Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUNRL 4Ð1Ð Sunnudagur 1. febrúar 1959 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÖRLAGARÍK TILRAUN FRUMVARPIÐ um niður- færslu kaupgjalds og verðlags er orðið að iög- um. Við lokaatkvæðagreiðslu um það á Alþingi, greiddu aðeins kommúnistar atkvæði gegn því. Framsóknarmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna en Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn greiddu atkvæði með frumvarp- inu. Enda þótt Framsóknarmenn gagnrýndu frumvarpið harðlega, hafa þeir þó gert sér það greini- Iega ljóst, að i því felst raunhæf ráðstöfun til þess að stöðva vöxt verðbólgunnar og hindra taum- laust kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags næstu mánuði. Sam- kvæmt útreikningum Jónasar Haralz, efnahagsmálasérfræðings vinstri stjórnarinnar, sem núver- andi ríkisstjórn hefur einnig haft með í ráðum í þessum málum, myndi vísitala framfærslukostnað ar verða komin upp í 270 stig síðari hluta þessa árs, ef ekki yrði að gert. Ólafur Björnsson prófess- or sýndi einnig fram á það í um- ræðunum um efnahagsmálafrum- varpið á Alþingi, að ef verðbólg- an fengi að leika lausum hala næstu mánuði, myndi vísitalan komast upp í 400 stig á næstu 18 mánuðum. Núverandi ríkisstjórn og stuðn ingsliði hennar var þess vegna mikill vandi á höndum, þegar það tók við gjaldþrotabúi vinstri stjórnarinnar. Þjóðarheill krafð- ist þess að gerð yrði úrslitatilraun til þess að hindra það hrun og þá upplausn sem við blasti. ,,AIdrei betri viðskiln- aðu»r“ En þótt Framsóknarflokkurinn vildi ekki taka á sig ábyrgðina á því að hindra samþykkt frum- varpsins um niðurfærslu verð- lags og launa, fer því þó víðs fjarri að hann hafi viðurkennt það hroðalega öngþveiti, sem stjórnarforusta hans í vinstri stjórninni hafði leitt yfir þjóðina. Tíminn sagði rétt eftir að stjórnin féll, að engin stjórn hefði skilið eins vel við og vinstri stjórnin, og aldrei hefði þurft eins lítið og nú til þess að ráða fram úr vanda efnahagsmálanna. Her- mann Jónasson, fyrrverandi for- sætisráðherra, endurtók þessa fár ánlegu staðhæfingu í ræðu sinni í efri deild nú fyrri helgina um efnahagsmálafrumvarpið. En hvernig stóð þá á því, að vinstri stjórnin rofnaði vegna algers úrræðaleysis og sundur þykkju um leiðir til þess að ráða fram úr efnahagsvanda- málunum? Var samstarf vinstri flokkanna virkilega svo aumt og óheilt, að þeir gætu ekki ráðið fram úr vanda málum sem í raun og veru voru engin vandamál, að áliti Tímans og Hermanns Jónas- sonar? Nei, sannleikurinn er sá, sem alþjóð er nú ljós, að vinstri stjórn in hafði komið efnahagsmálunum í botnlaust öngþveiti. Hermann Jónasson viðurkenndi það sjálfur í uppgjafaræðu sinni, er hann lýsti því yfir, að ný verð- bólgualda væri risin og stjórnar- flokkarnir hefðu ekki átt nein sameiginleg úrræði gegn henni. S j álf stæðisf lokkurinn stærsti verkalýðs- flokkurinn? Það er margsögð saga, að Fram sóknarmenn lýstu því yfir vorið 1956 að ekki væri hægt að leysa efnahagsvandamálin með Sjálf- stæðisflokknum, meðal annars vegna þess, að hann ætti ekkert fylgi í verkalýðshreyfingunni. Hann gæti þess vegna ekki tryggt nauðsynlega samvinnu milli ríkis valdsins og verkalýðsins um stöðvun dýrtíðarinnar og sköpun jafnvægis í efnahagslífinu. Til þess að tryggja þessa samvinnu tók Hermann Jónasson svo komm únista í stjórn að kosningunum loknum. En örlögin geta stundum verið kaldhæðin. Sl. fimmtudag lýsti Hermann Jónasson því í langri ræðu á Alþingi, hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn hefði látið verkalýðssamtökin brjóta niður ,,bjargráð“ vinstri stjórnarinnar frá sl. vori. Hann lýsti því ítar- lega, hvernig meginhluti verka- lýðshreyfingarinnar hefði snúizt gegn efnahagsmálaráðstöfunum vinstri stjórnarinnar og molað þær að lokum niður. Allt þetta kenndi Hermann Jónasson Sjálf- stæðisflokknum. Flokkurmn, sem vorið 1956 var svo fylgislaus inn- an verkalýðshreyfingarinnar, að Framsóknarflokkurinn taldj von- laust að mögulegt væri að vinna með honum, var nú allt í einu orðinn stærsti og áhrifamesti verkalýðsflokkur landsins!! Almenningur vantreysti V-stjctrninn Kjarni málsins er auðvitað sá, að efnahagsmálaráðstafanir vinstri stjórnarinnar runnu út í sandinn vegna þess, að þær fólu sjálfar í sér ógæfuna og upp- lausnina. Vinstri stjórnin neitaði alltaf að horfast í augu við stað- reyndir. Hún blekkti sjálfa sig og reyndi að blekkja þjóðina. Fyrst með því að segja henni að hún ætti „varanleg úrræði“ og „nýjar leiðir“ í efnahagsmálunum, síðan með því að lögfesta ráðstafanir, sem voru kák eitt og hlutu að kynda elda verðbólgunnar í stað þess að slökkva þá. Vinstri stjórn- in lögfesti kauphækkun vorið 1958 og gaf þar með verkalýðs- samtökunum og öllum almenn- ingi merki um það, að óhætt væri að halda áfram á þeirri braut, krefjast enn nýrra kauphækkana, enda þótt framleiðsla landsmanna væri rekin með gífurlegum halla. Nú hefur verið gerð raun- hæf tilraun til þess að stöðva vöxt verðbólgunnar, hindra áframhaldandi kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Þessi tilraun er vissulega ör- lagarík. En þjóðin verður að gera sér það Ijóst, að hér er aðeins um byrjunarráðstöfun að ræða. Þessi tilraun má ekki mistakast. Öll ábyrg öfl í þjóð félaginu verða að slá skjald- borg un hana, enda þótt hún krefjist stundarfórna. IIR HEIMI Ríkasti rithöfundur heimsins Somerset Maugham hálfniræður HINN heimsfrægi, enski rit- höfundur William Somerset Maugham varð 85 ára sl. sunnudag, 25. janúar. — Tveim dögum áður birtist grein í „Daily Express“ í tilefni af- mælisins. Greinin er eftir George Millar, bókmennta- gagnrýnanda blaðsins, og fer meginefni hennar hér á eftir í lauslegri þýðingu: ★ Eitt sinn bjó ég um tíma um borð í snekkju minni í hinni fögru höfn St. Jean á Cap Ferr- at við Riviera-ströndina frönsku. Dag nokkurn veitti ég því at- hygli, að slátrarinn, sem ég skipti við, virtist veita mér sérstök for- réttindi — kom beint til mín, þó að margt fólk biði afgreiðslu. Og réttir hans, sem raunar höfðu alltaf verið góðir, voru nú fram- úrskarandi. Hver gat ástæðan verið? Þá þekkti ég hvorki Jean Cocteau né Bao Dai — og Charlie Chaplin hafði aldrei komið til Cap Ferr- at. — En ég hafði rétt áður heimsótt Somerset Maugham í Villa Maur esque og borðað með honum mið degisverð. — Sú var ástæðan. Ég skildi það á slátraranum — og hann bætti við: „Það er mikill heiður fyrir byggðarlagið, að svo frægur rithöfundur skyldi setjast hér að“. Og hann bætti enn við: „Ef maður gætir þess aðeins að vera fullkomlega einarður í fram- komu við hr. Mow-gam (þótt nafnið Maugham sé mjúkt og hljómþýtt á ensku, er það hinn hroðalegasti óskapnaður í munni Frakka) og reynir ekki að gera sig neitt merkilegan, er ekki hægt að hugsa sér elskulegri mann. „Þekkið þér hr. Maugham vel?“ spurði ég. „Aðeins í sjón“, svaraði hann. „En ég þekki kokkinn hans — og hver ætti svo sem að þekkja hann betur en hans eiginn kokk- ur“? Auðæfi og áhrifamenn Mér kom ósjálfrátt í hug, að þesssi síðasta setning gæti vel verið eftir Maugham sjálfan — en hins vegar leyfi ég mér að ef- ast um, að kokkurinn hans þekki hann betur en hans eigin kokk- ham sé áhugasamur um samferða fólk sitt, er hann mjög frábitinn því að „opna sig“ fyrir öðrum á nokkurn hátt: „Þegar fólk tekur höndum sam- an á gamlárskvöld, sveiflar þeim eftir hljóðfalli tónanna....og syngur fullum hálsi „Should Auld Acquaintance Be Forgot", þá er sem titrandi taugar mínar hvísli: „Já — í guðanna bænum“. Villan, sem Maugham keypti árið 1929, stendur hátt sjávar- megin á Cap Ferrat, umkringd tignarlegum barrtrjám. —- Þarna lifir hinn frægi maður iðjusömu lífi sínu í ró og næði — og fraín undan breiðist dimmblátt Mið- jarðarhafið eins og glampandi á- breiða suður að sólbakaðri strönd Afríku. Þegar Maugham ferðast heim til Englands, til Spánar eða Ameríku — en þau lönd hefir hann einna oftast heimsótt — fær hann líka að njóta þess næð- is, sem honum er svo mikils virði, enda þótt hann eigi ef til vill fleiri vini og kunningja en nokk ur annar maður núlifandi. Má hann víst þakka það töframætti hinna miklu auðæfa sinna og nokkrum áhrifamönnum, er skipa sér um hann sem eins konar „líf- vörður". Ekki lesið eina ein'ustu í tilefni afmælis Maughams er nú að koma út safnrit, sem nefn- ist „The World of Somerset Maugham”. Ritstjóri þess er Klaus W. Jonas. — Sjálfsagt verður þetta vinsæl bók, en ég veit a.m.k. um einn mann, sem ekki mun lesa hana. Sá maður er Somerset Maugham sjálfur. „Ég hefi megnustu andúð á því að lesa nokkuð það, sem við kemur lífi mínu eða verkum“, skrifar hann í bréfi því til dr. Jon as, sem birt er sem formáli fyrr- greindrar bókar. — „Um mig hafa þegar verið ritaðar allmarg- ar bækur; ég hefi ekki lesið eina einustu þeirra". ★ f bókinni eru ritgerðir og grein ar eftir marga kunna höfunda, svo sem St. John Ervine, Frank Swinnerton, Glenway Westcott og ritstjórann, dr. Jonas. „Því hefir verið haldið fram við mig“, skrifar Maugham í áður- nefndu bréfi til dr. Jonas, „að margt fólk hafi horn í síðu minni vegna þess, að mér hefir græðzt allmikið fé á verkum mínum. Mjög heimskuleg afstaða, verð ég að segja“. Hálf milljón sterlingspunda Dr. Jonas dregur fram nokkrar staðreyndir um tekjur rithöfund arins: „Margt hefir verið rætt og ritað um hin feikilegu höfund- arlaun Maughams. Sjálfur telur hann heildartekjurnar af ritverk- um sínum hafa orðið um 1.350.000 sterlingspund ........,Of Hum- an Bondage" (í fjötrum) hefir aldrei selzt í minna upplagi en 30 þúsund eintökum á ári — allt frá því að bókin kom fyrst út fyrir um 30 árum .... Samanlagt mun sala allra bóka Maughams, víðs vegar um heim, nema nálega 40 milljónum eintaka“. Þarna er hins vegar ekki minnzt á ýmsar aðrar tekjulindir hans, svo sem kvikmyndir og leik hús, né heldur ýmiss konar við- skipti hans á öðrum sviðum, sem mér er tjáð, að hafi orðið honum álíka drjúg auðsuppspretta og rit- verkin. — Það má því ganga út frá því sem gefnu, að Somerset Maugham sé auðugastur allra núlifandi rithöfunda. Mun láta nærri, að allar eignir hans nemi nú yfir 500 þúsund sterlings- pundum. í framhaldi af þessu er svo ekki úr vegi að athuga ofurlítið fyrstu árin á ferli hins fræga rit- höfundar. Stálvilji Hann fæddist í París, en þar starfaði faðir hans sem málflutn- ingsmaður við brezka sendiráðið. Ekki var hann fæddur til auðs, þótt gáfur hans og hæfileikar, á- samt stálhörðum vilja, hafi aflað honum mikilla auðæfa á langri ævi. Er Maugham hafði lokið menntaskólanámi, lagði hann stund á læknisfræði um þriggja ára skeið við St. Thomas-háskól- ann og lauk þaðan prófi. Að því búnu tók hann saman föggur sínar og hélt til Spánar. ★ Að sögn dr. Jonas, átti hann „unaðslegt áslarævintýri í Se- villa“. — En braut hans sem rit- höfundar var þyrnum stráð í fyrstu. — Fyrsta skáldsaga hans, „Liza of Lambeth", og fyrsta leikritið, „A Man of Honour“, fengu mun skárri viðtökur hjá ritdómurum en almenningi. Það var sem sagt ekki feitan gölt að flá eftir þessar fyrstu tilraunir. Hann bjó i París um þessar mundir. Parísarlífið var örvandi — og ódýrt. Og það var ekki lít- ils virði, því að tekjur hans voru aðeins um 175 pund á ári. Hann skrifaði hverja söguna eft ir aðra og leikrit eftir leikrit—en öllu var hafnað. — Loks kom hann þó fæti milli stafs og hurðar. Gamanleikur hans, Lady Frederick", fékk góðar viðtök- ur. Og fyrr en varði stóðu dyrn- ar opnar upp á gátt. Andstyggð á skuldum Að þrem mánuðum liðnum höfðu fjögur leikrit hans verið tekin til sýningar í London. Hann keypti sér hús í Chesterfield- stræti — og fylgdi sigrinum eftir. ,Ég hefi aldrei fundið hjá mér það bóhemska skapgerðareinkenni að láta sig morgundaginn engu varða", segir hann á einurn stað. „Ég he'fi ávallt verið frábitinn Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.