Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. febrúar 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Ú r verinu --Eftir Einar Signrðsson- Togararnir Á heimamiðum hefur verið um hleypingasöm tíð og oft hvasst, en þó furðu lítil frátök hjá togurun- um. Skipin hafa haldið sig til og frá úti fyrir Vestfjörðum eins og áður, og hefur afli verið tregur á þessum slóðum. Flestir, sem á meimamiðum eru, veiða með það fyrir augum að sigla með aflann, og er það mest sprak, karfi og steinbítur, sem fæst. Enn hefur ekki orðið vart við göngufisk, en oft hefur verið kominn góður afli á þessum slóðum um þetta leyti og það fyrr. Á Nýfundnalandsmiðum er sama mokfiskið. Skipin fylla sig á 2—2% sólarhring, enda þótt afli fáist aðeins meðan bjart er. Eru togararnir 13 sólarhringa úr höfn og í höfn, eins og þeir voru fljótastir í sumar. Veður hefur ekki háð skipunum neitt að ráði. Af Reykjavíkurskipunum eru nú 5 á heimamiðum: Ingólfur Arnarson, Hallveig Fróðadóttir, Jón forseti, Skúli Magnússon og Egill Skallagrímsson. Hin eru öll á Nýfundnalandsmiðum. Fisklandanir í sl. viku: Geir .......... 197 t. 12 dagar Þork. máni .... 384 - 16 — Hvalfell....... 280 - 13 — Pétur Halld....341 - 13 — Þorst. Ingólfss. .. 304 - 13 — Marz ...... um 330 - 13 — Reykjavík Síðustu viku var sífelldur snún ingur úr landsynningi í útsynn- ing og oftast hvasst. Hafa því bát- arnir, sem koma daglega að landi, lítið getað róið vegna hins óstillta tíðarfars. Þá sjaldan, að á sjó hefur verið farið, hefur afli verið sáratregur. Sömu sögu er að segja af úti- legúbátunum. Þeir hafa lítið get- að aðhafzt og hafa verið að koma inn með lítinn afla. Aflahæstu bátarnir: Helga ........... 150 t. sl. Guðm. Þórðars. .. 120 - - Hafþór .......... 110 - - Af bátum, sem koma daglega að landi, er Svanurinn hæstur með 90 lestir ósl. Keflavík Tíðin hefur verið mjög um- hleypingasöm þessa viku og að- eins róið einn dag almennt, þriðjudaginn. Var aflinn þá 5—7 lestir. í fyrradag voru 9 bátar á sjó i slæmu sjóveðri. Fóru flestir af stað á tímanum, en allir sneru aftur nema þessir 9. Aflinn var lélegur, 3—5 lestir á skip og eins og áður þorskur og ýsa til helm- inga. Emma, við 16 lesta bátur, er byrjaður með þorskanet. Vitjaði hún um í fyrradag og fékk 3 lestir í 3 trossur eftir 3 nætur. Var hún með netin skammt und- an Stafnesi. Akranes Vegna stöðugrar ótíðar var að- eins róið einn dag vikunnar, þriðjudaginn. Var aflinn þá að meðaltali 5 lestir á bát. Á mið- vikudag réri þó einn bátur og fékk 2 lestir. í síðasta róðri var fiskurinn vænni en áður, og telja sjómenn það spá góðu. Þeir eru líka að vona, að sunnanáttin og hafrótið hafi góð áhrif og fisk- urinn fari að skríða nær. Aflahæstu bátarnir: Sigurvon......... 107 t. ósl. Sigrún .......... 106 - — Höfrungur ....... 104 - — Ól. Magnúss......103 - — Enginn af þeim 12 bátum, sem eru byrjaðir, eru með afla undir 70 lestum. Reknetjabátarnir kom- ust ekki út í vikunni. Togararnir veiða fyrir Þýzkalandsmarkað. Vestmannaeyjar. Mjög lítið var róið í vikunni vegna storms, oftast útsynnings, og brims. Þeir fáu bátar, sem á sjó fóru, fengu lítinn afla, einna glaðast var hjá þeim, sem sóttu austur í Meðallandsbugt. Þannig fékk Víðir SU þar í fyrradag 12 lestir á 60 stampa, mest ýsu. Allflestir bátarnir, sem ekki eru enn byrjaðir, bíða eftir Fær- eyingum. Var von á um 130 þeirra í gær með Heklunni beint frá Færeyjum. Aflahæstu bátarnir: Stígandi .......... 92 t. ósl. Björg SU .......... 91 - — Snæfugl SU........ 86 - — Kári .............. 80 - — Bergur VE ......... 73 - — Gullborg .......... 72 - — Víðir SU .......... 71 - — Nýr bátur bættist í flotann sl. föstudag. Er hann við 70 lestir með June Munktel-dieselvél, smíðaður í Svíþjóð. Báturinn er sérstaklega vel búinn öllum sigl- inga- og fiskileitartækjum. Eig- andi er Helgi Benediktsson, út- gerðarmaður. Verstöð, sem kveður að Á meðan síldveiðifloti Norð- manna hefur verið að færa sig suður á bóginn til þess að hremma síldina, hefur annar og að tölunni til miklu stærri floti verið að undirbúa sínar veiðar, þ.e. Lofótflotinn, og er þá átt við stórt veiðisvæði, sem kennt er við aðalverstöðina. Eru þetta milli 3000 og 4000 stórir og litlir bátar. Þarna í eru wijög margir litlir handfærabátar. Til samanburðar má geta þess, að vélbátafloti ís- lendinga er við 600 talsins. Það er gert ráð fyrir, að þessar veið- ar stundi við 17 þúsundir manna. Ef hver maður hefði sem svarar 5 manna fjölskyldu á framfæri sínu, svaraði það til, að helm- ingurinn af fslendingum hefði framfæri sitt beint af þessum veiðum. Með skriffinnskunni á íslandi mætti sjálfsagt telja, að allir íslendingar hefðu beint og óbeint framfæri af veiðum þess- um, ef þetta ætti sér stað á ís- landi. Hver verður fyrstur? Enn renna menn huganum aft- ur til þess tíma, er Hvalfjörður- inn var fullur af síld og skipin jusu henni þar gegndarlaust upp. Sjálfsagt er alveg eins ástatt með síldina hér fyrir Suð-Vesturland- inu. Þar eru fleiri faðma hnaus- þykkar torfur af síld, þannig að ekkert veiðarfæri er enn fundið, sem heldur henni. Togbátar (2) með flottroll hafa reynt, og þótt það væri úr næloni, hefur það ekkert haldið. Togari hefur reynt og sprengt allt í sundur, enda þótt hans varpa væri líka úr næloni. Vélbátar hafa reynt með snyrpunót úr nælon. Sama sagan allt hefur tætzt í sundur. Síldin er þarna þéttari en nokk urs staðar. En er það þá svo, að maðurinn hafi gefizt upp við að gera hæfilega stór og nógu sterk veiðarfæri til að halda henni. Það er ótrúlegt, eins og íslendingar hafa leyst margan vanda. Þarna er mesta gullnáma Islendinga, eins og hvað eftir annað hefur verið bent á í þessum pistlum, ef tekin er upp önnur veiðitækni en reknetin. Er það of mikil bjartsýni að trúa, að þetta takist fyrr en varir og spyrja aðeins: Hver verður fyrstur? Sjó- og útgerðarmaðurinn Margur furðar sig á, að á fund um útgerðarmanna skuli oft koma fyrst fram kröfur um, að betur sé búið að sjómönnum yfir- leitt en gert er, ekki aðeins hvað kaupgjald eða fiskverð snertir, heldur og ýmsar félagslegar bæt- ur, svo sem lífeyrissjóð. Einnig að þeir fái erlendan gjaldeyri til jafns við far- og flugmenn. Enn- fremur að þeir séu undanþegnir sköttum og útsvari. Stéttarfélög sjómannanna hafa svo oft siglt í kjölfarið með þessar kröfur. Höfuðástæðan fyrir þessu öfug- streymi, sem mörgum gæti virzt, er sú, að sjávarútvegurinn er ekki samkeppnisfær við aðrar at- vinnugreinar, þrátt fyrir allt tal um óhagstæð hlutaskipti, kaup- tryggingu og hátt fiskverð. Þetta á líka að nokkru við um fisk- verkunina, þótt ástandið sé þar ekki eins slæmt. Fólkið vill held- ur léttan iðnað en sjómennsku og fiskverkun. Vosbúðin og fjarver- an frá heimilinu hefur mikið að segja. Það er svo komið, að störf í þágu sjávarútvegsins bæði á sjó og í landi eru orðin vara- skeifa. Og hvað á útgerðarmað- ur að gera við bát, ef hann get- ur ekki mannað hann. Og hvaða gagn er í frystihúsi, ef ekki fæst fólk til að vinna í því? íslendingar eða útlendingar Sú hugmynd er alltaf að skjóta upp kollinum, að íslendingum beri að leyfa útlendingum og er- Iendu fjármagni aðgang að auð- lindum landsins. f því sambandi er nefnd virkjun vatnsfalla og gufu, þungt vatn, alúmíníum o. s.frv. Hver ætti að vera tilgangur- inn? Eina skynsamlega ástæðan með slíku væri sú, ef bæta mætti lífsafkomu þjóðarinnar. Er trú- legt að náð yrði lengra í þeim efnum en með því t.d. að efla sjáv arútveginn, fiskveiðar og fisk- iðnað. Með þessu er þó ekki ver- ið að segja, að ekki sé eðlilegt að hagnýta vatns- og gufuaflið eins og frekast verður við komið og getan leyfir. Það er ekkert atvinnuleysi á íslandi, þvert á móti, flytja verð- ur inn vinnuafl. Þ.e. framleiðslu- tæki þjóðarinnar eða framleiðslu getan er meiri en ráðið verður við. Það er ekki sama og að hætta eigi við að auka og endurnýja flotann. Ný skip, stærri og full komnari auka aflamagnið, og er enginn vafi á, að slík þróun er hagkvæm fyrir þjóðina. Tökum öfgafullt dæmi: að hér væru ein- íslenzku varðskipin eiga erfitt verk fyrir höndum. Sr. Öskar J. Þorláksson: Bók bókanna i. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. (Sálm. 119.105) Hin mikla bóka- og blaðaút- gáfa er eitt af einkennum vorra tíma. Það má segja, að þar séum vér íslendingar framarlega í flokki, ef ekki fremstir allra, mið að við fólksfjölda. Margar af þeim bókum, sem út eru gefnar hafa mikið menningargildi fyrir fleiri eða færri kynslóðir, en aðr- ar eru lítið annað en dægurflug- ur, sem fæðast og deyja. Ein bók gnæfir hátt yfir allar aðrar bækur en það er Biblían, bók bókanna. Hún er bók kynslóðanna, út- breiddasta bók veraldarinnar, bókin, sem selst bezt, bókin sem mest er lesin1 urfl" víða veröld. í mörgum löndum eru félög, sem aðeins gefa út þessa einu bók, oft á mörgum tungumálum, og senda hana til þeirra landa, sem ekki geta sjálf annazt þetta verk. Það var mikið trúarlegt og bók- menntalegt afrek, þegar Guð- brandur Þorláksson, Hólabiskup, göngu trillur og smábátar eins og mest er af við Lofóten. Það væri ekki beysin lífsafkoma með slíkum flota. Alveg eins væri frystihús, þar sem fiskurinn væri borinn á maganum eins og var, þveginn með handaflinu og að sjálfsögðu flakaður í höndunum. Stærri og fullkomnari skip og veiðitæki og meiri og meiri vél- tækni í fiskverkuninni hlýtur að vera fyrsta boðorðið í fram- leiðsluáformum þjóðarinnar. Væri þá ætlunin að flytja inn fólk til þess að sinna hinum nýju framkvæmdum, sem fyrr eru nefndar, eða ætti að stöðva þró- un eðlilegra atvinnuvega þjóð- arinnar? Það er sjálfsagt ekkert athugavert við að flytja hæfilega inn fólk, en þó má það aldrei vera meira en svo, að þjóðerni og sjálfstæði sé ekki haetta búin. En hvort sem hér yrði um vinnuafl innflytjenda eða landsmanna sjálfra að ræða, er þá líklegt, að slíkur iðnaður, sem væri eign út- lendinga, gæti greitt betri laun en íslenzk framleiðsla, sem fyrir er. f sambandi við lífsafkomuna er rétt að taka það fram, að fáar eða engar þjóðir í Evrópu munu búa við betri lífskjör en íslend- ingar. Það er svo önnur hlið á þessu máli, sem ekki er síður athyglis- verð. Myndi slíkt erlent fjár- magn ekki fá forréttindi fram yf- ir innlent, t.d. í sambandi við skatta og gjaldeyri. Er trúlegt, að útlendingar legðu sig nokkurn- tíma undir fallöxi íslenzkra skattalaga. Ætli þeir vildu ekki tryggja fyrirfram, að ekki væri hægt að taka árlega helminginn af tekjum þeirra og það upp í .100% í skatt og útsvar og V\ hlut- ann af eignum þeirra »»eð fárra ára millibili í stóreignaskatt. Ætli þeir vildu ekki tryggja frjáls yfirráð yfir gjaldeyrinum, en að þeir þyrftu ekki að sæta innlausn á honum fyrir % þess verðs, sem kostað hefur að afla hans. Og af hverju ætti að vera að hlaða undir útlendinga með alls konar fríðindum, á meðan verið er að drekkja frjálsum atvinnu- rekstri í mismunun á sköttum og gjaldeyrishöftum. Væri ekki held ur nær að byrja á að losa um fjötrana á íslendingum sjálfum og sjá þá, hvað þeir geta komizt langt í að búa þjóð sinni betri lífskjör. Þar er allt að vinna, en engu að tapa, því að óneitanlega er nokkur hætta fólgin í erlend- um atvinnurekstri fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Það þarf enginn að halda, að hér sé ekki nóg af mönnum með hyggindi, hugkvæmni og þor til þess að gera stóra hluti, aðeins ef þeim er ekki haldið niðri. gaf út hina fyrstu íslenzku Biblíu árið 1584. Það er víst, að lestur Heilagrar Ritningar, veitti þjóðinni mikinn andlegan styrk á mestu erfiðleika tímum hennar. Margir kannast við það, hvernig orð Ritningar- innar voru Jóni Vídalín sverð andans, hvernig hann stúddur af sannindum hennar, hélt uppi merki réttlætis, trúarlegrar og siðferðilegrar ábyrgðar með þjóð inni. Þá var boðskapur Biblíunn- ar rauði þráðurinn í sálmum Hallgríms Péturssonar, sem flestu öðru fremur hefur örvað og glætt trúrækni þjóðar vorrar til þessa dags. II. En hvert er svo gildi Biblíunn- ar fyrir oss nútímamenn? Hún hefur að geyma opinberun hinna eilífu sanninda um Guðs vilja, tilgang lífsins og takmark. Þar er oss sýnt, hvernig Guð talar til kynslóðanna, og hvernig hann opinberar sig í mannlegu lifi, störfum og þjónustu þeirra, sem hann hefur gefið ríkulega af anda sínum. í Biblíunni er brugðið upp myndum af hinum ólíkustu mönn um vondum og góðum', en alls staðar kemur það fram, að Guð sé herra lífsins, og vilji hans æðsta takmark tilverunnar. Há- marki sínu nær hin guðlega opin- berun með fagnaðarerindi Jesú Krists. Biblían er sú bók, sem fræði- menn hafa rannsakað mest allra bóka, einkum síðari ár. Menn hafa ekki alltaf verið sammála um það, hvernig skilja beri orð og ummæli hinna einstöku rita, eða líkingamál Biblíunnar, menn hafa deilt um hana, oft harka- lega, en þó hafa allir viljað finna orðum sínum stað í Heilagri Ritn- ingu. Biblíurannsóknir síðari ára hafa hjálpað mönnum til þess að skilja betur sannindi hennar og gert þeim fært að greina á milli aðalatriða og aukaatriða, á sviði trúarlífsins. Gildi Biblíunnar fellst ekki i því að vera skrautleg bók, í fal- legu bandi, geymd uppi í hillu. Vér eigum fyrst og fremst að lesa hana, hugleiða vísdóm henn- ar og sannindi og láta þau bera ávexti í trúarlegu og siðferðilegu lífi. Margir af mestu mönnum heimsins hafa lesið Biblíuna, að staðaldri, sér til sálubóta, og það getur hver maður gert, sem hef- ur Biblíu við höndina. Það er auðvitað margt í þessari bók, sem vér skiljum ekki, eða getur jafn- vel orðið oss til ásteytingar, en þar er þó miklu fleira, sem er auðskilið og hefur sín blessunar- ríku áhrif á trúarlíf vort og vilja- stefnu. Það eru ekki mörg svið mannlegs lífs og mannlegs per- sónuleika, sem ekki koma eitt- hvað við sögu í Heilagri Ritningu og ef oss liggur eitthvað á hjarta í gleði eða sorg, hefur Guðs orð alltaf einhvern boðskap að flytja oss. ill. í dag er Biblíudagur íslenzku kirkjunnar. Við guðsþjónustur í kirkjum landsins, verður talað um Biblíuna og mönnum gefinn kostur á því að styrkja Hið ís- lenzka Biblíufélag og starfsemi þess. Nú hefur Biblíu útgáfan verið flutt heim frá Bretlandi, og vandað Nýja-testamenti með myndum verið gefið út á kostnað félagsins. Unnið er að því að gefa út Biblíuna í fjölbreyttum útgáf- um við allra hæfi. Þá er það eitt af verkefnum félagsins að hvetja menn til þess að lesa þessa bók, sem ein verð- skuldar það að vera kölluð bók bókanna. Þess skulum vér að lokum minnast: „Að sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það. (Lúk: 11.28) Ó. J. I*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.