Morgunblaðið - 11.02.1959, Síða 19

Morgunblaðið - 11.02.1959, Síða 19
Miðvikudagur 11. febr. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 19 Dr. Stephen C. Neill biskup ilyt- ur iyrirlestur í Húskólunum DR. STHEPHEN C. Neili, biskup, flytur tvo opinbera fyrirlestra á vegum Guðfræðideildar Háskól- ans á morgun, fimmtudaginn 12. þ.m. Hann er mjög ffamarlega í kirkjulegu alþjóðasamstarfi og kunnur rithöfundur og fyrirlesari. Fyrir nokkrum árum kom hann sem snöggvast hingað til lands og eru ýmsir hér kunnugir hon- um síðan. Hann er góður vinur fslands. Fyrirlestra sína flytur hann í 5. kennslustofu Háskólans. Fjall* ar annar um boðun kristinnar trúar (The Preaching of the Gospel in the Modern World), hinn um kristna einingarstarf- semi og þróun hennar á næst- liðnum árum (Recent Develop- ments in the Movement for Christian Unity). Fyrri fyrirlesturinn verðuar fluttur kl. 10,15 árdegis, hinn oí5- ari kl. 11,15 og er öllum heimi-H að sækja þá I»að slys varð nýlega í borginni Milanó á Norður-ítalíu, að strætisvagn rakst á sporvagn og klemmdist milii hans og húsveggjar með þeim afleiðingum, sem myndin sýnir. Vagnstjórarnir sáu lítið út vegna dimmrar þoku. Sex manns í strætisvagninum létu lífið en tveir slösuðust. Um viðkomustaði og gjaldskipíi sérleyfisbíia FYRIR nýárið var óvenjumikil sig illa vegna hálku. Hjá mér, hálka á vegum í Reykjavík og nágrenni og bar gangandi fólk sem þetta skrifa, voru staddir eitt kveldið milli jóla og nýárs, þrír gestir, sem þurftu að kom- ast til Suðurnesja og ákváðu að fara með 5 ferð þetta kveld. Eftir ósk þeirra hringdi ég í síma 11585, sem er afgreiðsla sérleyfisbif- reiða í Hafnarstræti 7 og mæltist til að teknir yrðu þrír farþegar á vegkantinum austan við Foss- vogsbúðina. Afgreiðslumaður, sem svaraði I símann tók mála- leitan minni neitandi, en gaf mér samband við bílstjórann sem var í þann veginn að hefja ferð sína. Hann neitaði þessu einnig og benti mér á að ferðalangarnir gætu farið upp á Kópavogsháls- inn og verið þar í vegi fyrir áætl- unarbílnum, því þar væri lög- legur viðkomustaður bílanna en ekki hjá Fossvogsbúðinni. Eg reyndi að benda bílstjóranum á, að farþegarnir væru með beiðni þessari að losna við hálkuna upp á hálsinn. — „Sama er fyr- ir okkur“, var svarið. Svona fór með landferð þessa, að fólkið varð að fá sér bíl upp á hlásinn i veg fyrir sérleyfisbílinn. Að óhugsuðu máli sárnaði mér þetta og skoðaði það sem beina ógreiðasemi, þar sem um svo marga farþega var að ræða og líka hitt, að mér hefir svo virzt, sem þessir sérleyfisbílar hafi tek- ið fólk hér og þar á vegköntun- um án þess það séu beint lög- boðnir viðkomustaðir. Eg tek t. d. Miklubraut og Þóroddstaði, sem er örstutt á milli og marga fleiri staði mætti nefna. Enda ofur eðlilegt vegna atvinnunnar að sækjast eftir farþegum en slá þeim ekki frá sér. Eftir viðtalið við bilstjórann fór ég að velta því fyrir mér hvort virkilega að sérleyfisbílarnir væru svo aum- lega útbúnir að þeir gætu ekki stanzað nema á láréttu landi ef hálka er? — Nei, slíku trúi ég ekki. Eða hvernig fara Kópavogs- og Hafnarfjarðarbílarnir að stanza hér á þessum umrædda stað á öllum tíma dagsins? Eg er enginn bílstjóri og get vel viður- kennt að ég hef litla þekkingu á umferðarmálunum. Eg veit að- eins það, -að hér á þessum stað eru krossgöng og miskunnarlaus umferð oft úr öllum áttum og má það vel vera ástæðan fyrir því að bílstjórar vilji ekki stanza bíla sína í slíkri umferðarþvögu þegar þeir eru ekki til þess neyddir og vond er umferð, enda þótt þeir hafi margoft gert það að taka fólk einmitt á þessum stað. En hvað um það. Þá veit maður það nú, að hér er enginn viðkomustaður sérleyfisbílanna innan Fossvogsins. Vilji Fossvogs búar fá far til Suðurnesja með sérleyfisbílunum, verða þeir ann- að hvort að fara suður á Kópa- vogsháls eða norður að Þórodds- stöðum. Milli þessara tveggja viðkomustaða ber nefndum bíl- um hvergi að taka fólk. Hitt er annað, þó bílstjórarnir geri það af greiðvikni sinni og mannkær- leika að stanza bíl sinn og inn- byrða þann úrtíning, sem ekki hefir komizt á lögmætan við- komustað bílanna. Eg leyfi mér að koma hér fram með þá uppástungu, að Fossvogs- byggðin fái hér fastan viðkomu- stað í vognum fyrir Suðurnesja- ferðirnar, það er á landamótum Reykjavíkur og Kópavogskaup- staðar, norðan við lækinn hjá „Nesti.“ Þar er slétt og hallalítið land. Hér gæti verið eins konar miðstöð, stutt að mætast frá báð- um hliðum. Fengju Fossvogsbúar þannig fastan viðkomustað, losn- uðu þeir við símahringingar og beiðni um að taka sig upp milli viðkomustaða. Svo er það gjaldskipti á þess- ari Suðurnesjaleið, sem ég vildi segja örfá orð um úr því ég stíng niður pennanum. — Fargjöldin byggjast vitanlega á vegalengd- inni. Milli Reykjavíkur og Kefla- víkur eru taldir 50 kílómetrar og fargjaldið er 21 kr. eða 0,42 aur- ar á hvern km. Hlutfallslega eft- ir þessu hygg ég að önnur far- gjöld eigi að reiknast á þessari leið. Eg hygg að í Kópavogi sé lokið 1/10 af leiðinni suður í Keflavík eða sem næst því. Hér eru sjálfsögð hin fyrstu gjald- skipti. Kópavogsbúum ber þá að greiða 19 kr. Kæmi ákveðinn viðkomustað- ur norðan við Fossvogslækinn, ætti næsti viðkomustaður áætl- unarbílanna að vera niður við Kópavogslækinn en ekki upp á há hálsi. Öllum sem vildu kom- ast í veg fyrir áætlunarbílana, mun þykja léttara að fara undan brekkunni en að kjaga upp á hálsinn. í Hafnarfirði er lokið 1/5 af leiðinni. Þeir greiða 18 kr. gjald til Keflavíkur eða 0.45 aura á hvern km. En ef þeir greiddu 17 kr. flytu þeir á svipuðu gjaldi og Reykvíkingar. Þegar kemur suður að Kálfatjörn, er lokið % leiðarinnar. Farþegi frá Rvík að Kálfatjörn á að greiða kr. 12,60 eftir sama taxta, en greiðjr 15 kr. Frá Hvassahrauni að Innri- Njarðvík eru engin gjaldskipti. Þó mun það vera helmingur af leiðinni — 25 km. — Eg held að gjald milli Innri-Njarðvíkur og Keflavíkur sé 2 kr. Um vega- lengdina veit ég ekki í kílómetr- um, en hygg að það sé ekki lengri leið en frá Reykjavík suður að Kópavogslæk. Ef svo er, þá ættu gjaldskipti í Kópavogi að vera jafn rétthá. Frá Keflavík út í Garð (Gerð- ar) Og Sandgerði eru taldir 9 km. en gjaldið frá Keflavík er 5 kr. Þá hækkar gjaldið á hvern km. Mér finnst þó í smáu sé, að samræmi gæti verið hér betra. Öðrum gæti aftur fundizt þetta bara brosleg sparðatínsla á nú- tíma mælikvarða. 10. — 1. — 1959 í allri vinsemd. Brúarósi, Fossvogi. Emil Tómasson Bókagjöf til Meðallendinga Á 50 ára afmæli Ungmennafélags Meðallendinga, ánöfnuðu þau hjónin Herdís Kristjánsdóttir og Bjargmundur Sveinsson félaginu bókasafn sitt að gjöf, að þeim látnum. Til minningar um fóstur foreldra Bjargmundar, Ingimund Eiríksson hreppstjóra Rofabæ og konu hans Ragnhildi Sveinsdótt ur. Bjargmundur er nú á áttræðis- aldri en var nálægt tvítugu er hann fór frá Rofabæ. Fósturfor- eldrar hans voru þá dáin. Þau létust nálega samtímis úr lungna- bólgu. Þótt svo langt sé um liðið síðan Bjargmundur fór úr Meðallandi er hans þar enn minnzt, sem mikils myndar og röskleika manns og veiðimanns svo að með ólíkindum þótti. Þessi gáfa hans kom sér vel, því fátækt var mikil í Meðallandi, eins og víðar á þeim árum. Munu fleiri hafa af notið en hans heimili. Þau Herdís og Bjargmundur búa nú á Njálsgötu 64 í Reykja- vík. Þau eru í hópi þess mæta fólks, sem hefur flutt úr sveitan- um til bæjanna, en þau eru líka í þeim hópi, sem verður ætíð sínum fæðingarsveitum til sóma hvar sem leið liggur. Vilhjálmur Eyjólfsson. VlDWtUAVINNUSTOfA OG VIOIÆKJASALA T íufásveg 41 — Simi 13673 BF.ZT 40 AUC.I.ÝS4 A ' I MOiWUMSl.AtítlW “ Öllum þeim, sem minntust mín á sextugsafmæli mínu, með gjöfum og góðum óskum, færi ég þíðar þakkir. Steinn Leós Konan mín elskuleg og dóttir okkar GUÐRÚN KARLSDÖTTIR, andaðist i Bæjarspítalanum, þann 10. febrúar. Sigurður Ilallgrímsson María Hjaltadóttir, Karl Guðmundsson Eiginmaður minn SIGURÐUR HALLBJÖRNSSON, Brúarhrauni, andaðist á Landakotsspítala sunnudaginn þann 8. þ.m. Kveðjuathöfn fer fram í dómkirkjunni föstudaginn 13. þ.m. kl. 10,30 f.h. Elenborg Þórðardóttir. SIGRÚN SIGURHJARTARDÖTTIR ELDJÁRN húsfreyja að Tjörn í Svarfaðardal, verður jarðsungin þar fimmtudaginn 12. febrúar kl. 1,30 Þórarinn Eldjárn og f jölskylda Útför föður míns BJÖRNS ÞORKELSSONAR frá Hnefilsdal sem andaðist 4. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju, föstu- daginn 13. þ.m. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað Fyrir hönd vandamanna. Stefán Björnsson Útför mannsins míns, ÞORVALDAR KOLBEINS, prentara, Meðalholti 19, fer fram frá Frikirkjunni n.k. fimmtudag þann 12. febrúar kl. 2,30 síðdegis. Samkvæmt beiðni hins látna eru blóm afbeðin, en bent á líknarstofnanir. Hildur Kolbeins Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ARNGRlMUR KRISTJÁNSSON skólastjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. þ.m. kl. 1,30 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Bama- spítalasjóð Hringsins eða aðrar líknarstofnanir. Henny Kristjánsson Áslaug Arngrímsdóttir, Unnur Arngrímsdóttir Baldur Maríusson,Hermann Ragnar Stefánsson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför VALDIMARS EYJÓLFSSONAR skósmiðs, Pálmar Valdimarsson, Bryndís Jacobsen. Öllum fjær og nær, sem veittu mér aðstoð og sýndu samúð og hlýhug, við andlát og jarðarför eiginmanns míns, FRIÐRIKS TÓMASSONAR votta ég mitt innilegasta þcikklæti. Guð blessi ykkur öll. Vigdís Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.