Morgunblaðið - 06.02.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.02.1959, Blaðsíða 9
Fostudagur 6. febr. 1959 MORGVNBLAÐH 9 Landsmalafélagið Vcrrður Stjórnmálaskóli Varðar Landsmálafélagið Vii'rður efnir til stjórnmálafræðslu fyrir I. Flutt verða eftirtalin erindi: Stjómlög og stjórnskipun hins íslenzka lýðveldis. 1. erindi. Mánudaginn 9. febrúar. Bjarni Benediktsson, ritstjóri: Lýsir þrem þáttum ríkisvaldsins, sem er réttur til laga- setningar (Alþingi), framkvæmdarvald (Ríkisstjórn) og dómgæzla (Dómstólar). Alþýðleg fræðsla um þá meginþætti stjórniaga iandsins, sem hverjum manni er nauðsynlegt að kunna skil á. Skýrt hvernig handhafar ríkisvaldsins fá umboð sitt frá þjóðinni með kosningum, sem byggðar eru á almennum og jöfnum kosningarrétti. 2. erindi. Miðvikudaginn 11. febrúar. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri: Skýrir ákvæði stjórnarsltrárinnar um mannréttindi, upp- runa og þýðingu ákvæðanna um trúfrelsi, málfrelsi, rit- írelsi, atvinnufrelsi, friðhelgi eignarréttarins, um þrískipt- ingu rikisvaldsins og nauðsyn óháðra dómstóla til að tryggja borgurunum þessi réttindi. félagsmenn sína 9. fehrúair til 22. marz n.k. IV Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins. 8. erindi. Föstudaginn 6. rnarz. Magnús Jónsson, alþingismaður: Rakin verður í stórum dráttum saga Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins og skýrt frá helztu stefnumálum þeirra. Gerð verður grein fyrir tengslum Framsóknarflokks- ins við samvinnuhreyfinguna og hversu áhrifavald flokks- ins hefir byggzt á misnotkun hennar og ranglátri kjördæma- skipan. Skýrt verður samband Alþýðuflokksins við verka- lýðshreyfinguna, gerð grein fyrir breytingum á afstöðu flokksins til þjóðnýtingar og ræddar orsakir þess, að flokk- urinn hefir ekki náð svipaðri aðstöðu hér og hliðstæðir flokkar á Norðurlöndum. 9. erindi. Mánudaginn 9. marz. Jóhann Hafstein, bankastjóri: Um kommúnisma — hugsjónir og kenningar — vest- rænt og austrænt lýðræði — um öreiga og alræði og sögu- lega þróun — hlutverk kommúnismans i íslenzkum stjórn- málum — Kommúnistaflokkur á íslandi — Getur þetta gerzt hér? II. Mikílvæffpn* staðreyndir um land og þjóð og efnahags starfsemina S. erindi. Mánudaginn 16. febrúar. Jóhannes Zoega, verkfrseðingur: Almenn lýsing landgæða, en sérstaklega rætt um vatns- Og hitaorku og hagnýtingu hennar.Skýrð nauðsyn þekking ar á þessum efnum og þýðing rannsókna í þágu atvinnu- veganna, sérstaklega með tilliti til þess að upplýsa um hagkvæmni framkvæmda í einstökum atvinnugreinum og samanburð á framleiðni þeirra. 4. erindi. Föstudaginn 20. febrúar. Guðjón Hansen, tryggingafræðsngur: Gerð verður grein fyrir mannfjölda á Islandi, aldurs- flokka og atvinnustéttaskiptingu, fólksfjölgun og fólks- flutninga milli byggðarlaga og útskýrð félagsleg og efna- hagsleg áhrif breytinga á þessum atriðum á næstu árum. Raunhæf þekking á þessum atriðum er ásamt öðru sá grund- völlur, sem byggja verður á aliar tillögur um umbætur í félags- og efnahagsmálum. 5. erindi Mánudaginn 23. febrúar. ólafur Björnsson, prófessor: Hver er þáttur hinna einstöku atvinnugreina, sjávarút- vegs, iðnaðar, landbúnaðar, verzlunar í þjóðartekjunum? Hvernig skiptast þjóðartekjurnar? Ráðstöfun þjóðartekn- anna til neyzlu og fjárfestingar. Erlendar skuldir og þróun þeirra. Þjóðhagsreikningar og mikilvægi þeirra fyrir stefn- una í efnahagsmálum. III. S j álf stæðisstef nan 6. erindi. Föstudaginn 27. febrúar. Birgir Kjaran, hagfræðingur: Sjálfstæðisstefnan er raunhæf þjóðmálastefna, grundvöl. uð á þekkingu á staðreyndum, en byggir ekki á draumóra- kenndum hugmyndum um sæluríki. Hún er hreinræktað íslenzkt fyrirbæri og sniðin eftir íslenzkum þjóðfélags- háttum. Kjarni Sjálfstæðisstefnunnar er mannhelgi — frelsi og sjálfstæði einstaklinganna. 7. erindi. Mánudaginn 2. marz. Ólafur Björnsson, prófessor: Þau höfuðmarkmið, sem flestir eða allir starfandi stjórn- málaflokkar á Vesturlöndum vilja keppa að, eru framfarir, frelsi, réttlæti og öryggi. Ágreiningur er hins vegar um það, hversu þessum markmiðum skuli ná. Stefnan í efnahagsmálum, eins og aðrir þættir stjórnmálanna, hlýtur að mótast af viðhorfum til ofangreindra markmiða. Ræðu- maður skýrir stefnu Sjálfstæðisflokksins i efnahagsmálum og hver rök hníga að því, að hún megi tryggja framgang ofangreindra markmiða. V. Nokkrir þættir þjóðmála. 10. erindi. Föstudaginn 13. marz. Svavar Pálsson, viðskiptafræðingur: Skattamálin. Skýrir nauðsyn skattálagningar og ræðir kosti og galla hinna ýmsu skattforma. Bendir á, hvernig oft er horfið frá meginmarkmiði skattálagningar, sem er tekjuöflun fyrir hið opinbera, og reynt að ná alls óskyldum markmiðum. Skýrir mismun skattpólitískra og skatttæknilegra vanda- mála.. 11. erindi. Mánudaginn 16. marz. Þorvaldur Jón Júliusson, hagfræðingur: Viðskiptamálin. Skýrir hlutverk viðskipta milli einstaklinga, fyrirtækja og þjóða, milliliðakostnað, gjaldeyrisviðskipti, gengi, vöru- skipta- og greiðslujöfnuð og stefnur í viðskiptamálum. 12. erindi. Miðvikudaginn 18. marz. Gunnar Helgason, erindreki: Verkalýðsmálin. Rekur sögu og skýrir starfshætti og skipulag verkalýðs- samtakanna og þýðingu þeirra fyrir Jaunþega og þjóðar- heildina. Skýrir hvernig heilbrigð verkalýðsbarátta miðast við að tryggja launþegum réttlátan hlut þjóðartekna og stuðla að aukningu þeirra með uppbyggingu atvinnuvega og bættri tækni til framleiðslu. 13. erindi. Föstudaginn 20. marz Þorvaldur Garðar Kristjánsson, lögfr. Félagsmálin. Gerð grein fyrir því hlutverki þjóðfélagsheildarinnar, að tryggja öllum einstaklingum lágmarkslífskjör eða félags- legt öryggi. Rætt um leiðir að því marki, svo sem almanna- tryggingar gegn sjúkdómum, örorku, elli, ómegð og atvinnu- leysi og opinberar ráðstafanir í húsnæðismálum. Rakin í stuttu máli saga trygginga- og framfærslumála á íslandi og afskipta ríkisvaldsins af húsnæðismálum. Skýrt ástand þessara mála í dag og bent á helztu framtiðarverkefni. 14. Sunnudaginn 22. marz kl. 8,30 verður kaffikvöld og þá teknar ákvarðanir um málfundi fyrir þátttakendur og leiðbeiningar í ræðumennsku. Ég undirritaður óska að taka þátt í stjórnmálanámskeiði Landsmálafélagsins Varðar: (Þátttakendur séu ekki yngri en 21 árs.). Nafn:.................................... Heimili:................................... Erindin verða öll flutt í Vallh öll við Suðurgötu og hefjast kl. 8,30 e.h. Eftir hvert erindi, sem tekur um það bil 45 mín., verður fy»rirspurnum svarað. D Er Varðarfélagi.: ' Óska að gerast Varðrfélagi. Til Landsmálafélagsins Varðar, ValhöII við Suðurgötu, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.