Morgunblaðið - 14.02.1959, Page 6

Morgunblaðið - 14.02.1959, Page 6
6 MORGTJNfíLAÐlÐ Laiy»ardagur 14. febr. 1959 Þrumandi langvarandi lófaklapp Krisíinn Andrésson talaði í Kreml ÍSLENZKIR kommúnistar sendu fulltrúa á 21. þing rúss- neska kommúnistaflokksins, þar sem persónudýrkun var á ný tekin upp á Krúsjeff, einræðisherra Rússlands. Á þingi þe«su flutti íslenzki fulltrúinn, Kristinn Andrésson, ræðu, sem síðan var birt í Pravda og fer ræðan í heild hér á eftir. Ræða félaga Kristins Andréssonar (Hinn sameinaði sósíalista- flokkur íslands) Kæru félagar! Leyfið mér í nafni hins sameinaða sósíalista- flokks íslands og miðstjórnar hans að færa Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, flokksþingi yðar og allri sovézku þjóðinni bróður- kveðjur okkar og einlægar óskir um mikinn árangur í starfi yðar. (Lófaklapp). Sósíalistar fslands gleðjast yf- ir því að vinátta Sovétríkjanna og íslands eflist stöðugt. Komið hefur verið á menning- artengslum milli landa okkar. Ágætir sendimenn sovézkra lista heimsækja fsland. Af vitsmunum sínum og náðargáfu hafa þeir glatt íslendinga og fslendingar hafa fagnað ákaft fulltrúum sovézkra vísinda og lista. Við íslendingar elskum ljóð. Hinn forni ljóðabálkur okkar, Edda, og fslendingasögurnar eru helg arfleifð okkar, sem hefur gefið og mun gefa ísl. þjóðinni andagift og hugrekki í aldalangri Móta- og bindivír fyrirliggjandi J. Þorlóksson & Norðmonn h.f. Skúlagötu 30. U nglinga vantar til blaðburðar í ettirtalin hverfi Nesveg Kleifarveg Aðalstræti 6 — Sími 22480. Uppboð verður haldið við lögreglustöðina í Hafnarfirði fimmtud. 19. febr. n.k. kl. 10 f.h. Verður þar seldur stór peningaskápur ofl Greiðsla við hamarshögg BÆJARFÓGETINN. S feyp us tyrk tarjárn 10, 12„ 14, 16, og 19 mm fyrirliggjandi J. Þorláksson & Norðntann h.i. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30. Heildstílu - og umboðsverzlun vill ráða mann, sem gæti gengt fulltrúastarfi. Umsækjendi þarf að ráða yfir menntun, sambæri- legri við: Viðskiptafræðing, Byggingarfræðing, Vélfræðing, Verzlunarskólamenntun. Áherzla er lögð á tungumálakunnáttu. Væntanlegir umsækjendur gjöri svo vel að senda nafn og heimilis- fang í afgr. Mbl. merkt: 111. . 4515 baráttu hennar fyrir sjálfstæði. Á þessari arfleifð byggja nútíma- bókmenntir okkar. Sú staðreynd, að bókmenntir okkar, bæði fornar og nýjar, eru gefnar út í Sovétríkjunum, færir heim sannir um vináttu sovézku þjóðarinnar og virðingu hennar fyrir okkar þjóð, er allir íslend- ingar meta mikils. Við gleðjumst vegna þess, að verzlunarviðskipti milli landa okkar hafa aukizt mikið á síðast- liðnum tveimur árum. Einmitt vegna víðtækra verzlunartengsla við hinn sósíalistiska heimsmark- að og þá sérstaklega við Sovétrík- in, sem eru stærsta viðskiptasam- band okkar, hefur okkur tekizt að eyða næstum alveg atvinnu- leysi í landi okkar. (Lófaklapþ). íslenzka þjóðin mun aldrei gleyma að í baráttu hennar fyrir tólf mílna fiskveiðilandhelgi, sem allt atvinnulíf þjóðarinnar bygg- ist á, fékk hún stuðning frá sovézku ríkisstjórninni, sem lýsti ákveðið yfir viðurkenningu sinni á réttmæti þessarar kröfu. Flokkur okkar hefur athugað af miklum áhuga hina stórkost- legu sjö-ára-áætlun, sem rædd verður á þessu flokksþingi. Sjö-ára-áætlunin opnar sovézku þjóðinni, sem reynt hefur margar þrautir og erfiðleika, nýtt tíma- bil og við óskum yður til ham- ingju með það. Við dáumst að frábærum sigr- um yðar á sviði tækninnar og að kunnáttu vísindamanna yðar. Við erum þess fullvissir, að þér mun- ið einnig vinna nýjar og djarfleg- ar dáðir sköpunnar á sviði bók- mennta og lista, hæfa mikil- fenglegri menningarleifð yðar. Bræður, við óskum yður alls góðs famaðar á leið yðar til kommúnismans. (Lófaklapp). Sjö-ára-áætlun yðar opnar öll- um þjóðum nýtt svið. Hún sannar öllu mannkyninu kraft samvinn- unnar og kosti áætlunarbúskaps- ew W*j»* » .1 *» ».!»*>. s > f Cft.iMBK* Tn m n htxwiywtmi Iu»-í *s tí' «*•*'* ýwmmm* j&tsissm«ss*** wS ..i& yæ.vuu-s e'«T3-|**4s» úúg- j «*»T *wa»»ns»> iHfamæn,'; ... s n *k 'is r t <t « ■»»»» I }.-> J I* ■ «-**! * *■ Jtfctt |£|jgg|gg|3 T.3Í ■ ».„*'. E,‘t k' ’ •■■»**• í- e ■?* w j ttmttáx ítsatws* $«■»§*. *»«... . m_______________I l vm v* p.wT«:T£í«:eaH twtwMur &>!«„ Wt í TKmtsíxmt. tm&m »•*»«*». IJwwiW KM **«*«» Ui*.;otvi mmm .. •>»i*>»»* ii »■..«>*■-' atajís. s*sb» m*utm **» *« " «wt ««<»*«** it nd « fviAisfto tfef. íttítý ssypea-ifls* sstwsísttssst # f^tutitk 1 jj- ■§§$§. -"% Kristinn Andrésson í ræðustól í Kreml, eins og myndin af honum birtist í Pravda. ins, sannar skapandi mátt sósíal- ismans og yfirburði, undirstrikar aðkallandi nauðsyn þess, að hrinda kröfunni um afvopnun í framkvæmd og sem mest er um vert, hún kallar á afneitun styrj- alda og friðsamlega samvinnu þjóða í milli. Allt líf slíkrar smá- þjóða sem íslendinga er komið undir friði í öllum heiminum. Ein einasta atómsprengja á land okkar, þar sem byggðar hafa ver- ið erlendar herbækistöðvar, get- ur eytt meirihluta þjóðarinnar. Þess vegna metum við sérstak- lega mikils þann hinn mikla skerf til styrktar friðinum, sem sjö-ára-áætlunin er. Sovézka þjóðin undir forystu Kommúnistaflokksins skipar fyrsta sess á sviði tækninnar og sendi út í alheimsgeiminn fyrsta skeytið gert af manna höndum, sem rennur nú braut sína um- hverfis sólina. Við óskum þess, að þér, sem réðust á Vetrar- höllina á árinu 1917 og réðust nú út í alheiminn, leggið nú sem fyrr veginn fyrir mannkynið að endamarkinu í eyðingu fátæktar, hættu á hernaði, styrjalda, stétta- munar og ríkja, veginn að æðsta stigi mannfélags þróunarinnar, að framkvæmd fullkomins kommún isma. (Lófaklapp). Fram til frelsis allra þjóða! Heiður sé Kommúnistaflokki Sovétríkjanna! (Lófaklapp). Lengi lifi bræðrabönd vinn- andi manna allra landa! (Lófa- klapp). Lengi lifi þrá mannkynsins til andlegrar fullkomnunnar, réttlæt is og stöðugt fegurra lífs! Lófa- klapp). Fram til fullkominnar fram- kvæmdar á fegursta draumi mann kynsins, er það eignaðist á tím- um verstu stéttakúgunarinnar, fram til kommúnismans! (Þrum- andi, langvarandi lófaklapp. All- ir standa upp). skrifar úr daglegq lifínu Fjölbreytni í veðurfari VARLA gefast betri dæmi til að sanna breytileika íslenzkr- ar veðráttu en janúar og febrúar þessa árs, a. m. k. eins og við Sunnlendingar höfum kynnzt þeim. Fyrst kom janúar, rólegur en kald- ur og miskunnarlaus, eða það var hann að minnsta kosti í aug- um okkar hitaveitufólksins. Svo kemur febrúar hlýr, votur og alltaf að hlaupa upp á nef sér og skipta um skap, svo maður veit aldrei hvernig veðrið er næst þegar litið er út. Og að hvorum þeirra geðjast okkur svo betur? Þegar tók að líða á janúarmánuð, heyrðist hvar vetnaá Æ, það vildi ég að það færi nú að hlýna. Svei mér ef ég vil ekki h .ldur rigningu en þenn- an sífellda kulda“. Og svo hlýn- aði og fólk fór að tína af sér vetrarflíkurnar, en varla voru margir dagar liðnir, þegar fór að heyrast: „Leiðinlegt þetta veður. Maður veit aldrei á hverju maður á von. Þá vil ég heldur svolítinn kulda en þetta sífelda rok og bleytu á götunum.“ Svona gengur það. Það er erfitt að gera mann- fólkinu til hæfis. Eitt má þó segja um veðurfarið þessa dagana. Það er fjölbreytt. Þegar þetta er skrifað (Á mið- nætti 12. febr.) er veðurspáin svona: Sunnan eða suðvestan stinningskaldi og slydduél í nótt, hægari í fyrramálið, vaxandi suðaustan átt, þegar líður á dag- inn, hvasst annað kvöld. JÓN úr Vör sendir Karli Halldórssyni tollverði svar við bréfi því er birtist í dálkum Vel- vakanda fyrir nokkrum dögum. Og munum við láta þessum deil- um um rímuð og órímuð ijóð hér með lokið. Jón skrifar: „Það er engin elsku mamma að komast í hendurnar á Karli Hali- dórssyni tollverði. Ég gerðist svo djarfur að gagnrýna kynningar- starfsemi hans varðandi eitt ljóð Stefáns Harðar, en það hafði hann ort um, skrumskælt og birt í Velvakandadálkum Morgun- blaðsins. — E. t. v. muna lesendur eftir spurningapistli, sem ég sendi K. H. í þessu tilefni. Hann sendir mér tóninn 11. þ. m. Ekki til að svara spurningum um, heldur til þess að upplýsa lesendur þessa 8krif stof uherbergi óskast til leigu. Þarf ekki að vera stórt. Upplýsingar í síma 17-18-9 blaðs um það hve mikill klaufi ég sé; eins og þeir séu ekki dóm- bærir um það sjálfir. Máli sínu til stuðnings segir hann frá fyrri við- skiptum okkar, þar sem hann hafi einnig staðið yfir höfuð- svörðum mínum; og til þess að kóróna nú allt saman kallar hann mig Jón nokkurn — úr vör; takið eftir þankastrikinu og litla vaff- inu, mikið má ég vera þakklátur fyrir það, að fá þó að halda stóra joðinu mínu. Og hvernig fer K. H. svo að því að rökstyðja klaufadóm minn að þessu sinni? Jú, hann hefur það eftir mér, að það hafí tekið Stef- án „nokkur ár“ að semja um- rætt ljóð, vitnar svo sjálfur i kvæðið innan sviga: „áratugum fór hann yfir útlöndin“. K. H. segir að með þesum upplýsingum „torleiði" Stefáns hafi ég e. t. v. af honum skáldastyrk. Hér eru dómsforsendur K. H. faisaðar frá rótum. Það stendur hvergi í mín- um pistli að St. H. hafi verið mörg ár að semja þetta kvæði. Ég lýsti vandvirknislegum vinnu- brögðum Stefáns, en sagði að hann væri ekki afkastamikill, enda hefði hann þar engum skyld um að gegna. (Orð féll að vísu úr við prentun, en það skiptir ekki máli í þessu sambandi, aðrar prentvillur hafa áhugamenn von- andi lesið í málið). Það var sannarlega enginn klaufaháttur á þessum röksemd- um. Það er von að K. H. sé lukku- legur með sinn hlut. — Ég heí aldrei ætlað mér að fara í mann- jöfnuð við K. H. Spurningum mínum hefur hann ekki svarað, ekki einu sinni varðandi ummæl- in, sem hann hafði eftir Eiríki Hreini Finnbogasyni, er ég ætla að séu fölsuð. Þetta er því út- rætt frá minni hálfu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.