Morgunblaðið - 11.02.1959, Page 18

Morgunblaðið - 11.02.1959, Page 18
MORGUWBLAÐ1Ð Miðvikudagur 11. febr. 1959 Fimmfi landsleikur íslands i handknattleik karla Noregur vann ísland 27:20 Islenzka liöið var lengi oð átta sig á breyttri vallarstærd OSLÓ, 10. febrúar. — Annar landsleikur íslands og Noregs í handknattleik var leikinn í Nordstrandhallen í Osló kvöld. Fóru svo leikar að Noregur fór með sigur af hólmi, skoraði 27 mörk gegn 20 mörkum íslendinga. I hið fyrra sinn er löndin mættust vann Noregur einnig, þá með 25 gegn 22. Það var árið 1958. ★ Norðmenn náðu fljótt undirtök- unum í leiknum og við lok fyrri hálfleiks stóð 14 mörk gegn 7. Þetta forskot tókst Norðmönn- um ekki að auka og lauk leikn- um sem fyrr segir með 7 marka sigri Norðmanna. ★ Fréttaritari norsku fréttastof- Unnar NTB segir að það sem at- hyglisverðast hafi verið í leikn- um hafi verið hvað isL liðið sótti sig eftir því sem á leikinn leið. Hann segir að leikurinn hafi verið góður og vel leikinn. Sýndu bæði lið tilbrigðaríkan sóknarleik og hraði var mjög mikill í leiknum á köflum. Allt þetta skapaði mikla stemmingu meðal 700 áhorfenda er leikinn sáu. ★ Sami fréttamaður segir að beztu leikmenn Noregs hafi ver- ið bakverðirnir Yssen og Knut Larsen en þeir skoruðu sá fyrr- nefndi 6 og síðarnefndi 4 mörk, Knut Ström var bezti framherji norska liðsins. ★ Fréttamaðurinn segir svo um fslenzka liðið. Ragnar Jónsson skoraði flest marka fslendinga 7 talsins en næstur kom Gunnlaugur Hjálm- arsson með 6 mörk. önnur mörk leiksins skoruðu, segir fréttamað urinn, Einar Sigurðsson 4, Pétur Sigurðsson, Hörður Felixsson og Hermann Samúelsson 1 hver. ★ Fyrir Noreg skoruðu auk fyrr- nefndra manna Erik Velland 4, Kjell Svestad 3, Jan Flatla 2, Erik Standsten 2, Jon Naavestad og Odd Nilsen 1 hvor. ★ Lengra er ekki skeyti frétta- stofunnar um leikinn. En af þessu má ráða að það hafi tekið fs- lendingana nokkra stund að átta sig á breyttum staðháttum fár hinu lélega húsnæði okkar á Hálogalandi til hinnar ágætu handknattleikshallar Norðmanna. En síðan hafi þeir staðið hinu norska liði fyllilega á sporði. Það út af fyrir sig er ánægjuleg stað- reynd og gefur vonir um að ekki fari allt of illa móti Dönum og Svíum þó nú megi fullyrða að mótherjar fslendinga verði sterk- ari. Næsti leikur íslendinga verður á fimmtudaginn og fer fram í Slagelse gegn sterkasta landsliði sem Danir eiga í handknattleik — og er þá mikið sagt, því Danir eru meðal allra fremstu handknattleiksmanna heims og þetta lið þeirra vann nýlega Svía, heimsmeistara með nokkr- um mun. -9 Ágústa Þorsteinsdóttir Sundmót Ægis í kvöld SUNDMÓT Ægis fer fram í Sundhöllinni í kvöld og hefst keppnin kl. 8,30. Á mótinu keppa sundmenn og konur frá 7 sundfélögum og banda- lögum, en keppnisgreinar eru 11 talsins. Jónas Halldórsson í hinni nýju baðstofu sinni. — Finnsk baðstofa opnuð JÓNAS Halldórsson, íþróttakenn- ari, hefur nú opnað mjög vistlega baðstofu á Kvisthaga 29. Ætlar Jónas að starfrækja þar finnsk böð fyrir karlmenn, en þessi böð eru mjög vinsæl erlendis og heilsu samleg. ★ Þetta er ekki gufubaðstofa. Armann 70 ára Handknatlleihsmót onnað hvöid HANDKNATTLEIKSFLOKKAR Ármanns keppa í 7 flokkum næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 8.15 í íþróttahúsinu við Há- logaland, við flokka frá Kefla- vík, F. H. og Haukum Hafnar- firði í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. í meistaraflokki karla keppa Ármenningar við F. H., 1. fl. karla úr Ármanni keppir við meistarafl. Keflvíkinga, í II. fl. karla keppir Ármann við F. H. í III. fl. karla Ármann — Haukar Og í IV. fl. karla Ármann — F.H. Meistaraflokkur kvenna úr Ármanni keppir við stúlkurnar frá Keflavík og í II. fl. k^enna keppir Ármann — F. H. í flestum keppnum þessara 7 fl. er um mjög spennandi og tvísýn úrslit að ræða, sérstaklega í II. fl. kvenna og II. og III. fl. karla, ennfremur mun margur hafa gam an af að sjá IV. fl. frá þessum þekktu handknattleiksfélögum F. H. og Ármanni, því vafalaust er í þeim liðum margur góður efniviður. Að lokum skal þess getið, að allir þeir sem sækja þetta afmæl- ismót munu taka þátt í „happ- drætti“, sem dregið verður í um kvöldið, þegar síðasti leikur keppninnar hefst. Vinningurinn er eftirprentun af hinu gull- fallega málverki Kjarvals „Það er gaman að lifa“, sem Helgafell hefir gefið út. Loftið í baðklefanum er hins vegar mun heitara en í gufubaði, allt að 75 stig, enda er rakinn miklu minni. Reiknar Jónas méð því, að geta haft 10 menn í baðinu í einu, þægilegir legubekkir eru fyrir hendi til hvíldar að baðinu loknu, en nudd verður sérstaklega að panta fyrirfram — og það munu allir fá sem vilja að afloknu baði. Undir venjulegum kringum- stæðum mun taka eina og hálfa klukkustund að fara í finnska baðið hjá Jónasi — og ætlar hann að hafa opið frá kl. 2—9 daglega, nema laugardaga, þá frá 9—9 e.h. Metinerki úr gulli SVO var skýrt frá á dögunum, að Guðmundur Gíslason vann til metmerkis ÍSÍ úr gulli annað ár- ið í röð fyrir að setja 10 íslands- met. Var þá sagt að enginn annar hefði unni ðslíkt afrek. Það er rangt. Hið sama afrek vann Ágústa Þorsteinsdóttir Á. Meðal keppnisgreinanna eru t. d. 200 m skriðsund karla, 50 m baksund karla og 50 m skriðsund karla, þar sem Guðmundur Gísla- son ÍR er meðal keppenda. Má ætla honum sigur í öllum grein- unum, en ýmsir aðrir eru þó harðir á sprettinum. Þá keppir Ágústa Þorsteins- dóttir í 100 m skriðsundi, en met hennar þar sett á sl. ári, er eitt af beztu afrekum, sem þá unnust á Norðurlöndum. Þá má búast við sérstaklega tvísýnni keppni í 100 m bringu- sundi kvenna milli Hrafnhildar Guðmundsdóttur ÍR, sem er met- hafi og Sigrúnar Sigurðardóttur, Hafnarfirði. — Síðast en ekki sízt af einstaklingssundunum skal nefna 200 m bringusund karla, en í þeirri grein hafa margir barizt um sigur á undanförnum mótum, og eru þeir enn allir meðal keppenda. Lokagrein mótsins er spenn- andi boðsundskeppni í 4x50 m. skriðsunci, þar sem sveitir Akra- ness, Ármanns og Ægis reyna með sér. Um 200 imglingar við tómstundaiðju í Hvcragerði SUNNUDAGINN 4. janúar 1959 var Æskulýðsráð Hveragerðis stofnað með samtökum nokkurr félaga og annarra aðila.Aðalhvata menn að stofnun Æskulýðsráðsins voru Oddgeir Ottesen oddviti og Valgarð Runólfsson, skólastjóri. Stofnendur eru fulltrúar frá ung- mennafélaginu, skátafélaginu, taflfélaginu, kvenfélaginu, leik- félaginu, áfengisvarnarnefnd, barnaverndarnefd, barna- og mið skólanum og hreppsnefndinni. Tilgangur Æskulýðsráðsins er að koma á tómstundaiðju meðal barna og unglinga í Hveragerði. Kvikmyndaklúbbur, frímerkja klúbbur og skákklúbbur hafa þeg ar hafið starfsemi sína. Einnig- verður tekin upp danskennsla á vegum Æskulýðsráðsins. Hefst hún um miiðjan mánuð, en dans kennarar verða hjónin Sigríður og Paul Michelsen. Þeir Paul Michelsen, garðyrkju maður og Þorsteinn Kristjánsson verzlunarmaður verða aðalleið- beinendur í frímerkjaklúbbnum. Ákveðið er, að Jón Pálsson, starfs maður Æskulýðsráðs Reykjavík- ur, heimsæki frímerkjaklúbbinn mjög bráðlega. Félagar í taflfélaginu munu sjá um fundj skákklúbbsins. Mun Axel Magnússon, kennari við Garðyrkjuskólann á Reykjum, verða þar aðalleiðbeinandinn, en hann er formaður taflfélagsins hér og einhver færasti skákmaður austanfjalls. Aðsókn að klúbbum Æskulýðs- ráðsins varð strax .jög mikil og eru þegar skráðir um 200 þátt- takendur. Formaður Æskulýðsráðsins er Snorri Tryggvason, garðyrkju* maður, varaformaður Hjörtuí Jóhannsson, íþróttakennari, en framkvæmdastjóri Valgarð Run- ólfsson, skólastjóri. Fréttabrét úr Holtum Mykjunesi, 9. febr. U M hálfsmánaðarskeið hefur verið ríkjandi hér suðlæg átt og þíðviðri. Allmikil rigning með köflum og nokkuð stormasamt. Eftir hin miklu frost í desember og janúar var kominn allmikill klaki í jörðu og veldur nú því að mikil aurbleyta er komin á suma vegi og lítur helzt út fyrir að sums staðar verði ófært innan tíðar. Snjór hefur aldrei fallið hér í vetur svo teljandi sé og hafa jafnan verið hagar fyrir fé og hross, þegar óveður eða frost- hörkur hafa ekki hamlað ástöðu. Mislingar hafa stungið sér nið- ur hér í héraðinu í vetur af og til en ekki breiðzt neitt út og mun heilsufar hafa verið yfirleitt gott. Fátt er nú yfirleitt um fólk á bæjum og fullhlaðið störfum við búskapinn, það sem heima er. Af er nú samt sem áður var, að menn fari til sjós á vertíð- inni, heldur er það vegna skól- anna og svo annarra starfa, sem fólki fækkar hér í sveit á vetr- um. Má segja að teflt sé víðast á tæpasta vað og tæplega að nokkurn mann megi lama af til að ekki skapist hálfgert vand- ræðaástand. Er þetta vissulega alvörumál, en búskapurinn er nú ekki arðvænlegri en það að hann ber ekki neitt fólkshald umfram brýnustu þarfir, þó að sumir framámenn í landbúnaðinum telji að bændur eigi að byggja tugmilljóna -höll í Reykjavík, sem enginn virðist í raun og veru vita til hvers á að nota nema að mjög litlu leyti. En það má þó segja bændunum til hróss, að óskin um þennan skýjaklúf er ekki frá þeim sjálfum komin, heldur hljóta að vera þar ein- hver önnur og líttskiljanleg öfl að verki. Síða., áratuginn hefur sú breyting orðið á búskaparháttum hér um sveitir að hrossum hef- ur mjög víða fækkað og óvíða munu nú vera hestar á gjöf, sem kallað er. í stað þess sem áður var að menn tóku alda gæðinga og þeystu á þeim ef eitthvað skyldi bregða sér, ræsa menn nú bílinn eða þá dráttarvélina ef halda skal úr hlaði. Hér skal enginn dómur lagður á þessa breytingu, en ekki má þó hest- urinn með öllu hverfa úr vitund þjóðarinnar, því í meira en þús- und úr þjónaði hann manninum og þjónaði honum vel. Og þá eru verðlækkanir stjórn- arvaldanna að koma til fram- kvæmda. Of fljótt er ennþá að segja um hvernig það verkar gagnvart landbúnaðinum, til þess gefst tækifæri innan tíðar. Og svo að lokum ein spurning: Hvernig er með þjónustu þess opinbera, eins og t. d. gjöld til pósts og síma, eiga þau ekki að lækka líka? M. G. Georg Sanders kvænist MADRID, 10. febr. (Reuter). — Georg Sanders kvikmyndaleikari kvæntist í dag Benitu Hume, ekkju kvikmyndaleikarans Ron- alds Colman. Giftingarathöfnin fór fram í brezku ræðismanns- skrifstofunni í Madrid. Brúð- hjónin eru bæði 52 ára. George Sanders er nú að leika í kvik- myndinni „Salmon og drottningin af Saba“ ásamt þeim Yul Brynner og Gínu Lollobrigídu. Sanders var síðast kvæntur kvikmynda- leikkonunni Zsa Zsa Gabor, en þau skildu 1954. Ronald Colman fyrri maður brúðarinnar lézt í maí sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.