Morgunblaðið - 13.03.1959, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.03.1959, Qupperneq 6
f MORGVNBLAÐIE Föstudagur 13. marz 1959 Sænskn blaðamennirnir, sem dvalizt hafa hér á landi og umboðsmaður Sölumiðstöðvarinnar. Fremri röð frá vinstri: Kaj Neideman frá Kválls posten i Malmö, Sixten Holmkvist, forstjóri, Sven Sandstedt frá Svenska Dagbladet og Frank Johnsson frá Göteborgsposten. Aftari röð: Lennart Luthander frá Göteborgs Sjöfarts- och Handelstidning, Erik Liljeroth, ljósmyndari, K. E. Hemzelius frá Arbetet og Bertil Xörnberg frá Dagens Nyhete'- (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) íslenzkur fiskur á framtíð fyrir sér á sænskum markaði Rætt við Sixfen Holmkvist, umboðs- mann Sölumiðstöðvar hraðfrysti- husanna i Sviþjóð ÞESSA viku hafa dvalizt hér á landi sænskir blaðamenn frá ýmsum helztu blöðum Svíþjóð- ar. Komu _,eir hingað í boði Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna til að kynna sér íslenzkan fiskiðn- að, einkum freðfiskframleiðsl- una. í för með blaðamönnunum er umboðsmaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Svíþjóð, leiðslan er enn ekki tilbúin að ryðja sér braut inn á sænskan markað. — En helduðu að íslenzki fisk- urinn eigi framtíð fyrir sér á sænskum markaði? — Vissulega. Við höfum komizt að raun um að ísl. ýsan og stór- lúðan eru langtum betri en norsk- ur og danskur fiskur af sama stofni.Þá er íslenzka rauðsprettan einnig miklu betri en sú danska, því flökin af danskri rauðsprettu eru ekki nema 13 sentimetrar á lengd. í Svíþjóð vilja menn fá almennileg fiskflök á matborðið. — Er fiskneyzla mikil í Sví- þjóð? — Á fyrra ári voru flutt inn 4000 tonn af hraðfrystum fisk- flökum. Sá innflutningur var mestmegnis frá Noregi, smávegis frá Danmörku og næstum ekkert frá íslandi. Norðmenn hafa aflað sér öruggs markaðar í Svíþjóð. Þess má geta, að fiskneyzla í Sví- þjóð hefur aukizt um 50% síðustu 2 árin. Yngri húsmæður kaupa eingöngu hraðfrystan fisk, sem er seldur í nýlenduvöruverzlunum. — Það er erfitt að komast inn á sænska markaðinn. Samkeppn. in er hörð og fyrirtæki okkar eyðir t. d. 2Yz milljón sænskra króna á ári í auglýsingar. Þegar um er að ræða að koma íslenzka fiskinum á markað, verður fyrst að finna hentugar umbúðir, þá er að gefa framleiðslunni nafn og setja síðan áróðurinn í gang. Eitt af því, sem við höfum í hyggju að gera í áróðursherferð fyrir ís- lenzka fiskinum, er að láta falleg- ar íslenzkar stúlkur í þjóðbún- ingum bjóða fiskinn í Nordiska Kompaniet í Stokkhólmi, sem er ein stærsta verzlun þar í borg. Við erum að vísu enn ekki bún- ir að útvega okkur íslenzkar stúlkur í þjóðbúningum, en við erum samt ákveðnir í að nota þetta áróðursbragð. Sixten Holmkvist segir frá ýms um nýjungum, sem fyrirtæki hans í Eslöv hefir hrundið í fram kvæmd, meðal annars framleiðslu á „kartöflumús" í duftformi, sem hægt er að laga á 20 sekúndum með því að blanda með vatni. Er þessi framleiðsla ekki þekkt ann- ars staðar í heiminum. Á vegum fyxirtækisins vinna að staðaldri 11 vísindamenn og 20 aðstoðar- menn þeim til hjálpar. Hvers kyns nýjungar eru mjög vel undir búnar og hefur fyrirtækið sér til aðstoðar um 600 húsmæður í öll- um stéttum og á öllum aldri. Þegar ný framleiðsla kemur á markaðinn, er hún send þessum húsmæðrum, og þær segja fyrir- tækinu síðan álit sitt á nýjung- inni. — Þegar búið er að betrum- bæta framleiðsluna, samkvæmt tillögum húsmæðranna, þá erum við reiðubúnir til þess að verja svo sem hálfri milljón í auglýs- ingar á vörunni. Sixten Holmkvist sagði að lok- um, að hann og sænsku blaða- mennirnir væru mjög hrifnir af því, sem þeir hefðu séð og ky- ,t hér á landi, og hér hefðu þeir notið allt að því forn-norrænnar gestrisni undanfarna daga. JHA. Nýjui upplýsingor um þörf ut- vinnuvegunnu fyrir sérmenntuð fólk séu jufnun fyrir hendi Þáltill. Ragnhildar Helgadóttur sam- þykkt á Alþingi Á FUNDI sameinaðs Alþingis í fyrradag var framhald einnar um ræðu um þingsályktunartillögu Ragnhildar Helgadóttur um upp- lýsingar um þörf atvinnuveganna fyrir sérmenntað fólk. Benedikt Gröndal hafði fram- sögu í málinu af hálfu allsherjar- nefndar. Skýrði hann svo frá, að allsherjarnefnd mælti með tillög- unni svo framarlega sem ekki þyrfti að setja á fót nýja stofnun í þessu augnamiði. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, kvaddi sér hljóðs og kvað þetta mál hafa verið til at- hugunar á vegum stjórnarinnar skrifar ur. dagleqa iifinu | að undanförnu, því efnahags- samvinnustofnun Evrópu hefði óskað eftir upplýsingum um þessi efni. Ráðherrann vék einnig að því, að við úthlutun námsstyrkja væri rétt að taka tillit til þarfa atvinnuveganna fyrir sérmenntað fólk. Ragnhildur Helgadóttir þakk- aði allsherjarnefnd góða af- greiðslu á tillögunni. Kvað hún það mestu varða, að jafnan yrðu tiltækar nýjar upplýsingar um þörf atvinnuveganna fyrir sér- menntað fólk íyrir þá, sem væru að taka ákvarðanir um framtíð- arstarf sitt. Tillagan var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra þing- manna og afgreidd til rikisstjórn- arinnar sem ályktun alþingis. + KVIKMYNDIR * Sixten Holmkvist Sixten Holmkvist, forstjóri. Tíð- indamaðuT Mbl. hitti Sixten Holm kvist að máli og spurði hann um fyrirtæki hans í 'Svíþjóð og hverj ir möguleikar væru á að afla ís- lenzkum ÍLki markaðs þar í landi o. fl. — Fyrirtækið heitir Felix og er í bænum Eslöv á Skáni. Það leggur stund á djúpfrystingu matvæla, einkum grænmetis. Um 1100 manns vinna við fyrirtækið auk þess sem 4000 manns eru starfandi á vegum þess úti um landsbyggðina. f Simríshamn starfrækjum við svo djúpfryst- ingu á fiski og þar starfa um 250 manns. — Nú erum við að koma á fót samvinnu við Sölumiðstöð hrað frystihúsanna í því augnamiði að selja þann djúpfrysta fisk, sem hún framleiðir. Þessi samvinna hefur nú staðið í hálft ár og er enn á byrjunarstigi. Tíminn hef- ur farið í undirbúning og fram- Skjótari læknishjálpar þörf VIO“ kvartar í bréfi til Vel- vakanda undan því að ekki virðist nægilega margir læknar á vakt á læknavarðstofunni. Hann skrifar: „Á þessum síðustu tímum fram fara, aukinnar tækni og væntan- lega bættrar þjónustu fyrir borg- ara þessa bæjar á flestum sviðum, hefir okkur hlotnazt ný og glæsi- leg heilsuverndarstöð. Komu hennar var almennt fagnað, að vonum. Skyldi það nú vera munur að búa í hjarta höfuðstaðarins, ef slys bæri að höndum, en fram í afdal til sveita, þar sem miklar fjarlægðir og slæmar samgöngur hamla læknishjálp á hættustund. En hvað skeður í sjálfum höfuð staðnum, þar sem læknar eru á hverju strái og heilbrigðismál raunar á mjög háu stigi? Jú, árs- gamall drengur hlýtur stóran skurð á höfuðið, honum blæðir töluvert og ekið er í ofboði með hann niður á slysavarðstofu. Þar eru læknar á verði allan sólar- hringinn og skjótrar hjálpar að vænta. En — biðstofan er full, af- greiðsla hvers einstaks sjúklings um það bil að falla í svefn, klukk tekur ískyggilega langan tíma, an er líka að ganga níu. Litli drengurinn bíður eftir að röðin komi að honum, það líður heill klukkutími, tveir klukku- tímar, loksins er hann næstur og um það bil að falla í svefn, klukk an er líka að ganga níu. Þolinmæði föðurins er á þrot- um, hann knýr dyra „er nokkur von um afgreiðslu hér?“ „Jú, augnablik, það var nú bara verið að koma með slasaðan mann rétt í þessu, þið komið næst“. Klukkan var orðin níu þegar loksins var búið að sauma saman höfuðsár litla drengsins og biðin orðin hartnær þrír klukkutímar. Það kom í ljós að í slysavarðstof- unni í Reykjavík, yfir 60 þús. manna bæ, var aðeins einn lækn- ir á vakt, kandidat með takmark- aða reynslu. Hvílík þjónusta, hvað veldur? Er skammtað svo naumlega fé til slysahjálpar að smábörn megi liggja blæðandi við fótskör sér- fræðinganna klukkutímum sam- an hjálparlaus? Ég heimta ský- laus svör. fbúar þessa bæjar greiða nægar íúlgur fjár í bæjai'- sjóð til þess að mega, aðstöðu sinnar vegna, vænta skjótari læknishjálpar en afdalabúinn.“ Einn er ekki nóg KONA nokkur kom hér fyrir nokkru og ræddi við Vel- vakanda um Heilsuverndarstöð- ina. Hún var ákaflega hrifin af allri þjónustu sem þar er veitt. Kvaðst hún vera ákaflega þakk- lát fyrir að fá tækifæri til að koma þar með börn sín. En um leið, lét hún í ljós þá skoðun, að ekki væri nóg að hafa einn lækni á vakt, til að gegna sjúkravitjunum á kvöldin og næt- urnar. Kvaðst hún hafa hringt á læknavarðstofuna, þegar eitt af börnum hennar var orðið fárveikt um kl. 10 um kvöld. Var henni þá sagt, að læknirinn væri farinn út með þær vitjanir, sem þegar hefðu borizt, og að ekki væri hægt að siima hennar beiðni fyrr en kl. 1, þegar annar kæmi á vakt. Hún náði ekki í sinn lækni og annar læknir, sem hún náði sambandi við, var allönugur yfir ónæðinu, enda var hvorugur þeirra skyldugur til að gegna sjúkravitjunum þetta kvöldið. sjúklingar fara líka beina leið til læknanna, framhjá biðstofunni. Úr því slík atvik koma fyrir, er sýnilega ekki nægileg læknis- hjálp tiltækileg f bænum, ef eitt- hvað kemur fyrir að kvöldi eða nóttu til. Árétting AF gefnu tilefni vill Velvakandi taka það fram, að ekki var ætlunin að deila á póstafgreiðslu- mennina hér 1 dálkunum í gær, þó einhverjir hafi e. t- v. getað skilið það svo. Það sem deilt var á, voru þær reglur hjá póst- stjórninni að innheimta fé fyrir meiri þyngd en flutt er, og að fá þannig fé í hinn almenna póst- sjóð. Bæjarbíó: 7. BOÐORÐIÐ ÞAÐ er alltaf eitthvað heillandi við franskar kvikmyndir, hvort sem það eru gamanmyndir eða þær fjalla um hádramatísk efni. Kvikmyndin 7. boðorðið hefur til að bera öll helztu einkenni franskra kvikmynda. Hún er ágætlega samin, atburðarásin hæfilega hröð og hún er bráð- smellin. Fjallar myndin, sem tit- ilinn ber með sér, um brot á boðorðinu: Þú skalt ekki stela. Segir þar frá tveimur náungum, sem gera yfirleitt ekki annað en að stela og svíkja fé út úr ná- unganum og þeim til aðstoðar er fremur ung og mjög glæsileg kona, sem þeir hafa sem tálbeitu. Og það er ekki að sökum að spyrja að fransmennirnir eru all- ir fúsir til að gína við beitunni. — En þó fer svo að lokum að eitt af fórnardýrum skötuhjúanna vekur ást hinnar fögru konu —■ og nú snýst allt við. í stað þess að ginna Kið nýja fórnardýr, snýr hún mjög skemmtilega á fé- laga sína og er sú saga og fram- hald hennar öll bráðsnjöll og brosleg. Eins og áður er sagt er myndin hin ánægjulegasta og afbragðs- vel leikin. Ego. AKRANESI, 12. marz. — í dag láta sjómenn heldur illa yfir aflabrögðunum. í gær var heild- araflinn 118 lestir og afla hæstir voru Sæfari með 12 lestir og Farsæll með 11 lestir. En þess ber að geta að bátar þeir sem minnst fengu í gær fluttu netin til og héldu sjó í nótt. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.