Morgunblaðið - 22.02.1959, Qupperneq 13
Sunnudagur 22. febr. 1959
WORGUNBLAÐIÐ
13
Landlega í Keflavíkurhöfn.
REYKJAVÍKURBRÉF
LaugarcL 21. febr.
Hermóður
Leitinni að togaranum Júlí var
naumast hætt, þegar vitaskipið
Hermóður fórst að næturlagi í
ofviðri undan Reykjanesi. Starf
skipverja á Hermóði var að flytja
vistir og aðrar nauðsynjar tii
vita, er lýsa upp hafið umhverf-
is hina stormbörðu strönd ís-
lands. Jafnframt aðstoðaði skip-
ið öðru hvoru, t. d. undanfarna
mánuði, við landhelgisgæzlu og
annaðist stundum bátagæzlu,
einkum á Vestmannaeyjamiðum.
Skylda hinna djörfu manna, sem
nú drukknuðu, var þess vegna
sú að draga úr hættunni fyrir
aðra, að gæta þess að allt væri
gert, sem unnt er til að sigling-
ar við ísland yrðu hættuminni en
ella. Við það göfuga starf týndu
þeir lífinu. Um þann missi, sem
hér er orðinn, þarf ekki að fjöl-
yrða. íslendingar eru einhuga í
samúð sinni með aðstandendum,
sem eftir lifa og vilja allir gera
sitt til að draga úr sárindum
þeirra.
Óveðrahamur
Vart fer það á milli mála, að
óveðrin að undanförnu eru með
hinum verstu, sem fyrir koma,
enda hafa þau staðið látlaust,
óvenju lengi. Svo illt, sem veðr-
ið hefur verið, má segja, að
guðs mildi sé, að ekki skuli fleiri
slys hafa orðið en raun ber vitni,
og er þó vissulega nóg að orðið.
En frásagnir skipverja af Ný-
fundnalandsmiðum sýna, að þar
hefur litlu mátt muna, að enn
fleiri týndust en gerðu. Frábært
þrek og snarræði, bjargaði þar
mörgum frá vísum voða. Á sama
veg er ljóst, að undanfarnar vik-
ur hafa bátar og stærri skip, hvað
eftir annað, lent í bráðri hættu
hér við strendur landsins. Oftast
hefur tekizt betur en á horfðist,
en bæði fyrir Júlí og Hermóði
hefur farið sem fór vegna þess,
hve voðann bar skjótt að. Gegn
ofurvaldi sjálfra höfuðskepnanna
er stundum ekkert undanfæri,
enda gafst hvorugu þessu skipi
tími til að senda frá sér neyð-
arkall, hvað þá meira.
Óveðrin hafa ekki einungis
haft í för með sér mikið mann-
tjón, heldur og stöðvun veiða á
þeim tíma, þegar mikið er kom-
ið undir því, að sjórinn sé sótt-
ur af kappi. Um það er ekki að
fást. Aflatjónið er smáræði mið-
að við hitt. En allt minnir þetta
okkur á, hve harðsótt lífið er
hér á norðurslóðum.
í einum bát
Þegar verulega bjátar á, finn-
um við öll glöggt til þess, sem
sameinar okkur. Sumir telja ís-
lendinga deilugjarna þjóð, og er-
lendum mönnum, sem hér dvelj-
ast, finnst stjórnmálaátökin hér
harðari og ná lengra út á meðal
almennings en þeir segja, að víð-
ast hvar sé annars staðar. Vera
má að svo sé, en fátítt er hér
á landi að pólitískar erjur leiði
til persónulegrar óvildar. Að
sjálfsögðu líkar stjórnmálamönn-
um misjafnlega vel hverjum við
annan eins og gengur. En kunn-
ingsskapur og vinátta er ekki
bundin við flokka.
Ólíkar skoðanir eiga ekkert
skylt við óvild manna á milli.
Ágreiningur um, hvað gera skuli,
hefur ætíð verið fyrir hendi og
mun verða um alla framtíð.
Hann kemur af því, að engir
tveir menn hugsa nákvæmlega
eins, né sjá hlutina alveg með
sama hætti. Sums staðar er reynt
að breiða yfir ágreininginn, ann-
ars staðar telja valdhafarnir, að
þeirra skoðanir einna eigi rétt
á sér. Lýðræði byggist á því, að
allir megi láta uppi sínar skoð-
anir og berjast fyrir þeim inn-
an takmarka velsæmis. Grund-
vallaratriði er, að allir menn
eru jafnir og fyrirfram verður
með engu móti sagt, hver getur
mest af mörkum lagt eða látið
bezt af sér leiða.
Menn en ekhi
staðir
1 orði kveðnu játa allir það,
sem nú var sagt. Þegar til fram-
kvæmdanna kemur, fer þó hver
sína leið. Sumum finnst t. d.
liggja í augum uppi, að allir ís-
lendingar eigi að hafa jafnan
kosningarétt, hvar sem þeir eru
búsettir á landinu. Aðrir vé-
fengja það, eða hafa a. m. k.
á því slíka fyrirvara, að lítið
verður úr jöfnuðinum. Verður
og að játa, að þegar meta á
hvað , jafnt er, sé eðlilegt, að
nokkuð tillit sé tekið til aðstöðu-
munar. En sá munur má aldrei
verða slíkur, að menn hætti að
meta fólkið sjálft og meti meira
staðina, þar sem það býr.
A það var bent í Reykjavikur-
bréfi fyrir viku, hversu fráleitt
væri að miða kjördæmi til Al-
þingis einungis við hina gömlu
sýsluskiptingu, sem hér spratt
upp á tímum erlendrar kúgunar.
í því sambandi var vitnað til
þess, hvernig Gullbringu- og
Kjósarsýsla er nú orðin marg-
skipt í kaupstaði og sýslur, en
hefur þó enn, að Hafnarfirði und-
anskildum, einungis einn þing-
mann. Þessu hefur verið svarað
svo, að vandinn væri sá einn að
skipta Gullbringu- og Kjósar-
sýslum í 4 kjördæmi, þannig að
Gullbringusýsla fengi 1, Kjósar-
sýsla 1, Kópavogskaupstaður 1
og Keflavíkurkaupstaður 1 þing-
mann. En hvernig á þá að fara
með önnur sýslufélög, sem hafa
sundurliðast á svipaðan hátt?
Segja má að auðvelt væri að
láta t. d. Akranes fá einn þing-
mann og Borgarfjarðarsýslu
halda sínum. Með sama hætti
mætti fara með Neskaupstað. En
af hverju þá ekki hið sama um
Húsavík, Sauðárkrók og Ólafs-
fjörð? Og hvað um Bolungarvík?
Þá mundi af þessum hugsunar-
gangi einnig leiða, að t. d. Barða-
strandarsýsla ætti að verða tvö
kjördæmi, af því að hún er tvö
sjálfstæð sýslufélög.
Um allt má tala. En hætt er
við, að fáir teldu, að slíkar breyt-
ingar mundu leysa þann vanda,
sem hér er á ferðum. Við met-
um landið mikils, en fólkið, sem
í landinu býr, er þó það sem á
að ráða. Og eftir þess hagsmun-
um og þörfum verður að leysa
þetta mál sem önnur.
Fjöldinn einskis
virtur
Þó að ótrúlegt sé, þá skrifa
sumir menn svo enn um þetta
mál sem hægt sé að virða fólkið
sjálft, fjöldann, að engu. Sigurð-
ur Vilhjálmsson skrifar t. d. í
Tímann 17. febrúar og rifjar þar
upp tillögur, sem hann segist áð-
ur hafa gert um skipun Alþing-
is. Hann segir:
„------gerði ég ráð fyrir að
hvert lögsagnarumdæmi hefði
sinn þingmann, þ. e. allir kaup-
staðir með kaupstaðarréttindum
og sveitum væri gefinn sami rétt-
ur. Hafði ég þá aðallega í huga
að skipta tvímenningskjördæm-
unum, eins og stundum hefur
verið gert áður í tvennt, og að
Gullbringu- og Kjósarsýsla hefðu
sinn þingmanninn hvor, sömu-
leiðis Snæfalls- og Hnappadals-
sýsla. Þannig myndaðist breiður
grundvöllur undir stjórnskipun-
inni, sem mundi þola að byggt
væri ofan á. Með þessu móti yrðu
þingmenn kosnir utan Reykja-
víkur 41. Það færi svo eftir því,
hvað marga þingmenn höfuð-
staðurinn fengi, hvað þingmenn
kosnir í kjördæmum yrðu marg-
ir“.
Svo er að sjá, sem hinn ágæti
höfundur hafi alls ekki gert sér
grein fyrir, hversu mörg lög-
sagnarumdæmin eru í raun og
veru og þá ennþá síður, hvernig
þau greinast. Það er mál fyrir
sig. En ljóst er, að hann ætlast
til þess, að t. d. Seyðisfjörður,
haldi sínum sérstaka þingmanni,
með aðeins 426 kjósendur og
Akureyri fái engan til viðbótar,
þó að kjósendur þar séu meira
en tíu sinnum fleiri eða 4640.
Hinu sleppir hann svo alveg að
segja til um, hversu marga þing-
menn höfuðstaðurinn skuli hafa
og er það óneitanlega veruleg
glompa. Eftir rökstuðningi hans
virðist þó liggja næst að Reykja-
vík fengi ekki nema einn þing-
mann!
„Ekhert að vita
hvern þeir kvsu44
Ur þessu víll Sigurður Vil-
hjálmsson bæta með því að kos-
ið verði sérstakt fjórðungsþing,
sem væri eins konar efri deild
á Alþingi og sitji þar 2 þingmenn
kosnir frá hinum gömlu fjórð-
ungum og tveir frá Reykjavík.
Óneitanlega þarf tgluvert hug-
myndaflug til að semja slíkar til-
lögur, því að þar er gengið fram
hjá því, sem mestu máli skiptir,
hvar fólkið býr í landinu og láta
það sjálft fá fulltrúa en ekki
meira eða minna fábyggða staði.
Framsóknarmönnum finnst þeir
síður en svo gera öðrum rangt
til með þvílíkri tilhögun. Það er
eins og Vigfús Guðmundsson
skrifaði í Tímann 14. febrúar:
„En svo er fjöldi Reykvíkinga,
sem eru eiginlega í þjónustu alls
landsins, beint og óbeint, og
ekkert að vita, hvern margir
þeirra kysu, ef þeir greiddu at-
kvæði í kjördæmunum úti á
landi.“
Af þessu leiðir einfaldlega að
hægt er að láta menn í „kjör-
dæmunum úti á landi“ greiða at-
kvæði fyrir Reykvíkinga, af því
að verið gæti, að þeir greiddu
atkvæði allt öðru vísi en þeir
gera, ef þeir væru ekki búsettir
í Reykjavík. Framsóknarmenn
úti á landi eiga sem sagt að
greiða atkvæði fyrir Reykvík-
inga, af því að enginn veit, hvern
ig þeir mundu kjósa, ef þeir
væru ekki Reykvíkingar!
Óneitanlega virðist hafa fallið
úr hugum þessara höfunda það
frumatriði, að allir íslendingar
eru jafnir og eiga að hafa sama
rétt hvar sem þeir búa. Vigfús
Guðmundsson fer ekki dult með
að Reykvíkinga eigi að svifta
rétti, af því að honum líkar ekki,
hvernig þeir greiða atkvæði.
Ekki hefur Tíminn mótmælt
þessum kenningum Vigfúsar,
heldur birti hann þær athuga-
semdalaust.
Nýtt kjördæmi
með 241 kjósanda
Hugurinn, sem býr á bak við
allar þessar bollaleggingar
Framsóknar kemur e. t. v. bezt
fram í þeirri tillögu Sigurðar
Vilhjálmssonar að skipta Snæ-
fells- og Hnappadalssýslu í tvö
kjördæmi. í hinni fornu Hnappa-
dalssýslu eru nú taldir 409 íbú-
ar eða 241 kjósandi. Kjósendur
eru þar sem sagt nær helmingi
færri en á Seyðisfirði.
Ástæðan fyrir því getur þó
ekki verið sú, að Hnappadals-
sýsla sé sérstakt sýslufélag, því
að svo er ekki. Snæfells- og
Hnappadalssýsla er algerlega eitt
og sama sýslufélagið. Það er þá
einungis tvískipting heitis sýslu-
félags, sem á að réttlæta skipt-
ingu þess í tvö kjördæmi, hvað
sem mannfjölda líður. Óneitan-
lega virðist erfitt að komast
lengra í fjarstæðunum en Sig-
urður gerir með þessarri tillögu.
Von er, að forystumenn Fram-
sóknar séu feimnir við að bera
fram tillögur sínar um lausn
málsins, þegar efniviðirnir eru
slíkir.
„Rússland heldur
utan um taflmenn
F H
sma .
Um, það bil, sem V-stjórnin
var mynduð, létu Framsóknar-
menn og raunar sumir Alþýðu-
flokksmenn einnig það mjög
uppi, að einn höfuðtilgangur þess
samstarfs væri sá, að einangra
Moskvu-kommúnista, eins og þeir
kölluðu, og kljúfa Alþýðubanda-
lagið og ná þaðan öllum verka-
lýð en skilja Moskvumenn eina
eftir. Mjög svipuðum kenningum
hélt Hannibal Valdimarsson
fram, ekki einungis í sinn hóp
heldur og við erlenda blaða-
menn. í samtölum við þá, keppt-
ist „socialministeren" við að
neita því, að hann væri komm-
únisti eða hefði gengið þeim á
hönd. Þvert á móti þóttist hann
hafa hug á að eyða áhrifum
kommúnista og í þess stað stofna
nýjan verkamannaflokk á breið-
um grundvelli. Jónas Guðmunds-
son, fyrrum alþingismaður, sem
er þessum mönnum og fyrirætl-
unum nákunnugur, gerir þær að
umræðuefni í síðasta hefti Dag-
renningar. Hann segir þar:
„Það má nú telja fullreynt, að
draumur Hermanns um að kljúfa
kommúnistaflokkinn og innlima
Alþýðuflokkinn með einhverjum
hætti í Framsókn, getur aldrei
rætzt, og er því hyggilegt að
hætta þeim tilraunum með öllu.
Þess verður-að gæta, að ástand-
ið er allt annað nú og aðstæður
allar aðrar, en þegar bylting varð
í gamla, norska verkamanna-
flokknum. Rússland er nú miklu
voldugra en það var þá, og held-
ur betur utan um taflmenn sína,
og það ekki síður hér á landi en
annars staðar. Þess ber og að
gæta, að þeir menn, sem ánetj-
ast kommúnismanum nokkuð
verulega, eiga mjög örðugt með
að yfirgefa hann aftur. Hann er
andlegt eitur, sem sýkir allt sál-
arlíf þeirra, og reynslan hefur
sýnt, að það eru aðeins fá pró-
sent, sem læknast."
„Rétttrúaður
Moskóvíti44
Sérstaklega eru ummæli Jón-
asar Guðmundssonar um Lúðvík
Jósefsson athyglisverð, þar sem
Jónas hefur fylgzt náið með hon-
um og starfsháttum hans allt frá
upphafi, þvi að sjálfur var Jón-
as lengi búsettur í Neskaupstað,
svo sem kunnugt er:
„Sigur Sjálfstæðisflokksins 1
Reykjavík í bæjarstjórnarkosn-
ingunum 1958 varð meiri en
nokkur dæmi eru til um áður.
Þeir fengu kosna 10 af 15 bæj-
arfulltrúum. Svipuð varð útkom-
an víðast hvar annars staðar. í
Alþýðuflokknum og Framsókn
fór nú að bera meira og meira
á óánægju með „vinstri stjórn-
ina“, enda fóru umsvif komm-
únista þar sívaxandi, en hinir
máttu sín þeim mun minna.
Hermann Jónasson mun loks
hafa séð að tilraun hans hafði
mistekizt. Honum tókst ekki með
aðstoð Hannibals, Finnboga Rúts
og Alfreðs Gíslasonar að sprengja
kommúnistaflokkinn. Lúðvík
Jósefsson reyndist engin ný-
kommúnisti þegar á reyndi,
heldur rétttrúaður Moskóvíti,
eins og allir þeir vissu að hann
var, sem bezt þekktu manninn.
Hans hlutverk átti aldrei að
verða það að sprengja kommún-
istaflokkinn til hagsmuna fyrir
Framsókn og samstarfsflokk
hennar, heldur hitt að sundra
þjóðinni sem mest og skapa sem
mesta árekstra milli íslendinga
og annarra vestrænna þjóða, auk
þess sem hann átti að binda Is-
land sem föstustum fjárhags-
fjötrum við Rússland og leppríki
þess. Allt þetta hefur tekizt með
svo mikilli prýði að furðu sæt-
ir.“
Framh. á bls. 14