrir óreiðu í bókhaldi. — Fyrir það var hann dæmdur í 6 mánaða varðhald skilorðsbundið. Honum var gert að greiða sakarkostnaðinn. ana úr gamla spítalanum í hinar sólbjörtu sjúkrastofur í nýja spítalanum. Gamla spítalann, sem er mjög vel byggt og ófúið hús, munum við helzt vilja selja, þannig að nota mætti húsið til þarflegrar starfsemi t.d. hótelreksturs ein- hvers staðar úti á landi, sagði systir Flaviana að lokum. FUNDUR var settur í neðri deild Alþingis kl. 1,30 miðdegis í gær. Fyrst á dagskránni var atkvæða- greiðsla um niðurfærslufrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem þriðja um ræða hafði farið fram um í útvarpið kvöldið áður svo sem alþjóð mun kunnugt. Fyrst var borin undir atkvæði svohljóðandi breytingartillaga frá Hannibal Valdimarssyni og Karli Guðjónssyni: Við 1. gr. 1. málsgrein bætist: Ennfremur skal greiða verð- lagsuppbót skv. vísitölu 185 á allt grunnkaup kvenna samkvæmt samningum stéttarfélaga, þar til fullum jöfnuði er náð við kaup karla, er vinna hliðstæð störf. Var haft nafnakall um tillög- una og hún felld með 21 atkv. gegn 5 atkv. kommúnista. Sjö þingmenn greiddu ekki atkv., en tveir voru fjarstaddir. Ragnhildur Helgadóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu á þessa leið: Þar sem ég tel að þessi breyt ingartillaga við það lækkunar- frumvarp sem hér liggur fyrir sé ekki rétta leiðin til að jafna launamismun karla og kvenna, þá segi ég nei. 19:5 Þá fór fram atkvæðagreiðsla um frumvarpið sjálft og var við- haft nafnakall. Var frumvarpið samþykkt með 19 atkv. Sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokksins gegn fimm atkv. kommúnista. Tíu greiddu ekki atkvæði, Fram- BLAÐINU barzt í gær eftirfar- andi athugasemd frá Sambandi ísl. samvinnufélaga: „í ræðum á Alþingi svo og í blaðaskrifum hefur því verið haldið fram að undanförnu hvað eftir annað, að Samband ísl. sam- vinnufélaga hafi gengið á undan og gefið fordæmi með 8% launa- hækkun skrifstofu- og verzlunar- fólks á árinu 1956. Þessi fullyrð- ing getur ekki byggzt á neinu öðru en ókunnugleika um launa- hækkanir hinna ýmsu starfshópa á árunum 1955 og 1956 og gang launamála yfirleitt þau misseri. Þessi misskilningur hefur áður verið leiðréttur, en vegna síend- urtekinna ummæla um þetta at- riði þykir rétt að benda á nokkr- ar staðreyndir, sem sanna, að Sambandið gekk ekki á undan og gaf ekki fordæmi með umræddri launahækkun, heldur þvert á móti fylgdi í kjölfar annarra starfshópa: 1) Verzlunarmannafélag Reykja- víkur fékk launahækkun fyr- ir meðlimi sína 1. apríl 1955 og nam hún allt að 15% á hæstu flokkunum. 2) Starfsmenn hins opinbera fengu 9—10% launahækkun 1. janúar 1956 með nýjum launa- lögum. 3) Bankastarfsfólk fékk ríflega launhækkun, sem reiknaðist frá og með janúar 1956, en ákvörðunin um launahækkun- sóknarmenn, og einn var fjarver- andi. Eysteinn Jóasson gerði grein fyrir atkvæði sínu á þessa leið: Þar sem ég tel heildarstefnu nú- verandi stjórnarflokka þannig, að ég vil enga ábyrgð á henni bera, þá get ég ekki greitt atkvæði með frumvarpinu. Þar sem meginefni frumvarps- ins er hins vegar að færa til baka þær hækkanir, sem urðu á sl. sumri, þá vil ég ekki bregða fæti fyrir það. Þessi er afstaða okkar Framsóknarmanna í hátt- virtri deild. Yfirlýsing Eysteins Til viðbótar við þessa yfirlýs- ingu Eysteins Jónssonar um af- stöðu Framsóknarm. í n.d. til nið- urfærslufrumvarpsins þykir rétt að birta hér svohljóðandi yfirlýs- ingu, sem birtist í Tímanum í gær í frásögn af ræðu Eysteins Jónsson í útvarpi í fyrrakvöld: „Framsóknarflokkurinn mun enga ábyrgð taka á ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn mun á hinn bóginn ekki, þar sem hann hefur ekki tök á að koma fram heildarráðstöfunum, sem hann hefur trú á, beita þingstyrk sínum til þess að fella þá þætti í tillögum ríkisstjórnarinnar, sem að hans dómi mega teljast til- raun til að halda í rétta átt eða eru óhjákvæmilegir til þess að framleiðslan haldist gangandi og jafnvel þótt einhverja galla megi á þeim finna". ina mun hafa verið tekin um mitt árið 1956. Bæjarstjórn Reykjavíkur sam þykkti í júní 1956 launahækk- un fyrir starfsfólk bæjarins. Hækkun reiknaðist á öll laun ársins 1956 (jan.—júní einnig) og mun hafa numið um 8%. 5) Vegna framangreindra launa- hækkana skrifstofu- og verzl- unarfólks sá stjórn SÍS sér ekki annað fært í desember 1956 en að heimila 8% launa- hækkun, sem skyldi reiknast fyrir allt árið 1956. Engin hækkun átti sér þó stað í hæstu launaflokkunum. Þetta sýnir, að hliðstæðir starfs hópar höfðu fengið laun sín hækk uð, áður en starfsfólk Sambands- ins fékk sína hækkun. Þeir, sem halda því fram, að einhverjir hafi riðið á vaðið í þessum efn- um, ættu að líta til annarra en Sambandsins. Breyting á launaskrá Sambands ins hafði verið í athugun fyrr á árinu 1956 vegna þeirra breytinga á launum, sem aðrir starfshópar höfðu fengið og hafði starfsfólki verið gefið til kynna, að laun þess myndu breytast í samræmi við hliðstæða starfshópa. Þess vegna var m.a. ákveðið, að 8% launa- hæ/kkunin skyldi gilda frá 1. janúar 1956 en einmitt þann dag gengu í gildi ný launalög ríkis- starfsmanna, sem fólu í sér 9-10% launahækkun. Það ætti að vera óþarft að leiða frekari rök að því, að breyting á launum starfsmanna Sambancls ins 1956 var eðlileg og sjálfsögð, miðað við þá þróun, sem orðin var, og aðstæður allar. Athugasemd Mbl. Meff þessu er staðfest þaff, sem oft hefir veriff sagt, aff S.Í.S. hafi veitt kauphækkun á meffan kaup- festingarlögin voru í gildi síffari hluta árs 1956. Meff því var skap- aff þaff fordæmi, sem gerffi erfitt aff standa á móti öllum öðrum kauphækkunum. — Sú afsökun S.Í.S. aff hér hafi einungis um samræmingu veriff aff ræffa er einskis verð, því hún er borin fram við allar kauphækkanir. Blanda hljóp á Langadalsveginn NAUÐSYNLEGT reyndist að loka veginum um Langadal í gær vegna þess að Blanda, sem sífl- aðist vegna ísmyndunar, og flæddi því yfir bakka sína, færði veginn í dalnum í kaf á um 1 km löngu svæði. Flóð sem þetta eru afar sjald- gæf, sagði Steingrímur Davíðs- son vegaverkstjóri í gær. Flóðið var að réna í gærkvöldi og var ekki búizt við að það hefði or- sakað verulegar skemmdir á veg inum, og hann myndi fær bílum í dag. Janúarlömb á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 29. jan. — Hinn 20. janúar sl. bar það til hér, sem sjaldan gerist á þessum árs- tíma, að ær bar tveimur lömbum. Voru það hrútlömb. — Lifðu þau bæði og eru hin sprækustu. — Eigandi kindarinnar er Jón G. Jónsson, fyrrum bóndi að Tungu í Stíflu í Skagafirði. — Fréttaritari. Dómur í svonefndu Blöndalsmáli í undirrétti Niðurfærslufrumvarpið til efri deildar Framsóknaimenn hlutlausir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.