Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. febrúar 1959 Skátakaffi í Firöinum HAFNARFIRÐ — I dag hefur Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði kaffisölu og um leið sýningu á margs konar hjálpartækjum, sem sveitin þarfnast vissulega en hef- ur ekki tök né efni á að eignast. Þessari kaffisölu er því komið upp með það fyrir augum, að á- góða af henni verði varið til kaupa á slíkum tækjum. Væntum við meðlimir Hjalparsveitarinnar, að Hafnfirðingar og Rvíkingar, svo og allir velunnarar skáta og sveitarinnar drekki skátakaffi í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði í dag og styrki á þann hátt hið þýðingarmikla starf, sen sveitin innir af hendi. Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði var stofnuð 19. febr. 1951, eða skömmu eftir að Geysir fórst á Vatnajökli. En í sambondi við það slys, fórum við nokkrir skát- ar til Hornafjarðar, tilbúnir að fara á jökulinn ef til þess hefði komið. Eftir þessa ferð, sáum við hve nauðsynægt var að hafa ákveðna menn til að senda út, ef um slys eða leit væri að ræða. Var svo sveitin stofnuð, sem áð- ur er greint frá. Hjálparsveitin hefur ávallt starfað af miklum krafti og ávallt haft á að skipa mjög fær- um og ósérhlífnum piltum, sem hafa skilið hlutverk sitt fullkom- lega. Stúlkur hafa líka rétt til að gerast meðlimír sveitarinnar og hafa þær veitt mikla og góða að- stoð við störf sveitaunnar. A þessum árum og fram að þessum tíma hafa farið fram 35 fundir sem eru bæði fræðslu og skemmti fundir. Hafa þá oft verið fengnir sérmenntaðir menn, svo sem lækriar, hjúkrunarkonur og fjalla garpar til þess að flytja erindi. Þá hafa verið farnar 7 kynnis- ferðir t. d. í brunastöðvar, flug- velli og fl.. Þá hefur sveitin verið kölluð út 28 sinnum í leitir og á slysstaði, og oft höfum við þurft að vera 2—3 daga í einu. Þá hafa verið farnar 18 æfinga- ferðir á fjöll, jökla — ,æft bjarg- sig — farið á skíðum. Þá hafa og verið námskeið, og meðlimir hafa sótt námskeið í margs konar störfum, sem koma að góðu haldi fyrir hvern meðlim sveitarinnar. Einkunnarorð sveitarinnar eru „Vertu viðbúinn." Og má með sanní segja, að svo er, því fáar leitir hafa verið gerðar t. d. frá Rvík, að ekki væri leitað tii Hjálparsveitar skáta í Hafnar- firði. Skátastarfið í Hafnarfirði geng ur alveg sérstaklega vel. Dug- miklir foringjar, bæði stúlkur og piltar. Skátarnir eru mjög áhuga- samir. Húsnæðisvandræði há starf- inu mjög mikið. En vonandi ræt- ist fljótt úr því, þar sem góð lóð er fengin fyrir væntanlegt skáta- heimili og undirbúningur að byggingunni þegar hafinn. Guðjón Sigurjónsson, sveitarforingi. BELGRAD, 31. jan. — Tilkynnt var hér í dag að Titó forseti myndi koma í óopinbera heim- sókn til Grikklands þegar hann hefir lokið Asíuferð sinni. Mun hann verða gestur Páls Grikk- landskonungs og dveljast í land- inu í tvo daga í lok febrúar. Hún reynir i kvöld ÞÁTTURINN „Vogun vinnur — vogun tapar“ verður í útvarp- inu í kvöld. í þetta sinn ætlar einn þátttakandinn að reyna við 10.000 kr. spurninguna, en það er Þórunn Guðmundsdóttir, sem svarar spurningum úr Eddukvæð um. Á myndinni hér fyrir ofan er Þórunn fyrir framan hljóðnem- ann, ásamt Sveini Ásgeirssyni stjórnanda þáttarins. Þórunn er þriðji þátttakandinn, sem kemst svo langt að eiga kost á að reyna við lokaspurninguna. Hún kann Eddukvæðin auðheyri- lega næstum aftur á bak og á- fram. Aldrei er þó að vita hvernig fer. Eins og kunnugt er sigraði Kosning iþróttafréttamanna: Vilhjálmur Einarsson kjörinn íþróttamaður ársins" 1958 // FÉLAGAR í Samtökum íþrótta- fréttamanna hafa kjörið „fþrótta- mann ársins 1958“ og „10 beztu íþróttamenn ársins". Er þetta í þriðj-a sinn, sem slíkt kjör fer Vilhjálmur Einarsson fram meðal íþróttafréttaritara. Frá upphafi hefir Vilhjálmur Ein arsson hlotið titilinn „íþróttamað- ur ársins", en munurinn á honum og öðrum nú er miklu minni en áður. ★ í samtökum íþróttafréttamanna eru 9 félagar, sem að staðaldri skrifa um íþróttir í dagblöð lands ins og vikublöð eða tala um þær í útvarp. Allir þessir menn skila kjörseðli með 10 nöfnum á. Efsta nafnið á hverjum lista hlýtur 11 stig, annað nafn 9, þriðja 8 o.s.frv. Úrslit þessarar atkvaeðagreiðslu urðu þau, að „10 beztu íþrótta- menn ársins 1958“ voru kjörnir eftirfarandi menn: 1. Vilhjálmur Einarsson fR 93 stig, 2. Eyjólfur Jónsson Þrótti 69, 3. Guðmundur Gislason ÍR 64, 4. Svavar Markússon KR 61, 5. Ágústa Þorsteinsdóttir Ármanni 50, 6. Valbjöm Þorláksson ÍR 37, 7. Gunnlaugur Hjálimarsson ÍR 31, 8. Kristleifur Guðbjömsson KR 19, 9. Eysteinn Þórðarson fR 17, 10. Þórólfur Beek KR 15. Þannig er listinn yfir „10 beztu íþróttamenn ársins“. Aðrir, sem atkvæði hlutu í þessu kjöri, voru þessir: Jón Guðlaugsson UMS Bisk. 12, Hilmar Þorbjörnsson Ár- manni 10, Birgir Björnsson FH 5, Hörður Felixsson KR og Haukur Engitbertsson UMS Borg 4 hvor, Pétur Kristjánsson og Ríkarður Jónsson 3, Gerða Jónsdóttir KR og Einar Sigurðsson FH 2, Bjöm Helgason ísafirði, Þórður Þórðar son Akranesi og Björgvin Hólm 1 hvor. annar þátttakandinn, sem reynt hefur á undan henni, enn hinn sprakk á síðustu spurningunni. Kl. 3 í dag verður þátturinn tek inn upp í Sjálfstæðishúsinu, eins og venjulega, og útvarpað í kvöld. Ftmdur lijá KaupmannaféL Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI. — Annað kvöld (mánudag) kl. 8,30 heldur Kaup- mannafélag Hafnarfjarðar fund að Strandgötu 4 (húsi Jón Mathie sens) og verður þar rætt meðal annars um verðlagsmál, styrktar- sjóð og fleira. Félagar eru nú um 30 og er Jón Mathiesen for- maður. Ekkert róið frá Stykkishólmi sl. viku STYKKISHÓLMI, 31. jan. — Ekkert hefir verið róið héðan sl. yiku sökum sífelldra ógæfta. Hefir verið hér versta veður og mjög óstillt. Rok og stórrigning var í nótt. Togarinn Þorsteinn þorskabítur fór í gærkvöldi til Reykjavíkur. Tekur skipið þar 14 Færeyinga og fer síðan á veiðar. .— Árni. Fyrir þá, sem búnir eru að losa sig úr jólaskuldunum — NÚ ÆTLUM VIÐ að taka upp nýbreytni: Kalt borð fyrir alla, sem vilja, á hverjum degi — meira að segja tvisvar á dag. Hingað til höfum við aðeins haft það á laugardögum, en vegna þess hve það er vinsælt ætlum við nú að færa út kvíarnar með kalda borðið. ★ Það var Sigurður Gíslason, yf- irþjónn á Hótel Borg, sem fræddi blaðamenn á þessu áður en tekið var til óspilltra málanna í há- deginu í gær við tugi indælis rétta á kalda borðinu. ★ — Við ætlum að framreiða kalda borðið á smáborðin í saln- um eftir pöntun eins og annan mat — og hann sýndi okkur stærð ar föt hlaðin þessum kræsing- um, sem alla dreymir um, þeg- ar þeir sitja yfir grautnum heima. ★ — Þetta eru engin verðlauna- föt, við troðum ekkert í gestina, þeir geta verið að þessu allt kvöldið og fá bætt á fatið eftir því sem þeir vilja. Síldarréttirn- ir eru fjölbreyttastir og humar- inn þykir góður, margs konar steikt kjöt og salöt og svo við gleymum ekki íslenzka matnum: Hvalnum, laxinum, slátrinu og kviðsviðunum. — Aðsóknin yfirleitt’? Hún hef ur ekki minnkað hér að því er mér finnst, þrátt fyrir tilkomu nýju veitingahúsanna. Að vísu er þetta lakasti tími ársins svo að enn er ekki hægt að segja neitt, því að í desember eru menn önnum kafnir við að koma sér í skuldir — og í janúar enn ákafari við að losna úr skuldum. Þá er líka mikil gleði í heimahúsum og menn fara ekki að sækja skemmtistaðina fyrir alvöru aft- ur fyrr en upp úr janúar. En kalda borðið bíður sem sagt fyrir menn, sem búnir eru að losa sig úr jólaskuldunum, sagði hann. Síðasta œfing landsliðsins í hand- knattleik fyrir utanförina er leikur gegn ,,blaðaliði" Dagskrá Alþingis Á MORGUN eru boðaðir fundir í báðum deildum Alþingis kl. 1:30. Tvö mál eru á dagskrá efri deildar: 1. Sjúkrahúslög, frv. — 3. umr. 2. Hafnargerðir og lendingar- bætur, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. Á dagskrá neðri deildar eru þrjú mál: 1. Veitingasala o. fl., frv. — 2. umr. 2. Dýralæknar, frv. — Ein umr. 3. Búnaðarmálasjóður. frv. — 3. umr. Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ fara fram að Hálogalandi kappleikir landsliðs kvenna og karla gegn liðum, er blaðamenn hafa valið. Leikir í karlaflokki verða síðustu leikirnir og síðasta æfing — lands liðsins. Viku eftir þennan leik heyja landsliðsmenn sinn fyrsta landsleik í þriggja landa keppn- inni, sem þeir leggja upp í á sunnudaginn. Landliðsnefnd HSÍ hefir valið 11 manna lið úr þeim 14 manna hópi, sem utan fer til landsleikj- anna þriggja. Lið landsliðsnefnd ar í „pressuleiknum" er þannig: Markmenn: Guðjón Ólafsson KR, Hjalti Einarsson FH. Bakverðir: Hörður Felixsson KR, Einar Sigurðsson FH, Heinz Steinman. Framlína A: Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR, Karl Benedikts- son Fram, Pétur Sigurðsson ÍR. Framlína B: Ragnar Jónsson FH, Karl Jóhannsson KR, Her- mann Samúelsson ÍR. Gegn þessu liði hafa blaða- menn valið eftirfarandi lið: Markverðir: Kristófer Magnús- son FH, Bövar Böðvarsson ÍR. Bakverðir: Hörður Felixson Fram, Þórir Þorsteinsson KR, Hilmar Ólafsson Fram. Framlína A: Rúnar Guðmanns son Fram, Reynir Ólafsson KR, Matthías Ásgeirsson ÍR. Framlína B: Pétur Antonsson FH, Geir Hjartarson Val, Jón Óskarsson FH. Fyrirliði liðsins utan vallar er Hallsteinn Hinriksson, en á velli Hilmar Ólafsson. Sama kvöld fer fram leikur landsliðs kvenna gegn pressu- liði. í landsliðinu eru: Erla ísak- sen KR, Gerða Jónsdóttir KR, Katrín Gústafsdóttir Þrótti, Helga Emilsdóttir Þrótti, Perla Guðmundsdóttir KR, Sigríður Lúthersdóttir Ármanni, Ólína Jónsdóttir Fram. Gegn þessu liði hafa blaðamenn valið eftirfarandi lið: Rut Guð- mundsdóttir Á, Inga Magnúsdótt ir og skemmtilegir og marga Þrótti, María Guðmundsdóttir KR, Líselotte Oddsdóttir Á, Guð- laug Kristinsdóttir KR, Ingi- björg Hauksdóttir Fram, Ingi- björg Jónsdóttir Fram, Sigríður Fundur mennta- málaráðlierra Norðurlanda FUNDUR menntamálaráðherra Norðurlanda verður haldinn í Ósló dagana 2.—4. febrúar n.k., en slíkir fundir hafa að undan- förnu verið haldnir annað hvort Gylfi Þ .Gíslason, menntamála- ráðherra, getur ekki komið því við að sækja fundinn og mun því Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, sitja hann fyrir íslands hönd. (Frá menntamálaráðuneytinu). Sextug er í dag Fríða Aradótt- ir, Barónsstíg 10. Hún dvelst í dag á heimili sonar síns að Laug- arnesvegi 88.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.