Morgunblaðið - 14.02.1959, Blaðsíða 16
VEÐRID
SV-hvassviðri. Skúrir. —
Hiti 7—8 stigr.
mngpunMfd
37. tbl. — Laugardagur 14. febrúar 1959
Samvizka í sviðsljósi
Sjá grein á bis. 9.
Ungverskur Stalinverðlauna-
höfundur flytur fyrirlestur hér
Vinstri stjórnin lofaði
miklu en efndi lítið
TIL LANDSINS er kominn ung-
verskur rithöfundur, Tamas
Aczel (frb. Adsel), og mun hann
flytja fyrirlestur á vegum Frjálsr
ar menningar í Sjálfstæðishúsinu
kl. 3 e. h. í dag. Fjallar fyrirlest-
urinn um vonsvik ungverskra rit-
höfunda fyrir byltinguna 1956 og
tildrög hennar. Að fyrirlestrinum
loknum mun Sigurður A. Magn-
ússon blaðamaður segja nokkur
orð.
Tamas Aczel er tiltölulega ung
ur maður, fæddur 1921. Hann hef-
ur lifað mjög viðburðaríku lífi
og var mjög starfsamur innan
ungverska kommúnistaflokksins
frá árinu 1942. Hann var for-
stjóri bókaforlagsins Szikra í
Búdapest 1947—49, en þá var
hann sendur á sérstakan flokks-
háskóla. Á árunum 1950—52 var
hann aðalritstjóri bókmenntatíma
ritsins „Csillag" (Stjarna), og
1954—55 var hann ritari ung-
versku rithöfundasamtakanna.
Stjórnarkjör
í Múraraíélaginu
hefst í dag
UM þessa helgi fer fram stjórn-
arkjör í Múrarafélagi Reykja-
vikur. Kosið verður í skrifstofu
félagsins, Freyjugötu 27 og hefst
kosningin í dag kl. I e. h. og
stendur til kl. 9 síðd. Á morgun
verður kosið frá kl. 1 e. h. til
kl. 10 síðd. og er þá kosning-
unni lokið.
Tveir listar eru í kjöri: A-listi,
sem borinn er fram af meirihluta
uppstillingarnefndar og B-listi,
sem borinn er fram af Guðna
Vilmundarsyni o. fl.
Eins og stendur er hann einn
af ritstjórum hins kunna ung-
verska bókmenntatímarits „Irod-
almi Ujsag“, sem hóf göngu sína
árið 1950, en var bannað eftir
byltinguna 1956 og var þá flutt
til Lundúna, þar sem það er gefið
út nú. Aðalritstjóri þess er rithöf
undurinn Faludi, sem hér var í
fyrra. Tímaritið kemur út í 7000
eintökum og er keypt af Ung-
verjum um allan heim.
Tamas Aczel hóf rithöfundar-
feril sinn sem ljóðskáld og hlaut
hin kunnu Kossuth-verðlaun fyr-
ir eina Ijóðabók sína árið 1948.
Síðan sneri hann sér að skáld-
sagnagerð og skrifaði þrjár skáld
sögur. Ein þeirra, „f skugga frels-
isins“, hlaut Stalinverðlaunin
1952 og var gefin út í Sovétríkj-
unum.
Hjalteyringur hœtt kom-
inn er bát hvolfir
AKUREYRI, 13. febr. — Klukkan
3 í gærdag vildi það slys til út
við Hjalteyri, að róðrarbáti
hvolfdi undir þrem mönnum.
Einum þeirra var nauðuglega
bjargað.
Mennirnir á bátnum voru að
koma úr róðri. Þeir höfðu ætlað
»ð lenda bátnum við bryggjuna,
Varðarkaffi í ValhÖll
í dag kl. 3-5 s.d.
SELFOSS
FÉLAG ungra Sjálfstæðismanna
I Árnessýslu og Óðinn á Selfossi
efna til skemmtunar í Selfossbíói
í kvöld. Hefst skemmtunin kl.
20,30.
Fyrst verður spiluð félagsvist.
Góð verðlaun verða fyrir bezta
árangur í vistinni. Síðan verður
dansað til kl. 2 eftir miðnætti.
Stratos-kvintettinn leikur fyrir
dansinum, en söngkona með
hljómsveitinni verður Anna Jó-
hannesdóttir.
Sjálfstæðisfólk í Árnessýslu og
nágrenni er hvatt til þ«ss að fjöl-
menna á skemmtunina.
en hvasst var af suðaustri og ekki
hægt að lenda þar. Fóru þeir því
með bátinn út á leguna og lögðu
honum þar við stjóra. Fóru síðan
yfir í léttbát og hugðust róa á
honum upp í fjöruna, sunnan
eyjarinnar. Á leiðinni reið ólag
á kænuna, svo henni hvolfdi. For
maðurinn á bátnum Agnar Þóris
son komst á kjöl, 15 ára ungling-
ur, Stefán Karlsson, synti til
lands, því hann er syndur vel, en
elzti maðurinn á bátnum, Sig-
urður Halldórsson, komst ekki á
kjölinn og mun ekki hafa kunnað
að synda.
Menn í landi sáu, er þetta gerð
ist, en skammt var út bátinn.
Þeir óðu út í brimið og tókst að
ná Sigurði og einnig formann-
inum og bátnum. Var Sigurður
fluttur beint í sjúkrahúsið hér,
því hann var meðvitundarlaus
orðinn. í kvöld er líðan hans
mjög sæmileg. Hvorki sakaði þá
Agnar né Stefán. Allir eru menn
irnir frá Hjalteyri. — Vignir.
Hoppdrættið
NOTIÐ laugardaginn til aS kaupa
miða og gera skil i happdrætt-
inu.
Skrifstofan í Sjálfstæffishúsinu
er opin til kl. 5 í dag, sími 17104.
Lélegar undirtektir hjá Hannibal á ísafirði
ÍSAFIRÐI, föstudag. — Hannibal Valdimarsson hélt fund hér 'sl.
miffvikudagskvöld, Var hann sæmilega sóttur en fáir urðu til þess
aff styffja málstað þessa fyrrverandi ráffherra vinstri stjórnarinnar.
Af fjórurn fundarmönnum, sem til máls tóku var aðeins einn
Eftir nokkra mánuði kemur út
í Englandi merkileg bók, sem
Tamas Aczel hefur samið ásamt
rithöfundinum Tibor Meray.
Nefnist hún „The Revolt of the
Mind“ og fjallar um hinn merki-
lega þátt sem rithöfundar og
menntamenn í ungverska komm-
únistaflokknum áttu í því að
hrinda af stað byltingunni. Þessi
hreyfing er tvímæalaust sú
merkilegasta sem fram hefur
komið í nokkrú kommúnistaiandi,
og er bókin því verðmætt sögu-
legt plagg.
Tamas Aczel tjáði fréttamönn-
um í gær, að hann mundi hafa
gaman af að hitta ungverska
flóttamenn, sem hér búa, eftir
fyrirlesturinn. ’Sagði hann einnig
í stuttu máli frá afskiptum sínum
af byltingunni og kynnum sínum
af Rajk, Janos Kadar og öðrum
forustumönnum kommúnista fyr
ir og eftir byltinguna. Fyrirlest-
urinn í dag verður fluttur á
ensku, og er öllum heimill að-
gangur.
Firmakeppni
FIRMAKEPPNI í badminton
lauk s.l. laugardag í íþróttahúsi
Vals við Hlíðarenda. Sigurveg-
ari að þessu sinni varð Ljós-
myndastofan Loftur h.f. sem
vann Bókfell h.f. í úrslitaleik, en
þrettán fyrirtæki léku í úrslit-
um.
Fyrir Loft h.f. léku þeir Gunn-
ar Petersen og Óskar Guðmunds-
son, en fyrir Bókfell h.f. léku þau
Halldóra Thóroddsen og Lárus
Guðmundsson.
fylgismaöur hans.
Hermann sálgaði stjórninni.
Hannibal flutti fyrst framsögu-
ræðu. Taldi hann vinstri stjórn-
ina hafa verið „góða stjórn“.
Kvaðst hann varla skilja í því,
hvernig hún hefði fallið. Það
hefði þó verið Hermann Jónas-
son, sem sálgaði henni.
Annars kvað Hannibal allt
það, sem miður fer á íslandi,
Sjálfstæðismönnum að kenna.
Næstur talaði Guðmundur
Guðjónsson verkamaður. Studdi
hann málstað kommúnista og réð
ist harðlega á „braskarana", sem
mikil ógæfa stæði af.
Lofaffi miklu e* efndi lítiff
Þá töluffu tveir iffnaffar-
menn úr hópi Sjálfstæffis-
manna, þeir Kristján Guff-
jónsson trésmiffur og Guff-
mundur B. Albertsson skipa-
smiffur. Kristján beindi þeirri
fyrirspurn til Hannibals,
hvers konar stjórnmálaflokk-
Einn listi í V.R.
í FYRRAKVÖLD klukkan 8 rann
út framboffsfrestur til kjörs for-
manns, stjórnar, varastjórnar,
trúnaðarmannaráðs og endur-
skoffenda í Verzlunarmannafé-
Iagi Reykjavíkur. Affeins einn
listi var framborinn, listi stjórn-
ar og trúnaffarmannaráðs. Er
hann því sjálfkjörinn.
ur hiff svokallaffa „Alþýffu-
bandalag“ væri eiginlega.
Blaff þess og stefna væri al-
gerlega mótuð af kommúnist-
um en á yfirborffinu þættist
Alþýffubandalagiff vera sjálf-
stæffur flokkur.
Þá gagnrýndi Kristján
tryggingarlöggjöfina nokkuff.
Ennfremur kvaff hann vinstri
stjórnina hafa Iofaff miklu en
efnt lítiff.
Þá talaði Guðmundur B. Al-
bertsson. Ræddi hann aðallega
það ranglæti, sem fælist í því,
að menn væru sviftir ellilaun-
um, ef þeir sýndu það framtak
að halda áfram að vinna og afla
sér tekna eftir að þeir væru orðn
ir 67 ára gamlir. Taldi hann að
menn ættu að njóta ellistyrks
frádráttarlaust þótt þeir legðu á
sig vinnu og tekjuöflun á efri
árum. Ef svo væri myndi þurfa
færri útlendinga til framleiðslu-
starfa hér á landi.
Þá talaði fyrrverandi' fram-
bjóðandi Framsóknarmanna á
ísafirði, Jón Jóhannsson skatt-
stjóri. Kvað hann Hannibal
áreiðanlega hafa haft gott af því
að sitja í stjórn með Hermanni
Jónassyni. Myndi hann margt
gott hafa af honum lært.
Loks talaði Hannibal sjálfur
og svaraði fyrirspurnum. Var
hann þá greinilega kominn í
varnaraðstöðu.
Við vorum á heimleið
þegar veðrið skall á
sagði skipsfjórinn á
TOGARINN Pétur Halldórsson
kom til Reykjavíkur í gær af Ný-
fundnalandsmiðum. Skipstjóri í
þessari ferð var Pétur Þorbjörns-
son, sem verið hefur stýrimaður
á skipinu, en fór þennan túr í
stað Jens Jónssonar, skipstjóra.
Mbl. átti í gær stutt samtal við
Pétur, en eins og kunnugt er,
fékk skipið á sig hnút og missti
annan björgunarbátinn.
— Það er óskemmtilegt að fá
svona veður í fyrsta skipti, sagði
Pétur. Annars má alltaf búast við
Pétri Halldórssyni
því, að menn fái skvettur og eitt-
hvað brotni. Það hefur gerzt hér
heima.
— Hvar voruð þið, þegar storm
urinn byrjaði, spurði Mbl.
— Við vorum komnir 90—100
mílur austur af miðunum og vor-
um á heimleið. Veðrið komst upp
í 11 vindstig. En það ísaði lítið
hjá okkur, því við lentum ekki
í neinu alvarlegu frosti. Þó safn-
aðist ísing fyrir á bátadekkinu, á
stýrishúsinu og í öllum reiðum.
Þegar við fengum á okkur hnút-
inn, var allur mannskapurinn úti
að berja klaka, margir uppi á
bátadekki. Sjór var mikill. Aðal-
hnúturinn lenti á björgunarbátn-
um, svo hann brotnaði og tók út,
en svo giftusamlega vildi til, að
mennina sakaði ekki.
Að lokum spurði Mbl. Pétur,
hvort þeir mundu fara á Ný-
fundnalandsmið á næstunni.
— Hann svaraði því neitandi,
það yrði sennilega ekki fyrr en
undir mánaðarmót marz-apríl,
svo bætti hann við:
— Við vorum syðst á Ritu-
banka og fengum mokafla. Við
fengum í okkur á um það bil 50
klukkustundum. Þetta eru geysi-
góð mið og botninn er svo sléttur,
að við rífum aldxei möskva eins
og hér heima.