Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 16
10 MORCVJSTILABIÐ Sunnudagur 22. febr. 1959 /rK Skíðafélag Reykjavíkur m minnist 45 ára afmælis (mmtviKun j síns með samsæti í Skíðaskálanum n.k. fimmtudag kl. 6,30. Upplýsingar í Verzl. L. H. Miiller. Verzlanir úti á landi Ódýrustu, en þó beztu Kegn- klæðin til sjós og lands fást hjá okkur. Gerið svo vel að biðja um sýnishorn og verð- lista. Gummífatagerðin VOPNI Aðalstræti 16. Oskast keypt 4—5 tonn vörubifreið, árgangur 1955 eða yngri. Er til viðtals kl. 11—12 daglega, sími 1438. BÆJARVERKFRÆÐINGURINN Akureyri. — Björgunarmál Framh. af bls. 8 sendistöð með 150 km langdrægni, sem er algerlega sjálfvirk og tekur að senda út neyðarskeyti á hinni alþjöðlegu öldulengd neyðarskeyta jafnskjótt og „eyj- an“ hefur blásið sig upp. Við tilraunir á íshafinu, við mjög lágan sjávarhita og 5—8 vindstig og mikla snjókomu, urðu menn úr hinum konunglega brezka flota að stökkva fyrir borð með öllum búnaði sínum og synda út að „björgunareyj- unni“. Eftir að þeir voru komnir um borð í gúm-farartækið og höfðu lokað því, steig hitinn und- ir tjaldþaki „eyjarinnar“ innan hálfrar klukkustundar upp í 20° C, einungis af líkamshita þeirra sjálfra. Hinir brezku sjóliðar urðu þannig að vera fimm sólarhringa í gúmbátnum og fengu aðeins að nærast á þeim matarskammti, sem bátnum fylgdi. Að tilraun- inni lokinni klifu þeir „óþreyttir og við góða heilsu“, um borð í skip sitt. f venjulegum björgunarbáti hefðu sjóliðarnir eflaust frosið í hel. Fyrir áhrif frá niðurstöðum hinna ensku tilrauna gáfu sænsk sjóferðayfirvöld nýlega út fyr- irmæli um, að öll sænsk úthafs- skip skyldu vera búin nýtízku gúm-„björgunareyjum“. Danska ríkisútgerðin lét „Hans Hed- toft“ einnig hafa fjóra gúmbáta meðferðis, auk hinna venjulegu bj ör gunarbáta. Nauðsyn sjálfvirkra senditækja Leit flugvéla og skipa að þeim, er kunna að hafa komist í björg- Samson Hjólbarðar 900x20 825x20 700x15 600x15 Hjólbarðinn hf. Hvefffisgötu 89. unarbáta er hið danska íshafs- far fórst, varð erfiðari fyrir þá sök, að ekki heyrðust frá þeim nein greinileg neyðarmerki, er gert hefðu það kleift að miða stöðu skipbrotsmannanna. Jafn- vel leitarflugvélar, sem búnar eru radartækjum, geta því að- eins fundið björgunarbát á reki, að veðurfar sé mjög hagstætt. Ástæðan til þessa er sú, að hinir ávölu fletir hinna tiltölulega litlu báta endurvarpa radargeislunum á ófullnægjandi hátt. Þegar leit- að er með radar að björgunar- bát, gildir einnig hið sama og um miðun hafísjaka, þ. e. í mikl- um sjógangi hverfur ljósflötur sá, er björgunarbáturinn fram- kallar á radarskerminn, innanum þann aragrúa ljósdíla, sem stafa frá öldurótinu. Sérfræðingar um öryggi skipa hafa því lagt til, að allir björg- unarbátar verði þannig útbúnir, að þeir geti sett upp eins konar endurkastara fyrir radar, t.d. hornrétt beygðar málmþynnur, sem greinilega koma fram á rad- arskermi. Þar sem hin almenna notkun björgunartækja skipa er hverju sinni ákveðin með alþjóðlegum samþykktum, er í fyrsta lagi á næstu ráðstefnu sérfræðinga ðr- yggismála, árið 1960, unnt að taka ákvarðanir ur» að útgerðarfyrir- tækjum skipa sé skylt að búa skip sin nýtízku gúm-björgunar- bátum með sjálfvirkum sendi- tækjum og endurkösturum rad- argeisla, sem auðveldir séu í meðförum. Þangað til verður að telja, að óhrakin séu þau um- mæli, er í fyrra birtust í sjó- ferðatímaritinu „Hansa": „Björg unartækin, sem nú eru í notkun, eru ífiestum atriðum óbreytt frá því er var fyrir einni öld“. (Þýtt úr þýzka vikuritinu „Der Spiegel“, 11. febr. 1959). 9 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA Töfraskórnir Lengi, lengi hljóp hann, unz hann kom að stein- þrepum, sem náðu niður að litlum dyrum. Dyrnar opnuðust og dvergur í rauðri skikkju og græn- um buxum, gægðist út. — Dvergurinn leit á Villa og hló: — Jæja, svo að skórn- ir mínir hafa þá loksins veitt þig! þú ert svo slæmur dreng- ur, þá ætlar ljóti karlinn að taka þig. En ef þú lof- ar því að vera alltaf góð- ur og gera allt, sem mamma þín biður þig um, þá þarftu ekki að fara með honum“. „Ég skal alltaf vera góður dreng- ur“, sagði Pétur. Þá vaknaði hann. Hann varð ósköp feginn, að þetta var bara draumur. Þegar hann kom heim úr skólanum kallaði hann: „Mamma á ég ekki að gera eitthvað fyrir þig?“ Mamma hans varð glöð, þegar hún heyrði þetta og hún sagði: „Jú mig vant- ar kartöflur, viltu íkreppa ofan í búð og kaupa 3 kíló“. Pétur fór, og þegar hann kom aftur, gaf mamma hans honum 10 aura. Og upp frá því var hann alltaf duglegur Og þægux drengur. (Glúmur) — Þú hefur ekki leyfi til að leggja svona gildru fyrir fólk, sagði Villi og var hinn reiðasti, en skórnir báru hann inn fyrir dyrnar. — Færðu mig strax úr skónum og lofaðu mér að fara heim. — Heyr á endemi, sagði dvergurinn og hló hátt. — Nei, nú hefi ég náð í þig og sleppi þér ekki. Þú skalt ekki reyna að komast úr skónum, því að þetta eru töfraskór, sem enginn getur komizt úr, nema með göldrum. — Já, einmitt, sagði Villi, og hvað ætlar þú svo að gera við mig, ef eg má spyrja? — Mig vantar sendil, svaraði dvergurinn. — Eg á mikil viðskipti við álfa, tröll og risa, sem ég sel margs konar töfragripi. Einhvern verð eg að hafa til að sendast. Eg hefi lengi haft augastað á þér, þú lítur út fyrir að vera sterkur og duglegur. — Hvers vegna ætti ég að fara að sendast fyrir þig, sagði Villi, — eg vil fara heim! — Dirfist þú að tala svona til mín, öskraði dvergurinn. — Eg get breytt þér í mús ef ég kæri mig um! — Jæja, andvarpaði Villi, — þá er víst skárra að vera sendisveinn þinn. En það segi ég þér, að strax og ég sé mér færi á, laumast eg burtu. — Það getur þú ekki, meðan þú ert í töfraskón- um, sagði dvergurinn og hló hæðnislega. Aumingja Villi! Hann varð strax að byrja í nýju vistinni. Dvergurinn vafði skrítið blátt blóm inn í gulan pappír og skipaði Villa að fara með það til tröllkonunnar, sem átti heima á fjalls- tindinum. Fæturnir báru hann strax af stað og blásandi og másandi varð hann að klifra upp fjall- ið. Hæst uppi sá hann lítið, hrörlegt hús. Grænn reykur steig upp úr reyk- háfnum og innan úr hús- inu heyrðist söngur, ó- hugnanlegur og skræk- róma. Það var tröllkerlingin að syngja galdralag. Þeg- ar Villi barði að dyrum,’ kallaði hún: — Kom inn! Þegar inn kom, sá hann tröllkerlinguna sitja keng bogna yfir stórum, svört- um potti, sem hékk yfir eldinum. Hún hafði yfir töfraþulu meðan hún hrærði í pottinum, en Villi stóð grafkyrr á miðju gólfi og kom ekki upp nokkru Orði. — Hvaða flón er nú þetta, sem stendur þarna og gónir? spurði kerling- in. — Hvaða erindi átt þú? — Það verð eg að segja, að tröllkerlingar og dvergar eru ekki bein- línis aðlaðandi fólk, sagði Villi. — Aldrei hefi eg áður séð grænan reyk stíga upp af sjóðandi vatni. — Það er af því, að þú ert heimskur kjáni, sagði tröllkerlingin og ógnaði honum með sleifinni. — Hvað ert þú að vilja hing að? Segðu mér það! — Dvergurinn niðri í fjallinu sendi mig til þín með þetta hérna, sagði Villi. — Ha, ha, loksins fæ eg galdrablómið, sem hann var búinn að lofa mér. Gott er það. Skilaðu Krossgáta Lárétt: 1. húsdýr (þf.) 2. bezta spilið 4. matar- ílát (þf.) 5. harmi 6. á fæti 7. tveir fyrstu í staf- rófinu 9. duglega. Lóðrétt: 1. fleygir 2. kjáni 3. slíta samvistum. 4. far (boðh.) 8. nauta- mál. kveðju til dvergsins og segðu að ég bjóði honum í kaffi á föstudaginn. Villi hefði ekki haft neitt á móti því að fá að hvila sig dálitla stund, en töfraskórnir þutu strax með hann niður fjallið. Dvergurinn beið eftir honum og hafði tilbúna marga smápakka, sem Villi átti að sendast með. Nei, heyrðu nú, sagði Villi, þú getur þó ekki sent mig af stað strax aft ur. Eg verð að fá að hvíla mig. — Það verður að bíða, svaraði dvergurinn. Þess- ir pakkar þurfa að kom- ast strax. Þessi á að fara til Síðskeggs galdrakarls og þessi til Leppalúða og loks verður þú að fara með þennan til Þrymis jötuns. — En ég veit ekki, hvar þeir eiga heima, sagði Villi. — Gerir ekkert til, svaraði dvergurinn, töfra skórnir rata. Og það reyndist orð að sönnu. Sannarlega var þetta undarlegt. Aftur varð hann að þjóta af stað upp fjallið og inn í dálitinn skóg. í miðjum skóginum var hár turn, sem engar dyr sáust á. — Hvernig sþyldi ég eiga að komast inn? hugs aði VillL Hann bankaði á vegg- inn. (Framhald). Lesbókin biður „Loft- fara“, sem skrifaði sög- una „Ferðin til tungls- ins ‘, er birtist í ritgerða- samkeppninni, að senda nafn sitt og heimilisfang til blaðsins. Viltu skrifa mér Fjórar stúlkur í Vest- rrannaeyjum óska eftir að skrifast á við pilt eða stúlku í Rvík. Bréfiþeirra íyigir þessi mynd af t'zkudömu, sem þær hafa teiknað. Nöfnin og heim- íiisföng eru: Inga J. Sig- urðardóttir, Hólagötu 34, Vm., Fjóla .Einarsdóttir, Heiðarveg 46, Vm., Elísa Þoi steinsdóttir, Kirkju- veg 23, Vm, Magga Agústsdóttir, Vestmanna- braut 13 B, Vm. Guðlaug Snorradóttir, Skólastíg 6, Bolungarvík, óskar að skrifast á við stúlku eða pilt á aldrin- um 12—13 ára, og Sigrún Guðbergsdóttir, Steinhól- um við Kleppsveg, Reykjavík, við pilt eða stúlku úti á landi, 14— 15 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.