Morgunblaðið - 22.02.1959, Page 11

Morgunblaðið - 22.02.1959, Page 11
Sunnudagur 22. febr. 1959 MOROVNBLAÐIÐ 11 Ábyrgðarlaus málflutningur minnihlutans v/ð afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurbæjar Endurprenta sömu ályktunartillög- urnar ár eftir ár Ur rœðu Þorvatds Garðars Kristjánssonar VIB umræður um fjárhagsáaetlun Reykjavikurbæjar árið 1959 á bæjarstjórnarfundinum sl. fimmtudag flutti Þorvaidur Garðar Kristjánsson ítarlega ræðu. Svaraði hann ýmsum atriðum, sem fram höfðu komið i málflutningi minnihlutaflokkanna. Vék hann |>ví næst sérstaklega að átaki Reykjavíkurbæjar í húsnæðismál- um, bar það saman við framlag ríkisins og gerði grein fyrir orðum og efndum Alþýðubandalagsmanna í húsnæðismálunum meðan þeir höfðu yfirstjórn þessara mála í vinstri stjórninni. Þá ræddi Þorvaldur Garðar um Hitaveitumálin og gerði grein fvrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þeim málum. Rakti hann tví- skinnungshátt Alþýðubandalagsins í tillöguflutningi í bæjarstjórn- Inni í sambandi við þessi þýðingarmiklu mál. Að lokum vék Þorvaldur Garðar að rafmagnsmálum bæjarins •g tók til meðferðar möguleikana á stórvirkjun og stóriðju í land- Inu. Benti hann á, að hvorki tillögur Alþýðubandalagsmanna í þessum málum, né ummæli þeirra á fundinum gæfu mikla hug- mynd um hvað þeir meintu með tillöguflutningi sínum. En það væri hins vegar komið upp í vana hjá fulltrúum minnihlutaflokk- mna í bæjarstjórninni, að endurprenta sömu ályktunartillögurnar ár eftir ár í sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu Þorvaldar Garðars Krist- Jánssonar. Þorvaldur Garðar Krlstjánss., gat um það í upph. máls síns, að ekk- ®rt myndi á það skorta eftir sam- þykkt þessa frumvarps að fjár- hagsáætlun, að því yrði haldið fram i blöðum minnihlutans i bæjarstjórn, að heildarupphæð útsvara hefði hækkað, en hins myndi minna getið, að útsvars- atiginn lækkaði. Því myndi enn- fremur ekkl haldið fram í Þjóð- viljanum, að ef farið hefði verið ■ð tillögum þeirra Alþýðubanda- lagsmanna hefðu útsvörin hækk- ■ð um 5,4 millj. kr. Guðmundur Vigfússon hefði skýrt svo frá í ■inni ræðu, að hann myndi greiða •tkvæði gegn því að arður af fyrirtækjum bæjarins að upphæð 8,4 milljónum rynni til bæjar- sjóðs, en af þvi gæti ekki annað leitt en samsvarandi útsvarshækk un. Þá kvað ræðumaður hafa farið betur á, að Alþýðubanda- lagsmenn hefðu látið þess getið í sambandi við tillögu þeirra um hækkun á áætlunarupphæð út- svara samkvæmt sérstökum lög- um, að tillaga flokksbróður þeirra Karls Guðjónssonar á Alþingi um að svipta Reykjavíkurbæ þess um tekjustofni, 8. millj. kr., hefði ekki náð fram að ganga. HúsnæSlsmál Alþýðubandalagsmenn hefðu gert sér tíðrætt um húsnæðismál- in og kvaðst Þorvaldur Garðar vilja rifja upp nokkur atriði af því tilefni. Tillaga þeirra væri sú, að framlag til Byggingarsjóðs bæjarins yrði hækkað úr 9 millj. króna i 14 milljónir. f þessu sam- bandi bæri að hafa í huga, að framlag bæjarsjóðs væri ekki nema hluti af því, sem leggja setti til íbúðabygginga af hálfu hins opinbera. Samkvæmt lögum væri megin reglan sú, að ríki og bær legðu fram jafn háa upp- hæð til útrýmingar heilsuspill- ■ndi húsnæðis. Á þessu hefðu orðið miklir misbrestir svo sem kunnugt væri og hefði Reykjavík- urbær lagt til þessara mála á und- ■nförnum árum margfaldar fjár- hæðir á við ríkið. Varpaði Þorvaldur Garðar fram þeirri spurningu, hvort Alþýðu- bandalagsmenn gerðu ráð fyrir því, að svo vænkaðist hagur þess- ara mála við að Hannibal Valdi- marsson léti af yfirstjórn þeirra, að gera mætti ráð fyrir svo auknu framlagi ríkisstjóðs að svaraði til þeirrar hækkunar, sem þeir legðu til hjá bænum, þvl að ekki væri bætandi á misræmið þar á milli. Kvaðst hann vissulega hafa meiri trú á núverandi ríkisstjórr. en fyrrverandi ríkisstjórn, en þó «kki trú á því að hún gæti hækk- að þetta framlag til muna í ár. Bærinn gerði þegar miklu meira en að leggja fram til jafns við ríkið, enda þótt framlagið yrði ekki hækkað. Framlag ríkisins þyldi raunar engan samjöfnuð við framlög bæjarsjóðs. Bærinn hefði lagt 4,5% af rekstrarútgjöldum sínum árið 1958 í íbúðabyggingar og ef framlag rikisins hefði átt að vera samsvarandi, hefði ríkið átt að leggja fram 40 millj. í stað 4 millj. kr., sem ríkisfram- lagið nú nemur til allra sveitar- félaga í landinu. Þá kvaðst Þor- valdur Garðar vilja minna á, að Alþýðubandalagsmenn hefðu ætíð talað um húsnæðismál af nokkru yfirlæti, en þeir létu þó minna yfir sér nú en áður sem vonlegt væri. Þeir hefðu lofað að ger- breyta allri skipun þessara mála, ef þeir kæmust i stjórnaraðstöðu. Alþýðubandalagið hefði fengið þessa aðstöðu og yfirstjórn hús- næðismálanna í sínar hendur með myndun vinstri stjórnarinnar 1956. Hér þyrfti ekki að rekja það ráðleysi og fálm sem ein- kennt hefði stjórn Alþýðubanda- lagsins á þessun* málum. Enn eiga að vísu eftir að koma mörg kurl til grafar í þessu máli. Það væru ekki 2 mánuðir síðan vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum og þess væri því ekki að vænta, að búið væri að gera þá úttekt á þessum málum, sem leiða myndi allan sannleikann í ljós. Nú lægju þó þegar fyrir yfirlit um afgreidd lán úr hinu almenna veðlánakerfi fram til síðustu ára- móta. Mætti af því læra sitt hvað um framistöðu vinstri stjórnarinn ar. Þannig kæmi í ljós, að meðan almenna veðlánakerfið starfaði i stjórnartíð Ólafs Thors hefði ver- ið úthlutað 8,7 millj. á mánuði en í stjórnartíð Hermanns Jónas- sonar hefði verið úthlutað 4 millj. á mánuði til jafnaðar. Byggingarsjóður verkamanna Þá vék Þorvaldur Garðar að þeirri tillögu Alþýðubandalags- manna, að framlag til Byggingar- sjóðs verkamanna yrði aukið. Guðmundur Vigfússon hefði látið þau orð falla, að aukið framlag til byggingasjóðs væri bezta leið- in til að hjálpa efnalitlu fólki til að eignast eigin íbúðir. Að áliti Guðmundar Vigfússonar, hefði efnalítið fólk frekast efni á að komast yfir íbúð í verkamanna- bústöðunum. Þetta væri hins veg- ar ekki rétt. Rakti Þorvaldur Garðar því næst í tölum skilmála verkamannabústaðanna og Gnoða vogshúsanna og sýndi fram á, hve mikið hagstæðara það er fyrir efnalítið fólk að eignast íbúð í Gnoðavogshúsunum. Benti hann á að útborgun kaupenda að næstu verkamannabústöðum myndi nema 170 þús. kr. á íbúð, en út- borgun á Gnoðarvogsíbúð næmi 95—100 þús. kr. Kvaðst hann á- líta þessar tölur nægilegar til að benda á, að það fengist ekki stað- izt, að það væri bezta leiðin til hjálpa efnalitlu fólki, að hækka framlag til Byggingarsjóðs verka- manna. Það væri betra að leggja fé i Byggingasjóð bæjarins. Þá vék Þorvaldur Garðar að því, að vinstri stjórnin hefði fengið breytt ákvæðum laga um verkamannabústaði varðandi há- marks tekjur og eignir manna, er gætu notið fyrirgreiðslu laganna. Menn gætu ekki fengið þessar ibúðir, nema þeir hefðu 50 þúsund krónur eða þar undir í árslaun og ættu ekki yfir 75 þús. kr. skuld lausa eign. Þeir sem gætu fengið þessar íbúðir hefðu því mjög litla möguleika. Þorvaldur Garðar sagði, að nauðsynlegt væri að breyta lögunum um verkamanna- bústaði, hækka lánin og auka framlög til sjóðsins. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Hannibal Valdimarsson hefði margoft lýst því yfir, að lögin um verkamanna bústaði yrðu endurskoðuð, en það hefði ekki verið efnt. Um leið og lofað hefði verið að endur- skoða lögin, hefði verið lofað að verja 12 millj. kr. frá ríkinu til bygginga verkamannabústaða, en það hefði ekki verið varið nema rúmum 5 millj. kr. til þeirra 1957 og 4 milljónum árið 1958. Kvað Þorvaldur Garðar þetta vera dæmi um hversu varið væri loforðum og efndum þeirra Al- þýðubandalagsmanna í húsnæðis- málunum. Þá vék ræðumaður að því, að Reykjavíkurbær hefði ekki að öllu leyti góða sögu að segja af viðskiptum sínum við Bygginga- sjóð verkamanna. Hefði bæjar- sjóður Reykjavíkur lagt hlutfalls lega töluvert meira fé til sjóðsins en veitt hefði verið til bygginga í Reykjavík. Af föstum framlög- um til sjóðsins fram til siðustu áramóta hefði Reykjavík lagt til 61,1%, en hins vegar ekki verið veitt til bæjarins nema 47% af heildarlánveitingum. Hitaveitumál Þorvaldur Garðar vék því næst að tillögu Alþýðubandalags- manna um hitavirkjun fyrir alla Reykjavíkurbyggð. En í þriðja lið þeirrar tillögu er komizt svo að orði, að bæjarstjórnin telji nauð- synlegt, að Reykjavík öðlist rétt og aðstöðu til hitavirkjunar á Hengilsvæðinu eða í Krísuvík. Þess væri þó skemmst að minn- ast, að Þjóðviljinn hefði haldið uppi hatrömmum árásum á bæj- arstjórnarmeirihlutann, er gufu- borinn var fluttur á Hengilsvæðið í sumar. Nú væru bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins komnir á rétta braut í þessu máli. Hins veg- ar væri því ekki að treysta, að þeir hefðu tekið sinnaskiptum, þó þeir bæru þessa tillögu fram. Nauðsynlegt væri fyrir Reykja vík að fá hitaorku, sem væri nægileg fyrir alla byggðina, og yrði í því sambandi að rannsaka hitaorkuna, bæði i Reykjavík og nágrenni, svo fljótt sem auðið væri. Það væri eitt af framtíðar- verkefnunum að hagnýta sem bezt hitaorku landsins. Á því leiki enginn vafi að hagkvæmast væri að nota þessa orku til hitaveitu. Það væri þjóðhagslega hagkvæm- ast vegna þess að sú notkun gæfi mesta varmanýtingu og það væri einnig rekstrarlega hagkvæmast vegna þess að þannig næðist bezt stofnf j árnýting. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum samþykkti bæjarstjórn- in 19. júní sl. tillögu frá Sjálf- stæðismönnum á þessa leið: Til að tryggja Hitaveitunni stækkunarmöguleika til að full- Þorvaldur Garðar Kristjánsson. nægja þörfum Reykjavíkur sam- þykkir bæjarstjómin að 1) vinna að því, að jarðhita í nágrenni og nærsveitum bæj- arins, sem'getur orðið hag- nýttur af Hitaveitunni verði ekki ráðstafað án tillits til þarfa hennar 2) skora á þingmenn Reykjavík- ur að beita sér fyrir máli þessu á Alþingi og við ríkis- stjórnina. Þessu máli væri vel borgið með framkvæmd á þessari tillögu. Sú afgreiðsla, sem þar væri lögð til, væri í hæsta máta eðlileg og sjálfsögð og væri nú markvisst unnið að þessum málum undir for ustu borgarstjóra. Rafmagnsmál 'Þá ræddi Þorvaldur Garðar Kristjánsson um tillögu bæjarfull trúa Alþýðubandalagsins um stór- virkjun til raforkuframkvæmda. Hefði Guðmundur Vigfússon tal- ið, að stóriðju þyrfti að koma á, og undirstaða hennar væri að ekki skorti rafmagn. Eins mætti segja, að þýðingarlaust væri að ráðast í stórvirkjun nema hafa undirbúið stóriðju, en stóriðju væri ekki hægt að koma á á ís- landi nema með erlendu fjár- magni. Þetta væri augljóst, ef við gerðum okkur grein fyrir, hve ó- hemju fjármagn þyrfti til þessara hluta. Það væri talað um, að fram leiðsla aluminíum gæti skapað grundvöll fyrir stórvirkjun hér á landi. En slík verksmiðja ásamt rafmagnsvirkjun 100—200 þús. kw. væri talið að myndi kosta allt að 3000 millj. kr. eða sem svarar til allrar f járfestingar þjóð arinnar í 2—3 ár. Það væri tómt mál að tala um slíkar framkvæmd ir nema með erlendu fjármagni. En til þess að slíkt fjármagn fengist þyrftum við að halda svo á eigin málum að aðrir trúi okkur fyrir slíkum fjármunum. Við þyrftum að koma á jafnvægi og öryggi í efnahagsmálunum, heil- brigðri skattalöggjöf o. s. frv. Þegar maður heyrði kommúnista þess vegna tala um nauðsyn stór- yðju, væri maður óþyrmilega myntur á nauðsyn þess að minnka og fjarlægja áhrif þeirrar stjórn- málastefnu, er þeir berjast fyrir, í okkar þjóðfélagi. Þá benti Þor- valdur Garðar á, að menn mættu ekki halda, að erlendir aðilar biðu með fjármagn sitt aðeins eftir því, að okkur þóknaðist að not? það. Fjármagnið leitaði þangað er það gæfi mestan arð. Það séu til ýms lönd, þar sem vatnvirkjanir séu hagkvæmari en hér á landi svo sem t.d. Noregur. Af öllu þessu sé augljóst mál, að það muni ekki fyrirhafnarlaust kom- ið upp stóriðju hér á landi og það þurfi mikinn undirbúning. Að því þurfi markvisst að vinna og það sé það sem koma skuli. En þar til svo sé komið, þurfi bærinn að sjá fyrir sínum rafmagnsmálum. Það þurfi smærri virkjanir, sem ráð- ið verði við. Þá komi sérstaklega til greina að virkja jarðgufu til rafmagnsvinnslu. Það væri aí kunnáttumönnum talið nú hag- kvæmara en vatnsvirkjanir af þeirri stærð, sem ráðist hefir ver- ið í hingað til. Þorvaldur Garðar sagðist hafa vikið að þessum þýðingarmiklu málum vegna tillögu Alþýðu- bandalagsins um stórvirkjun til raforkuframleiðslu. Hvorki tillag an né ummæli Guðmundar Vig- fússonar gæfu mikla hugmynd um, hvað flutningsmenn meintu með flutningi slíkrar tillögu. Svo væri og varðandi aðrar tillögur þeirra. Ef til vill vissu þeir ekki sjálfir hvað þeir meintu. En það væri hins vegar komið upp í vana hjá þeim að endurprenta sömu ályktunartillögurnar ár eft- ir ár í sambandi við afgreiðslu fjárhagáætlunar bæjarins. Tillögu flutningur þeirra sé meira vana- verk en að hugur fylgi máli. Lauk Þorvaldur Garðar ræðu sinni með því að gefa fulltrú- um minnihlutans í bæjarstjórn þá ráðleggingu að vanda betur til allrar tillögugerðar sinnar en raun bæri vitni um í stað þess a8 halda uppi ábyrgðarlausum mál- flutningi við afgreiðslu fjárhags- áætlunar bæjarins. Rafmagnsperur Margra ára viðurkennd reynsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.