Morgunblaðið - 19.02.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1959, Blaðsíða 8
s MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 19. febr. 1959 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innaniands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. TÍMAMENNSKA Tíminn I gær hvikar ekki frá þeirri hugmynd, sem hann reifaði í forystugrein daginn þar á undan, að „útreikn- ingi hlutfallskosninga" væri hægt að haga svo, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði við síðustu bæjar- stjórnarkosningar í Reykjavík einungis fengið 7 fulltrúa af 15. Við þessar kosningar fengu Sjálf- stæðismenn hér í bæ 57,7% at- kvæða. öfuguggahátturinn, sem í þessu lýsir sér, er svo einstakur, að menn vildu naumast trúa því, að Tímanum væri alvara með þess- ar kenningar. Sumir héldu þess vegna, að um einhvern misskiln- ing hefði verið að ræða og leið- rétting myndi birtast daginn eft- ir. Svo varð ekki. Tímanum virð- ist því full alvara með, að fundn- ar séu nýjar reglur um „útreikn- ing hlutfallskosninga", sem ein- faldlega breyti verulegum meiri- hluta í minnihluta. ★ Það er því sízt að ástæðulausu, sem Alþýðublaðið skrifar í gær grein um afstöðu Framsóknar- flokksins til kjördæmamálsins og nefnir hana „Minnihluti verði meirihluti". Þar er þó ekki vikið að þeim einstæðu bollaleggingum Tímans, sem hér hafa verið gerð- ar að umræðuefni, heldur sýnt fram á, hvernig meirihlutakosn- ing, eins og hún hefur tíðkazt hér, getur oft leitt til þess, að minnihluti fái fleiri kosna en hin- ir ,sem i meirihlutanum eru.’ Annað mál er, að mismunandi reglur gilda um „útreikninga" á meirihlutakosningum, ekki síður en hlutfallskosningum. Tíminn virðist þó ekki hafa hugmynd um þetta, því að hann segir í hinni tilvitnuðu grein i fyrradag: „Þegar kosið er í einmennings- kjördæmum, ræður atkvæða- fjöldi vali fulltrúans, án annarra útreikninga. Val kjósendanna er frjálst og dómur þeirra skýr og 6hagganlegur“. Sumstaðar, eins og t.d. í Frakk- landi nú, samkvæmt hinni nýju kosningalöggjöf, er de Gaulle beitti sér fyrir, þarf að kjósa aftur, ef enginn fær hreinan meirihluta í fyrstu atrennu. Þar nægir ekki eins og við þingkosn- ingar í einmenningskjördæmum hér að fá fleiri atkvæði en nokk- ur annar, heldur verður maður að fá meirihluta þeirra, er kjósa. Svipuð regla er t.d. höfð við kosn- ingu forseta á Alþingi íslendinga og mætti því ætla, að Timanum væri sú aðferð ekki með öllu ó- kunnug. Svo er þó að sjá. ★ Annars er erfitt að dæma um, hvenær hrein vanþekking ræður skrifum Tímans, eða hann segir vísvitandi ósatt. Sl. sunnudag birti hann t.d. fregn af stjórn- málafundi á Hellu, þar sem eftir voru höfð ákveðin orðaskipti milli Ingólfs Jónssonar, alþingis- manns, og ónafngreinds fundar- manns. Það sem eftir hvorum um sig var haft var innan tilvitn- unarmerkja, svo að lesendur áttu ekki að efast um nákvæmni frásagnarinnar. Gallinn var sá einn, að sagan reyndist uppspuni frá rótum. Fundurinn, sem Tím- inn sagði frá á sunnudagsmorgni var ekki haldinn fyrr en að kveldi sama dags! Flest blöð önnur hefðu beðið afsökunar á slíkum afglöpum. Ekki er svo að sjá, að Tímanum komi það til hugar, enda væri það alveg gagnstætt venju hans. Fyrir nokkrum dögum birti Tíminn forystugrein undir fyrir- sögninni: „Varnaðarorð forset- ans“. Þegar greinin var lesin, kom í ljós, að þarna var vitnað til orða Ásgeirs Ásgeirssonar; sem hann hafði mælt á Alþingi fyrir rúmlega 25 árum, á meðan hann enn tók þátt í stjórnmála- deilum og var forsætisráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokkn- um. Þegar bent var á blekking- una, sem fólst í fyrirsögn Tím- ans, herti hann einungis á og þóttist auðsjáanlega mjög hróð- ugur, ef hann gæti villt um fyrir einhverjum með þessum hætti. Um svipað leyti bjó hann til æsifregn í því skyni að særa menntamálaráðherra í annars nafni og reyna að rægja á milli manna. Síðan hefur blaðið lagt út af þessum tilbúningi sínum, blað eftir blað blygðunarlaust. f gær birtir Tíminn svartletr- aða þessa fregn: „Athygli vekur, að yfirlæknis- embættið á Kleppi skuli ekki enn hafa verið veitt, eða um leið og landlæknisembættið, þar sem bæði þessi embætti voru auglýst saman. Mun það valda, að Bjarni Ben. sækir fast að láta frænda sinn, Tómas Helgason fá embætt- is, en hann er við sérfræðinám í Bandaríkjunum". Fyrir skýringu Tímans er ekki flugufótur. Hún sýnist einungis orðin til af hinni óstöðvandi ó- sannindahneigð blaðsins. Slík dæmi er þar að finna svo að segja hvern einasta dag. ★ Þvílíkar baráttuaðferðir kunna að duga, þar sem menn lesa Tím- ann einan og fá ekki sannar frétt- ir af því sem gerist. En með frétta flutningi sínum og rangtúlkun á flestu, sem gerist, er Tíminn að svíkja lesendur sína. Þau svik hljóta að bitna á honum sjálfum áður en yfir lýkur. íslendingar vilja skoða málin frá öllum hliðum og mynda sér skoðanir, eftir að þeir hafa kynnzt sjónarmiðum allra. Það er því vonlaust verk, að ætla að telja landsmönnum trú um, að það séu rangindi við fólk í strjál- býli að leiðrétta kjördæmaskip- unina frá því sem nú er. Eftir sem áður er ætlunin að full- trúar strjálbýlisins verði hlut- fallslega mun fleiri en Reykvík- inga. Ef á einhvern er hallað, eru það því íbúar höfuðstaðar- ins. Þeir eiga áfram að sitja við minni rétt en aðrir. Þeir vilja una því, aðeins ef verstu annmark arnir eru leiðréttir. Engu að síð- ur lætur Tíminn svo sem níðast eigi á þeim, sem forréttindum eiga að halda, en svívirðir hina, sem líta vilja á málið af sann- girni og slá af rétti sínum. Tíminn vann að vísu kosning- arnar 1931 með slíkri baráttuað ferð. Sá sigur varð Framsóknar- flokknum meiri ógæfa en nokkuð annað, sem við hefur borið í sögu hans. Framsóknarmenn ættu að hafa lært af reynslunni og þeim er áreiðanlega sjálfum holl- ast að taka upp aðra starfshætti en þá, sem Tíminn nú iðkar. UTAN IIR HEIMI Hljóðrituð talstöðvasamröl sönnunar- gagn Bandaríkjamanna ÓVOPNUÐ bandarísk herflutn- ingaflugvél af Skymastergerð villtist hinn 2. september sl. af flugleið sinni yfir Tyrklandi inn yfir landamæri Armeníu. Með flugvélinni voru 17 manns og varð ekki annað kunnugt um af- drif þeirra en það, að Rússar skiluðu líkum 6 þeirra, sem með flugvélinni voru, en hafa síðan neitað að gefa upplýsingar um hina 11, eða að afhenda þá — lífs eða liðna. Rússar staðhæfa, að flugvélin hafi farizt, en Bandaríkjamenn segjast nú hafa í sínum höndum gögn, sem sanni, að rússneskar orrustuþotur hafi skotið banda- rísku flutningaflugvélina niður — án þess að reyna að gefa á- höfn flugvélarinnar til kynna, að hún var komin inn yfir rúss- neskt landsvæði, eða að vara hana við aðförinni. —★— Sönnunargögn Bandaríkja- manna eru hljóðrituð talstöðva- samtöl rússnesku orrustuflug- Lögregluþjónn með grisjugrímu á sér til verndar gegn þokunni. Mörgum þykir Lundúna- þokan meinleysisleg við fyrstu sýn ÞAÐ KEMUR stundum fyrir, er menn heimsækja London að vetri til, að þeir verða fyrir nokkrum vonbrigðum með þokuna: — Nú hún er ekki þéttari en þetta? segja þeir og skírskota til þess, að henni hafi verið lýst sem „súpu úr grænum baunum" — þokan sé svo þétt, að hægt sé að skera hana með hníf, og svo mætti lengi telja. —★— Þokan í Lundúnum er mjög sjaldan svo þétt, að menn í bók- staflegri merkingu sjái ekki spönn fram fyrir sig. Þokan er framar öllu hættuleg, af því að hún blandast reyknum í stór- borginni. Oft kemur það fyrir að vetri til í Lundúnum, að mjög sjaldan sést til sólar um langt skeið vegna þoku. Loftið er þrung ið af þoku, sem blandast kola- reyk og bílareyk. Menn fá of lítið súrefni úr loftinu, verða móðir og fá höfuðverk, og ef þeir hafa tilhneigingu til að fá bron- kítis, geta þeir verið nokkurn veginn vissir um, að það tekur sig upp að nýju. Nefgöngin og kokið verða aum af þessari ó- þverrablöndu, sem menn anda að sér. Þegar menn vakna á morgn- ana er loftið í svefnherberginu þrungið þoku. Gluggarnir eru ó- þéttir, og mjög lítið er um tvö- faldar rúður. Það er erfitt að klæða af sér þokuna. Hún smýgur inn í gegn- um fötin, hversu mikið sem menn eru klæddir. Stundum finnst mönnum jafnvel þokan smjúga undir húðina. —★— Versta Lundúnaþoka í manna minnum var árið 1952. Talið er að hún hafi orðið 4.500 mönnum að bana. Einkum varð hún öldr- uðu fólki að fjörtjóni. Það fékk bronkítis og lungnabólgu, og hjartað þoldi ekki áreynsluna. Þokan 1952 varð til þess, að skipuð var nefnd til að rann saka þetta vandamál. Árið 1956 voru samþykkt lög um að hreinsa loftið yfir iðjuverunum í Bret- landi. Iðnfyrirtækjum var bann- að að nota kol vegna hins hættu lega, svarta reyks, sem fylgdi kolanotkuninni. f stað þess átti að nota koks, valkol eða olíu. Reykháfana átti að hækka. Mönn um var leyft að kynda með kol um á arinum heima hjá sér nema á ákveðnum svæðum, sem átti að losa við reykinn fyrir fullt og allt. í sumar komu þessi lög til framkvæmda, og menn gera sér vonir um, að þeim fækki, sem sýkjast og bíða banda af völdum þokunnar. En það hefir verið mikið um þokur í Lundúnum í vetur, og meðan þokan grúfir yfir er talið, að 80 manns að meðaltali á dag bíði varanlegt tjón á heilsu sinni eða jafnvel deyi, beinlínis eða óbeinlínis af i völdum þokunnar. mannanna, er þeir lögðu til at- lögu við bandarísku flugvélina og skutu hana niður. Hafa Banda- ríkjamenn neitað að láta uppi, hvar þeir komust yfir segulbands upptökuna. En bæði Tyrkir og Bandaríkjamenn hafa her- og hlustunarstöðvar í grenndinni — og segja sérfræðingar, að upp- takan hafi orðið þeim auðveld þar. Segja Bandaríkjamenn og, að atburðurinn hafi átt sér stað um 25 mílur innan armensku landamæranna, en Skymaster- flugvélin flaug með 180 mílna hraða á klst. Bandaríkjamenn hafa nú birt opinberlega samtöl rússnesku flugmannanna. Hafa Bandaríkja- menn einnig borið fram harðorð mótmæli við Rússa, en árangurs- laust. Rússar hafa neitað að hlusta á upptökuna, og þegar Mikojan var í heimsókn í Banda- ríkjunum á dögunum, mótmælti Nixon varaforseti harðlega fram ferði Rússa, en Mikojan kvaðst ekkert frekar geta aðhafzt. Rúss- ar hefðu skilað 6 líkum. Meira væri ekki um þetta að segja, flugvélin hefði farizt — og sú staðreynd, að Rússar hefðu skilað líkum sannaði og sýndi bezt við- leitni Rússa til þess að bæta sam- búð austurs og vesturs. —★— Orrustuþoturnar, sem Banda- ríkjamenn segja, að ráðizt hafi á Skymasterflugvélina, voru fjór- ar. Sú fimmta komst ekki á stað- inn fyrr en allt var um garð gengið. Hér fer á eftir hluti úr upptöku Bandaríkjamannanna: „Roger. 201, ég ræðst á skot- markið (flugvélina) . . . „Það er kviknað í skotmark- inu“. „Hæfði í mark . . . „Skotmarkið brennur 582 . . . „Skotmarkið er að byrja að hrapa . . . „Skjótið . . . „218, ert þú að skjóta?" „Já, já . . . „Skotmarkið brennur . . . „Stélið er að detta af skot- markinu . . . „Lítið á hann, hann hrapar þegar. „Já, hann hrapar, ég skal koma honum fyrir kattarnef, drengir, ég skal koma honum fyrir katt- arnef í hvelli“. „Þeir hafa missti stjórn á skot- markinu, það hrapar . . . „Skotmarkið hrapar . . . „Já . . . skipum okkur í fylk- ingu, förum heim.“ „Eftir að ég hleypti af í þriðja sinn, kviknaði í skotmarkinu . . . „Jæja, skipum okkur í fylk- ingu, fylgið. Við skulum fara . . . —★— Roger er flugmál og merkir: Rétt heyrt og móttekið. — Leikfrétfí' Framh. af bls. 6 reyna að stýra honum í rétta átt. Þessi ferð á sviðinu á plankan- um er svo sérstaklega vel gerð, að unun er að horfa á. f lokin kemst hann heim til unnustú sinnar, sem hefur verið honum trú og þau fallast í faðma, en til þess að láta allt hafa góðan endi verður hann einnig að endurreisa keppinaut sinn frá dauðum, svo lögreglan sjái að hann sé ekki morðingi og þau geti öll lifað í friði, með það fyrir augum að keppinautur hans heimsæki kon- una hans eftir barnsburðinn! Elizabeth Seal leikur Irmu, — hún er hæfileika leikkona, létt og örugg í hreyfingum og ákaflega ung að aldri. Leiknum er örugg- lega stjórnað af Peter Brook. Krf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.