Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 13.03.1959, Síða 15
Föstudagur 13. marz 1959 MORCVNBLAÐIÐ 15 Nú ríður á styrkri stjórn við stefnu okkar og starf á und- anförnum áratugum. • S j álf stæðisf lokkurinn má aldrei hika Flokkurinn, sem jafnan stýrði förinni á síðasta áfanga sjálf- stæðisbaráttunnar, flokkurinn, sem síðan sá stóri sigur vannst, hefir tryggt hann með viturlegri stjórn utanríkismála allan fyrsta áratug lýðveldisins, flokkurinn, sem á faldi frelsisöldunnar ný- skapaði allt atvinnulíf þjóðarinn- ar, flokkurinn, sem borið hefir hita og þunga hinnar nýju frelsis baráttu í sambandi við víkkaða landhelgi, flokkurinn, sem mestu réð í nær tvo áratugi og beitti völdum sínum til að breyta mýr- arflákum og fúgfenjum í iðgræn ar síbreiður, moldarhreysum í varanlegar, steinsteyptar vistar- verur, flokkurinn, sem mestan þáttinn átti í hinum nýja ís- lenzka iðnaði, allri uppbygg- ingu fiski- og kaupskipaflotans og flugflotans, flokkurinn, sem var hinn skapandi máttur þjóð- lífsins jafnt á sviði efnahagsstarf seminnar sem menntunar og menningar, flokkurinn, sem í baráttunni fyrir nýjum verðmæt- um missti þó aldrei sjónar af öryggi hinna öldnu og sjúku, flokkurinn, sem átti þá hugsjón æðsta, að kjör allra stétta og allra manna yrði betri og jafnari en jafnvel dæmi eru til, og tókzt það, — þessi flokkur hann má aldrei hika. Slíkur flokkur verð- ur að setja markið hátt. Og þeirri skyldu ætlum við ekki að bregð- ast. Reynsla okkar varðar veginn Reynsla okkar segir til vegar. Fyrir því óttumst við engan Vanda í eigin málum, er á vegi okkar verða, heldur mætum hon- um með manndómi og sigrum hann með mannviti og atorku. Við fáum að sönnu ekki frem- ur en aðrir „séð hvað öldin ber í skildi“. Við vitum vel, að valið stendur milli gereyðingar og tor- týmingar mannkynsins og hins vegar stórstígustu framfara, sem veraldarsagan kann skil á. En við ætlum ekki að leggja hendur í skaut og bíða kvíðnir örlaganna. Við ætlum að trúa hinu betra, þar til hið verra reynist. Við ætlum að breiða út faðminn móti þeim gæðum, sem hin nýja kraft- öld kann að bjóða þeim, sem með framtaki og kunnáttu reyna að höndla hnossið, en búa á með- an að því, er við nú höfum handa á milli í breyttu og bættu formi eftir beztu getu. Okkur er vel ljóst, að gæs- irnar fljúga ekki upp í sofandi þjóð. Okkur er líka Ijóst, að Sjálf stæðisflokkurinn einn er fær um að veita þá forustu, sem þjóðin þarfnast. Hvort við fáum einir að ráða eða verðum að slá eitt- hvað af kröfunum með samstarfi við aðra, fer eftir því hvort okk- ar nýju liðsmenn verða nægilega margir, svo sem reyndist í sigr- inum mikla í janúar 1958. En hversu sem um það fer, þá er það víst, og ætti raunar öllum að skiljast, eftir úrræðaleysi, ófarn- að og uppgjöf V-stjórnarinnar, að það, sem heill þjóðarinnar nú veltur öðru fremur á er að hún beri gæfu til að tryggja sjálfri sér forustu athafnamikillar, víð- sýnnar, frjálslýndrar, þróttmik- illar og framfarasinnaðrar ríkis- stjórnar, sem veit, hvað hún vill og þorir að framfylgja því. Ekkert tryggir þetta annað en stórsigur Sjálfstæðisflokksins við þessar kosningar. Góðir Sjálfstæðismenn. Við höfum jafnan goldið vax- andi fylgi þjóðarinnar með aukn- um framkvæmdum henni til vel- farnaðar. Svo munum við enn gera. Að biðja um aukið fylgi, er því að biðja þjóð okkar bless- unar. Það gerum við öll hér í kvöld og munum jafnan gera. Byggingarsamvinnufélag símamanna í I. byggingarflokki er til sölu 3ja herbergja íbúð ásamt tilheyrandi herbergi í risi og eignarhlutdeild í venjuleg- um kjallaraþægindum. Félagsmenn, sem vilja nota for- kaupsrétt, snúi sér til félagsstjórnarinnar fyrir 20. marz. STJÓRNIN. Keflvikingar Keflvikingar Reykjavíkurskátar, sýna Skátaskemmtun 1959 í Ung- mennafélagshúsinu fyrir skáta og almenning, laugar- daginn 14. marz kl. 8,30 e.h.,dans á eftir. Sunnudaginn 15. marz kl. 3 eh fyrir börn. Aðgöngumiðar seldir í Ungmennafélagshúsinu á laugar- dag frá kl. 6—7,30 og á barnasýningu sunnudag frá kl. 11—12 f.h. Skátafélögin í Reykjavík. I ðna&arhúsnœði 200 til 400 ferm. iðnaðarhúsnæði til leigu frá 14. maí n.k. Húsnæðið er á ágætum stað í bænum. Er skiptan- legt til fjögra leigutaka. Upplýsingar í síma 11820. 3KIPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ fer til Ólafsvíkur, Grundarfjarð ar, Stykkishólms og Flateyjar hinn 17. þ.m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun. — Farseðlar seldir á mánudag. HEKLA vestur um land til Akureyrar hinn 18. þ.m. — Tekið á móti flutn ingi til áætlunarhafna í dag og árdegis á morgun. Farseðlar seldir árdegis á þriðjudag. M.s. Helgi Helgason fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. Samkomiar Æskulýðsvika Laugarnesskirkju. Sigursteinn Hersveinsson útvarps virki, talar á samkomunni í kvöld. Frásöguþáttur, tvísöngur, einsöng ur. — Allir velkomnir. K. F. U. M. og K. Kristileg samtoma verður haldin í Hjálpræðishern- um í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir Ólafur Björnsson frá Bæ. Félagslíl Ármenningar og annað skíSafólk! Skíðaferð í Jósefsdal um helg- ina. — Svigkeppni skíðamóts Reykjavíkur verður haldið í Jós- efsdal, sunnudaginn 15. marz og hefst kl. 10. Ferðir frá B.S.R. — Stjómin. Sigurður Olason Hæstarcttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdónislögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Sími 1-55-35 Vélaleigan Sími 18459 PALL s. pAlsson MÁI.FLUTNIN GSSKRIFSFOFA Baukastræli 7. — Sími 24 200. U ngling vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi • Nesveg Aðalstræti 6 — Sími 22480. Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna í Reykja- vík, verður haldinn föstudaginn 13. marz kl. 8,30 e.h. I Tjarnarcafé uppi. Stjórnin Kvikmyndasýningarvél Tilboð óskast í 16 m/m B. T. H. kvikmyndasýningar- vél. Vélin er notuð en nýuppgerð. Hentug fyrir félaga sambönd eða skóla. Upplýsingar gefur Benedikt Jónsson í síma 2 44 20 milli 9—12 í dag og næstu daga. Olíufélagið Skeljungur hf. Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja l/Yloryimblah 'ómó Sumarbústaður Til sölu er sumarbústaður í Borg&rfirði. 20 h. þurrk- að land, laxveiði, vegur heim að húsinu. Lítil út- borgun. Allar nánari upplýsingar gefur EIGNASALAN • REYKJAV í K • Ingólfsstræti 9B — Sírni 19540. opið alla daga frá kl. 9—7. Fokheld 3ja herb íbúh Af sérstökum ástæðum er til sölu 3ja herb. fokheld íbúðarhæð við Sólheima. íbúðin selst fokheld fyrir kr. 140 þús. ef kaupandi óskar að láta fullgera íbúð- ina greiðist að auki kr. 2000 þús. á mánuði þar til hún er fullgerð. Og er áætlað að íbúðin muni kosta fullgerð kr. 250 þús. Allar nánari upplýsingar gefur EIGNASALAI • P EYKJAV í K • Ingólfsstræti 9B — Sími 19540 opið alla daga frá kl. 9—7. Billiardborð Til sölu nýlegt, stórt billiardborð, eitt hið vandaðasta og fullkomnasta sinna tegundar á landinu. Borðinu fylgja 28 kúlur og 10 kjuðar, teljari og annað til- heyrandi. Tilboðum sé skilað á skrifstofu blaðsins fyrir 20. þ.m. merkt: „ Billiard — 4494“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.