Morgunblaðið - 11.02.1959, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.02.1959, Qupperneq 13
Miðvikudagur 11. febr. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 Vilhjálmur laugsson Minningarorð í dag þér. Á morgun mér. VILHJÁLMUR Jón Gunnlaugs- son Snædal bar nöfn afa sinna beggja, Vilhjálms Oddsen alþm. í Teigi og Jóns (eldra) Jónsson- ar bónda á Eiríksstöðum. — Hann var fæddur á Eiríksstöðum 18. júlí 1883. Óvænt barst mér andlátsfregn hans 2. þ.m., vissi engar líkur til að það bæri svo fljótt að höndum. f huga mínum var aðeins það, hvenær við fengjum tækifæri til að hittast á heimili annars hvors okkar. Það var gömul og ný venja okkar að sækja hvor annan heim og rækja löng og góð kynni með frændsemi og vináttu. Þá vorum við í uppvexti innan fermingaraldurs, þegar við vegna frændsemi fengum fyrst að gjöra heimsóknir á sumrum hvor til annars. Við vorum þrímenningar af Möðrudalsætt. Á beggja hugar sjóði var Möðrudalur óðal okkar þótt ekki væri framtalsskylt á tíundarvísu. Á milli heimila okk- ar var Fljótsdalsheiði og Jökulsá á Dal, auk nokkurra bæjarleiða innsveitis í Fljótsdal. En ekki var það látið standa í vegi. Yfir heið- ina voru farnar hinar fornkunnu Bessagötur — alfaraleið þangað til brú var byggð á Jökulsá hjá Hákonarstöðum — og yfir Jök- ulsá á Kláffergju skammt frá bæ á Eiríksstöðum. Þessi fyrstu kynni voru alla tíð verðmæti í hugarsjóði okkar beggja. Brátt eftir fermingu fór Vil- hjálmur til náms á Flensborgar- skólann einn vetur, og annan vetur var hann við nám í Reykja- vík. Síðar, þau ár sem við bjuggum búum okkar sinn hvoru megin Fljótsdalsheiðar, hann á Eiríks- stöðum (1908—10 og 1916—21), ég í Hamborg, endurnýjuðum við kynni okkar árlega. Og allt til 1935 mun vart hafa liðið svo nokkurt ár að við hittumst ekki. Eftir að Vilhjálmur fluttist til Reykjavíkur (1946) höfum við rækt frændsemi og fyrri kynni með heimsóknum hvor til annars. Vilhjálmur kvæntist 6. sept. 1908 eftirlifandi konu sinni, Elínu Pétursdóttur Maack og öðlaðist þar með mesta verðmæti og gæfu lífs síns. Hófu þau þá búskap á Eiríksstöðum móti móður hans, Steinunni Vilhjálmsdóttur og Ein ari Eiríkssyni siðari manni henn- ar. Tveimur árum síðar fluttu þau búskap sinn að Hofteigi og þaðan aftur í Eiríksstaði eftir sex ár. Þar bjuggu þau síðan í sam- býli við ýmsa vandamenn til þess er þau árið ’46 fluttust til Reykja- víkur. Alls bjuggu þau 38 ár við góð búþrif og ágætan orðstír. Eiríksstaðir eru svo mikil og góð bújörð, að þar þreifst vel búskap- ur, þótt í tvíbýli væri eða þrí- býli. Heimili Elínar og Vilhjálms var orðlagt fyrir gestrisni og fyr- irbeina, veittan af alúð og rausn. Vilhjálmur var að persónuleik minnisstæður maður, vel að öllu Jón Gunn- Snædal Hans Angstmann, matreiðslumaður í Central-Hotel í Zurich, sem sýndi mikið snarræði og kjark við handtöku morðingjans, fékk 1000 franka viðurkenningu fyrir afrek sitt frá borgar- stjórn Ziirich. gerður, þaulgreindur, lesínn, minnugur og fróður. Hann var geðspakur maður jafnhugaður og þreklundaður. glaðvær, málglað- ur, máldjarfur og hispurslaus í fari og framkomu. Skoðanir hans voru grundaðar af íhygli og skarpri greind. Mál sitt sótti hann og varði með spekt, lét ógjarnan undan síga og varð aldrei orðvant. Hispursleysi hans og djarfmæli var svo samgróið persónuleik hans og framkomu allri, að engum kom til hugar að fyrtast við. Með Vilhjálmi Snædal er hnig- inn til foldar drengur góður og fá gætur persónuleiki, sem allir mega sakna, sem kynnzt hafa, og þeir mest, sem þekktu hann bezt. , Halldór Stefánsson. Finnakeppni í badminton stendur yfir FIRMAKEPPNI TBR hófst síð- astliðinn laugardag. Að þessu sinni tóku þátt í keppninni 98 fyrirtæki. Keppnin er forgjafar- keppni, þannig að. allir þátttak- endur hafa jafna möguleika til að sigra. Keppt er um farand- bikar, gefinn af Leðurverzlun Magnúsar Víglundssonar hf., en auk þess fá þau tvö fyrirtæki, sem keppa til úrslita bikar til eignar. í dag fara fram úrslita- leikirnir í íþróttahúsi Vals við Hlíðarenda og hefst keppnin kl. 3. —^ Eftirtalin þrettán fyriræki keppa til úrslita: Fyrirtæki og keppendur Verðandi hf., Haukur Gunnars- son og Sigurgeir Jónsson. Kristján Siggeirsson hf., Davíð Sch. Thorsteinsson og Vagn Ottoson. Guðmundur B. Sveinbjörnsson, Þórir Jónsson og Albert Guð- mundsson. Leðuriðja Stefáns Ólafssonar, Karl Maack og Júlíanna íse- barn. . Rammagerðin, Kristján Benja- mínsson og Einar Jónsson. Bókfell hf., Halldóra Thoroddsen og Lárus Guðmundsson. Heildverzl. Alberts Guðmunds- sonar, Páll Andrésson og Jón- ína Nieliníusdóttir. Vefarinn hf., Guðlaugur Þorvalds son og Pétur Nikulásson. Gamla kompaníið hf., Sigríður Guðmundsdóttir og Hulda Guð mundsdóttir. Olíufélagið hf., Þorvaldur Ás- geirsson og Rafn Viggósson. Samvinnutryggingar, Finnbjörn Þorvaldsson og Árni Ferdin- antsson. Ljósmyndastofan Loftur hf., Ósk- ar Guðmundsson og Gunnar Petersen. Kristján G. Gíslason hf., Jón Jó- hannesson og Leifur Miiller. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10 Hog, voru einir í bankanum, þeg- ar atburðurinn gerðist. — Gjald- kerinn skellti peningakassanum í lás, þegar Hume ógnaði honum með skammbyssu. En ræninginn hafði engar vöflur á, heldur skaut gjaldkerann og særði hann hættulegu sári. 1 sömu svifum kastaði Hog pappírskörfu að glæpamanninum, og féll hún yfir höfuð honum. Hume tókst þó jafnskjótt að losa sig við körf- una og sló þá bankamanninn nið- ur með byssuskeftinu. — En nú var aðvörunarkerfi bankans kom ið í gang. Mun Hume hafa orðið skelfdur af hávaðanum og tekið til fótanna. — Hog gamli hljóp á eftir honum út á götuna og hróp- aði á hjálp. Þar bar þá að bíl- stjóra nokkurn, sem reyndi þeg- ar að ná ræningjanum — en Hume skaut hann til bana um- svifalaust. Næst miðaði hann býssu sinni að Hans nokkrum Angstmann, 35 ára gömlum matreiðslumanni, sem einnig var á hælum hans — en nú hljóp skotið ekki úr byss- unni. Eftir skamma stund hafði Angstmann dregið morðingjann uppi á hlaupunum og náð taki á honum. Með hjálp fleiri manna, sem þustu að, tókst honum að afvopna Hume, sem gafst þá upp fyrir ofureflinu. — Sennilegt er, að margir hefðu legið í valnum áður en Hume næðist, ef ekki hefði viljað svo vel til, að byssa hans „klikkaði" — því að tíu skot voru enn eftir í henni. Hugrekki það og snarræði, sem hinn látni bílstjóri og mat- reiðslumaðurinn sýndu, hefur vakið aðdáun manna. Angstmann var heiðraður sérstaklega í ráð- húsi borgarinnar. Var honum þar afhent 1000 franka viðurkenning fyrir afrek sitt. Jafnframt greiddi borgarstjórnin ekkju bílstjórans 50 þúsund franka bætur. Dýrsleg grinimd Hin dýrslega grimmd, sem Donald Hume hefur sýnt í ráns- ferðum sínum, nú síðast við bankaránið í Zurich, kemur ekki á óvart, þegar fyrsta morð hans er haft í huga. Eins og fyrr segir, var Hume orrustuflugmaður í brezka flug- hernum í síðustu styrjöld. Hann kvað hafa verið góður hermaður, gefinn fyrir æsilega atburði — og sat sig því ekki úr færi að vera þar með, sem átökin voru hörðust. Sagt er og, að hann sé góðum gáfum gæddur — og hafi gengið mjög í augun á veika kyninu. Skömmu eftir stríðslok hafði hann komið á fót sjálfstæðu fyr- irtæki, en það fór fljótlega út um þúfur. Þá tók hann að starfa fyrir alræmdan svartamarkaðs- braskara og bílasala í London, Stanley Setty. — Starf Humes var einkum í því fólgið að stela bílum fyrir Setty. En brátt tók vinnuveitandinn að gera hosur sínar grænar fyrir konu hans, Cynthiu. — Og dag nokkurn sparkaði hann óþyrmi- lega í hundinn Tony, sem var yndi og eftirlæti Hume. Þá var mælirinn fullur. Það var sem berserksgangur rynni á Hume — og hann stakk vinnuveitanda sinn til bana með hníf. Síðan limaði hann líkið sundur í fjóra parta, bjó vandlega um þá í þykk um umbúðapappír og ók með þá til einkaflugvallar í nágrenn- inu, þar sem hann fékk leigða litla flugvél. Flaug hann síðan með hinn óhugnanlega farm sinn til hafs og varpaði pökkunum fjórum í sjóinn. En hann hafði ekki flogið nógu langt frá landi. Fiskimaður nokkur fékk einn af pökkunum á öngulinn. — Þá kom Scotland Yard til sögunnar, og eftir um- fangsmikla leit * fundust hiniv hlutar líksins í Romneyfenjun- um, en þangað hafði þá rekið fyrir straumi. Aðeins dæmður meðsekur Grunur féll þegar á Hume, og var hann handtekinn. En mála- ferlin gegn honum urðu að ýmsu leiti hálfskopleg. Hann lék á til- finningar áheyrenda, og vann sér nokkra samúð, þar sem hinn myrti hafði reynt að fleka konu hans. Cynthia var Hume hin styrkasta stoð með vitnisburðí sínum. Hún hélt ákveðið fram sakleysi hans og hughreysti hann með öllum mögulegum ráð- um. Og áheyrendur í réttarsaln- um gátu ekki annað en dáðst að óbilandi baráttuþreki hennar. Hume varð að lokum að játa, að hann hefði varpað hinu sund- urlimaða líki í sjóinn, en hélt fast við þann vitnisburð, að hann hefði verið leigður til verknaðar- ins — af hinum raunverulegu morðingjum. Og ákæruvaldið gat ekki hnekkt því. Hann var því aðeins dæmdur sem meðsek- ur um morð — til 12 ára fanga- vistar. ★ ★ ★ En hann var látinn laus að átta árum liðnum, sakir góðrar hegðunar í fangelsinu — og þá birti hann fyrrgreindan greina- flokk, þar sem hann sagði frá því í smáatriðum, hvernig hann hefði myrt vinnuveitanda sinn, Setty. — Samúðin sem Hume hafði áunnið sér við réttarhöldin átta árum áður, vék nú fyrir almennri fyrirlitningu og hryll- ingi. En hins vegar lifði hann um skeið í vellystingum praktug- lega fyrir hin ríkulegu ritlaun, sem Sunday Pictorial hafði greitt honum. Scotland Yard mun hafa séð fyrir, hvað verða vildi — en lög- um samkvæmt var ekki hægt að skerða hár á höfði hins forherta morðingja. ISýkomnir ýmsir hlutir fyrír VOLKSWAGEIS Hillur undir mælaborð Hillur aftan við aftursæti Benzinmælar, margar gcrðir Vacuumnmælar Stundaklukkur Flautuhringar Flautur (lúðrar) Aurhlífar, ný gerð Brettahlífar, aftan og fram- an Felguhringir Rúðuþveglar, rafknúnir og venjulegir Gólfmottur, ýmsar gerðir og litir HHfar á stuðarajárn Krómlistar á þakrennur Lásar a gírstöng og stýri, sem útiloka að bílnum verði stolið Nýjasta gerð stefnuljósa (Blossaljós) Vindlakveikjarar Krómhlífar undir hurðar- Ihandföng Aukasólhlífar, inni Farangursgrindur Benzínbrúsar P. STEFÁANSSON h.f. Hverfisgötu 103 RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla I Við sendum menn heim til yðar eða í fyrirtæki yðar, ef þér óskið, tii að aðstoða yður með allt, sem tryggja þarf. Reynið þjónustu vora — Iægstu og beztu kjör. Sími 1-54-34 — 1-64-34.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.