Morgunblaðið - 14.02.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1959, Blaðsíða 2
2 M OR CV 1\ B L A Ðl Ð Laugardagur 14. febr. 1959 Stórspjöll á hafnarmann- virkjum í Grindavík Sjór gekk jbar á land i óveðrinu s.l. þriðjudagsnótt i OFSAROKI ÞVÍ, er grekk yfir suðvestanvert landið aðfaranótt sl. þriðjudagrs, flæddi sjór yfir hafnarmannvirki í Grindavík og alllangt upp á land og olli þar allmiklum skemmdum. Muna menn í Grindavík ekki eftir jafn- miklu flóði og sjógang'i þar síð- an árið 1924. ★ Rokið var af suðrestri, en inn- siglingin til Grindavikur snýr nokkurn veginn mót suðri, og stóð veðrið því mjög upp á hana. — Siglt er inn i Hópið, sem myndar Grindavíkurhöfn, um þrönga rás eða rennu, en við innri enda hennar, syðst og vest- ast í höfninni, er bryggjan, ásamt nokkru athafnasvæði eða „plani“ og sjóvarnargarði. Skemmdir bátar — stórspjöll á athafnarsvæðinu Svo var sjógangurinn hams- laus, að hann braut allmjög steypta plötu athafnasvæðisins við bryggjuna og bar plötubrot- in og grjót inn í sjálfa höfnina. Margir bátar lágu við bryggjuna og bólverkið, og brotnuðu a. m. k. þrír þeirra nokkuð, er þeir slógust saman, eða við bryggj- una. — Það er til marks um, hve mikið barst af grjóti inn í báta- höfnina, að þegar flóðinu slotaði og fjarað hafði, sá nokkuð á grjót urðina, sem hlaðizt hafði þar upp. Þá flæddi sjór upp á land á nokkru svæði utan við innsigl- inguna; flæddi hann þar yfir veg- inn, sem liggur að höfninni og gróf þar allt í sundur, þannig að algjörlega varð ófært í bili. Hefir nú verið gert við veginn til bráða- birgða — rutt með ýtu — þann- ig að fært er orðið að höfninni aftur. — Hús stendur á sjávar- bakkanum rétt utan við innsigl- ingarrásina. Flæddi sjórinn þar upp, inn í húsið — og í gegnum það. Eins og fyrr *egir, olli flóðið stórspjöllum á athafnasvæðinu við höfnina. Er vart unnt að meta skemmdirnar til fjár í fljótu bragði, en tjónið mun vera mik- ið. — Reynt mun verða að hreinsa grjótið úr bátahöfninni hið fyrsta, eftir því sem föng eru á, en tæp- ast verður hægt að hreinsa höfn- ina að fullu fyrr en að sumri, að unnt verður að koma þar við upp mokstursskipi. „Amfirðingur“ hætt kominn Þegar bátarnir í Grindavík voru að leggja upp í róður í gær- morgun, varð einn þeirra fyrir óhappi. Var það sá, er fyrstur sigldi úr, „Arnfirðingur". — Þeg ar hann var rétt að komast út úr innsiglingarrásinni, tók hann skyndilega niðri. Fékk hann síð- an sjó á sig, losnaði og rak við- stöðulaust upp í landsteina. ■— Leit þarna heldur illa út í fyrstu, og var ekki annað sýnt en sjór- inn mundi brjóta bátinn þá og þegar. En skyndilega losnaði hann aftur af grunni og komst síðan af sjálfdáðum inn í höfnina aftur. — Má segja, að þarna hafi farið betur en á horfðist í fyrstu, því að báturinn mun ekki hafa orð- ið fyrir teljandi skemmdum. — Eftir þetta óhapp Arnfirðings hættu hinir bátarnir við að róa. Ekki er fullljóst, hvort orsök þess, að báturinn tók niðri hefir verið sú, að grjót hafi borizt inn í innsiglinguna í flóðinu, en ó- neitanlega er nokkur hætta á því. Menn eru þó að vona, að svo sé ekki, heldur hafi báturinn hnik- azt eitthvað til og lent of utar- lega í rennunni, en hún ér þröng, eins og fyrr segir, og má því litlu muna. ★ Gert er ráð fyrir, að kannað verði hið fyrsta, hvort grjót hef- ir borizt í innsiglingarrennuna. Er sennilegast að froskmaður verði fenginn til þess að athuga rennuna. Er blaðið átti tal við Grinda- vík í gærkvöldi, var þar mikið brim, og bjuggust menn við versn andi veðri. ísl. sement á „tiírauna markað" vestur í Kanada ÞEGAR flutningaskipið Askja lét úr höfn á Akranesi um kl. 7 í gærkveldi flutti hún til Hali- fax í Kanada 200 tonn af sem- enti frá Sementsverksmiðju rík- isins. Er hér um að ræða fyrstu tilraunasendingu á framleiðslu verksmiðjunnar i erlendan markað. Dr. Jón Vestdal skýrði Mbl. frá þessu í gærdag. Kvað hann verksmiðjustjórnina hafa unnið að því að afla sementinu mark- aða erlendis, á hinum frjálsa markaði. Þetta er fyrsti áfang- Fyrirlestur um lestrarkennslu samkomusal Melaskólans. Einn- ig verður þar sýnikennsla í lestri (hljóðaðferð). Öllum er heimill aðgangur að fræðsluerindum þessum, en þau verða sex talsins. inn. Við íslendingar getum boðið sement á heimsmarkaðsverði, sem hlýtur að vera miklu hag- stæðara, en að láta verksmiðj- una standa aðgerðarlausa, því hún framleiðir sem kunnugt er mun meira en innanlandsþörfin er. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að vinna að sölu sementsins erlendis ,en slíkt tek- ur sinn tíma, en við höfum góð- ar vonir um að okkur muni tak- ast það, sagði Jón Vestdal. Dr. Vestdal sagði að brennsla sements í verksmiðjunni myndi hefjast í lok þessa mánaðar. Við munum í maílok, þegar sala sementsins hér er mun meiri en dagleg framleiðsla verksmiðj- unnar, hafa allar skemmur full- ar af sementi. Hin stormasama tíð hefur taf- ið mjög fyrir sanddæluskipinu, sem aðeins hefur komizt út í Faxaflóa í nokkur skipti. EINS og áður hefir verið frá sagt í blaðinu, gengst Stéttarfé- lag barnakannara í Reykjavík um þessar mundir fyrir flutningi nokkurra fræðsluerinda um skólamál. Einnig íer fram sýni- kennsla í sambandi við erinda- flutninginn. — Fyrsta erindið flutti Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri sunnudaginn 1. þ. m. Á morgun, sunnudag, mun ísak Jónsson skólastjóri flytja fyrir- lestur um lestrarkennslu. Hefst fyrirlesturinn kl. 2,30 síðdegis í j QÆRDAG fór fram viðgerð á Píanóleikarinn Frank Glazer leikur með Sin- fóníuhljómsveitinni NÆSTU tónleikar Sinfóníuhljóm sveitar íslands verða næstkom- andi þriðjudagskvöld, 17. þ.m. í Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi er Ró bert Abraham Ottósson, en þetta eru fyrstu hljómleikar hans á þessum vetri. Einleikari með hljómsveitinni verður ameríski píanóleikarinn Frank Glazer. Efnisskráin er viðamikil og nýst- árleg að því leyti, að aðeins eitt af verkunum, sem leikin verða, hefur verið leilcið hér á landi áður. Lítið sem ekkert vatn í % bœjarins í gœr Ein af aðalæðunum bilaði einni af þrem aðalæðum Hita- veitu Reykjavíkur, þeirri er liggur yfir Snorrabrautina en síðan eftir Egilsgötu. Af þessum sökum var mjög vatnslítið og jafnvel vatnslaust í um það bil — Fullur fjandskapur Framhald af bls. 1. leita eftir alþjóðlegum aðgerðum gegn því að Japanir framselji Kóreumenn í þrældóm, ráðast á japönsk skip, sem flytja Kóreu- menn til Norður-Kóreu. Samkomulagið milli Kóreu og Japans hefur verið slæmt alla tíð frá stríðslokum. Var Kórea þá leyst undan áratuga ánauðar- oki Japana og grær seint um heilt þar á millL Blechingberg lýsir liræðslu sinni við njósnara kommúnista. KAUPMANNAHÖFN, 13. febr. — (Páll Jónsson og NTB). — — í dag Iauk yfirheyrslum yfir Blechingberg sendi- sveitarstarfsmanni og mun málflutningur hefjast á mánudag'inn. Blechingberg hefur viðurkennt brot sitt, en þótt hann hafi þegið mik- ið fé, verður hann ekki kærður fyrir auðgunartil- gang, því að komið hefur í ljós, að hann var þvingaður til að taka við fénu og var það fyrst og fremst ótti, sem fékk hann til að selja leyni- skjöl í hendur útsendara kommúnista. Við yfirheyrslur í dag lýsti Blechingberg atburðunum 3. maí sl. þegar hann afhenti kommúnistanum Baumgarten ellefu skjöl frá danska sendiráð- inu. Það var þessi atburður sem leiddi til handtöku Bleching- bergs. Sakborningurinn sagði að njósnarinn Baumgarten hefði krafizt þess, að hann afhenti honum skjöl um NATO-fundinn, sem haldinn var í Kaupmanna- ’ og fjárhagsörðugleikar höfn. Hafði Baumgarten hótanir i lamað siðferðisþrek hans. frammi og setti Blechingberg hálftíma frest til að koma með skjölin. Kvaðst Blechingberg ekki hafa vitað sitt rjúkandi ráð. Hann hefði farið til ritara sendiráðs- ins, fengið skjölin hjá honum og farið með þau til skrifstofu sinn- ar. Þar kvaðst Blechingberg hafa valið úr þau skjöl, er hann taldi hættuminnst, eins og t. d. úr- klippu úr Pravda. En þarna voru líka þýðingarmikil leyndarskjöl eins og um varnir Eystrasalts- ins. Síðan fór Blechingberg með skjölin til Baumgarten sem lof- aði að skila þeim, en efndi aldrei það heit. Þegar Blechingberg svo gat ekki skilað skjölunum til sendiráðsritarans ,komst upp um málið. Blechingberg segir, að í þess- um atburðum hafi hann verið miður sín af ótta. Hann hafi ekki getað hugsað skýrt. Læknir sem gerði sálrannsókn á Blechingberg lagði skýrslu sína í dag fyrir réttinn. I skýrslu hans segir, að dómgreind Blech- ingbergs sé ekki mikil ef mál snerti tilfinningar hans og sé hann þá haldinn óskhyggju. Hann get- ur þó ekki talizt sálsjúkur, en of- neyzla áfengis síðasta áratuginn hafa % hlutum bæjarins í gærdag. Bilunin í æðinni er í Snorra- brautinni, skammt frá gatnamót- um Egilsgötu. — Klukkan 1,30 var vatnið tekið af æðinni og hófst þá sjálf viðgerðin, sem þegar var búið að undirbúa. Með tilliti til þess að veður var með allra skaplegasta móti í gær, var viðgerðin hafin, en bilunarinnar hafði orðið vart fyrir nokkrum dögum. Taka átti asðina í sundur á tveim stöðum og fella í skarðið, 5 metra bút. Viðgerð átti að ljúka um miðnætti. Nýstárleg mynd- listarsýning HELGAFELL sýnir í dag og á morgun sunnudag í Unuhúsi Veg húsastíg 7 málverkaprentanir sín ar og verða einnig sjálf málverk- in til sýnis, sett í sams konar ramma. Er bæjarbúum boðið að finna út hvað eru frummyndir og hvað eftirprentanir og verða tíu verðlaun veitt, tíu málverkaprent anir, fyrir rétt svör. Hver sýning- argestur fær miða, er hann skrif ar á númer þeirra, er hann telur vera frummyndir. Frank Glazer er frægur píanó- isti, nemandi Arturs Schnabels. Hann hefur að sjálfsögðu haldið ótal hljómleika vestan hafs, auk þess sem hann hefur komið fram í sjónvarpi og haft sinn eigin sjónvarpsþátt. Hann er nú á leið í sjöttu hljómleikaförina til Ev- rópu. Fyrri hljómleikaferðir hans hafa verið óslitin sigurför, hefur hann hvarvetna hlotið einróma lof gagnrýnenda. „Það er mjög mikill fengur að því að fá hann hingað“, sagði Jón Þórarinsson í viðtali við fréttamenn í gær. Á efnisskránni er Sinfónía nr. 3 í A-moll, eftir Mendelsson, sem stundum er kölluð Skozka sin- fónían. Hún verður flutt í þetta sinn í tilefni þess að 3. febr. s.L voru 150 ár liðin frá fæðingu Mendelsons. Sinfóníu þessa mun Mendelsson hafa samið fyrir áhrif sem hann varð fyrir á ferða lagi í Skotlandi, þegar hann var um tvítugt, en einkum .munu öilög Maríu Stuart hafa ork- að sterkt á hann, er hann skoð- aði vistarverur hennar í Holy- 1 roodkastalanum. Næsta verk á efnisskránni er Píanókonsert nr. 2 í B-dúr eftir Brahms. Hann var saminn sum- arið 1881 í sveitaþorpi einu í út- jaðri Vínarborgar, og fyrir áhrif sem Brahms hafði orðið fyrir á ferðalagi um Ítalíu sumarið áður og einnig þremur árum áður, en þá hafði hann gert fyrstu drög að konsertinum. Verkið var fyrst leikið í Budapest haustið 1881 og eftir það fór Brahms í hljómleika för með það, ásamt Hans von Biilow. Var konsertinum strax ákaflega vel tekið. Þetta er ein- hver lengsti konsert, sem til er, tekur 49 mín. Þykir hann mjög erfiður, en geysilega fallegur. Að lokum verður leikinn Aka- demískur hátíðaforleikur eftir Brahms, og er það eina verkið, sem hér hefur verið leikið áður. Forleikurinn var samin 1879, í til efni þess að Brahms hafði verið kjörinn heiðursdoktor við háskól ann í Brelau. Uppistaðan eru há- skólalög og endar hann á Gaudiamus igitur. Borhola virkjuð Klambratúni HEITA má að nú sé lokið öllum tæknilegum undirbúningi að þvx að virkja borholuna á Klambra- túni, við Flókagötuna. Þar hefur t.d. verið sett öflug dæla, sem sækja á vatnið 50 metra niður í holuna og standa vonir til að með því verði hægt að fá úr henni allt að 9 sekl. Svo heitt er vatn- ið, að ekki er hægt að tengja það beint inn á götuæðina við Flókagötuna, og hefur því verið lögð lögn frá holunni að aðal- æðinni sem liggur um Egilsgöt- una. í næstu viku standa vonir til að byrjað verði að dæla vatn- inu frá þessari borholu inn á hita veitukerfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.