Morgunblaðið - 11.02.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.02.1959, Qupperneq 1
211 síöur 46. árgang-ur 34. tbl. — Miðvikudagur 11. febrúar 1959 Prentsmiðja MorgunT laðsina Tveir kanadískir togarar og spænskt skip i hafsnauð v/ð Nýfundnatand HALIFAX, 10. febrúar. — (Reuter). — Eftir mikinn storm sem gekk yfir Nýfundnaland og Nýja Skotland síðustu þrjá daga er saknað tveggja kanadískra togara og eins spænsks skips. Komust í björgunarbáta Kanadíski togarinn „Blue Wave“ hefur horfið með 16 manna áhöfn um 60 mílur suður af Nýfundnalandi og er hans nú leitað. Annar kanadískur togari „Cape Dauphin" fórst suðaustur af Nýja Skotlandi. Á honum var 13 manna áhöfn. Mennirnir fóru í björgunarbáta og var þeim bjargað um borð í annan kanad- ískan togara. Neyðarskeyti frá spænsku skipi Þá sendi spænska skipið Mel- Samkomulag i Kýpur-deilunni ? ZÚRICH, Svisslandi, 10. febr. (Reuter) — Nú vantar aðeins herzlumuninn til þess að Grikkir og Tyrkir komist að fullu sam- komulagi <um stjórnskipulag og framtíð Kýpur. Forsætisráðherr- ar Grikkja og Tyrkja þeir Kon- stantin Karamanlis og Adnan Menderes hafa átt fundi saman í Zíirich í sex daga og er þeir gengu í dag af sameiginlegum fundi, sem staðið hafði í IV2 klst. voru þeir báðir mjög bjartsýnir um að Gordíons-hnútur Kýpur- deilunnar væri leystur. Fundinn sátm einnig utanríkisráðherrar landanna, þeir Evangelos Aver- off og Fatin Zorlu. Zorlu sagði við blaðamenn: — Nú fyrst er ég orðinn verulega Kiúsjeff boðið til Norðurlanda KAUPMANNAHÖFN, lO.febr. (Páll Jónsson). í dag var til- kynnt samtímis á Norðurlönd- unum, Noregi, Svíþjóð og Dan mörku að Krúsjeff forsætis- ráðherra Rússlands væri boðið sameiginlega í heimsókn til nefndra þriggja landa, vænt- anlega næsta haust. Hafa Ger- hardsen forsætisráðherra Norðmanna og Erlander for- sætisráðherra Svía staðfest þetta. Krúsjeff mun án efa taka boðinu með ánægju, enda mun það fram komið að undirlagi hans sjálfs. Þegar hann hitti Kekkonen forseta Finnlands fyrir nokkru í Leningrad, stakk hann því að honum, hvort hann gæti undirbúið fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna. Kekkonen kom skilaboðum siðan áleiðis til nágrannaþjóðanna. etia í dag út neyðarskeyti þar sem það var statt um 800 mílur suðaustur af Cape Race á Ný- fundnalandi. Hefur ekki síðan heyrzt til þcss. Bandaríska varð- skipið Ingham er farið því til hjálpar. Skip og flugvélar hafa leitað að togaranum „Blue Wave“, en leit- arskilyrði hafa verið slæm, þoka snjókoma og stórsjór. Debré heitir Serkjum efnahagsframförum ALGEIRSBORG, 10. febr. (Reut- er). — Forsætisráðherra Frakk- lands, Michel Debré er kominn til Alsír og flutti hann í dag ræðu fyrir hinu 43 manna æðsta ráði Norður-Afríku. Forsætisráðherr- ann talaði um framtíð Norður- Afríku og óskaði hann eftir sam- starfi íbúa landsins við að koma í framkvæmd 200 milljón dollara áætlun um efnahagslegar fram- farir í lan<Jinu, en með henni á að skapa 400 þúsund manns at- vinnu á fimm árum. Meginatriði áætlunarinnar eru mikil nýsköpun landbúnaðarins og bygging málmverksmiðja og efnaverksmiðja, sem eiga að nýta olíu og gas frá Sahara-eyðimörk- inni. Þá á að byggja nýjar íbúðir fyrir eina milljón manna og hefja mikla nýsmíði á skólum, sjúkra- húsum, þjóðvegum og höfnum. Debré, sem er hægri hönd de Gaulles forseta hefur mætt all- mikilli mótspyrnu evrópskra landnema í Alsir, sem finnst að de Gaulle sé að svíkja þá með því að bæta aðstöðu innfæddra á kostnað rnanaa sem eru af evrópsku bergi brotnir. Debré mun dveljast þrjá daga í Alsír. bjartsýnn á lausn deilunnar. Aver off tók undir þessi ummæli og sagði: Við erum búnir að byggja hús. Það er aðeiiis eftir að flytja inn í það. Einn af blaðamönnunum spurði: — En hvar á að hafa lyklavöldin að húsinu? Averoff svaraði: — Ibúar Kýpur. Ráðherrarnir hafa aðallega at- hugað möguleika á stofnun sjálf stæðs ríkis á Kýpur, þar sem gætt sé réttinda þjóðernisminni- hluta Tyrkja á eynni. Mun í ráði að brezkt og grískt gæzlulið verði sent til eyjarinnar. En það hef- ur verið þröskuldur í vegi, að Tyrkir heimta að fá líka að hafa þar gæzlulið. Ef samkomulag tekst milli for- sætisráðherra Grikkja og Tyrkja mun ekki líða á löngu þar til efnt verður til ráðstefnu Grikkja, Tyrkja, Breta og fulltrúa Kýpur- búa um framtíð eyjarinnar. Á Kýpur búa 400 þúsund grísku mælandi menn *g 100 þúsund Tyrkir. Lengi kröfðust Grikkir þess að eyjan sameinaðist Grikk- landi, en upp á síðkastið háfa þeir breytt um stefnu og krefj- ast þess að Kýpur verði veitt sjálfstæði. Þar með er skapaður grundvöllur fyrir samkomulagi. Ráðherrarnir munu koma sam- an til nýs fundar á morgun og verður það úrslitafundur. Ferðalög LONDON, 10. febr. (Reuter). .— Macmillan forsætisráðherra Bret lands mun fara til Parísar og Bonn að lokinni hinni fyrirhug- uðu ferð sinni til Moskvu. Hann kemur heim úr Rússlandsferð sinni 5. marz. Síðan dvelst hann í þrjá daga í Norður írlandi. Hann mun ræða við de Gaulle og Michel Debré í París 9. og 10. marz og Adenauer í Bonn 12. og 13. marz. Vesturveldin hafa náin samráð við Macmillan um viðræð ur við Krúsjeff. Vickers flugvélaverksmiðjurnar brezku hafa nýlega smíðað helmingi stærri flugvél en Viscount- flugvélarnar, sem þær hafa framleitt. Hin nýja flugvél nefnist Vickers Vanguard og sést hún hér hefja sig til flugs af tilraunaflugvelli. "" ........ ' ' ■!■■■"■' — "■■■ 1 .1' ....... " ........* ■’ 1 Dulles leggst á sjúkrahús og verður frá starfi í margar vikur Verður nýr utanrikisráðherra skipaður? WASHINGTON, 10. febrúar. — (NTB) — Dulles utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna varð í dag að leggjast inn í Walter Rcid hersjúkrahúsið í Washington. Verður að skera hann upp við kviðsliti Hann mun verða að dveljast á sjúkrahúsi í minnst einn mánuð og verður að því búnu að taka sér hvíld frá störfum í nokkrar vikur. Stjórnmálaritarar víða um heim bollaleggja mjög um þenn- an sjúkdóm Dullesar. Telja þeir að hann sé alvarlegur hnekkir fyrir Vesturveldin, af því að Dulles hafi unnið allra manna mest með skarpleika og ein- beittni að því að viðhalda öruggu Ofsalegur fellibylur veldur manndauða og skemmdum í St. Louis NEW YORK, 10. febrúar. — Þegar er vitað að 31 maður hefur látið lífið og um 400 hafa særzt í ægilegum felli- byl, sem skall í morgun yfir borgina St. Louis í Miðríkj- unum á bökkum Missisippi- fljóts. Rauði krossinn segir þó að enn geti fjöldi látinna og særðra leynzt undir húsa- rústum eftir fárvirði þetta. Fárviðri þetta gekk frá suðri og beint yfir miðhluta borgar- innar. Var vindhæðin svo mikil, að múrsteinsveggir húsa brotn- uðu og timburhús splundruðust eins og sprengja hefði hitt þau. Stormurinn reif tré upp með rót- um og tók sum þeirra með sér nokkra vegalengd. Þá felldi hann sterkar loftskeyta- og sjónvarps- stengur og sleit háspennulínur. Auk þess sem fjöldi húsa lagð- ist í rúst í þessum náttúruham- förum urðu meiri og minni skemmdir á flestum húsum borg- arinnar, rúður brotnuðu, reyk- háfar féllu niður og þakstein- ar fuku eins og fis út um allt. Við eina aðalgötu borgar- innar er hvert einasta hús mikið laskað. f mörgum húsum kvikn- uðu eldar, þar sem gaslagnir höfðu rifnað í sundur. í borginni St. Lous, sem er mikil verzlun- arborg og menningarsetur búa 2 milljónir manna. Hún er höfuð- borg Missouri-ríkis- samstarfi Vesturveldanna í þýð- ingarmestu heimsmálum. Minna þau í þessu sambandi sérstaklega á síðustu för hans til Evrópu, þar sem Dulles tókst að minnsta kosti um stundarsakir að sætta nokkuð ólík viðhorf Vesturveld- anna í Berlínardeilunni. Eisenhower forseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í dag, að hann harmaði veikindi Dullesar. Hann lýsti utanríkisráðherran- um sem frábærum vitmanni, sem hefði unnið meira starf en nokkur annar maður í utanríkis- málum Bandaríkjanna. Eisen- Kista Dan á leið til Grænlands KAUPMANNAHÖFN, 10. febr. (Páll Jónsson). — Hið þekkta íshafsfar Kista Dan, sem er eign Lauritsens útgerðarmanns siglir á morgun af stað frá Kaupmanna höfn til Grænlands. Vegna um- ræðnanna í Danmörku um það hve mikil hætta sé samfara Græn landssiglingum mun skipið enga farþega flytja nema með sér- stöku leyfi jönsku ríkisstjórnar- innar. Verður þá aðeins flutning ur með skipinu. Leitinni að Hans Hedtoft er nú hætt og munu Grænlandsförin Umanak og Disko halda frá Grænlandi næstu daga hower kvaðst þó um leið fagna því að Dulles hefði nú loks eftir langvarandi veikindi séð, að það var honum fyrir beztu að leggj- ast á sjúkrahús. Þegar Dulles kom til sjúkra- hússins var hann þrátt fyrir allt glaðlegur og brosti til blaða- manna, sem biðu hans við inn- ganginn. Kona hans fylgdi hon- um til sjúkrahússins. Heaton yfirlæknir sjúkrahúss- ins sagði blaðamönnum ,að upp- skurðurinn væri ekki aðkall- andi. Dulles yrði sennilega skor- inn upp á föstudag eða laugar- dag. Kviðslitið mun stafa frá fyrri uppskurðum á Dulles, sem munu hafa slitnað upp. Það er margra álit að Dulles muni ekki eiga afturkvæmt í sæti utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Miklir atburðir eru nú að gerast í utanríkismálum Bandaríkjanna og telja margir, að Eisenhower komist ekki hjá því að skipa nýjan mann í emb- ætti Dullesar. Miðvikudagur 11. febrúar Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Stjórnmálaskóli Varðar settuf, — 6: Heilsuleysi Dullesar (Erl. yfir- litsgrein). — Sanngjarnar grein ar um landhelgismálið í erlend- um blöðum. — 8: Kvenþjóðin og heimilið. — 9: Gróska í starfsemi Skógræktar- félagsins. — 10: Forystungreinarnar: „Bændur völdu hlutfallskosningu til bún- aðarþings“ og „Svar verksmiðjv fólksins“. Utan úr heimi: Donald Humi og gálginn. — 11: Bókaþáttur. — 12: Óttinn við þotuöldina. — 18: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.