Morgunblaðið - 06.02.1959, Blaðsíða 16
1 f
MORGinvnL/iÐIÐ
Föstndagur 6. febr. 1959
„Eanta Maria“. En hún hafði
engan tíma. Framkvæmdum á-
formsins var sífellt frestað.
Öðru hverju hittust þau líka í
New Yórk, þar sem Morrison var
þá á ráðstefnum með herstjórn-
arráði sínu mestan hluta vikunn-
ar. Svo hafði hann ákveðið að
láta útbúa herbergi handa konu
sinni í blaðahöllinni — stóra en
þó mjög kvenlega vinnustofu.
Með hinu barnalega stolti, sem
hún elskaði í fari hans, leiddi
hann hana inn í þetta nýja ríki
hennar, en fyrsta heimsókn henn
ar í blaðahöllina varð fyrst um
sinn líka hennar síðasta. Hún
skynjaði fjandskapinn sem leynd
ist bak við kurteislegt yfirbragð
og lýtalausa framkomu starfs-
fólksins. Hlutverk sitt sem „For-
stjórafrúin“ lék hún með mis-
þóknun. Á skrifborðinu hennar
safnaðist ryk.
Frá erindreka Tulipanins of-
ursta hafði hún heyrt aðeins einu
sinni. f Washington hafði einn
„hr. Wagner" gefið sig fram við
hana. Það var, eins og hún hafði
búist við, allt annar „hr. Wagn-
er“ en sá fyrsti í Los Angeles.
Hún hafði tekið á móti honum.
Hann krafðist þess af henni að
hún teldi eiginmann sinn á að
taka afstöðu gegn hinum fyrir-
huguðu kjarnorkutilraunum. Hún
vék ekki einu orði að því við
hánn, að Morrisons-BIatter
myndu auk þess fara herför gegn
sprengjutilraununum. Kannske
myndu Rússarnir síðar meir álíta
að greinarnar í Morrisons-BIátt-
er mætti rekja til áhrifa hennar.
Enda þótt hún losnaði aldrei við
ónotatilfinningu, enda þótt eng-
inn dagur liði svo að hún kveld-
ist ekki af ótta við einhvern nýj-
an ,,hr. Wagner“, þá hugsaði hún
alltaf minna og minna um þá ógn-
un, sem yfir henni vofði.
Árangurinn var tvíeggjað
sverð. Nú leit flokkurinn á hana
sem auglýsingaspjald heiðarleik-
ans og oftar en einu sinni heyrði
hún menn hlæja að baki sér og
hvísla: „Þarna kemur stássrófan".
Hún fékk daglega hundruð bréfa
úr öllum hlutum landsins. Kjós-
endurnir væntu þess að Helen
Cuttler tæki að sér hina og þessa
„Hreinsun“. Skrifstofa þingfull-
trúans frá Kaliforníu í þinghús-
inu á Capitol Hill hafði innan
sinna veggja hálfa tylft skrifara.
Helen sat oft sjálf fram til klukk-
an tvö á daginn yfir kærunum og
kvörtununum, sem henni bárust
úr öllum áttum. Það hvarflaði
aldrei að henni að hún væri hæf
í þessi hlutverk sem „Mærin frá
Orleans“ — „Stássrófa“, eða
„Heilög Jóhanna" .— Sama hvert
þessara þriggja það var. Hún
sannfærðist um að ekki var hægt
að taka að sér neitt af hinum „ó-
hreinu atvikum“, að við meðferð
hvers slíks atviks varð maður
fyrst og fremst að hafa hagsmuni
ílokksins fyrir augum, að draum-
ur hennar um málamiðlun féll
meira og meira í gleymsku. Hún
varð sífellt að valda vonbrigðum
og sífellt að verða fyrir vonbrigð-
um. Hún fór að blygðast sín fyrir
það lof sem hún fékk. Einn morg
un uppgötvaði hún litlar, ljótar
hrukkur umhverfis augun á sér.
Það var þennan morgun einn
septemberdag, sem bersýnilega
hafði ruglazt eitthvað í ríminu
og áleit sig vera maídag — að
Helen ákvað að taka sér viku-
hvíld frá störfum.
Sú tilhugsun fyllti hana skyndi
legri og ákafri gleði. Hún gaf
skrifurunum sínum á „Capitol
Hill“ allar nauðsynlegar fyrir-
skipanir í skyndi, flýtti sér að
ljúka brýnustu bréfaskriftum
sínum, hringdi til Morrisons á
„Santa Maria“ og tilkynnti hon
um það, að hún hefði í hyggju að
dveljast á „Hótel Ritz“ í eina
viku. Hún skrifaði honum að hún
ætlaði ekkert annað að gera en
að sofa, njóta hvíldarinnar, heim
sækja snyrtistofur, fara í kvik-
myndahús og sjá öll ný leikrit á
Broadway.
Því næst fyllti hún tvær, litlar
ferðatöskur, gaf þernunni sinni
heimfararleyfi og settist sjálf við
stýrið á perlugráa „Lincolninum"
sínum.
Fjórum klukkustundum síðar
var hún í New York.
Hún hafði ekki minnsta grun
um það sem í vændum var.
í tvo daga kom ekkert óvenju-
legt fyrir.
Helen gerði nákvæmlega það
sem hún hafði ákveðið að gera.
Hún svaf lengi frameftir í skraut
lega Rokoko-rúminu sínu, heim-
sótti „Charles of Ritz“, fínasta
tízkuhárskerann, lét sauma sér
nokkra nýja kjóla hjá „Main-
bocher“. Hún reikaði aftur og
fram um Madison Avenue, þar
sem fornmenjasalarnir höfðu
verzlanir sínar. Hún horfði á ó-
perettu og endurtekningu á
„Hamlet", þar sem hinn frægi
Maurice Evans kom fram á svið-
ið. Henni tókst að gleyma öllum
áhyggjum eins og þegar hún var
enn ekki orðin tuttugu og átta
ára og þurfti ekki að hafa neinar
hrukkur.
Að morgni þriðja dagsins
renndi hún augunum, eins og
venjulega yfir blöðin, sem sett
höfðu verið við rúmið hennar, á-
samt hinum girnilega morgun-
verði. Hún ætlaði að fara að
leggja hið fyrirferðamikla „New
York Times“ til hliðar, þegar
hún kom auga á litla og næstum
falda tilkynningu. — Þessi stutta
klausa hafði, öðruvísi var ekki
hægt að skýra það, seitt til sín
augu hennar, með einhverjum
dularfullum töframætti.
„Fyrsta þýzka blaðamannaför-
in til USA“. þannig hljóðaði hin
fáorða yfirskrift. Þar fyrir neð-
an var í nokkrum línum skýrt
frá því, að fyrstu þýzku blaða-
mennirnir eftir stríðslok, væru
nú staddir í New York. Sautján
nöfn stóðu þar í stafrófsröð, en á
Pökkuttarsfúikur
óskast strax
Hraðfryslihúsið FROST
Hafnarfirði — Sími 50165
Stúlkur atvinna
Tvæir duglegar stúlkur vantar strax að
Álafossi. Upplýsingar í ÁLAFOSSI
Þingholtsstræti 2.
nafnalistanum miðjum stóð nafn-
ið Jan Möller.
Frásögninni lauk með þessum
orðum: „Þýzku blaðafulltrúarnir
dvelja í „Union Hotel“, Broad-
way“.
8.
Blaðið féll úr hendi Helen, nið
ur á persnesku ábreiðuna fyrir
framan rúmið. Fyrsta hugsun
hennar var: — Hvað kemur það
mér við? Hvað kemur það mér
við, þótt Jan Möller sé í New
York? Hvað kemur Jan Möller
mér yfir höfuð við
Önur hugsun hennar var: —
Hann er að leita að mér. Hann
er eflaust búinn að leita mín í
Washington. Ég verð að sima
til Washington.
Þriðja hugsun hennar var: —
„Ég ætla ekki að sjá hann. Ég
er frú Richard Morrison, eigin-
kona ameríska blaðakóngsins. Ég
er þingkonan Helen Cuttler frá
Kaliforníu. Ég þekki Jan Möller
ekki.
Fjórða hugsun hennar var: —
Ég verð að sjá hann. Ég verð
að vita hvað úr honum hefur
orðið. Hvernig hann lítur út.
Hvort hann er enn í ósátt við
sjálfan sig og heiminn. Hvort
hann veit eitthvað um mig og
hvað.
Fimmtu hugsunina hugsaði
hún ekki. Hún greip símatólið
„Gefið mér samband við „Uni-
on Hotel“.
Sekúndurnar virtust eilífðarlang
ar. Loks fékk hún þó sambandið
við gistihúsið.
„Dvelur nokkur hr. Jan Möll-
er þarna á gistihúsinu hjá ykk-
ur?“, spurði hún með öndina í
hálsinum.
„Það hlýtur að vera einn af
þýzku blaðamönnunum ... já,
ég skal gefa yður símasamband
við hann'.
Það var eins og færst hefði líf
í símatólið. Það titraði í hend-
ini á henni. Eða var það höndin
sjálf, sem titraði?
Með snöggri hreyfingu fleygði
Helen símatólinu frá sér, eins
og um einhvern eitraðan hlut
væri að ræða. Hún hafði breytt
hugsunarlaust. Augu hennar
hlýddu henni ekki og hendur
hennar ekki heldur. Heili hennar
varð að hlýða henni. Hún varð
fyrst og fremst að íhuga hvað
hún gerði.
Heili hennar hlýddi henni í
raun og sannleika. Henni? Hann
hlýddi hjarta hennar. Hann fann
þúsund róandi ástæður fyrir því
hvers vegna hún mætti síma til
Jan Möllers, já yrði að síma til
hans. Myndi hann ekki skoða
það sem hroka og drembilæti,
ef hún kynnti sig fyrir honum,
sem frú Morrison? Var hún
kannske ekki sjálfráð gerða
sinna? Þurfti hún að biðja ein-
hvern leyfis til að framkvæma
jafn lítilfjörlegan hlut og þann
að tala við gamlan kunningja?
Var hún kannske ekki hinn mikli
þýzki sérfræðingur Helen Cuttl-
er og myndu ekki hinir þýzku
blaðamenn auk þess heimsækja
hana?
Aftur greip hönd hennar síma-
tólið.
„Ég varð fyrir dálitilli truflun,
ungfrú. Viljið þér vera svo góð
að gefa mér aftur samband við
„Union Hotel".
Og aftur endurtók sig sama bið
in.
a
r
i
ú
A
THEN f MUST ARREST ALL
OF yOU...NOW TURN BACK
...I'M TAKING YOU IN/ ^
SERGEANT, MARK'S TOO
NICE A GUY TO TELLYOU, BUT
I RELEASEP ANDY WHILE YOU
WERE ASLEEP/ . ,
l'M ARRESTING YOU, MARK, FOR
REFUSING TO COMPLY WITH THE
RABIES CONTROL LAW /
NO, FRANk, YOU'RE
NOT ARRESTING US...
WE'VE DONE NOTHING
WRONG OR ILLEGAL AND
WE'RE.GOING ON /
HOLD
ON A
MINUTE,
FRANK/
1) „feg tek þig fastan, Markús,
tyrit að neita að hlýða settum
zegluaa um bóiuserningu gegn
bundaseði". „Bíddu við, Frank!"
2) „Heyrðu varðstjóri. Mark
er alltof heiðarlegur til að segja
þér frá því, að það var ég sem
hleypti Aanda út meðan þú
svafst".
3) „Þá verð ég að taka ykkur
öll föst. Snúið við. Ég fer með
ykkur öll til baka", „Nei, Frank"
þú tekur okkur ekki föst. Við
höfum ekki aðhafst neitt illt eða
ólöglegt og við ætlum að halda
áfram".
Svo heyrði hún djúpu, hljóm-
miklu nefmæltu röddina, sem svo
oft hafði hljómað í eyrum henn-
ar á löngum einmanalegum nótt-
um.
„Möller hér. Hver talar “
Hún hló. Það var hlátur ungr-
ar stúlku og hún blygðaðist sín
jafnskjótt fyrir hláturinn.
„Þér verðið að ráða þá gátu
hjálparlaust". Hún talaði þýzku.
— „Helen Cuttler". Hún nefndi
meyjarnafn sitt.
Það var stutt, vandræðaleg
þög í heyrnartækinu.
„Helen. Hvernig vissirðu að ég
væri hér?“, sagði Jan að lokum.
„Ég var rétt að lesa það í blöð-
unum. Ætlaðir þú ekki að hringja
til mín?“
,„Jú, auðvitað". Það hljómaði
örlítið hikandi — „Ertu í New
York “, spurði hann svo.
„Hvar annarsstaðar?"
„Ég hélt að þú værir í Washing
ton“.
„Þú veist það þá?“
„Heldurðu kannske, að þú sért
eina manneskjan, sem les blöð-
in, eða hvað?“
„Hvernig stendur á þessarri
ferð þinni til New York?“
„Það er nú löng saga, að segja
frá því. Ég er sko aftur farinn
að stunda mína fyrri iðju. Ég
er aftur orðinn blaðamaður og nú
vilja menn endilega sýna okkur
„guðs eigið ríki“.
„Þú virðist vera alveg jafn bit-
ur og áður“.
Hann svaraði ekki síðustu at-
hugasemd hennar, en sagði:
„Hvenær fæ ég að sjá þig,
Helen?“ — Örlítið hik — „Ef
ég fæ þá yfirleitt að sjá þig“.
Það hljómaði dálítið móðgandi,
þegar hann bætti við, áður en
Helen fengi tóm til að svara: —.
„Það er auðvitað ekki víst, að
nokkrum dauðlegum manni hlotn
ist sá heiður að sjá eiginkonu
hins ameríska blaðakóngs".
Hún var nærri búin að svara
honum í sama tóni, en sá sig um
hönd. Hún mátti ekki særa hann.
— „Hvers vegna hefði ég þá ver-
ið að hringja til þín?“, flýtti
hún sér að segja.
„Við erum allan daginn á þön-
um. Móttökur. Leiðsaga. Skoðun.
Vi ðerum líka í skóla. Kennsla í
demokratiskum fræðum. Og á
SUÍItvarpiö
Föstudagur 6. febrúar.
.Fastir liðir eins og venju ga.
13.15 L'ésin dagskrá næstu viku.
18.30 Barnatími: Merkar uppfinn-
ingar (Guðm. M. Þorláksson,
kennari). 20.30 Daglegt mál.
(Árni Böðvarsson kand. mag.).
20.35 fslenzk tónlist: Borgfirðinga
kórinn syngur lög og lagaútsetn-
ingar eftir dr. Hallgrím Helgason;
höfundurinn stjórnar. 21.00 Múnc
hen; — samfelld dagskrá í tilefni
af 800 ára afmæli borgarinnar,
tekin saman og flutt af íslenzk-
um stúdentum þar á staðnum.
22.20 Lög unga fólksins (Haukur
Hauksson). 23.15 Dagskrárlok.
Laugardagiur 7. febrúar.
Fastir liðir eins og venjulega.
— 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn-
dís Sigurjónsdóttir). — 14.00
íþróttafræðsla (Benedikt Jakobs
son). — 14.15 Laugardagslögin.
— 16.30 Miðdegisfónninn. — 17.15
Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson). —- 18.00 Tómstunda-
þáttur barna og unglinga (Jón
Pálsson). — 18.30 Útvarpssaga
barnanna: „f landinu, þar sem
enginn tími er til“ eftir Yen Wen-
ching; XI. (Pétur Sumarliðason
kennari). — 18.55 f kvöldrökkr-
inu; tónleikar af plötum. — 20.30
Leikrit: „í óveðurslok" eftir
Laugu Geir, vestur-íslenzka
konu; Aðalbjörg Bjarnadóttir
þýddi úr ensku. — Leikstjóri:
Hildur Kalman. Leikendur: Rúrik
Haraldsson, Edda Kvaran, Katrin
Thors, Arndís Björnsdóttir,
Indriði Waage, Gestur Pálsson,
Árni Tryggvason, Helga Valtýs-
dóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir.
— 22.10 Passíusálmur (11.). —
22.20 Danslög (pl.). — 24.00 Dag-
skrárlok.