Morgunblaðið - 22.02.1959, Qupperneq 14
14
Sumnidagur 22. febr. 1959 •' **
Wr M O R G V N B L'A Ð í Ð
Barngóð kona
óskast til aðstoðar hálfan eða allan daginn, á heim-
ili embættismanns, um óáikveðinn tima vegna veik-
indafjarveru húsmóður.
Tvö stálpuð börn — Tilboð merkt: „4517‘‘ send-
ist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m.
Hljómsveit Riba leikur frá 9—11%.
Austfirðingamót
verður haldið í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 27. þ.m.
kl. 8,30.
Dagskrá:
1. Formaður setur mótíð
2. Minni Austurlands: Sveinn Vikingur
3. Kvartett Austfirðingafélagsins syngur
4. Gamanþáttur: Baldur Hólmgeirsson
5. Dansað tíl kl. 2.
Allur ágóði af skemmtuninni rennur í bjögunarskútu-
sjóð Austurlands.
STJÓRNIN.
Orðsending
frá Rafmagnseftirliti ríkisins
Nokkur brögð hafa verið að því undanfarið, að raf-
magnsljóskúlur „sprengi“ vartappa um leið og þær
bila.
Einnig eru þess nokkur dæmi í seinni tíð, að raf-
magnsljóskúlur bili þannig, að glerkúlan springi og
glerbrotin þeytist í allar áttir.
Þótt rafmagnsljóskúlur séu ekki enn sem komið er
viðurkenningarskyldar, sem kallað er, þ. e. að inn-
flytjanda sé skylt að senda raffangaprófun raf-
magnseftirlitsins sýnishom til prófunar og úrskurð-
ar um það, hvort leyfilegt sé að selja þær og nota, þá
eru umræddir gallar, sem sannanlega hafa komið í
ljós, svo alvarlegir, einkum hinn síðamefndi, að
rafmagnseftirlitið telur ekki rétt að láta þetta af-
skiptalaust.
Reynt verður að safna upplýsingum um hve mikil
brögð kunni að vera að umræddum göllum.
Rafmagnseftirlitið vill því hér með mælast til þess
að allir þeir, sem vottar hafa verið að slíkum bilun-
um, sem hér um ræðir, tilkynni það rafmagnseftir-
liti ríkisins eða hlutaðeigandi rafveitu, annað hvort
bréflega eða í síma.
Varúðarreglur:
Þegar rafmagnsljóskúla (pera) er skrúfuð í lampa-
höldu, skal þess ávallt gætt, að straumurinn að
lampanum sé rofinn og ekki kveikt á honum (með
rofa eða tengikvísl) fyrr en ljóskúlan hefir verið
skrúfuð í hann. Annars getur verið hætta á að ver-
ið sé of nálægt ljóskúlunni, þegar rafstraumi er
hleypt á hana, ef hún skyldi springa, eða blossi
myndast í henni.
Einnig er það góð regla og raunar sjálfsögð, að
snúa andlitinu frá, eða halda hönd fyrir augu, þeg-
ar vartappi er skrúfaður í, því að við óhagstæð
skilyrði (skammhlaup) getur myndazt mjög skær
blossi í vartappanum um leið og hann nemur við
botn í varhúsinu þegar hann er skrúfaður í.
Rafmagnseftwrlit ríkisins.
— Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 13.
„Aldrei samhent-
ara og sterhara
r<A
ennu
Svo merkilegur sem vitnis-
burður Jónasar Guðmundssonar
er, þá er yfirlýsing Hannibals
Valdimarssonar að loknu sam-
starfi V-stjórnarinnar enn eftir-
minnilegri. í útvarpsumræðimum
28. janúar sl. var eftirfarandi
yfirlýsing eitt af því, sem hann
lagði mesta áherzlu á, enda prent
aði Þjóðviljinn hana með stórum
stöfum:
„Hannibal ræddi nokkuð um
óskhyggju þeirra, sem einmitt nú
vildu telja Aiþýðubandalagið
dautt og feigt. Þessi áróður missti
marks, því að Alþýðubandalagið
hefur aldrei verið jafn samhent
og sterkt og nú og verkefni þess
í starfi fyrir alþýðu landsins
aldrei mikilvægara....“
Árangur V-stjórnarinnar varð
því einnig að þessu leyti þver-
öfugur við það, sem formælendur
hennar í Alþýðuflokki og Fram-
sókn höfðu látið uppi og vonast
eftir. Þjóðviljinn birti að vonum
fagnandi þessa yfirlýsingu Hanni
bals með fjögurra dálka fyrir-
sögn: „Alþýðubandalagið hefur
aldrei verið samhentara og sterk-
ara en nú“.
Er nokkur sem mótmælir?
„Frarn til
U nglinga
vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Nesveg
(Nesvegur og Granaskjól)
Kringlumýri
onittttM&Mfr
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
íbúð
Séra Leó Júlíusson vantar nú þegar 3—4
herbergja íbúð í Reykjavík.
Nánari uppl. í síma 33-6-80.
Útboð
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í
smíði götuljósastólpa. Tilboðsfrestur er til mánu-
dagsins 2. marz n.k. Teikningar verða afhentar á
skrifstofu Verkfræðideildar R.R. í Hafnarhúsinu,
vesturálmu HI. hæð.
Til sölu
B r u n u m s kolaeldavél með 6 eldsstæðum og
tveim bakaraofnum, er til sölu, ennfremur stór
bandsög með rafmagnsmótor.
Upplýsingar hjá verkstjóra vorum Reykjavíkur-
flugvelll.
Olíufélagið hf.
kommúnismans66
Yfirlýsing Hannibals verður
enn þýðingarmeiri, þegar athug-
að er, hvenær hún var gefin.
Daginn áður en hann hélt ræðu
sína var austur í Moskvu sett
21. þing rússneska kommúnista-
flokksins. Það þing sóttu m. a.
tveir fulltrúar „hins sameinaða
sósíalistaflokks Islands", Krist-
inn Andrésson og Tryggvi Emila-
son. Báðir eru nánir félagsbræð-
ur Hannibals Valdimarssonar.
Hvern boðskap þessir menn
fluttu þar sést af ræðu Kristins
Andréssonar. Niðurlag hennar
hljóðaði svo:
„Við óskum þess, að þér, sem
réðust á Vetrarhöllina árið 1917
og réðust nú út i alheiminn,
leggið nú sem fyrr veginn fyrir
mannkynið að endamarkinu i
eyðingu fátæktar, hættu á hern-
aði, styrjalda, stéttamunar og
ríkja, veginn að æðsta stigi mann
félagsþróunarinnar, að fram-
kvæmd fullkomins kommúnisma.
(Lófaklapp).
Fram til frelsis allra þjóða!
Heiður sé kommúnistaflokkl
Sovétríkjanna. (Lófaklapp).
Lengi lifi bræðraband vinn-
andi manna allra landa (Lófa-
klapp).
Lengi lifi þrá mannkynsins til
andlegrar fullkomnunar, rétt-
lætis og stöðugt fegurra lífs!
Fram til fullkominnar fram-
kvæmdar á fegursta draumi
mannkynsins, er það eignaðist á
tímum verstu stéttakúgunarinn-
ar, fram til kommúnismans!
(Þrumandi, langvarandi lófa.
klapp. Allir standa upp)“.
Slíkur var boðskapur fulltrúa
„hins sameinaða sósíalistaflokks
íslands“ austur í Moskvu í sama
mund og Hannibal Valdimars-
son sagði á Alþingi íslendinga,
„að Alþýðubandalagið hefur
aldrei verið jafn samhent og
sterkt og nú“.
Árangurinn af starfi V-stjórn-
arinnar hefur þess vegna óum-
deilanlega orðið sá, að kommún-
istar eru nú sterkari í Alþýðu-
bandalaginu en nokkru sinni
fyrr. Hannibalistar eru í einu og
öllu á valdi kommúnista og verða
hvarvetna að lúta boði þeirra og
banni. „Draumur Hermanns um
að kljúfa kommúnistaflokkinn“
hefur því orðið jafnhaldlaus sem
önnur fyrirheit hans.