Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. föbr. 1959 *• ,Ég tel skoðanir þínar óviturlegar./ Frá umræðum á Alþingi um áætlunarráð ríkisins í'YRSTA málið, sem tekið var til umræðu á fundi neðri deildar Alþingis í gær, var frumvarp JEinars Olgeirssonar um áætlun- arráð ríkisins. Var það til fyrstu umræðu og fylgdi flutningsmað- ur því úr hlaði með fimm stund- arfjórðunga ræðu. Kom Einar Olgeirsson víða við í ræðu sinni, rakti þróun efna- hagsmála síðustu áratugina og sagði meðal annars, að þegar gjaldeyririnn var þjóðnýttur hefði hið opinbera jafnframt átt að sýna það framtak að efla sjáv- arútveginn á alla lund, en því hefði ekki verið að heilsa. Þá rakti ræðumaður nokkuð efna hagsmálatillögur Sjálfstæðis- flokksins frá 18. desember og lét sér einkum í því sambandi tíð- rætt um ræðu Björns Ólafssonar, 2. þm. Reykvíkinga, við aðra um ræðu um niðurfærslulögin. Björn Ólafsson kvaddi sér hljóðs að ræðu flm. lokinni. Kvaðst hann ekki ætla að svara mörgu, en »ér finndist hlýða að standa upp þar sem Einari Ol- geirssyni hefði þótt hlýða að nefna sig sem andstæðuna enda væri það rétt, að þeir væru á öndverðum meiði, því Einar Ol- geirsson vildi bönd og hömlur en sjálfur vildi hann hið gagnstæða. En Björn Ólafsson kvaðst vilja leyfa sér að segja við Einar Ol- geirsson eins og Voltaire hefði eitt sinn sagt: „Ég tel skoðanir þínar óviturlegar, en ég mun berj ast fyrir því til síðasta blóðdropa, að þú hafir frelsi til þess að láta í ljós vitleysuna". ilvægu máli, að hann gæti ekki látið hjá líða að segja um það örfá orð. Mistök í fjárfestingu hefðu verið svo mikil undanfarin ár, að virða bæri hverja tillögu, sem fram kæmi til lausnar. Aðal- atriðið í þessu sambandi væri, að fjárfestingin hefði verið meiri, en hægt hefði verið að afla fjár til með eðlilegum hætti. Þörf fyrir fjárfestingu hefði að vísu verið meiri hér á landi en í nágrannalöndunum, en það væri þjóðfélaginu nauðsynlegt að sníða sér stakk eftir vexti, og samræmi yrði að vera milli fjár- festingar og fjáröflunar, svo ekki brytist út verðbólga. Ólafur Björnsson sagði, að hér á landi væri fjár til fjárfestingar einkum aflað með tvennu móti. Annars vegar með sköttum en hins vegar með sparifé. Þegar þessu fé væri eytt uppgötvuðu menn, að fjárfestingin væri miklu minni en heppilegt væri frá almennu eða pólitísku sjón- armiði. Þá væri farið í Seðla- bankann og sótt þangað það sem á vantaði og kæmi það fram sem aukin verðbólga. Slíkar aðferð- ir í fjárfestingu væru sjaldgæfar nema þá helzt í Suður-Ameríku. Þar hefði líka gjaldmiðill eins ríkis fallið um 100% á einu ári. Þetta ríki hefði ekki átt í styrj- öld svo kunnugt væri og of mikil fjárfesting hefði því verið orsök þess hvernig hefði farið. Þá vék ræðumaður að því, að neyzla á mann hefði verið minni að verðmætum árið 1957 en árið 1948. Væri þetta merkilegt rann- sóknarefni og stafaðí að sínu áliti af því, að hagkerfið hefði farið úr skorðum vegna hinnar miklu fjárfestingar, sem ekki hefði aukið framleiðsluverðmæti að sama skapi. Þá vék Olafur Björnsson að einstökum atriðum í frumvarpi Einars Olgeirssonar. Kvað hann í því sambandi nauðsynlegt, hvað sem liði skipun áætlunar- ráðs, að komið yrði á einni eða annarri stofnun, sem gerði yfir- lit yfir væntanlega þróun þjóðar- búskaparins á næsta ári og væri það í sjálfu sér jafnnauðsynlegt og að gera fjárhagsáætlun um ríkisbúskapinn. í frv. væri ekki skorið úr um það í hvaða fjárfestingu yrði ráð izt. Kvað Ólafur Björnsson bú- ast við að hér væri um að ræða skoðanamun hjá sér og Einari Olgeirssyni. Sín skoðun væri sú, að einstaklingar ættu að hafa sem mest frelsi til að ráðast í þá fjárfestingu, sem þeir réðu Við, þannig að aðeins meiri hátt- ar fjárfesting væri háð leyfi hins opinbera. Ólafur Björnsson kvað sér ekki fyllilega ljóst, hvernig valdsvið áætlunarráðs yrði hátt- að og að hvað miklu leyti það ætti að hafa vald til að ákveða fjárfestingu í einstökum atriðum. Þá væri einnig mikið atriði hvert frjálsræði ætti að veita einstaklingunum og hvar ætti að draga þau mörk. Þessi atriði skiptu mestu máli er tekin væri ' afstaða til umrædds frumvarps. Tvö innbrot í fyrrinótt í FYRRINÓTT voru framin inn- brot á þremur stöðum hér í bæn- um. Brotizt var inn í sölubúð Orku hf., á Laugavegi 166 og þar stolið lítilsháttar af rafmagns- áhöldum, þ.á.m. tveimur raf- magnsrakvélum. Framið var innbrot í mjólkur- isgerðina „Dairy Queen“ á Hjarð- arhaga 47, og þar stolið skipti- \nynt. Einnig var brotizt inn 1 Hagabúðina, sem er í sömu bygg- ingu og þar stolið niðursoðnum ávöxtum og sælgæti. Málið er í rannsókn, og hafði lögreglan í gær handtekið tvo menn, sem haldið var að væru valdir að innbrotunum. Rossellini óttast, að börn hans verði ekki alin upp i kaþólskum sið Ræðumaður hélt áfram og sagði að Einar Olgeirsson hefði haldið þessa sömu ræðu á þingi mörg undanfaria ár. Hún væri byggð á því grundvallaratriði kommúnismans, að hneppa þjóð- ina í fjötra ríkisvaldsins, til að hægt væri á eftir, að koma henni undir ok kommúnismans. Yrði þá eins komið og nú er komið fyrir þjóðunum í Austur-Evrópu, þar sem hvorki ríkir andlegt frelsi né athafnafrelsi. Ef þetta frv. yrði að lögum kvaðst ræðumaður segja það fyrsta skrefið í átt til einræðis kommúnismans. Þá vék Björn Ólafsson að því, að Einar Olgeirsson hefði haft eftir sér, að hann hefði viljað gefs gjaldeyri frjálsan. Hann kvaðst hafa viljað fá gjaldeyri rétt skráðan, ^n þá fyrst væri hægt að gefa hann frjálsan. Björn Ólafsson sagði að lokum, að ef ræða Einars Olgeirssonar væri tekin öll fyrir í einu og dregin af henni ályktun, væri hún sú, að hann og hans flokkur vildi að þegnarnir gengju í vinnumennsku hjá ríkisvaldinu. Ríkið ætti að fá yfirráð yfir sál og líkama þegnanna eins og tíðk- aðist fyrir austan járntjald. Þjóðin yrði hins vegar að vera frjáls til að hugsa, starfa og tala, ef hún ætti ekki að verða þræll skipulagningar, sem færði allt á ógæfuhlið. Ólafur Bjömsson, prófessor, tók næstur til máls. Kvað hann hér, að sínu áliti, hreyft svo mik- Dagskrá Alþingis 1 DAG er boðaður fundur í sameinuðu þingi kl. 1,30. Sex mál eru á dagskrá. — 1. Fjárfesting, þáltill. — Hvern- ig ræða skuli. 2. Lán vegna hafnargerða, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 3. Hagnýting síldaraflans, — þáltill. — Ein umr. 4. Flugsamgöngur, þáltill. — Ein umr. 5. Uppsögn varnarsamnings, þáltill. — Ein umr. 6. Hlutdeildar -og arðskiptifyr- irkomulag í atvinnurekstri, þáltilL — Fyrri umr. Dregið í 2. flokki Happdrættis Háskólans í GÆR var dregið í Happdrætti Háskóla íslands — 2. flokki þessa árs — um 845 vinninga að upp- hæð samtals kr. 1.095.000. — Hæstu vinningarnir komu á eft- irtalin númer: Hæsti vinningurinn, 100 þús. kr., kom á miða nr. 3445 (Vi miða í umboði Frímanns Frímannsson- ar, Hafnarhúsinu). 50 þús. kr. komu á nr. 3611 (einnig 14 miði í umboði Frímanns). — Þessi númer hlutu 10 þús. kr. vinn- inga: 1540, 8457, 18463, 39795, 43742 og 46901. — Og 5 þús. kr. komu á eftirtalda miða: nr. 6235, 9626, 11265, 24183, 27923, 33732, 41219, 47505 og 49813. (Birt án ábyrgðar.) RKI-merki og öskupokar í DAG er fjáröflunardagur Rauða Kross íslands. f flestum kaup- stöðum landsins munu deildir hans selja merki til ágóða fyrir hina margþættu starfsemi hans. f dag er frí í skólum bæjarins svo sem venja er á öskudaginn. Litlar telpur voru önnum kafnar í gær við að sauma öskupoka og mikil títuprjónakaup höfðu far- ið fram. KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 10. febr. — Fyrstu íslendingarnir sem taka sér far með hinum nýju hraðfleygu farþegaþotum, fóru héðan í kvöld með Boeing 707 þotu frá PANAM, en íslend- ingarnir eru Egill Vilhjálmsson Iframkvæmdastjóri og frú Helga Undanfarið hefir mikið verið skrifað um þessi þrjú börn í blöð um um allan heim. Þetta eru börn Ingiríðar Bergman og Rossellinis, tvíburasysturnar Ingiríður og ísabella og eldri bróðir þeirra Robertino. Þau hjónin eiga nú í málaferlum út BORG, Miklaholtshreppi, 30. jan. — Það sem af er þessum vetri hef ir verið sérstaklega snjólétt, varla hægt að segja að snjó hafi fest í byggð, að heitið geti. Frost hafa verið töluverð 8—14 stig, er því jörð alldjúpt frosin. Hey hafa gefist töluvert, þótt snjólétt sé, norðanátt hefir verið ríkjandi oft mjög hvasst og frosthart og ekki verið hægt að beita sauðfé þess vegna. Hross eru víðast hvar úti ennþá. Skepnuhöld hafa verið ágæt sem af er vetri. — Töluvert hefir verið um byggingar og rækt unarframkvæmdir hér í sveit á sl. ári, þrátt fyrir allverulega hækk- un á byggingarefni. Bygginga- framkvæmdum seinkaði nokkuð Vilhjálmsson kona hans. Þau fóru til New York. Þotan kom frá París og voru með henni 107 farþegar og 11 manna áhöfn. .Er flugvélin lagði héðan upp um klukkan 9,30 voru því innanborðs 120 manns. Áætlaður flugtími til New York var 5 klukkustundir 39 mínútur — B.Þ af börnunum. Urskurðað hefir verið, að Ingiríður skuli hafa börnin í sinni vörzlu, þar til dómur hefir endanlega verið kveðinn upp í málinu. Rossellini heldur því fram, að börnin muni ekki verða alin upp í kaþólskum sið, þar sem bæði Ingiríður og eiginmaður hennar Lars Schmidt vegna þess, hvað seint járn kom til landsins. Vegir hafa alltaf haldist svo að segja auðir, og samgöngur ver- ið í bezta lagi. Vegaframkvæmd- ir hafa verið litlar á sl. ári, þrátt fyrir ríflegt framlag til vega. Félagslíf hefir verið nokkurt sem af er vetrinum. Mikill áhugi hefir verið fyrir skáklist, hafa sveitir frá einstökum félögum komið saman til taflæfinga á Vegamótum, Þá hafa leikfélög kamið með leikþætti og sýnt þá að Breiða- bliki, t.d. Ungmennafélag Stykk- ishólms sýndi „Skyggna vinnu- konan“. Leikfélag Akraness sýndi „Gamla Heidelberg", Leikfélag Ólafsvíkur sýndi „Leynimel 13“. Áhorfendur hafa allir skemmt sér vel á þessum leiksýningum, og margir leikendur skilað sínum hlutverkum af mestu prýði. Hafi þeir allir þökk fyrir komuna og góða skemmtun, Heilsufari fólks hadir verið nokk uð ábótavant nú í vetur. T.d. hér í Miklaholtshreppi hafa veikindi verið með meira móti. Farsóttir hafa þó ekki borizt í sveitina, þótt mislingar séu nýlega komnir upp í héraðinu. Þegar þessar frétt ir eru ritaðar, þá eru fimm bænd- ur hér í sveit rúmliggjandi, þrír á spítala en tveir í heimahúsum. Nýlega er látia frú Kristín Stefánsdóttir, kona Júlíusar Jóns- sonar bónda í Hítaraesi. séu mótmælendatrúar. Til þess að vega upp á móti ákæru Rossellinis lætur Ingiríður börn- in vera viðstödd kaþólska messu í þorpinu Chevreuse, sem er um 5 km leið frá Choiselukastalanum sem er bústaður Ingiríðar og Schmidts. Þar að auki sækja börnin daglega ítalskan barna- skóla í París. Húsmæðra* fræðslu Kron HÚMÆÐRAFRÆÐSLA Kron hefst 16. febr. kl. 8,30 í Sam- bandshúsinu og er ætlunin að átta til tíu kvöld verði að þessu sinni. Húsmæður í Kron kunna vel að meta þá fræðslu og uppörvun, sem þeim var veitt á fræðslu- kvöldunum í fyrravetur og voru þakklátar fyrir þetta framtak. Á síð&sta aðalfundi Kron var Kven- fulltrúum þar ásamt félagsstjórn falið að halda þessu fræðslu- starfi áfram. Kaupfélag Reykja- víkur og nágrermis býður nú fé- iagskonum þátttöku, sem áður þeim að kostnaðarlausu. Ekki er unnt að hafa fleiri þáttakendur en 50 í sýnikennslu, og verður því að miða þátttökuna hvert kvöld við þá tölu. Dagskrá verður þessi: 1. Ávarp. 2. Fyrirlestur um næringar- efnafræði og myndræma, Olga Ágústsdóttir. 3. Mataruppskriftir og sýni- kennsla, Vilborg Björnsdóttir húsmæðrakennari. Bragðað á réttunum. 4. Kaffi. 5. Vörusýning. Áríðandi er, að konurnar, sem taka ætla þátt í húsmæðrakvöld unum, láti skrá sig sem allra fyrst í sinni hverfabúð, og, fá þær þá jafnframt upplýsingar um hve- nær þeirra kvöld verður. Fyrstu íslendingarnir fljúga með þotu vesiur Fréttabréf úr Miklaholtshreppi: Snjóbíll á Snœfellsnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.