Morgunblaðið - 19.02.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.02.1959, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. febr. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 9 Kýpur verður sjálfstœtt lýðveldi eftir 4 ára þarflausar blóðsúfhellingar eða um 11 hluti af stærð íslands. Hún hefur verið nýlenda Breta í 80 ár. Þeir liðuðu hana frá hrynjandi veldi Tyrkja árið 1878. Það var á blómatíma brezka heimsveldisins, þegar þeir vildu styrkja sem mest aðstöðu sína við Miðjarðarhaf og drottna á öllum höfum. Kýpur varð þó aldrei nema lítil vanrækt og verð laus nýlenda og hefur í fáu kom- ið við baráttusögu heimsveldis- ins, fyrr en á allra síðustu ár- um, þegar herflotum Breta og Frakka var stefnt þaðan til hinn- ar heimskulegu árásar á Súez- skurðinn. Á eynni búa nú um 530 þús. manns. Líkt og verið hefur á mörgum eyjum í Eyjahafi og á strönd Litlu-Asíu eru íbúarnir blandaðir. Um 420 þúsund eru grískumælandi en afgangurinn um 110 þúsund eru tyrkneskir. Þegar síðustu heimsstyrjöld lauk fengu Grikkir frá ítölum hinar svonefndu Tylftareyjar syðst í Eyjahafi og var þar með lokið sameiningu grísku þjóðar- innar, að þeim íbúum einum und- anskildum, sem bjuggu á Kýpur. Vildu Grikkir nú reka smiðs- höggið á aldalanga frelsisbaráttu linnulausum skæruhernaði gegn Bretum og banað mörgum brezk- um hermönnum með sprengju- kasti og vélbyssuskothríð. Þá fékk aðalgata höfuðborgarinnar Nikósíu á sig nafnið „The Murd- er Mile“ eða Morðmílan og Bret- ar þóttust hvergi geta verið ó- hultir um sig. Þeir tóku nú hinn djarfa þjóðernisleiðtoga Grikkja á eynni, Makarios erkibiskup og fluttu hann í útlegð til Seychell- eseyja í Indlandshafi. Samtímis settu þeir upp fangabúðir víðs vegar á eynni, þar sem grísku- mselandi menn voru heftir svo þúsundum skipti, ef þeir voru grunaðir um stuðning við skæru- liða. En eins og venjulega höfðu lögregluofsóknirnar lítil lækn- isáhrif, þær urðu aðeins til að eitra andrúmsloftið enn meir. Morðunum fjölgaði, Bretar svör- uðu men lauðadómum og pynt- ingum. Sprengja fannst undir kodda Hardings landsstjóra. — Bretar urðu gripnir skelfingar- æði og fluttu aukið herlið til eyjunnar í stríðum straumum. Það valt á ýmsu í þessum deilum. Eftir eins árs vist á Seychelleseyjum var Makariosi gæðis og lýðræðis, sem vestræn- ar þjóðir þykjast byggja stjórn- skipulag sitt á. Var nú farið að leggja að deiluaðilum úr ýmsum áttum, að íhuga betur sitt ráð og reyna að snúa af þessari óheilla- braut. VORIÐ 1957 lagði Ismay lávarð- ur, þáverandi framkvæmda- stjóri NATO, til að þau samtök beittu sér fyrir sáttatilraun í Kýpur-deilunni. Ekki þóttust Grikkir mega treysta Ismay, sem var af brezkum ættum. En nýr framkvæmdastjóri, sem við tók, Belgíumaðurinn Paul Henri Spaak, lagðist á sömu sveif og benti á það, að öllu samstarfi innan NATO væri geigvænleg hætta búin, ef þessu héldi svo áfram. I fyrstu voru honum þó einnig tekin óstinnt upp afskipti af málinu, en nú leið varla svo fundur í ráði Atlantshafsbanda- lagsins, að þetta mál væri ekki tekið til umræðu. SÁ merkilegi atburður gerðist um miðjan september sl., að Makarios erkibiskup, sem þá var staddur í Aþenu lýsti því yfir, að hann héldi ekki fast við kröf- una um Enosis — sameiningu við Grikkland. Kvað hann Kýp ur-búum fyrir beztu, eins og mál KÝPURDEILAN er að leysast og innan skamms verður stofnað sjálfstætt lýðveldi á þessari eyju í botni Miðjarðar- hafsins. Snögg umskipti hafa orðið þar á skömmum tíma. Fyr- ir hálfu ári var talið að allar leiðir væru lokaðar og tilgangs- laust væri að ræða um lausn málsins. Deiluaðiljar, Bretar, Grfkfcir og Tyrkir sátu fastir hver við sinn keip og þóttust engan sam- eiginlegan viðræðugrundvöll eiga. Grikkir heimtuðu EnOsis — sameiningu eyjarinnar við Grikk land. Tyrkir heimtuðu skiptingu eyjarinnar og skyldi annar part- urinn falla undir Tyrkland en hinn undir Grikkland. Bretar settu eyjunni nýja stjórnarskrá, sem kvað á um að minnsta kosti 7 ára samband við Bretland. Ekkert annað virtist fyrir höndum á Kýpur, en áfram- haldandi blóðbað, skæruliða- hernaður og lögregluofbeldi, gaddavírsgirðingar og fangabúð- ir. Hvar í heiminum sem Bretar, Grikkir og Tyrkir komu saman á mannfundum, fuku ókvæðis- orðin á milli þeirra og lá við handalögmálum. Islenzkur frétta maður, sem boðið var í heim- sókn til Grikklands, þóttist í háska staddur á strætum Aþenu, þegar grunur kom upp um að hann væri brezkur ferðamaður. BÆÐI Grikkir og Tyrkir voru komnir á fremsta hlunn með að segja sig úr Atlantshafs- bandalaginu. Þjóðir þessar áttu að vinna saman að vörnum Eyja- hafsins, en grískir sjóliðsforingj- ar í hinni sameiginlegu flotastöð í Izmir á vesturströnd Litlu-Asíu tóku sig upp einn góðan veður- dag með allt sitt hafurtask og þustu burt í algeru fússi. Menn óttuðust að hið gagnkvæma hat- ur myndi blinda þessar þjóðir svo að þær gleymdu hinni sam- eiginlegu árásarhættu úr norðri og hlypu af verðinum. Sérstak- lega var þetta alvarlegt sl. sum- ar þegar ólga og óvissa blossaði upp í nágrannaríkjunum, hinum nálægu Austurlöndum. Atlantshafsbandalagið reyndi að bera sáttarorð á milli í þess- ari deilu, en framkvæmdastjóri þess, Paul Henri Spaak, fékk litlar þakkir fyrir og lá við að hann væri sakaður um ótilhlýði- leg afskipti af innanríkismálum landanna. Þó er það nú án efa fyrir til- stuðlan NATO, sem samkomulag hefur tekizt. Það eru hinir sameiginlegu varnarhagsmunir Grikkja og Tyrkja, sem valda því að róleg yfirvegun hefur feng ið að ráða þessu máli til lykta. NATO verður guðmóðir hins nýja Kýpurlýðveldis og NATO mun eflast af samkomulaginu og bættri sambúð þessara tveggja þátttökuríkja. Þá mun og eflast hið svonefnda Balkanbandalag, en með því eru Júgóslavar laus- lega tengdir varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Samkomulaginu verður því fagnað um allan hinn frjálsa heim. Mestur hlýtur léttirinn þó að vera fyrir sjálfa eyjarskeggja á Kýpur, þegar af þeim er létt hræðilegri ógnaröld, sem hefur staðið svo til samfleytt í fjögur ár. — Ki Jr’ un. -- og þurr- viðrasöm eyja undan suður- strönd Litlu-Asíu. Hún er aðeins um 9300 ferklímetrar að stærð sína og tóku að fara þess á leit við Breta, að síðasta gríska land- ið fengi að koma heim í faðm fósturjarðarinnar. En Bretar brugðust hinir þverustu við. — Enn eimir eftir af gamla ný- lenduhugsunarhættinum, sem hefur orðið þess valdandi, að Bretar hafa alltof víða orðið ein- um of seinir að slaka til. Hefði tyrkneski þjóðernisminnihlutinn á þeim tíma ekki staðið í vegi fyrir sameiningu við Grikkland. En Bretar hirtu ekki um óskir Grikkja að sinni. Loks þegar hreyfingin fyrir sameiningu — Enosis — fór að færast í aukana, buðu þeir að gefa eynni sjálfstæði undir hand- leiðslu og með efnahagsstuðningi Breta. En þá var svo komið að Grikkir þóttust ekkert vilja nema Enosis. Er hörmulegt til þess að vita, hvernig tillögur Grikkja og Breta í þessu máli rákust á. SÍÐAN Bretar höfnuðu Enosis eða sameiningarkröfum Grikkja fyrir rúmum fjórum ár- um, hófst á Kýpur hin ægileg- asta skálmöld. I byrjun urðu á eynni stöðugar vinnustöðvanir og mótmælagöngur. Voru skóla- piltar oft framarlega í þeim mót- mælaaðgerðum og vakti það stundum furðu, hvernig brezkir herlögreglumenn réðust þá á hópa skólabarna með barsmíð og kylfuhöggum. Síðan stofnuðu grískumælandi menn á Kýpur með sér leynifélagsskapinn EÓKA, sem hefur haldið uppi biskupi sleppt úr haldi, en hann var útlægur ger frá Kýpur og hefur dvalizt lengst af sem út- lagi í Aþenu. HINN tyrkneski þjóðernis- minnihluti á Kýpur hafði í fyrstu hægt um sig. I sjálfu sér ægði þeim hermdarverk grísku skæruliðanna, þó þau kæmu ekki niður á tyrkneskum mönnum. En það sem verra var, Bretar fóru að etja Grikkjum og Tyrkjum saman í hinum fólskulegasta til- gangi. Virðist það hafa verið ætlun þeirra, að ef fjandskapur- inn blossaði upp milli þjóðar- brotanna, myndi málið aldrei leysast og hið brezka nýlendu- veldi gæti þá hafzt við á rústum sundurlyndisins. Það fór sem þeir ætluðu, að nú komu Tyrkir fram með kröfu um skiptingu Kýpur, sem hinir grískumælandi eyjarskéggjar gátu með engu móti gengið að. Um sinn snerist barátta Eóka-manna gegn Tyrkj- um, sem þá stofnuðu sína eigin neðanjarðarhreyfingu. Hámarki náðu þessar deilur sl. vor, þegar bardagar og morð milli þjóða- brotanna voru daglegir viðburð- ir. — Allir þessir atburðir urðu Bret- um til hinnar mestu hneisu og bandamönnum þeirra í Atlants- hafsbandalaginu þótti fyrir löngu nóg um aðfarir þeirra. Fóru æ fleiri raddir að heyrast um það að svo mætti ekki lengur til ganga í heimskulegum þrætum um framtíð Kýpur. Það, sem þar væri að gerast, bryti algerlega í bága við þær hugsjónir mann- um væri nú komið, að fallast á að eyjan yrði gerð að sjálfstæðu ríki. Það er erfitt fyrir fjarlægar þjóðir, að gera sér grein fyrir hve geysilegur undansláttur fólst í þessari yfirlýsingu Makariosar. Þar sem Bretar höfðu boðið eyjarskeggjum stofnun sjálf- stæðs ríkis, áður en skálmöldin hófst, má bera Makarios þungum sökum um það, að betur hefði hann borið fram þessa tillögu sína fjórum árum fyrr. Þá hefði hann forðað Kýpur frá ógnar- öldinni og bjargað þúsundum mannslífa. Skæruliðarnir munu og spyrja til hvers þeir hafi bar- izt í fjögur löng ár fyrir Enosis, þegar svo er fallizt á hinar gömlu sjálfstæðistillögur Breta. Eru margir skæruliðanna án efa á annarri skoðun en Makarios og jafnvel sárreiðir honum. En þeim mun meiri djörfung sýnir erkibiskupinn og vilja til að greiða vandann. Það er einmitt á grundvelli þessarar yfirlýsingar hans, sem málið er loksins að leysast. KÝPUR er enn brezk nýlenda. Það hefur því þótt undarleg aðferð og sumum íhaldssömustu Bretunum finnst það niðrandi fyrir þá, að ríkisstjórnir Grikk- lands og Tyrklands sömdu um framtíð eyjarinnar án þess, að Bretar fengju nokkuð að koma þar nálægt. Samningaumleitanirnar stóðu í tvo mánuði, en smiðshöggið var rekið á þær með fundum for- sætisráðherra og utanríkisráð- Makarios erkibiskup. herra Grikklands og Tyrklands 1 Zúrich, stærstu borg Svisslands, dagana 6.—10. febrúar. 1 byrjun var rætt um þann möguleika, að allur tyrkneski þjóðernisminnihlutinn yrði flutt- ur frá Kýpur til Tyrklands, gegn því að leifar grískumælandi manna í Litlu-Asíu yrðu fluttar til Grikklands. Einnig kom til orða, að gefa tyrkneska þjóð- ernisminnihlutanum grísku eyj- una Castelrosso í Tylftareyjum. Þó var hætt við þetta, því að það þótti of mikið harðræði fyr- ir fólkið og beindust viðræðurn- ar síðan að tillögu Makariosar um stofnun sjálfstæðs ríkis á Kýpur, þar sem hagsmuna allra aðila yrði gætt. ENGIN opinber tilkynning hef- ur enn verið gefin út um efni samningsins í Zúrich. Ráð- herrarnir vildu engar upplýsing- ar gefa um það. Averoff, utan- ríkisráðherra Grikklands, sagði við blaðamenn að nú væru lík- urnar 50 á móti 50 að málið væri leyst, en Zorlu, utanríkis- ráðherra Tyrkja, sem stóð við hlið hans, svaraði brosandi, að líkurnar væru 51 á móti 50. Aðalatriði samningsins eru þð kunn. Þau eru að stofnað verði sjálfstætt lýðveldi á Kýpur og eru settar tryggingar fyrir því að það geti ekki sameinazt Grikk- landi. Forsetinn verður grískur en varaforsetinn tyrkneskur. Hvort þjóðernisbrotið, Grikkir og Tyrkir, eiga að kjósa sitt eig- ið löggjafarþing, en þau velja aftur fulltrúa í sameiginlega málstofu. Eiga Tyrkir að hafa 30% fulltrúa í henni en Grikkir 70%. Hinn tyrkneski varafor- seti á að hafa neitunarvald í þýðingarmestu málum, svo sem utanríkis- og landvarnamálum. Til að tryggja öryggi Tyrkjanna er svo ákveðið að 40% af liðs- afla lögreglu landsins skuli vera af tyrknesku bergi brotinn. Það er gert ráð fyrir því að Kýpur gangi í Atlantshafsbanda- lagið og sæki um inngöngu i Sameinuðu þjóðirnar. Þá mun eyjan verða aðili að Balkan- bandalaginu. Bretar munu fá að hafa áfram herstöðvar á eyjunni. Sömuleiðis verður staðsett þa» grískt og tyrkneskt herlið. ANNIG mun samkomulagið vera í aðalatriðum, en um ýmis minni atriði verður ekki gert út fyrr en á ráðstefnu þeirri, sem nú er hafin í Lund- únum. Allir aðilar, ríkisstjórnir Grikklands, Tyrklands og Bret- lands og foringjar þjóðernisbrot- anna á Kýpur hafa slegið af kröfum sínum. Þeir munu allir sæta nokkurri gagnrýni öfga- manna heima fyrir, en virðast reiðubúnir að taka því. Varla er hætta á því að Bretar bregði fæti fyrir samkomulagið á Lund- únaráðstefnunni, því að fyrir það myndu þeir sæta miklu ámæli. Meiri hætta virðist á því að Enosis-hreyfing Grikkja vilji ekki sætta sig við þessi málalok og er Makarios erkibiskup að því leyti í erfiðastri aðstöðu. Senni- lega verður gert út um það mál í dag eða á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.