Morgunblaðið - 14.02.1959, Page 13
Laugardagur 14. febr. 1959
MORCUNBLAÐIÐ
13
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 8
þeim tilgangi að kveða niður sögu
sagnirnar í héraðinu. Það mun
hafa komið honum mjög á óvart,
hvernig málinu lyktaði. Ef dæmt
hefði verið eftir þeim sönnunar-
gögnum, sem fyrir lágu, hefði átt
að dæma feðgana sýkna, jafnvel
þó að þeir væru sekir.
Það ,sem hafði úrslitaáhrif á
kviðdómendur, mun hafa verið
framburður ekkjunnar og yfirlýs
ing Harbitz prófessors. Prófessor-
inn sagði, að hinn látni hlyti að
hafa beðið bana fyrir tilverknað
annars manns eða annarra
manna.
Dómurinn var mjög gagnrýnd-
ur bæði af læknum og lögfræð-
ingum. Þrisvar var reynt að taka
málið upp að nýju, en árangurs-
laust. Fjórða tilraunin var gerð
1931, árið eftir að Mikal lézt.
Fjölmargir lögfræðingar voru
kvaddir saman til að fjalla um
málið, en þeir gátu ekki komið
sér saman, og málinu var enn
slegið á frest. Sérstök nefnd skip
uð þremur Norðmönnum og
tveim Svíum, var skipuð til að
rannsaka, með hverjum hætti
Henrik hefði látið lífið.
Komst nefndin að þeirri niður
stöðu, að sú skoðun, að Henrik
hefði verið myrtur, hefði ekki
við nógu sterk rök að styðjast.
Hins vegar væri ekki hægt að
fullyrða, að hér hefði ekki verið
um morð að ræða eða einhvers
konar ofbeldi, sem valdið hefði
dauða Henriks. Þar með varð
augljóst, að yfirlýsing Harbitz
var ekki rétt, þó að hún kynni að
vera rétt. Þetta eitt hefði átt að
nægja til þess, að hinir ákærðu
yrðu sýknaðir.
Þrátt fyrir þetta vísaði kvið-
dómur á bug tilmælum um, að
málið yrði tekið fyrir að nyju.
Þessari ákvörðun var vísaö til
hæstaréttar. Árið 1942 úrskurð-
aði hæstiréttur, að málið skjldi
tekið fyrir að nýju. Því næst var
felldur sýknudómur í málinu.
Tveimur árum síðar fengu erfingj
ar Mikals sér dæmdar bætur
fyrir það tjón, sem fjölskylda
Mikals hefði orðið fyrir vegna
fangavistar hans. Erfingjunum
voru dæmdar bætur í tvennu
lagi — 58 þús. kr. og 49 þús.
(norskar). Ole fer nú fram á 50
þús. kr. bætur fyrir þá smán,
sem hann hefir orðið að þola
fyrir að vera brennimerktur sem
morðingi í mörg ár.
F élagslíf
Valsmenn, eldri og yngri!
Fjölbefli verður á sunnudag kl.
1,30. Fjölmennið og hafið með
ykkur töfl.
JAZZ-áliugamenn
Klúbburinn opnar kl. 2,30 í dag,
í Framsóknarhúsinu. M. a. leikur
tríó Jóns Páls og Finnur Eydal
kynnir plötur. Munið félagsgjöld-
in. — Jazzfklúbbur Keykjavíkur.
Meistaramót fslands
ikurfuknattleik
hefst sunnudaginn 15. ntarz n.
k., en ekki þ. 7. marz eins og áður
var auglýst, þar eð ákveðið hefur
verið að halda dómaranf.mskeið £
körfuknattleik í byrjun marz-mán
aðar. — Tilkynningar um þáttöku
í mótinu, ásamt þátttökugjaldi kr.
25,00 fyrir hvert lið, skulu hafa
borizt Körfuknattleiksráði Reykja
víkur, c/o Ingólfur Ömólfsson
form., Stýrimannastíg 2, Reykja-
vík, eigi síðar en 3. marz n. k. —
Mótið og dómaranámskeiðið verða
nánar auglýst síðar.
Stjórn K. K. R. R.
Skíðaferðir um lielgina:
Laugard. 14. febr. kl. 2, á Hell-
isheiði. Kl. 2,30 á Mosfellsheiði.
Kl. 6 á Hellisheiði. — Sunnud. 15.
febr., kl. 10 á Hellisheiði. Munið
eftir skíðamóti Reykjavíkur (svig-
keppni).
Skíðafélögin i Reykjavík.
Valur! —
Farið vtrður í skíðaskálann um
helgina, ef veður leyfir. Ferðir frá
BSR laugardag kl. 2 og 6. Sunnu-
dag kl. 100, ekið að Kolviðarhóli.
Skiðauef náia.
Framtíðarstarf
Stórt innflutningsfyrirtæki vantar vanan og ddgleg-
an skrifstofumann, sem innan tíðar mun koma til
greina, sem forstöðumaður.
Þeir, sem áhuga liafa, eru beðnir að leggja
nöfn sín og símanúmer á afgr. Mbl. merkt
„Framtíðarstarf—50—5139“
Orðsending
frá Bólsturgerðinni
Skipholti 19.
Höfum nú aftur á boðstólum eftirtalin úrvals húsgögn
Sófasett útskorin, — Hringsófasett, — Armstólasett,
Sett með póleruðum sökkli, — Létt sett,
Svefnsófar, — Stakir stólar.
Tekk húsgögn:
Borðstofusett, — Sófaborð 3 gerðir, mjög ódýrt
Kringlótt borð, afar falleg.
tír mahoný:
Kringlótt borð með ópal gleri, 4 stærðir,
Skókassar.
Öll okkar húsgögn seljast með afborgunum, ef óskað er
Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Bólsturgerðin h.f
Skipholti 19 — Sími 10388
Sísmeignarfélagið Laugarás
tilkynnir
Nokkrum íbúðum í II. byggingarflokki er
enn óráðstafað. Þeir, sem hafa talað við okk-
ur, og aðtrir, sem hafa áhuga á þessum íbúð-
um, ættu að hafa samband við skrifstofuna
strax að Austurbrún 2.
Upplýsingar í dag og á morgun kl. 13—19
og næstu kvöld kl. 17—19. Sími 34471.
Stöð við ryðmindun með
„GALVAFROID“
Galvanhúðun með „GALVAFROID“ er mjög einföid.
Ryðguð þök og annað það sem galvanhúða á, þarf
aðein s að bletthreinsa og bera síðan „GALVA-
FROII)‘‘ á með pensli. „GALVAFROID“ er til I mis-
munandi stórum dósum tilbúið til notkuuar.
J. Þorlóksson & Norðmonn h.f.
Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.
til innbyggingar í eldhúsbctrð og skápa
fyrirliggjandi
J. Þorlóksson & Narðmonn h.f.
Bankastræti 11.
Hreinlætistæki
Baðker
Handlaugar, margar gerðir
W.C. skálaa*
W.C. setur
W.C. kassar
Steypubaðsbotnar
Drykkjarker
Þvagstæði
J. Þorlóksson & Norðmnnn h.f.
Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.
Af hverju er mest keypt í