Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1959, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. febrúar 1959 Lauritzen vildi smíða Grænlandsfarið en ráðherrann lét ríkið annast það f MBL. i gær var skýrt frá því, að komið hefðu upp deilur um „Hans Hedtoft" á sínum tíma milli Kjærbpls Grænlandsmála- ráðherra og Knuds Lauritzens, útgerðarmanns. Þannig er mál með vexti. að Lauritzen er sá útgerðarmaður í Danmörku, sem mesta reynslu hefur í Grænlandssiglingum, enda hefur hann látið smiða milli 10—12 Grænlandsför, allt hin vönduðustu skip. Meðal þeirra eru Magga Dan, sem hingað kom til Reykjavíkur í fyrra, og Kista Dan, sem getið hefur sér mikla frægð fyrir íshafsferð ir og alltaf | reynzt hið öezta. Hún sótti Fusch á sínum tíma eft- ir að hann hafði farið frægðarför sína á Suðurpólinn og í septemher í haust varð hún föst í isnum í Scoresbysundi í 10 daga, en komst þá út úr honum án þess að hafa sakað hið minnsta. Þess má geta hér, að ísinn kom óvenju- Skipið bar nafn Hans Hedtoft Ishafsfarið Kista Dan Þegar til mála kom að hefja smíði á „Hans Hedtoft" bauðst hann til að láta smíða slíkt skip og hélt því fram, að hann gæti rekið það fyrir 3,3 millj. árlega, en ríkið hafði gert áætlanir um, að reka það fyrir 5,5 millj. kr. Lauritzen nafði öfluga starfsemi og góðar aðstæður til að reka hið nýja skip. En Kjærb0l neitaði að láta hann byggja það, og knúði teikningin Lauritzen lá Magnus Jensen, forstjóri Grænlandsverzlunarinnar, Kjærböl Grænlandsmálaráðherra og Knuth greifi, sendiherra Dana hér á landi. snemma að NA-strönd Græn- lands í þetta skipti. Danska stjórnin skipti sér lítið af Grænlandssiglingum á sínum tíma, en hvatti útgerðarmenn til að smíða Grænlandsför og halda uppi samgöngum til þessarar fjarlægu nýlendu. Lauritzen var sá útgerðarmaður, sem mesta áherzlu lagði á að halda uppi sæmilegum siglingum til lands- ins og hafði aflað sér mjög hald- góðrar reynslu í íshafssiglingum. Frá aðalfundi Sjálfstæðisfél. í Eyjum VESTMANNAEYJAR, 30. jan. — Sjálfstæðisfélagið hér í Vest- mannaeyjum hélt aðalfund sinn síðastl. sunnudag. Formaður fé- lagsins, Páll Scheving, setti fund inn og flutti síðan skýrslu félags- lagsstjórnar á liðnu starfsári, en það hafði að vonum verið mikið og fjölþætt, einkum þó í sam- bandi við bæjarstjórnarkosning- arnar, en í þeim unnu Sjálfstæð- ismenn í Eyjum, svo sem menn muna, mjög glæsilegan sigur. Þá var á þessum fundi flutt skýrsla um blað flokksins hér í Vest- mannaeyjum, Fylki. Fráfarandi stjórn var öll endurkjörin, en hana skipa Páll Scheving, verk- stjóri, formaður, Ingimundur Bernharðsson verzlunarmaður gjaldkeri, Njáll Ársælsson út- gerðarm., og Einar H. Eiríksson kennari. Þá fór fram kosning manna í fulltrúaráð og þeirra fastanefnda sem starfa innan flokksins. — Bj. Guðm. það fram, að skipið yrði byggt á vegum ríkisins eða Grænlands- verzlunarinnar. Þessu mótmælti Lauritzen og benti á, að ríkið hefði fyrst hvatt útgerðarmenn til að smíða Grænlandsför, en síðan léti það sjálft byggja skip til að keppa við þessa sömu menn. Kjærb0l skeytti þessu engu og lét teikna skipið. Þegar frammi, benti ýmsa galla og og gerði nokkrar tillögur til úr- bóta og voru sumar teknar til greina. Deilurnar milli Kjærb0ls og Lauritzens stóðu sem hæst fyrir 1—2 árum, þegar mest var rætt um smíði skipsins. Þess má loks geta, að Kjærb0l kom til íslands með Kistu Dan í júlí 1956, en þá fór hann til Grænlands. Þá birtist af hon- um í Mbl. mynd sú, sem fylgir þessari frétt. Fólksflótti frá Ströndiim GJÖGRI, Ströndum, 29. jan. — Kaupfélagsstjóri og útibússtjóri Kaupfélags Strandamanna hafa báðir sagt upp starfi sínu. Sama er að segja um ljósmóðurina hér í Árneshreppi, svo og stöðvar- stjóra landsímans á Djúpavík. Þess má geta, að flest er þetta fjölskyldufólk, og mun það flytj- ast burt úr byggðarlaginu með vorinu eða á sumri komanda, allt nema útibússtjóri kaupfélagsins, sem hyggst stunda búskap á Felli hér í hreppi. Allt er þetta fólk vel starfi sínu vaxið, og er viðbúið, að erf- itt reynist að fylla þau skörð, sem auð verða við brottför þess. Einkum bera menn kvíðboga fyr ir því, að torvelt verði að fá hæfa ljósmóður til starfa hér. —Regína. GuÖmundur Jónsson frá Valbjarnarvöllum Minningarorð ÞAÐ VAR FÖST REGLA okkar hjónanna á hverju sumri, að heimsækja vinafólk okkar að Val bjarnarvöllum, þau hjónin Þór- unni og Guðmund. Þessum vina- fundum fækkaði síðustu árin, eftir að þau fluttu frá Valbjarn arvöllum. Sl. sumar var það fastur ásetn ingur, að við hjónin gerðum okk- ur ferð að Einarsnesi til að hitta okkar gömlu vini, þar sem þau dvöldu hjá dóttur sinni og tengda syni, en úr því varð þó ekki, og nú er Guðmundur dáinn, hann lézt 2. þ.m., svo það verður að bíða um stund að leiðir okkar liggi saman að nýju. Guðmundur fæddist að Val- bjarnarvöllum, 13. maí 1885. Hann var sonur merkihjónanna Jóns Guðmundssonar, hrepp- stjóra og konu hans Sesselju Jónsdóttur. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum að Val- bjarnarvöllum, *g þar dvaldist hann mestan hluta ævinnar, að undanteknum nokkrum árum er hann var yerzlunarmaður í Borg- arnesi, áður en hann hóf eigin búskap að Valtejarnarvöllum að föður sínum látnum, árið 1915, og þar til hann brá búi fyrir um það bil 11 árum sökum heilsu- brests, sem ágerðist nokkru síð- ar, er hann varð fyrir áfalli. Nakkru eftir að Guðmundur hóf búskap, eða 19. febr. 1916, kvæntist hann frændkonu sinni, Þórunni Jónsdóttur, pósts í Galt- arholti, sem lifir mann sinn, mik- illi afbragðskonu, sem á þeim ár- um var talm einn allra bezti kven kostur í Borgarfirði. Tvö börn eignuðust þau hjónin, Sigríði, sem er gift Sigþór Þórarinssyni, bónda að Einarsnesi, og Jón Agnar, er lézt á fermingaraldri. Fljótlega eftir að Guðmundur hóf búskap, voru honum falin mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína, Borgarhrepp, m.a. hrepps- stjóra og oddvitastörf sem hann ávallt hafði á hendi, þar til síð- asta hálfa árið, sem hann lifði. Þetta er órækur vitnisburður um, að hér hafi verið traustur, ábyggi legur og vinsæll maður, enda munu allir sem til þekktu, sam- mála um að svo hafi verið. Guðmundur naut ekki skóla- göngu, nema einn vetur í Alþýðu skólanum að Hjarðarholti í Döl- um. En Guðmundur aflaði sér auk þess staðgóðrar sjálfsmennt- unar. úr skrifar . dciqleqq hfinu „Hvíta tjaldið“ SVOHLJÓÐANDI bréf hefur Velvakanda borizt frá Karli Halldórssyni tollverði: Undir þessu nafni birtist klausa nokkur í síðasta Félagsbréfi Al- menna bókafélagsins, og þar köll- uð ljóð eftir Stefán Hörð Gríms- son. Er „ljóðið“ á þessa leið: (Línulengd, kommum og punkt- um er íylgt) Útlöndin fór hann yfir um áratuga skeið, ævilaus kominn aftur um ósigld höf og breið. Við sólstöður birtist hann syðra, en sagðist á norðurleið. Við eigum samleið að sunnan sólbjartar heiðar og fjöll, nóttina er ekkert að óttast og engin á leiðinni tröll. Áratugum fór hann yfir útlöndin og er kominn ævilaus til baka, á Suðurland stíginn kringum sól- stöður á leið í Norðuiland. Við eigum samleið sunnan heiðar og ákveðum að halda á um nóttina. Undir lágnættið fengum við rautt sólskin i fangið, aðum, og hann sagðist hafa skilið eftir ævi sína i útlöndum, ætlaði norður á undan skugga nokkrum, sá hét í Vafi. Þegar hann hafði þetta mælt um skuggann sinn gekk hann landnorður fjöll, en ég tók hér náttstað, þar sem ég sé ekki lengur til jökla fyrir skugganum hans. Þið sem fljúgið yfir firnindin í nótt, sjáið hvítt tjald á heiðinni. Þegar ég hafði þessa klausu lesið, kom mér til hugar að setja hana í búning ljoðs, eins og hann þekkist á íslandi. Lítur þá fóstur Stefáns Harðar þannig út: Um lágnætti sunna ljómar, en logandi rauð er öll. Við áðum, hann orð mér flutti um útlandaferð og dvöi, ævina eftir skildi svo ekki var kosta völ nema skjótast á undan skugga og skunda norður Kjöl. Vafi hét skugginn og skyggði á skínandi jökulfald. Félagi minn er farinn, ég fer og reisi tjald. Lít ekki lengur til jökla, þeir lögðust í skuggans vald. Þið, sem um firnindin farið og fljúgið með vængjaþyt í nótt yfir heiðina háu og hraunsins óræða glit, munuð í auðninni eygja alhvítt tjald að lit. Þegar ég svo fór með þetta á fund ritstjóra Félagsbréfs, Eiríks Hreins Finnbogasonar og óskaði eftir birtingu, færðist hann ein- dregið undan, og á þeim forsend- um að með slíku væri verið að gera grín að skáldinu Stefáni Herði Grímssyni. Hitt taldi ritstjórinn ekki eins alvarlegt, þótt ritsmíðar Stefáns Harðar og hans sporgöngumanna, væru einn af þáttum þeim, sem vinna að upplausn þjóðfélagsins og ryðja óheillastefnum braut. Ekki verður Guðmundar svo getið, að ekki sé hans minnst sem afbragðs hljómlistarmanns. Á því sviði var hann einnig sjálfmennt- aður, að því undanskildu, að hann ólst upp við söng og orgelspil í foreldrahúsum, og naut tilsagnar föður síns auk þess sem hann naut nokkurrar tilsagnar, barn að aldri, hjá Runólfi í Síðumúla. 10 ára gamall lék hann á orgel við guðsþjónustu í Síðumúla- kirkju, og í meira en 60 ár var hann organleikari við Stafholts- kirkju. Auk þess var Guðm. org- anleikari við Borgarkirkju og á síðari árum var hann einnig org- ' anleikari við Hvanneyrarkirkju. Ekki batt Guðmundur sig við kirkjuhlómlistina einvörðungu. Hann spilaði öll sönglög og dans- lög af mikilli list. Það var svo á yngri árum Guðmundar og lengi frameftir, meðan hann hélt heilsu, að sú ein dansskemmtun þótti fullkomin, þegar Guðmund- ur kom og tók orgelið eða píanó- ið, var þá sem heil hljómsveit væri komin. Hann lærði öll lög og lék þau oftast nótnalaust. Mik ið lék Guðmundur af gömlum klassiskum danslögum, en auk þess öll ný lög, jafnóðum og þau komu. Hvar sem ©uðmundur kom, færði hann með sér gleði í bæ- inn. Hann var skemmtilegur í við- móti, fyndinn í tilsvörum og ekki dró það úr, að fljótlega settist Guðmundur við orgelið, sem þá var til á flestum bæjum í Borg- arfirði, tók lagið og allir sungu með. Sérstakur aufúsugestur var Guðmundur hjá Þórði Pálssyni lækni í Borgarnesi, eins og víð- ar. Þórður var mikill söng- og gleðimaður. Um leið og Guðmund ur var kominn inn úr dyrunum setti Þórður haiin við hljóðfærið og söng sjálfur „sóló“. Brátt söng Þórður uppáhaldslagið sitt „Skin ud, du klare solskin", eitt af fegurstu sönglögum Lange-Mull- ers. Þá voru báðir í essinu sínu, söngmaður og undirleikari, en viðstöddum þótti unun á að hlýða. Það var oft „glatt á Hjalla“ á heimili tengdaforeldra Guðmund- ar enda var Galtarholt, meðan Sigríður tengdamóðir hans lifði, eitt glæsilegasta sveitaheimili sinnar tíðar heim að sækja. Galt- arholtsfjölskyldan var mjög „músikölsk", og söngelsk, þar var bæði orgel og píanó auk fiðlu og fleiri strengjahljóðfæra. Heima á Valbjarnarvöllum var mikið um söng. Sigríður dóttir hjónanna, hafði fagra og roikla söngrödd, skaði að hún skyldi ekki læra söng. Ég hefi heyrt margar góðar söngkonur syngja lag Sigvalda Kaldalóns: „Ég lít i anda liðna tíð“, en enga hefi ég heyrt syngja lagið með jafnskær- um tónum og Siggu á Valbjarn- arvöllum, nú húsfreyju í Einars- nesi, svo sem fyrr segir. Borgfirðingafélagið í Reykja- vík lét fyrir nokkrum árum taka á segulband tvo kirkjukóra, Borgar- og Stafholtskirkju, þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.