Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 24
VEDRID Sunnanstormur rigning. orjjMnMaí 26. tbl. — Sunnudagur 1. febrúar 1959 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13 Hannibal sendir ung- kommúnistum boðskap Þaff var mikið annríki hjá starfsmönnum Skattstofunnar í gær, enda sá örlagaríki dagur upp runninn, að ekki varð lengur hjá því komizt að skila skattskýrslunni. Þeir virðast vera marg- ir, sem hugsa sem svo, þegar skatturinn er annars vegar: Frestur er á illu beztur. Þeir hafa líka sjálfsagt ekki verið svo fáir, sem komust í klandur með að útfylla skýrsluna, og Skattstofan gerði sitt bezta til að greiða götu þeirra. Á myndinni hér að ofan sést einn af starfsmönn- um Skattstofunnar leiðbeina manni við þetta vandasama verk. Um 350 Fœreyingar komu með Heklu í gœr HIÐ kommúniska heimssamband „lýðræðissinnaðrar“ æsku WFDY undirbýr nú æskulýðsmót í Vín- arborg á sumri komanda. Hafa samtökin haft á sínum snærum sendiboða, sem farið hafa land úr landi til þess að reyna að fá æskufólk og samtök þeirra til að sækja mótið — og hafa þeir jafn- framt fengið ýmsa menn holla kommúnistum til þess að gefa út yfirlýsingar og hvatningarorð til ungs fólks um að sækja þetta áróðursmót kommúnista. Heimssamband „lýðræðissinn- aðrar“ æsku hefur eins og að líkum lætur bækistöðvar í Búda- pest og dafnar þar undir verndar- væng Kadars. Gefur sambandið reglulega út fréttabréf þar sem skýrt er frá ÞÚFUM, N.-ís., 31. jan. — Hinn 28. þ.m. var enn farið í eftirleit í ísafjörð, og fannst ein kind á svonefndum Glámuvöllum. Var henni komið til byggða. — Þótt snjólétt sé, varð ekki farið nema stutt af leiðinni í jeppa, því að fannbólgur teppa veginn í hlíð- inni meðfram ísafirði. — P.P. HÚSAVÍK, 31. jan. — Skarphéð- inn Jónasson, bílstjóri, leggur í kvöld upp í leiðangur til að reyna au ná í hest, sem heldur sig á Mý- vatnsfjöllum skammt frá Detti- fossi og hefir ekki náðst í fjögur ár þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hesturinn hefir einu sinni áður náðst, er hann var tveggja vetra, og var hann þá vanaður. Náðist hann þá við illan leik. Er hesturinn ættaður frá Gríms stöðum á Fjölluim og var reynt að koma honum austur yfir Jök- ulsá í haust, en menn urðu frá að hverfa. Keypti Skarphéðinn þá hestinn, en Skarphéðinn er mikill hestamaður. Lagt upp á tíu hjúla trukk — með snjóbíl á palli Hefir Skarphéðinn nú gert út leiðangur, eins og fyrr segir, og verður lagt af stað héðan í kvöld á tíu hjóla trukk. Hafa leiðangurs menn með sér snjóbíl á palli trukksins. Ætla þeir í Mývatns- sveit á trukknum, en síðan á snjó- bílnum upp í öræfin. Búizt er við, að leiðangursmenn komi hingað aftur annað kvöld. Hesturinn hefir ætíð verið mjög SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akra nesi halda spilakvöld í Hótel Akranesi kl. 8:30 í kvöld. Fjöltefli Friðrik Ólafssen, stórmeist- ari, teflir í dag fjöltefli við Heimdellinga í Valhöll. Er þetta fyrsta fjöltefli Friðriks eftir hinn glæsilega sigur í Beverwejk. Fjöltefli hófust á vegum Heim- dallar í haust, en hafa nú legið niðri um nokkurt skeið og verða nú tekin upp að nýju. Þeir, sem hug hafa á að þreyta tafl við Friðrik Ólafsson í dag, eru beðn- ir að taka með sér töfl, ef unnt er og mæta stundvíslega. Fjöl- teflið hefst kl. 14. undirbúningi heimsmótsins og til færð ummæli ýmissa manna. í október-fréttabréfinu var skýrt m.a. frá því, að danskur sendi- maður samtakanna Jörgen Ljnd- green að nafni hefði farið til ís- lands og rætt við æskulýðssam- tök um heimsmótið — og jafn- framt heimsótt „Hr. Hannibal Valdimarsson, félags- og mennta- málaráðherra íslands", eins og segir í fréttabréfinu. „Þeir ræddu m.a. alheimssamvinnu æskunnar, störf WFDY og undirbúninginn að næsta móti. Hr. Valdimarsson lýsti því yfir, að hann væri hlynntur næsta mó1*. Auk þess ræddi Jörgen Lindgreen við Hr. Lúðvík Jósefssoa, sjávarútvegs- málaráðherra". f nóvember-fréttabréfinu er m.a. greint frá hátíðahöldum í Rússlandi í sanibandi við 40 ára afmæli samtaka kommúniskrar æsku. En þar er líka birtur hluti af „boðskap Hr. Hannibals Valdi- marssonar" þar sem hann lýsir hrifningu ýfir hinu væntanlega áróðursmóti kommúnista í Vín- arborg og kveðst vona, að það beri mikinn árangur. var uim sig, hefir aldrei látið reka sig með hestum og jafn-an forðazt hestaslóð. Hefir hann löngum haldið sig á sömu slóðum skammt frá Dettifossi, og eru þarna sæmi- legir hagar fyrir hesta. FIÐLUSNILLINGURINN Tossy Spivakovsky kemur hingað til landsins í dag á vegum Tónlistar- félagsins og heldur tónleika í Austurbæjarbíói á þriðjudags og miðvikudagskvöld kl. 7, fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Tossy Spivakovsky er kunnur víða um lönd sem afburðasnjaU fiðluleikari. Hann er fæddur í Odessa í Rússlandi, en fluttist með foreldrum sínum til Berlínar er hann var aðeins tveggja ára að aldri. í Þýzkaiandi stundaði hann nám í fiðluleik hjá fræg- ustu kennurum. Aðeins tíu ára gamall kom Spivakovsky fyrst fram á opinberum tónleikum, og Ótemja slas- ar mann SELFOSSI, 31. jan. — Er Ágúst Sigurðsson frá Birtingaholti var að sækja ótemju að Blesastöðum í Flóa í fyrradag, vildi það slys til, að ótemjan sló Ágúst, og kom höggið á brjóstið. Var Ágúst á- samt nokkrum öðrum mönnum að reyna að ná hestinum úr stóði, er slysið var. Blóð gekk upp úr Ágústi, og var sjúkrabíllinn á Selfossi fenginn til að flytja hann þegar í stað í Landsspítalann í Reykjavík — G.G. ★ Samkvæmt upplýsingum frá Landsspítalanum í gærkvöldi líð- ur Ágústi vel eftir atvikum. At- hugun á meiðslum hans er ekki að fullu lokið, en svo virðist sem hann hefði ekki rifbeinsbrotnað. Ágúst er 22 ára að aldri. M. S. Hekla kom til Reykjavíkur um hálftíuleytið í gærkvöldi frá Færeyjum. Samkvæmt upplýs- ingum frá L. 1 Ú. komu um 3ö0 Færeyingar með skipinu. Hekla kom til Vestmannaeyja í gær- morgun, og fóru 136 Færeyingar í land þar. Flestir Færeyinganna fara til verstöðva í grennd við Reykjavík. Þrettán fara til ver- stöðva á Vestfjörðutn, 50 til ver- stöðva á Snæfellsnesi, 29 til Akra ness og hinir til verstöðva á Suð- urnesjum. sem „undrabarn" ferðaðist hann víðs vegar um Evrópu og hélt tónleika. Um nokkurra ára skeið var hann konsertmeistari í hinni frægu Fílharmonisku hljómsveit í Berlín. Síðar var Spivakovsky búsett- ur í Ástralíu í nokkur ár, en síðastliðinn 20 ár hefir hann ver- ið búsettur í Bandaríkjunum, þar sem hann nýtur geysimikils álits sem framúrskarandi snillingur. Tækni hans þykir einstök og túlkunin frumleg og gædd sér- stæðum persónuleika. Undanfarið hefir Spivakovsky verið á tóníeikaferð um Evrópu, en kemur hér við á vesturleið. Á efnisskránni á þriðjudags og miðvikudagskvöld verður m. a. Adagio í E-dúr eftir Mozart, són- ata í d-moll eftir Brahms, Chac- onne Bachs, Sónata eftir Debussy, verk eftir Bela Bartok o. fl. Undir leikari verður Ásgeir Beinteins- son. Þetta verða einu tónleikarnir sem Spivakovsky heldur að þessu sinni. ApóteKarar semja við V. R. TEKIZT hafa samningar milli Verzlunarmannafélags Reykja- víkur og Apótekarafélags íslands varðandi kaup og kjör afgreiðslu- stúlkna í lyfjabúðum. Varð sam- komulag um það fyrir rúmu ári að sérsamkomulag skyldi gert varðandi kjör þessara stúlkna. Hið nýja samningsuppkast verður lagt fyrir fund afgreiðslustúlkn- anna næstkomandi mánudags- kvöld. steinn þoskabítur beið í Reykja- víkurhöfn í gærkvöldi eftir 14 Færeyingum, og togarinn Norð- lendingur kom til Reykjavíkur í gærkvöldi til að sækja 11 Fær- eyinga. Á UNDANFÖRNUM árum hafa íslenzkir togarasjómenn öðlazt allnáin kynni af siglingum fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands. Siglingaleiðin út af Hvarfi er al- kunn fyrir hin ofsalegu veður, sem þar geisa tíðum og hættur, sem stafa af borgarísjökum og miklum straumi er þar er á siglingaleiðum. í gær átti Mbl. stutt samtal við Hallgrím Guðmundsson skip- stjóra, sem nú veitir forstöðu Togaraafgreiðslunni. Hann er einn þeirra mörgu togaraskip- stjóra, sem hafa staðgóða þekk- ingu á siglingaleiðinni, hættum þeim sem þar eru, og hvernig ís- lenzkir skipstjórar haga sér undir slíkum kringumstæðum, til þess að skapa sem mest öryggi fyrir skip og skipsmenn. Hallgrímur Guðmundss. kvaðst hafa orðið nokkuð undrandi er hann las um staðsetningu hins týnda Grænlandsfars, Hans Hed- toft. I slíkum veðrum, sem á slys- stað virðist hafa verið, er sigling svo grunnt undan Hvarfj mjög hættuleg vegna borgarísjakanna. Þó radartækið sé haft í gang’, þá kemur það hvergi nærri að noc- um, vegna þess að hinar himin- háu öldur skyggja á ratsjána, og svo bætist ofaná hríðarveður, sem byrgir ratsjána alveg. Sjólag er mjög slæmt út af Hvarfi vegna mikils vetrarstorms. Má öllum ljóst vera hvílík hætta þarna er á ferðinni í stormi og stórsjó. Ef íslenzkur togaraskipstjóri hefði átt að sigla frá Júlíanehaab og suður fyrir Hvarf, í veðri því er Grænlandsfarið týnda var á ferðinni í, þá hefði hann krækt 50 jafnvel 70 mílur suður fyrir Hvarf til þess að vera öruggur um að vera kominn út fyrir ís- hættuna, sem eðlilega minnkar eftir því, sem sunnar dregur. Þess eru meir að segja dæmi, að tog- ararmr hafi farið 100 mílur fyrir sunnan Hvarf, til þess að vera Mislingar ÞÚFUM, N.-ís., 31. jan. — Misl- ingar ganga nú hér í héraðinu. Eru þeir m.a. komnir í héraðs- skólann í Reykjanesi. Hafa nokkr ir nemenda þar þegar tekið veik- ina. — Hiti er yfirleitt allhár, en hins vegar hafa engin slæm eftirköst fylgt veikinni, svo kunn ugt sé. — P.P. öruggir um skip og skipshöfn. En það kemur fyrir í björtu og skaplegu veðri, að farið sé grynnra fyrir Hvarf. En sú er reynsla togaraskipstjóra að í slæmu veðri eða tvísýnu þá sé það ekkert áhorfsmál, að krækja sem dýpst fyrir þetta alkunna veðravíti, Hvarf á Grænlandi, sagði Hallgrímur Guðmundsson að lokum. íslendingurinn, sem brenndist í Þýzka- landi, enn i lifs- hættu Móðir hans og bróðir fóru til Þýzkalands í gœrmorgun EINS og sagt hefir verið frá í fréttum vildi það hörmulega slys til fyrir nokkru, að ungur Islendingur, sem var við nám í Beiersdorf í Þýzkalandi, skað- brenndist. Ungi maðurinn, Sig- urður Jóhannsson, var við nám í tannlækningum í Beiersdorf. Hann er enn talinn vera í mik- illi lífshættu. Móðir Sigurðar og bróðir hans fóru í gærmorg- un flugleiðis til Þýzkalands vegna þessa hörmulega atburð- ar. Sigurður er sonur Jóhanns Sigurðssonar, trésmíðameistara á Akureyri. ÞÚFUM, N.-fs., 31. jan. — Þessa viku hefir verið frostlaust og stundum þíðviðri. Er því lítill snjór hér um slóðir og vegir yfir- leitt greiðfærir. — Ágætir hagar eru fyrir fénað, og ganga hestar víða úti ennþá. Til dæmis eru hestar og sauðir á útigangi í Borgarey. — P.P. Cerður út leiðangur til að elta uppi hest, sem ekki hefir náðst í 4 ár Stykkishólmstogarinn Þor- Frœgur fiðlusnillingur heimsœkir Reykjavík Togaraskipstjóri myndi aldrei krœkja grunnt fyrir Hvarf í roki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.