Morgunblaðið - 11.02.1959, Page 8

Morgunblaðið - 11.02.1959, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik’udagur 11. febr. 1959 Fyrstu módelin saumaði hún úr afþurrkunarklútum ÞEGAR ég var að gera alls herj- ar hreingerningu í skrifborðinu núna um daginn, rakst ég á „gamalt“ blað, eða síðan 11. júní 1957, og í því var meðfylgjandi tízkumynd. Finnst ykkur ekki athyglisvert að sjá hinar „nýju“ línur þarna á myndinni, góðu ári áður en þær komu fram í París, mittið upp undir brjósti, vítt bak og ballon! — — O — Þessir kjólar voru á sumar- tízkusýningu hjá ítalska tízku- teiknaranum Simonettu, sem er einhver frægasti tízkuteiknari Itala. Það má með sanni segja að hún hafi hér verið dálítið á undan sinni samtíð — eða e. t. v. hafa Frakkarnir fengið einhverj- ar hugmyndir frá henni. 14 model úr afþurrkunar- klútum! Simonetta á sér merkilega sögu í tízkuheiminum. Á fyrstu sýn- ingunni, sem hún hélt sýndi hún 14 módel, sem voru eingöngu búin til úr afþurrkunarklútum og slátrarasvuntum!! Þetta er ótrú- legt en satt. Það gerðist rétt í stríðslok og þá var mjög þröngt í búi í Rómaborg, ómögulegt að fá tízkuefni eða neitt sem þurfti til þess að halda tízkusýningu. — En Simonetta réðst í fyrir- tækið — og ekki nema 24 ára gömul var hún eigandi yngsta tízkuhúss Ítalíu. Mál og vog í eldhúsinu 1 VETUR hringdi til mín frú ein, sem var í vandræðum. Hún ætl- aði að fara að baka eitthvað af okkar góðu kökum, en málin í uppskriftinni voru gefin upp í dl. og þar sem hún átti ekki dl. mál og vissi ekki um eðlisþyngd hinna ýmsu hluta var hún í vand ræðum! Það sem ég geri fastlega ráð fyr ir að til séu fleiri húsmæður en þessi eina, sem ekki eiga dl. mál (sem reyndar ætti að vera til á hverju einasta heimili) ætla ég að birta lista yfir helztu hluti, sem þarf að mæla í eldhúsinu og vil ég þar með biðja háttvirtar húsmæður að klippa þennan lappa úr og stinga honum á vísan stað til þess að geta haft afnot af honum í framtíðinni 1 dl. vegur nál. Flórsykur 65 gr. haframjöl 40 — heilhveiti 50 — hrísgrjón 90 — hveiti 50 — kakaó — 55 — kartöflumjöl 80 — rúgmjöl 50 — möndlur 65 — púðursykur 60 — rúsínur 65 — 1 dl. vegur nál. sagógrjón 90 gr. brætt smjör 100 — strásykur 85 — sýróp 125 — Flest heimili ættu að geta'orðið sér úti um dl. mál. Málin eru ódýrari en vigtirnar og að mörgu leyti hentugri í notk un. En til eru í búsáhaldaverzl. mæliglös sem hægt er að mæla í bæði sykur og hveiti allt upp í 500 gr. og það finnst mér hand- hægustu mælitækin. En sjálfsagt er að eiga ofangreindan lista (sem raunar er frá Setbergi s.f.) og væri ekki úr vegi að birta hér einnig hvaða skammtar af sósum og súpum eru áætlaðir fyrir 1 mann, — það getur verið gott að vita, ef halda á miðdegisverðar- boð í fyrsta sinn, að fá einhverja hugmynd um hve mikið á að búa til af súpunni, án þess að þurfa að vera með öndina í hálsinum yfir því að ekki sé nóg til. Sósur ójafnaðar sósur dl. jafnaðar sósur %—1 ’/adl. Súpur Tærar soðsúpur 214—3 dl. Jafnaðar soðsúpur 1 >/2—2 dl. Sætsúpur 2—214 dl. Giftist harðasta keppinaut sínum! Árið 1953 giftist Simonetta harðasta keppinaut sínum í tízkuheiminum, teiknaranum Al- Simonetta berto Fabiani, — en tízkuhús þeirra héldu áfram að vera tvö, þótt þau ættu margt sameigin- legt eftir sameiningu eigend- anna.: Simonetta þykir vera mjög ákveðin í tízkulínu sinni. Hún er mjög vandvirk og lætur ekk- ert verk frá sér fara fyrr en hún er 100% ánægð með það, efnið, litina, — allt valið af hinum hár- fína og nákvæma smekk hennar. Og sem sagt, Árið 1957 sýndi hún kjólana á meðfylgjandi mynd á sumarsýningu sinni! ... . sú kona sem getur tekið á móti manninum sínum með „krullupinna" í hárinu og með nefið atað í kremi, ber annað hvort ekkert skynbragð á karl- menn eða er — mjög hugrökk .. .... sá maður sem kemur óvænt heim með blóm, tekur óvænt upp flösku af vím eða þá verður óvænt bálvondur, þarf ekki að kvíða því að konan hlaupi frá honum. Konur bíða og vonast eftir hinu óvænta.... Verðlaunakökur vinsœlar vestanhafs — Viljið þér reyna ? VESTANHAFS er það mjög tíðk- að að hafa alls kyns verðlaúna- samkeppnir og eru það fyrirtæki sem efna til þeirra í auglýsinga- skyni fyrir vöru sina. Meðal vin- sælustu keppnanna eru „köku keppnir", sem framleiðendur Pillsbury hveitisins efna að jafn aði til. Eru veitt geysimikil verð- láun fyrir beztu kökurnar. 50 þús. dollarar eru hæstu verðlaun in. — Hér fara á eftir nokkrar verðlaunakökur og eru verðlaun in fyrir hverja köku tilgreind með uppskriftinni. 25 þús. dollara verðlaun — Appelsínukaka Rífið niður 1 stóra appelsínu, bæði kjötið og börkinn (geymið safann þar til síðar) 1 bolla af stéinalausum rúsínum og 14 bolla af hnetum. — Sigtið því næst sam an 2 bolla af hveiti, 1 teskeið af sóda, 1 tsk. af salti og 1 bolla af sykri. Blandið saman við þetta 14 bolla af mjólk. Hrærið deigið síðan þar til það er orðið vel blandað saman og bætið þá út í það 2 eggjum og 14 bolla af mjólk. Því næst er deigið hrært aftur vel, þá er appelsínunni, rús ínunum og hnetunum blandað saman við. — Kakan er bökuð í vel smurðu ferköntuðu frekar grunnu formi, við fremur vægan hita í 40—50 mínútur. Ofan á hana kemur: Hellið 14 bolla af appelsínu safa yfir kökuna á meðan hún er heit. Blandið saman 14 bolla af sykri, 1 tsk. kanel og 14 bolla af söxuðum hnetukjörnum og stráið þessu yfir kökuna. Hana má síðan skreyta með sneiðum úr appelsínu ef vill. sóda og 14 tsk. salt. Hrærið vel % bolla af smjörl. og 1 bolla af sykri, og 2 egg, 2 matsk. af mjólk og 1 tsk. af vanillu. — Nú er hveitinu blandað saman við, og hrært vel í. Þá er bætt út í það 1 bolla af hökkuðum döðlum, 14 bolla af hökkuðum kirsuberjum og deig- ið er hrært vel. Nú eru búnar til litlar kúlur, 1 matsk. í hverja. Myljið nú 214 bolla af „kornflakes". Veltið hverri kúlu upp úr þessu raspi. Látið þær síðan á vel smurða plötu og látið bita úr kirsuberi ofan á hverja köku. Bakast í 10— 12 mín. við frekar vægan hita. — Mjög nauðsynlegt er að láta kök- urnar kólna vel áður en þær eru látnar í kassann. 1 þús. dollara verðlaun Brúnkökur með piparmyntukremi Sigtið vel saman % bolla af hveiti, 114 tsk. af lyftidufti 14 tsk. salt. Hrærið vel 14 bolla af smjörl. og 1 bolla af sykri, bætið tveimur eggjum út í ásamt 3 matsk. af kókói og 1 tsk. vanillu. Þá er hveitinu blandað saman við ásamt 14 bolla ag söxuðum hnetum. Hrært vel og síðan er deiginu hellt í vel smurt form, sem hveiti hefur verið stráð inn í, bezt að hafa það ferkantað ca. 10—15 cm. djúpt. — Bakast við frekar vægan hita. Kirsuberjasmákökur — 5 þús. dollara verðlaun Sigtið vel saman 214 bolla af hveiti, 3 tsk. lyftiduft. 14 tsk. Flestir ímynda sér að kjólarnir frá stóru tízkuhúsunum í Paris séu óskaplega íburðarmiklir og fínir. En þessi ullarkjóll frá þeim getur varla verið einfaid- ari og látlausari. Hálsmálið er rúnnað, stórir vasar setja sinn svip á hann — og við hátíðlegri tækifæri má hafa við hann satínbelti með slaufu. Fyrir fáum ároim var alit í einu farið að nota litað geitarskinn í sportfrakka, jakka og dragtir. Skinnið er þunnt, mjúkt og það má þvo það, svo þetta er ákaf- lega hentugt efni í utanyfir- flíkur á ungar stúlkur. Hér er hárauð dragt úr geitarskinni. Jakkinn er víður í bakið, en að framan ber hann greinilega svip empire-stílsins. .... væri það ekki heillaráð ef lyfsalarnir skildu eftir rúm á seðlinum, sem límdur er utan á meðalaglös og flöskur, til þess að við húsmæðurnar gætum skrif að þar til hvers meðalið skal notast. Við erum ekki svo vel að okkur í latínunni og heldur ekki svo minnisgóðar að muna hvað er við hverju....

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.