Morgunblaðið - 11.02.1959, Page 10

Morgunblaðið - 11.02.1959, Page 10
1C m o r c rnv n T. 4 Ð 1 Ð Miðvikudagur 11. febr. 1959 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavik. Framkva°TY1dastjóri: Sigfús Jónsson. Ai tjórar: Valtýr Stefónsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vi""í Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. A ^kriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. BÆNDUR VÖLDU HLUTFALLSKOSN- INGU TIL BÚNAÐARÞINGS FVRIR um það bil 20 árum var lagður grundvöllur að nýrri kjördæmaskipun og skipulagi kosninga til Búnaðar- þings. Þar voru bændurnir sjálf- ir, sem ákváðu hið nýja skipulag. Og þeir ákváðu, að allir fulltrú- ar til Búnaðarþings skyldu kosn- ir með hlutfallskosningu í kjör- dæmum ,sem kusu 2—5 fulltrúa. Þessi kjördæmaskipting var á þessa leið og var allstaðar kosið hlutfallskosningu: Gullbringu- og Kjósarsýsla kaus 2 fulltrúa, Mýra- og Borg- arfjarðarsýsla kaus 2 fulltrúa, Snæfellsnes- og Dalasýsla kusu saman 2 fulltrúa, Barðastrand- arsýsla, V-ísafjarðarsýsla, N- ísafs. og Strandasýsla kusu 3 fulltrúa, V-Húntvatnssýsla og A- Húnavatnssýsla kusu 2 fulltrúa, Skagafjarðarsýsla kaus 2 fulltrúa, Eyjafjarðarsýsla kaus 2 fulltrúa, Þingeyjarsýslur báðar kusu 2 fulltrúa, N-Múlasýsla, S-Múla- sýsla og A-Skaftafs. kusu 3 ftr. Og Suðurlandssýslurnar, V- Skaftafells.-, Rangárvalla-, Ár- nessýsla og Vestmannaeyjar kusu saman 5 fulltrúa. Um leið og þessi skipan var gerð á kosningum til Búnaðar- þings var fulltrúum einnig fjölg- að nokkuð. Hliðstæð breyting nú Þessi kjördæmaskipun til Bún- aðarþings, sem bændurnir höfðu sjálfir forystu um, og töldu bezt henta samtökum sínum, hefur haldizt óbreytt í aðalatriðum síð- an. Þó hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir því, að nokkrum kjördæmum hefur verið skipt, þannig að tekin hafa verið upp 8 einmenningskjördæmi. En 17 af 25 núverandi fulltrúum Bún- aðarþings eru ennþá kosnir með hlutfallskosningum í 2ja, 3ja og 5 manna kjördæmum. Það sem gerðist fyrir 20 árum, er kjördæmaskipun til Búnaðar- þings var breytt fyrir forgöngu bændanna sjálfra, á nú að gerast að því er snertir kjördæmaskipun og kosningar til Alþingis. Áform- að er, að allir alþingismenn verði kosnir með hlutfallskosningu og kjördæmin stækkuð nokkuð. Suð urland, frá V-Skaftafellssýslu til Árnessýslu, að meðtöldum Vest- mannaeyjum á t.d. að verða eitt kjördæmi til Alþingis, eins og það er í kosningum til Búnaðar- þings. Allir Vestfirðir eiga enn- fremur að verða eitt kjördæmi á sama hátt og þeir voru það til Búnaðarþings samkvæmt breyt- ingunni, sem gerð var fyrir 20 ár- um. Allt Austurland á ennfrem- ur að verða eitt kjördæmi til Al- þingis, eins og það er til Búnað- arþings. Hvernig má það nú verða, að það sé stórhættulegt fyrir bændastéttina eða fólk út um land yfirleitt, að kjósa með hlutfallskosningu í stórum kjördæmum, þegar Alþingis- kosningar fara fram, ef það er skynsamlegt og gagnlegt að kjósa með slíku skipulagi til Búnaðarþings? Væri ekki rétt að Framsóknarmenn veltu þessari spurningu fyrir sér um skeið? SVAR VERKSMIÐJUFÓLKSINS MEÐAN kommúnistar áttu sæti í vinstri stjórninni, reyndu þeir að telja al- menningi trú um, að allar ráðstaf- anir stjórnarinnar í efnahagsmál- um væru fólkinu til hagsbóta. Þannig var það almenningi þá til hagsbóta, að vinstri stjórnin lög- batt kaupgjald á árinu 1956 og skerti vísitöluuppbót, sem nam 6 stigum. Ennfremur sögðu kommúnistar að það væri til hagsbóta fyrir verkalýðinn, er ríkisstjórnin lagði á 300 milljón króna í nýjum skött- um og tollum fyrir jólin 1956. Loks kom svo stærsta „kjara- bótin“, sem vinstri stjómin veitti verkalýðnum. Hún var fólgin í 790 millj. kr. nýjum sköttum og tollum, sém lagð- ar voru á almenning með „bjargráðunum“ vorið 1958. Það er einnig rétt að menn minnist þess, að flokkar vinstri stjórnarinnar kölluðu stefnu sína í efnahagsmálunum „stöðvunar- leiðina". Kommúnistar og aðrir flokkar vinstri stjórnarinnar héldu því með öðrum orðum fram, að með hinum sífelldu nýju skattaálögum á almenning væru þeir að stöðva verðbólguna, draga úr dýrtíðinni og auka kaupmátt launa!! íslenzkur almenningur veit hver raunveruleikinn var í þess- um málum. Breytt um tón En nú eru kommúnistar farn- ir úr ríkisstjórn. Þá hefur skyndi- lega breytzt í þeim hljóðið. Enda þótt Hermann Jónasson lýsti því yfir, þegar vinstri stjórnin gafst upp, að ný verðbólgualda væri risin, telja kommúnistar það nú „árás á verkalýðinn", þegar nú- verandi st.jórn gerir raunhæfar ráðstafanir til að færa niður verð lag og kaupgjald. Á þessum sleggjudómi hamra kommúnistar í tíma og ótíma. En auðsætt er, að almenningur í landinu ,ekki hvað sízt verka- lýðurinn, er farinn að sjá í gegn- um blekkingaþvælu þeirra. f Verkamannafélaginu Dagsbrún héldu lýðræðissinnar fyllilega velli, þegar stjórnarkosningar fóru fram þar fyrir skömmu. Dagsbrúnarverkamenn létu æs- ingar kommúnista og hrópyrði um „árásir á verkalýðinn" eins og vind um eyru þjóta. Og nú hefur verksmiðjufólkið í höfuð- borginni einnig sagt sína skoðun á fullyrðingum kommúnista. Stjórnarkosningin í Iðju um síð- ustu helgi sýndi, að lýðræðissinn- ar standa þar traustum fótum og fylgi þeirra fer enn vaxandi. Allt sýnir þetta að þjóðin er að koma út úr þeirri gerningaþoku moldviðris og blekkinga, sem vinstri stjórnin þyrlaði upp um efnahagsmálin. Þjóðin vill láta segja sér sannleikann — og hún vill líka hlusta á hann. fjf^UTAN ÚR HElXíf Allar líkur benda til oð Donald Hume sleppi enn v/ð gálgann Hinn illræmdi enski morðingi hand tekinn i Sviss eftir tilraun til bankaráns — og morð HINN illræmdi, enski morðingi, Donald Hume, sem losnaði úr Dartmoor-fangelsinu á sl. ári eft- ir átta ára fangavist þar, situr um þessar mundir í varðhaldi í Zúrich í Sviss, ákærður fyrir morð, morðtilraun og rán með vopnavaldi. — Hume er fyrrver- andi orrustuflugmaður í brezka flughernum. Hann var dæmdur meðsekur um morð á bílasala nokkrum í London árið 1950, en var látinn laus í fyrra, eftir 8 ára hegningarvist, eins og fyrr segir. ★ ★ ★ Jafnskjótt og hann var aftur frjáls ferða sinna, skrifaði hann greinaflokk í blaðið „Sunday Pictorial“, þar sem hann játaði á sig morðið á bílasalanum og lýsti þeim atburðum öllum nán- ar. — Þetta gat hann gert í skjóli þess, að ensk lög kveða svo á, að ekki sé hægt að dæma neinn fyrir afbrot, sem hann hefur áður verið sýknaður af. Bankarán í Brentford Fyrir nokkru varð það kunn- ugt, að alþjóðalögreglan, „Inter- pol“, hafði hafið víðtæka leit að Donald Hume um alla Evrópu — og Scotland Yard lýsti honum sem stórhættulegum glæpa- manni. — Það upplýstist, að hann hafði fyrir nokkru framið bankarán í Brentford — og skot- ið bankastjórann, sem reyndi að hafa hendur í hári ræningjans, til bana. — En stúlka nokkur í bankanum hafði séð hann. Þegar henni var sýnd sakamannaskrá lögreglunnar, stanzaði hún við mynd morðingjans Donalds Hume. Þekkti hún þar aftur bankaræningjann í Brentford. Um sama leyti komu einnig fram nær óyggjandi sannanir fyrir því, að Hume væri sá, er í ágúst sl. hafði rænt sama banka allmikilli fjárfúlgu, en þá hafði gjaldkerinn verið drepinn. En Donald Hume fannst hvergi. Ljóst varð, að hann hafði með einhverjum hætti komizt úr landi — og það upplýstist einnig, að hann hafði breytt um nafn, gekk nú undir nafninu Brown. Óttazt var, að hann mundi brátt fremja ný afbrot — og þess reyndist heldur ekki langt að bíða. Vissu ekki í fyrstu, hvern þeir höfðu handtekið Rétt fyrir mánaðamótin síð- ustu reyndi hann að ræna banka morð á samvizkunni.... í Zurich. Ránið mistókst, en hann særði bankagjaldkerann lífs- hættulegu sári, og á flóttanum skaut hann til bána bílstjóra einn, sem reyndi að hefta för hans. — Hann náðist þó á flótt- anum,« en Zurich-lögregluna grunaði ekki í fyrstu, að hér hefði hún náð á sitt vald Donald Hume, hinum illræmda enska morðingja. — Maðurinn hafði bókstaflega engin skjöl eða skilríki, sem bent gætu til þess, hver hann væri, sagði einn af varðstjórum lög- reglunnar í Ziirich í blaðavið- tali. — En hann kvaðst heita John Stanislau, amerískur vél- virki af pólskum uppruna. Sagð- ist hann starfa við bandarísku flugstöðina í Wiesbaden í Vest- ur-Þýzkalandi. — Síðar fengum við svo sannanir fyrir því frá Bern, að maðurinn væri enginn annar en Donald Hume, eða Brown, eins og hann hefur nefnt sig í seinni tíð. — Eftir að það vitnaðist, hver hann í raun og veru er, hefur hann tekið þá af- stöðu að gefa alls engar upplýs- ingar. Hins vegar hefur hann hvað eftir annað tekið að gráta ákaflega og ryður þá úr sér upp- hrópunum eins og: „Drepið mig — skjótið mig! Setjið mig í raf- magnsstólinn!“ — Maðurinn virð ist vera ágætur leikari. Ekki dauðadómur — Hingað' munu koma menn frá Scotland Yard — og þeir reyna eflaust að fá Hume fram- seldan enskum yfirvöldum. En það mun ekki verða gert. Hann verður á sínum tíma dæmdur hér — af kviðdómi, segir lög- regluforinginn. — Og það verður ekki dauða- dómur? spyr blaðamaðurinn. — Nei, dauðadómur var fyrir löngu felldur úr gildi hér í Sviss. Harðasta refsing, sem hægt er að dæma mann til fyrir morð, er 20 ára fangelsi — og sá tími getur stytzt um 5 ár, ef fanginn hegðar sér vel. — En verður hann, að þeim tíma liðnum, framseldur til Eng- lands? — Varla, svarar lögregluforing inn. Við framseljum ekki af- brotamenn til landa, sem enn beita dauðarefsingum. Ódæðið í Zurich Ræninginn ruddist inn í bank- ann um hádegið, rétt í þann mund, sem átti að fara að loka. — Gjaldkerinn, Walter Schenkel, og roskinn starfsrhaður, Edvin Frh. á bls. 13. handtökuna. — Myndin er tekin í lögregiu stöðinni í Ziirich.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.