Morgunblaðið - 14.02.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.02.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. febr. 1959 MOR'IVISBLAÐIÐ 9 ' ■ -• » »x^ggyi-->sv<^rqc«y>yy- . 'Xöv^tv.-’vxv W'?ííJ*rw«ír Þjóðleikhúsið í Vín. Bréf frá Vínarborg: Samvizka í sviðsljósi ÞAÐ er of seint að iðrast eftir úr þýzka hernum kemur á fund dauðann, segir í gömlu máltæki íslenzku og mun vera góð vizka. Það er samt aldrei of seint að taka svari þeirra, er myrtir voru í nánustu fortíð, né þeirra sem búa enn í dag við áþján. Leikrita höfundar hafa sérstakan áhuga á að vekja raddir samvizkunn- ar í fólki, fá það til að hugsa um og taka afstöðu til ýmissa hluta sem flestum þykir bezt að vera ekkert að tala um. En leik- sýning er leiksýning, og þegar henni er lokið, klappa allir sam- an lófunum í gríð og ergi. Ég er hræddur um að ýmsum leikrita höfundum hljóti að renna kalt vatn milli skinns og hörunds þeg- ar þeir heyra lófaklappið, og þeir spyrji sjálfa sig: Er allt til eins kis, er þetta ekki alvarlegra en svo að hægt er að klappa á eftir af gleði og ánægju? Hefur fólkið enga samvizku? Ég veit ekki hvort reykvíksk- ir leihúsgestir klöppuðu að lok- inni sýningu á Önnu Frank, í Kaupmannahöfn gengu menn hljóðir út. læknisins og boðar honum þessi tíðindi og gefur honum um leið í skyn hvað muni verða gert við börnin. Korrzak er gefinn kostur á að verða eftir, ef hann aðeins segi börnunum einhverja fallega sögu um takmark ferðalagsins. Hann þiggur ekki boðið og fer með þeim. En atburðarás einþátt- ungsins er tvöföld, sveitarforing- inn fer í frí heim til konu sinnar, sem er södd og glöð og til síns unga sonar, er gleðst yfir morð- leikfanginu, er faðir hans færir honum. Konan talar um hetju- skap og fórnir fyrir föðurlandið. Ef þátturinn var ekki vel heppn aður sem listaverk, þá var hann hugtækur, sem tilraun. Hver per- sóna lék tvö hlutverk. Þátturinn hefst sem æfing í leikhúsi, leikar arnir ræða hlutverk sín og finnast þau ekki mjög skemmtileg. Leik- stjórinn skipar þeim samt að leika og leikur sjálfur umhverfið, þ.e.a.s., hann skýrir sviðið og tal- ar fyrir munn þess, t.d. ákveðin gata í gyðingahverfinu í Varsjá. Hafi hann ekkert að gera, stend- getur ekki lengur skrifað, á miUi skyldustarfanna í flokknum eyð- ir hann tíma sínum vð vodka- flöskuna. Hann býr með þriðju konu sinni og dóttur af fyrra hjónabandi. Konan er eða var kaþólsk og trúuð, en fórnaði trú sinni fyrir ástina. Dóttirin er ung kommúnisti og áköf þátttakandi í uppbyggingu hins nýja Póllands. Það kemur maður í heimsókn, gamall vinur rithöfundarins, sem bjargaði lífi hans á stríðsárunum. Hann er á flótta, hefir verið grun aður saklaus, en vegna þess að hann hefur ekki hreina alþýðu- fortíð, er grunurinn of sterkur. Hann biður rithöfundinn um að hýsa sig í nokkra daga á meðan hann er að ljúka undirbúningnum undir flótta sinn. Eftir nokkrar vöbblur lofar rithöfundurinn að gera sitt. Þeir héldu sig eina á meðan á samtalinu stóð, en dótt- irin hleraði. Næsta dag, þegar fjölskyldan er að borða, er flótta- maðurinn sóttur. Kona rithöfund- arins heldur fyrst að maður sinn hafi brugðist bróðurskyldunni. Hann ber af sér ásakanirnar, dótt- irin játar að hafa sagt til vinar- ins. En hún varð að segjast vera I send frá föður sínum, annars væri kallaði út um gluggann til þess að fólkið í hinuum húsunum heyrði og bjargaði honum. Það svaraði honum enginn, hann var j hann samsekur. Öryggislögreglan þjóðhollustuna einn með böðli sínum. þakkar honum Það er auðvelt og tiltölulega Rithöfundurinn segir nokkur al- áhættulaust fyrir Dúrrenmatt að j varleg orð við dóttur sína, geng- skrifa svona, sitjandi í Zúrich og ur síðan út og hengir sig. Hér í Vín er alltaf klappað. ur hann til hliðar. Vínarbúar er glatt fólk og vilja ekki láta trufla sig í gleðinni. Ég get ekki að því gert, að það fer stundum ákaflega í taugarnar á mér. Eitt af beztu og minnstu leik- húsum borgarinnar, Kleines The- ater der Josefstadt im Konzert- haus sýndi fyrir skömmu tvo ein- þáttunga: Korczak og börnin, eft- ir Erwin Sylvanus, og Samtal um nótt við fyrirlitinn mann, nám- skeið fyrir samtímamenn, eftir F. Dúrrenmatt. Leikrit Sylvanus er um morðin á Gyðingum í Varsjá, nánar tiltekið, um eyðingu gyð- ingabarna. Korczak er læknir á barnaspítala í gyðingahverfinu. í hinni hersetnu borg er lítið orðið um brýnustu nauðsynjar, en Korsczak hefi rmarga munna að fylla. Betliferðirnar bera ekki lengur árangur. Börnin eru sjúk af hungri. Það kemur skipun um að flytja börnin burt. Sveitarforingi eiga varla von á böðli sínum inn um gluggann hjá sér, þess vegna hlaut verk hins pólska rihtöf- undar, Roman Brandstaetter, Þögnin, að verða þyngra á met- unum. R. Brandstaetter lifir i Póllandi og virðist vera við beztu heilsu. Þögnin var sýnd í Theater der Courage og var einn mesti við- burður fyrri hluta leikársins. Að- alpersóna leikritsins er miðaldra rithöfundur, gamall kommúnisti, er í æsku barðist fyrir hugsjónum sínum af hugrekki og skrifaði góð verk. í dag er hann flokks- meðlimur að atvinnu, í ýmsum ritstjórnum og nefndum. Hann Ég bið afsökunar á þessari stutt aralegu frásögn, hún gefur ekki nema litla hugmynd um leikritið. Þögnin er gott leikrit, þýðing- armikið leikrit og mikilsverður vitnisburður. En við skulum nú hverfa frá þessum samvizkuspurningum dagsins og líta inn í hið fagra musteri sönglistarinnar, ríkis- óperuna. En fyrst langar mig til að segja stutta sögu: Fyrir nokkr um árum hittust tveir frægir og fínir roenn, Jean Cocteau. og Igor Strawinsky að máli og ákváðu að semja safnan óperu. Cocteau tók sig til og setti saman texta eftir hinu gamla leikriti Sófoklesar, Ödipus konungur. Hvort hann hefur notað gríska frumtextann við það veit ég ekki, sennilega þó franska þýðingu. Þegar texti han» var tilbúinn fékk hann mann, vel menntaðan í fornum málum til að snúa honum yfir á latínu, ea samdi auk þes smá endursögn á innihald verksins. S'ravinsky fékk svo allt saman sent og samdi tónlist við latneska textann. Svo er verkið flutt og sungið á lat- ínu, og öðru hverju kemur kjól- klæddur maður fram á sviðið og segir í stuttu máli hvað er að gerast fyrir þá sem ekki geta fylgst með. Skýringar þessar eru svo stuttar og ónákvæmar að eng inn hefur gagn af þeim sem ekki þekkir leikritið. Að öllum lík- indum samdi Cocteau þær til að lesa þær sjálfur og geta þannig verið með. En svona fara sumir nútímalistamenn að því að verða háklassiskir aðalsmenn andans. Nú bar svo við, að Strawins k r kom til Vínar til að stjórna þessu verki sínu. Þrátt fyrir dáiitla fyrirfram andjð hreif Ödipus rex mig mjög eftir skamma stund. Verkið er ekki ópera í venju- legum skilningi, heldur óratorisk ópera, þ.e.a.s., það er lítið um hreyfingar á sviðinu, öll atburða rás á sér stað að tjaldabaki. Verk ið er þungt og skýrt í línum, tón listin taktföst, ósöngræn, en mjög áhrifamikil, og fyrir minn smekk hæfði hún mjög vel þessum erki- harmleik evrópskrar leikmennt- ar. Og formið hin óratoriska ópera er hrífandi, statisk, en með innri þunga og hreinni djúpri til- finningu, sem verður að vera fundin, því formið gefur ekki tækifæri til að nota hin ýmsu hjálparmeðöl, sem enn eru við lýði í hinum theatrösklu óperum og verka oftast broslega á nútíma íólk. Hættulegir „al- þýðulýðræðinu44 BERLÍN, 11. febrúar. — Hópur andbyltingarsinnaðra stúdenta við tækniskólann í Dresden hafa verið handteknir, segir í tilkynn- ingu frá öryggismálaráðuneyti A- Þýzkalands í dag. Ástæðan er •ögð sú, að piltarnir hafi haft aamvinnu við Berlínar-skrifstofu stjórnardeildar þeirrar í v-þýzku stjórninni, sem fer með sameig- inleg málefni Þýzkalands. Þeir munu og hafa haft samband við andkommúniska hreyfingu í V- Berlín, segir í tilkynningunni. Það einnig, að umræddir piltar hafi prentað og dreift áróðurs- miðum og bæklingum gegn a- þýzku stjórninni og haft undir höndum útvarpstæki. vopn og sprengiefni. Tilraunin sem slík heppnast vel, en einþáttungurinn var ekki nema leikin frásögn. Seinni einþáttungurinn, Samtal um nótt við fyrirlitinn mann, námskeið fyrir samtímamenn, var eitthvað fjarlægari að efni, en þó ekki svo mjög. Það er nótt í einhverju einræð- isrríki. Rithöfundur situr einn og bíður, bíður, bíður eftir böðli sín- um. Hann veit, að það á að drepa hann í nótt. Eftir skamma stund kemur sterklegur maður klifr- andi inn um gluggann og býður gott kvöld. Þessir tveir menn, sem hafa aldrei sést áður, hefja samtal. Rithöfundurinn spyr böð- ulinn út úr. Jú, honum var boðið þetta starf fyrir mörgum árum, hann hafði framið glæp í æsku, en mátt velja milli dauðarefsing- ar og böðulstarfsins. En tímarnir eru breyttir, áður gekk hann að verki sínu hreinlega í fangelsum, nú er hann sendur út á nætur- þeli til að aflífa fólk án dóms og laga. Samtalinu heldur áfram um hversdagslega hluti, allt, sem rithöfundurinn segir, segist böð- ullinn hafa heyrt aftur og aftur núna í seinni tíð, allir tala um að hafa barizt fyrir frelsi og hug- sjónum, fyrir betra lífi. Sumir æsa sig upp, róast svo aftur og spyrja hvort þeir megi ekki reykja eina sígarettu enn. Rit- höfundurinn okkar biður líka um það og drekkur nokkur staup af koníaki. Á meðan hann er að reykja síðustu sígarettuna eiga þeir saman stutt samtal um tækni aflífgunarinnar. Böðullinn segist hafa góða tækni og ef hann brjót- ist ekki um, þá taki þetta fijótt af. Og leiksýningunni lauk með deyðingu rithöfundarins, á meðan á samtalinu stóð hafði hann líka æst sig upp; kallað hátt, svo að fólk i næstu íbúð heyrði í hon- 4k¥ ♦ + BRIDGE ♦ * Heimsmeistarakeppnin U.S.A. - Ítalía 103:81 NÍUNDA heimsmeistarakeppnin í bridge hófst,í New York sl. laugardag. Þrjár sveitir taka þátt í keþpninni, ein frá Evrópu, ein frá Bandaríkjunum og ein frá Suður-Ameríku. Fyrir Ev- rópu keppa núverandi heims- meistarar, ítalir, sem unnið hafa heimsmeistarakeppnina undan- farin tvö ár. ítölsku keppendurn- ir eru þeir Avarelli, Belladonna, Chiaradia, D'Alelio, Forquet og Siniscalco. Fyrir Bandaríkin keppa þeir Harry Fishbein, Sam Fry jr., Leonard B. Harmon, Lee Hazen (allir frá New York), Ivar Starkgold frá Washington og Sidney Laxard frá New Orleans. Fyrir Suður-Ameríku keppa spil- arar frá Argentínu, þeir Alberto Berisso, Ricardo Calverto, Alej- andro Castro, Carlos Dibar, Art- uro Jacques og Egisto Rocci. Að loknum 68 spilum milli sveitanna standa leikar þannig: Bandaríkin — ítalía .... 103:81 Bandaríkin — Argentína . 125:70 ítalía — Argentína..... 112:74 Telja má öruggt, að argen- tínska sveitin geti ekki unnið keppnina úr því sem komið er, enda var ekki við því búizt. — Keppnin mun því, eins og vænta mátti, standa milli Bandaríkj- anna og ítalíu. 1 síðustu umferð unnu Bandaríkjamenn stóran sigur, 33 stig á móti 12 og hafa því þegar þetta er skrifað 22 stig yfir ítalina. —★— Spilið, sem hér fer á eftir kom um — og verði líf hans. Hann fyrir í annarri umferðinni í leiknum milli Bandaríkjanna og ítalíu. Á öðru borðinu sátu þeir Belladonna og Avarelli, N-S, en þeir Fishbein og Hazan, A-V, og þar gengu sagnir þannig: A S pass pass grönd pass V N 1 tigull pass 3 grönd allir pass Á 10 6 5 2 Á K 10 9 8 D 5 2 * G 4 3 2 ¥ G 4 * 754 * Á 10 9 3 * K 7 N V A S 5 ¥ Á 7 3 ♦ G 3 2 * K 8 7 4 * ¥ ♦ * D 9 8 6 K D 10 9 8 D 6 G 6 Bandaríkjamennirnir, sem sátu N-S voru utan við hættu, not- uðu veika tveggja opnun, því andstæðingarnir voru í hættu. Forquet, sem var Vestur passaði vegna þess að hann átti enga fyrirstöðu í hjarta og voru því grönd að hans áliti útilokuð. — Lazard notaði því tækifærið og stökk í 4 hjörtu, sem andstæð- ingarnir dobluðu ekki. ítalirnir fengu 6 slagi (tvo á tígul, tvo á spaða, einn á lauf og einn á hjarta), græddu því Bandaríkja- menn 450 á spilinu eða 5 stig. Segja má, að Bandaríkjamenn hafi verið heppnir þarna, en ekki er hægt að neita því, að sagn- irnar hjá þeim Fry og Lazard gera ítölunum mjög erfitt fyrir. Við uppfærsluna sjálfa má segja að hún hafi verið með ágætum, en mér fannst hún bregð ast gjörsamlega í einu atriði. Sviðsmyndin sjálf var góð, skipt- ing sviðsins, fyrir miðju súlna- hliðið á höllinni ög uppgangur- inn í aflíðandi bogum á báður hendur, á milli boganna, rúm fyrir kórinn, en liturinn og blær- inh sem hann gaf, voru slæm mistök. Það var öllu haldið í brúnu og Ijósrauðu, og kallaði fram rómantísk minni eða hug- myndir um risastórt svefnher- bergi. Hinni hörðu hrynjandi tón listarinnar og átakanleik verks- ins hefði kaldur grár grunntónn hæft betur. Gamli maðurinn fékk mikið lófaklapp þegar hann kom og enn meira þegar hann fór, ungling- arnir á svölunum vildu varla sleppa honum, en hann var sýni- lega þreyttur og hélt um hjartaS þegar hann hneigði sig. Ógleymanlegt kvöld. Þ. H. Hitaveita 09 hitamiðstöð SKEKKJA varð í gær í grein Jóhannesar Zoega, verkfræðings, um hitaveitu og hitamiðstöð þar sem gerður er samanburður á kostnaðaráætlun hitaveitu frá Krýsuvík og hitamiðstöð. Rétt- ur er kaflinn svona: A. Hitaveita frá Krýsuvík a) Virkjunarkostnaður og aðveita 90 millj. b) Götu- og heimæðar 100 — Samtals kr. 190 millj. a) Ketil- og dælustöð 50 millj. b) Götu- og heimæðar 120 — Samtals kr. 170 millj. Mismunur kostnaðar götukerfa stafar af því, að hitaveita með upphitunarmöguleikum hef- ur helming götukerfis einfalt en helming tvöfalt. Götukerfi hita- miðstöðvar þarf allt að vera tvö- falt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.