Morgunblaðið - 19.02.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1959, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Flmmtudagur 19. febr. 1959 um feið og hann fór, bersýnilega í mesta sakleysi: „Herra Möller þekkið þér þá Berlín, frú sendi- Jan hneigði sig. Helen rétti honum höndina. — Hún var orðin náföl. „Hr. Möller — maðurinn minn, hr. Morrison". Hún furðaði sig á því að hún skyldi geta sagt setninguna til enda. Hún furðaði sig á því að orðin skyldu heyrast. Báðir mennirnir hneigðu sig, án þess að takast í hendur. Engin venjuleg kurteisisorð fóru á milli þeirra. 'Helen heyrði kliðinn umhverfis *ig, eins og úr mikilli fjarlægð. Að lokum herti hún sig upp og eagði: „Eruð þér búinn að dvelja lengi í París, hr. Möller?" Hlægilegur skrípaleikur, hugs- aði hún með sér. Hr. Möller. Mynd af litlu gistihússherbergi á Broad- way brá fyrir í huga hennar. 1 klið salann'-. var hvíslað orðum, eém hún hafði ekki hugsað um í margar vikur. „Ég kom fyrir fjórum dögum, yðar hágöfgi“, svaraði Jan. Hágöfgi: hijómaði orðið hæðnis- lega? „Eruð þér fulltrúi einhvers þýzks blaðs?“ spurði hún og var nú farin að jafna sig aftur að mestu. „Þýzkrar fréttastofu". „Þér hljótið að vera eini þýzki fréttaritarinn eftir stríð. ...“ „Annar, yðar hágöfgi. Ég von- ast til að mega kynna starfsbróð- ur minn, Kessen, fyrir yður við tækifæri. Hann er nú því miður veikur". „Vissulega. Það væri mér sönn- ánægja". Hún rétti honum höndina og hugsaði með sér, hvort hún myndi við snertingu þessarar handar, finna það sem hún hafði ávallt fundið. Hún fann aðeins að hönd hans var heit, en hennar eigin ísköld. Nú rétti Morrison líka frétta- ritaranum hagri hönd sína. Hann brosti. „Ég vona að við fáum í dag tækifæri til að ræðast við, hr. Möller", sagði hann. „Vonandi", svaraði Jan. Nú hafði hinn ritarinn leitt þrjá nýja fréttaritara á fund hennar. Næst ræddi hún við blaðamann frá Róm. Þá heyrði hún að Morri- son sagði: „Þú verður að afsaka mig, Helen". Og áður en hún gæti svarað hon- um nokkru orði, var hann horfinn í masandi mannf jöldann. Inni í litlu einkaborðstofu sendi- herrans hafði verið lagt á borð fyrir tvær manneskjur. Tjöldin voru dregin fyrir gluggana. Það var rökkur í herberginu. Aðeins daufur bjarmi þriggja kerta í silfurstjökum flökti um spegil- siípaðan kristail og gulbleikt postulín. Hann flökti líka um breitt andlit mannsins. Þau höfðu lítið sem ekkert tal- azt við, meðan á máltíðinni stóð og nú voru þau að drekka kaffið. Þjónninn var farinn út úr stof- unni. „Ertu búin að ljúka ráðstöfun- um þínum?" spurði Morrison upp úr éins manns hljóði. „Já“. „Við verðum þá ekki Ónáðuð í sendiráðsbyggingunni?" „Nei“. „Ég hef verið að spjalla við Howard Lee. Ekkert sérlega skraf hreifinn náungi". „Nei, hann er mjög þögull mað- ur. Auk þess þorir hann ekki að | veita þér neinar upplýsingar". „Auðvitað ekki. Ég, sem er að- eins maður sendiherrans". Hann hrærði annars hugar í kaffibollan um sínum. — ,„Sjáðu til, Helen, það er dálítið undarleg tilfinning. j Ég hef allt mitt líf átt við tóma j undirmenn að skipta. Þegar ég spurði, svöruðu þeir. Nú verð ég að fara að venja mig við að heyra sama svarið við hverri spurningu: j Sendiherrann hefur ekki fyrir- skipað neitt. . . Ég get það ekki án þess að sendiherrann. . . Sendi- herrann hefur enga fyrirskipun gefið. .. .“. „Þú ert móðgaður. Ég hefði ekki átt að biðja þig um að koma, Richard". „Ég er ekki móðgaður", svaraði hann æstur. — „Það ei bara ekki auðvelt. Ég hef hugsað um það. Ef einhver kemst að því, að við höfum tvö ein flakkað um sendi- ráðsbygginguna um miðja nótt. — Ég hef jafnlítið erindi í sendiráð þitt og hver annar. Ennþá minna". „Ennþá minna:“ „Ég er forstjóri stærsta repu- blikska blaðahringsins í Ameríku. Stjórnin er demokratisk". Hann brosti. — „Að minnsta kosti til næstu kosninga. Menn gætu mis- skilið það“. „Ég gæti framkvæmt þessa rann sókn ein“, sagði hún. „Ein myndirðu ekki framkvæma neitt“. Hann ýtti bollanum til hlið ar. — ,Auðvitað verð ég að gera það. En þú verður bara að vita, að það er ekki alls kostar rétt og þess vegna ekki alveg hættulaust. Annars hefur Lee sagt mér, að alls konar ílk úr öðrum deildum I hafj frjálsan aðgang bæði að dul- málsdeildinni og ritsíma-skrifstof- unni ykkar“. „En það gæti enginn svona um- svifalaust afritað símskeyti þar“. Morrison kveikti gér í vindli, hugsandi á svipinn. Hún horfði á hann undan hálf- luktum augnalokum. Hann talaði næstum stanzlaust í nokkrar mín- útur og samt hafði hún það á til- finningunni, að hann hefði ekki látið uppi það sem hann var að hugsa um. „Hvers vegna viltu eiginlega framkvæma þessa rannsókn sjálf?" spurði hann allt : einu. „Ég vil ekki að Frakkar. .. .“ „Ég er ekki að tala um Frakka". „Ef þú hefðir verið í aðeins ör- fáar vikur sendiherra, þá....“ ,.Ég er ekki sendiherra" sagði hann næstum ruddalega. „En ef þú hefðir verið það. Hefð irðu þá kunnað vel við að láta starfsmenn leyniþjónustunnar um- turna öllu í sendiráðinu þínu? — Þeir myndu æs-a allt starfsfólkið upp á móti mér. Hér er um heið- ur minn og álit að tefla, Richard. Heldurðu kannske, að þessir gömlu stjórnmálamenn kunni því alls kostar vel að hafa konu fyrir yfirmann? I fyrstu hafa þeir ætl- að sér að losna við mig á svip- stundu. Þeir hafa umgengizt mig eins og einhverja tízkubrúðu. Þeir hafa álitið að ég væri hér aðeins til þess að brosa, segja innantóm kurteisisorð, semja matseðla og ganga í kjólum írá Dior og Balenciaga....“ „Og til hvers ertu hér?“ Hún leit upp og það var harka í tillitinu. „Er það kannske líka þitt álit, Richard?“ spurði hún. — „Ef það er þín skoðun þá ertu a. m. k. á villigötum. Ég er enginn sendi- herra tízkunnar. ..." „Kannske ekki“, sagði hann og barði með vísifingrinum á vindil- inn sinn. — „Kannske hefurðu líka eitthvert vit á stjórnmála- störfum. En njósnir....“ „Þess vegna kallaði ég líka á þig. Þú hefur a. m. k. vit á þeirn". Hún virtist tala í fuilkominni ein- lægni. — „Ég er metnaðargjörn, Richard. Mjög metnaðargjöm. Og kannske er það það, sem úrslitun- um ræður.......Ef mér tekst ..“ Hún hikaði og sá sig um hönd. — „Ef okkur tekst að ráða fram úr þessu máii, án þess að ónáða Washington, þá hef ég unnið sig- ur sem enginn getur dregið í efa“. Hann yppti einungis öxlum. Það varð stundarþögn í hinni of heitu borðstofu. 1 fjarska heyrðist bifreiðarflaut úr einhverri af hlið- argötum Place de la Concorde. Morrison rauf skyndilega þögn- ína: „Ég hef talað við hann“. „Við hvem?“ spurði hún og vissi fullkomlega við hvern hann hafði talað. „Við Þjóðverjann þinn“. „Þú átt við Möller. ..." „Ég á við manninn, sem var or- sök til þess að þú flaugst til Ber- línar". I „Og um hvað hefurðu talað við Borðstofuhúsgögn úr tekki, mahony, eik og birki. Kommóður og bóka- hillur. Lágt verð, góðir greiðsluskilmálar. hCsgagnavebzlcn Guðmundar Guðmundssonar Laugaveg 166 Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn HOLMENS KANAL 15 C. 174 Herbergi mtð morgunkaffi frá dönskum kr 12 00. 1 n.ðborginni — rétt við höfnina. WELL, I'VE k LOCKED THE DOOR, REALLV RUN INTO L CRU5HED STONE ON TBM&'Æ?- \ ip'/ r BUT THE OLD SOMETHING /... A THE FLOOR...THE t; _ t/ -'i; 1 //& líi > DEAR FORGOT SMELTERfNG iS&S OLD BOV HAS A wttm Wi Jv the WINDOWS/ J0L OUTF ‘T/ PÍíRÍÍK® eECRET GOLD MINE/ wi jggp 1) „Pápi gamli hefur læst 2) „Þarna er ýmislegt fróð- hurðinni, en blessaður gamli mað legt að sjá . . . bræðslutæki!" urinn hefur gleymt gluggunum“. 3) „Og malað grjót á gólfinu. Gamli maðurinn á þá einhvers staðar falda gullnámu". hann?“ Rödd hennar varð sífellt æstari. „Ég vildi fullvissa mig um það, hvort hann hefði vit á að taka kostaboði". Hjartað tók snöggt viðbr-agð í brjósti hennar. „Ég skil þig ekki“, sagði hún. Morrison talaði rólega og virtist hafa allan hugann við öskuna á vindlingnum sínum. „Ég álít það ekki beinlínis æski- legt“, sagði hann loks — „að mað- ur sem þú hefur orðið þér til minnkunar fyrir. ..." Hún spratt á fætur. „Ég hef ekki orðið mér til minnkunar fyrir neinn mann“. „Að maður, sem þú hefðir getað orðið þér til minnkunnar fyrir, skuli vera í París. Kannske er það bara tilviljun. Kannske líka engin tilviljun". „Hvað annað ætti það að vera?“ „Ég veit það ekki enn sem kom- ið er“. Hann reis á fætur og gekk aft- ur og fram um herbergið. Hún þorði ekki að spyrj-a hann neinnar spurningar. Kertaljósið flökkti um hárlausan hvirfil mannsins. Henni varð hugsað til gistihússins á Broad-vey. — Hinir marglitu glampar Ijósa-auglýs- inganna höfðu leikið um andlitið á Jan. Allt í einu sagði Morrison: „Hefurðu hitt hann í New York?“ „Hvern?“ „Nú, Þjóðverjann auðvitað". „Nei. Hvernig þá?“ „Hann var samtímis þér i New York“. „Hvernig getur þér dottið það í hug?“ Hann stanzaði beint andspænis henni og horfði í augu hennar, hvasst og rannsakandi. „Ég las það í blöðurum. Eða ölilu heldur: Athygli mín var vak- in á þvi. Skrifstofan mín hefur fengið fyrirmæli um að gera mér alltaf aðvart, þegar hr. Möller er eítthvað nefndur í blöðunum". Hún gat ekki staðizt augnaráð hans og leit undan. „Þú ert ekki með ölluim mjalla", sagði hún. „Jú, fullkomlega". Hann talaði alltaf jafnrólega. — „Þegar þú flaugst til Berlínar gaf ég mínar fyrirskipanir. 1 New York eru sUÍItvarpiö Fimmtudagur 19. febrúart Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 ,,Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðbjörg Jónsdótt- ir). 18,30 Barnatími: Yngstu hlustendurnir (Gyða Ragnarsd.). 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. 19,05 Þingfréttir. Tónleik ar. 20,30 Spurt og spjallað í út- varpssal: Þátttakendur eru Björn Sigurðsson læknir, Jónas Jónsson fyrrum ráðherra, Jónas Pálsson uppeldisfræðingur og Magnúa Gíslason námsstjóri. — Umræðu- stjóri: Sigurður Magnússon ful'l- trúi. 21,30 Útvarpssagan: „Yikt- oria“ eftir Knuf Mamsun; VIII. (Ólöf Nordal). 22,10 Passiusálm- ur (20). 22,20 Islenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). 22,35 Sin- fónískir tónleikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok. Föstudagur 20. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Barnatimi: Merkar uppfinn- ingar (Guðmundur M. Þorláksso'n kennari). — 18,55 Framburðar- kennsla í spænsku. 19,05 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Berg- sveinn Skúlason flytur frásögu- þátt: Um róðra eyjamanna í Dritvík. b) Islenzk tónlist: Lög eftir ísólf Pálsson (plötur). c) Andrés Björnsson flytur frásögu: „Leitað læknis", er Sigurjón Jóns- son á Þorgeirsstöðum hefur skráð eftir Jóni Eirikssyni frá Volaseli. d) Rimnaþáttur í umsjá Kjartans Hjálmarssonar og Valdimars Lár- ussonar. 22,10 Passiusálmur (21). 22,20 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). 23,15 T'av- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.