Morgunblaðið - 22.02.1959, Qupperneq 23
Sqnnudagur 22. febr. 1959
MORGUNBLAÐIÐ
23
Kísilnáman v/ð Mývatn er hin
stærsta í Evrópu
Kanna ætti framleiðslukostnað og
sölumöguleika
Isendiráðs þess hér, íslenzku ríkis
stjórninni kost á tæknilegri að-
stoð til athugunar a nytmgu natt
Þýzkalands, fyrir milligöngu úruauðæfa landsins. Boð þetta
„Sjónarmið íslendinga"
Vinsamleg og skilningsrík grein um
landhelgismálið
Sylvain Mangeot, erlendur
fréttaritstjóri brezka stórblaðs-
ins News Chronicle var meðal
þeirra útlendu blaðamanna, sem
gistu ísland um það leyti, er
fiskveiðilandhelgin var færð út
í 12 mílur í haust. Fyrir
skemmstu ritaði Mangeot langa
Og ýtariega grein um landhelgis-
málið í marzhefti brezka blaðs-
ins Geographic Magazine og
nefnist greinin „Sjónarmið ís-
lands“.
Gætir þar mikils skilnings á
málefnum íslendinga og er greini
legt, að Mangeot hefur gert sér
sérstakt far um að kynnast hög-
um okkar og sjónarmiðum.
Rekur hann stuttlega menning-
ar og atvinnusögu þjóðarinnar,
gerir grein fyrir því hve sjávar-
útvegurinn er undirstaða alls
atvinnulífs hér — og hvernig
okkur hefur tekizt að bæta kjör
okkar og bregða sífellt meiri nú-
tímablæ á hið daglega líf —
með auknum útflutningi sjávar-
afurða.
Síðan skýrir hann sérstöðu Is-
lands innan Atlantshafsbanda-
lagsins, afleiðingar þær, sem
löndunarbannið hafði á mark-
aði íslendinga — og það, hve
Rússar voru fljótir að bregða við
þegar tækifærið gafst og kaupa
upp nær allan fiskútflutning ís-
lendinga.
Segir hann, að Islendingar séu
þess meðvitandi, að velmegun
þeirra, sem byggð hefur verið
upp á sölu sjávarafurða og er-
lendri aðstoð, verður í framtíð-
inni að byggjast á sjávaraflanum.
Þess vegna hafi þeir skellt skoll-
eyrum við miðlunartilboðum
Breta.
Sjónarmið Islendinga sé, að
þeir eigi fullan rétt til að friða
hrygningarstöðvarnar — og her-
vernduð veiðiskip Breta innan
fiskveiðitakmarkanna séu árás-
arskip, ekki sízt vegna þess, að
Bretland er bandalagsríki íslend-
inga í Atlantshafsbandalaginu.
Mangeot furðar sig á því hve
kommúnistar séu öflugir á ís-
landi, jafngóð kjör og íslend-
ingar búi annars við ■— í landi
þar sem stéttarskipting sé í raun-
inrii ekki til. Hann segir, að fram-
koma brezku stjórnarinnar hafi
rétt mjög hag kommúnista hér
eftir áfallið, sem þeir urðu fyrir í
sambandi víð Ungverjalandsupp-
reisnina. íslendingar skynji held-
ur ekki hættuna af kommúnism-
ekkert uggandi vegna hinna
miklu og bundnu verzlunarvið-
skipta við Rússland.
Að lokum lofar Mangeot fram-
komu íslendinga og bróðurhug
í garð Breta þrátt fyrir deilur
þjóðanna. Segir hann, að sér hafi
hvarvetna verið sýnd hin mesta
kurteisi og vinsemd.
Marzhefti Geographic Maga-
zine mun bráðlega koma í bóka-
verzlun Snæbjarnar Jónssonar.
Kýpur —
Framh. af bls. 1.
Væri það afreksverk út af fyrir
sig (hjá Grivasi, en ekki Bret-
um).
Síðari fréttir frá Lundún-
um herma, að Makaríos hafi
rætt um framtíð Grivasar við
Sir Hugh Foot í Lundúnum.
Fréttirnar herma ennfremur,
að Bretar vilji láta Grivas
fara burt frá Kýpur, þangað
til lýðveldi hefur verið stofn-
að á eyjunni. Makaríos vill
láta kveðja hann sem hetju,
en því hafa Bretar lagzt gegn.
— Vinir fjölskyldu Grivasar í
Aþenu segja, að Grivas hafi í
hyggju að búa þar í borg,
þangað til Kýpur hefur feng-
ið sjálfstæði.
Gríska blaðið Eleftheria í
Nicosíu birtir í dag fjögurra
dálka mynd af Grivasi á for-
síðunni og hyllir hann sem
hetju. Það gerir blaðið Phile-
leftheros líka og segir, að án
hans hefði eyjan aldrei fengið
frelsi. Blaðið vill láta gera
stóra myndastyttu af honum
á miðri eyjunni til minningar
um „það hugrekki, sem bjarg-
aði Kýpur undan aldagamalli
óstjóm“.
Þegar Tröllafoss
kom til Trelleborg
SÆNSK blöð skýra ítarlega frá
árekstri þeim er Tröllafoss lenti
í á dögunum, er rússneski drátt-
arbáturinn sigldi á skipið. Hafa
blöðin birt myndir af skemmdum
þeim, er á Tröllafossi urðu, er
meðfylgjandi mynd úr einu hinna
sænsku blaða, Sydsvenska dag-
bladet.
Skipsmenn á Tröllafossi tróðu
pokum í rifuna til bráðabirgða
og settu' timbur fyrir, eins og
sést á myndinni.
var þegið, og var aðstoðinni eink
um varið til rannsókna á perlu-
steini (biksteini) í Loðmundar-
firði og kísilleirs á botni Mý-
vatns og umhverfis Laxá í Aðal-
dal. Einnig voru rannsakaðar
leirtegundir ýmsar í Önundar-
firði og brúnkol í Súgandafirði.
Að rannsóknum starfaði þýzk-
ur ríkisjarðfræðingur, prófessor
Konrad Richter. Hann dvaldi hér
um sjö vikna skeið ásamt að-
stoðarmanni. Einnig kom hingað
til lands þýzkur sérfræðingur í
vinnuslu kísilleirs, verkfræðing-
urinn Heinz Trenne. Rannsóknar
ráð ríkisins annaðist rannsókn-
imar fyrir hönd íslenzkra stjórn-
arvalda og störfuðu þeir Tómas
Tryggvason, jarðfræðingur og
Baldur Lindal, verkfræðingur,
með þýzku sérfræðingunum.
Nú hefur borizt fyrsta greinar
gerð frá hinum þýzku sérfræðing
um. Af ýmsu athyglisverðu, sem
þar kemur fram, má nefna þá
niðurstöðu þeirra, að kísilleir-
náman í Mývatni sé sú stærsta
í Evrópu og leirinn góður. Þó of
snemmt sé að fullyrða nokkuð
um framleiðslukostnað og sölu-
möguleika, telja þeir sjálfsagt, að
slíkt sé kannað til hlítar. Einnig
lízt þeim allvel á leirinn í Aðal-
dal, en náman er minni og leir-
inn ekki eins góður. Sömuleiðis
hefur rannsókn leitt í ljós, að í
Loðmundarfirði er töluvert meira
magn af perlusteini en áður var
álitið.
anum, þeir hafi aldrei komizt í
svo náin tengsl við Rússland og
styrjaldir, að þeir geri sér al-
mennt grein fyrir hættimni —
og þess vegna sé almenningur
Macmillan —
Framh. af bls. 1.
og það var þegar ég var hér síð
ast á ferð fyrir 30 árum, eins og
England nútímans er ólíkt því
landi, sem lýst er í bókum Dick-
ens. Hann kvaðst vonast til að
þurfa ekki að fara heim með þá
staðreynd í huga, að lýsingar
Dickens séu skefjalaust notaðar
í Sovétríkjunum til þess að sýna,
hversu harðsvírað lífið er í Bret-
landi nútímans.
BáSir meS túlk
Þess má geta, að eftir að Mac-
millan gekk út úr flugvélinni
var brezki þjóðsöngurinn leikinn
og síðan hinn nýi þjóðsöngur
Sovétríkjanna. Á meðan stóðu
báðir forsætisráðherrarnir eins
og símastaurar og heilsuðu. —
Að athöfninni á flugvellinum
lokinni, var forsætisráðherrunum
vísað upp í stóran, svartan stjóm
arbíl og í fylgd með þeim voru
tveir túlkar. Annar túlkur fyr-
ir Krúsjeff, hinn fyrir Macmill-
an: Þó að báðir þessir menn kunni
til hlítar það mál, sem notað er
í hinni pólitísku refskák alþjóða-
stjórnmála, kann hvorugur móð-
urmál hins. Krúsjeff talar rúss-
nesku, Macmillan ensku, og á
þann veg fæst fullkomið málalegt
jafnrétti.
Síðdegis í dag, ræddust þeir
við í 40 mínútur í Kreml, Mac-
millan og Krúsjeff, en síðan var
hinum fyrrnefnda haldin dýrð-
leg veizla. Þar hélt Macmillan
ræðu og sagði, að alitaf væri
hætta á, að efnt yrði til styrj-
aldar vegna misskilnings, sem
komið gæti upp milli stórveld-
anna. Sagði hann, að nauðsyn-
legt væri að ryðja úr vegi öll-
um slíkum hættum.
Framh. af bls. 6.
gengið hafa undir skoðun hjá
okkur að vera nokkru hærri. En
svo virðist, sem áætlanir okkar
um þetta, byggðar á reynzlu
annarra svipaðra stöðva, standist
nokkurn veginn og er tala til-
fellanna hér um eitt prósent.
— Segið mér, koma ekki í ljós
alls konar krankleikar við svo
gaumgæfilega rannsókn?
Jú, það liggur í augum uppi,
að ýmislegt hlýtur að koma í ljós,
sem segja má að miður fari. En
þessu er þá oft hægt að kippa í
lag. Einnig kemur stundum í ljós
krankleiki sem viðkomandi hef-
ur haft óljósan grun um, en ein-
hverra orsaka vegna ekki látið
athuga sem skyldi fyrr en við
þessa rannsókn. En slíkt er
ástæðulaust að óttast, eins og
reyndar sjálfa krabbameinsrann-
sóknina, sem við það miðast að
byrgja brunninn áður en barnið
er dottið ofaní.
Þannig fórust læknum leitar-
stöðvarinnar orð í þessu samtali
um starfsemi stöðvarinnar.
Augljóst mál er, að með til-
komu hennar hefur verið stigið
merkilegt spor á sviði aukinnar
heilsugæzlu þjóðarinnar. Slíka
þjónustu við almenning sem hér
er um að ræða, er ekki að finna
nema í mjög fáum löndum heims.
— Sv. Þ.
Eins og tveggja manna
Sveínsófar Svefnstólar
með svampgúmmí.
HtlSGAGNAVERZLUNIN
Grettisgötu 46.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda í Kópavngi
heldur fund næstkomandi þriðjud. kl. 8 í Melgerði 1.
Kosnar verða konur á flokksþing.
Handavinna á eftir.
STJÓRNIN.
Mínar beztu þakkir vil ég færa öllum þeim sem glöddu
mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára af-
mæli mínu hinn 27. janúar.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Loftsdóttir, Bala.
Móðir mín
KATRlN BÖÐVARSDÓTTIR
andaðist á heimili mínu föstudaginn 20. þessa mánaðar.
Sigurbjörg Sigurvinsdóttir.
Útför
GUNNÞÓRUNNAR HALLDÓRSDÓTTUR
Amtmannsstíg 5,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. febr. kl. 2
eftir hádegi.
Fósturbðrn.
Útför
GUÐBJARGAR SIGTRYGGSDÓTTUR
er andaðist 16. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 25. febr. kl. 14. Athöfninni verður útvarpað.
Aðstandendnr.
Útför
SIGURBJARGAR SVEINSDÓTTUR
(frá Ketu) Hringbraut 109, Rvík.,
fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. febrúar
kl. 1,30 e.h. Athöfninni verður útvarpað.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrkt-
arfélag lamaðra og fatlaðra.
Eiginmkður, böm og tengdabðm.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við
andlát og jarðarför mannsins míns föður okkar og
tengdaföður
SIGURDAR PÉTURSSONAAR
fyrrverandi byggingarfulltrúa.
Alberta Árnadóttir,
Karl E. Signrðsson, Úlla Sigurðardóttir,
Hörður Þórhalisson.