Morgunblaðið - 13.03.1959, Blaðsíða 17
Fðstudagur 13. marz 1959
MORC.VNBLAÐIÖ
7
• \
Ólafur Eyjólfsson bóndi
Saurbœ — Minningarorð
í DAG verður jarðaður frá Saur-
bæjarkirkju á Kjalarnesi Ólafur
Eyjólfsson bóndi í Saurbæ, merk-
ur og mætur maður. Var hann
elzti bóndinn í Kjalarneshreppi.
Hann lézt að heimili sínu 2. þ. m.
eftir stutta legu.
Ólafur var fæddur í Saurbæ 22.
okt. 1879, sonur Eyjólfs Kunólfs-
sonar hreppstjóra, Þórðarsonar í
Saurbæ. Kona Eyjólfs, móðir Ól.
afs, var Vilhelmína Eyjólfsdóttir,
Þorvarðssonar frá Jófríðarstöðum
við Hafnarfjörð. Eyjólfur og Vil-
helmína bjuggu allan sinn búskap
í Saurbæ. Var heimili þeirra róm
að höfðingsheimili fyrir gestrisni,
myndarskap og hjálpsemi við þá,
sem fátækari voru. Auk þess var
Eyjólfur læknir góður, þótt væri
ekki lærður. Var hans oft leitað
utan og innan sveitar sinnar.
Hann tók á móti fjölda barna.
Það kom fyrir, að hann gat hjálp-
að, þegar ljósmóðir gekk frá og
ekki var hægt að ná í lækni. Einn
ig af þesu varð hann kunnur
langt út fyrir sveit sína.
Ólafur ólst upp hjá foreldrum
sínum j Saurbæ. Eftir að hann
komst upp, hvíldi heimilið að
miklu leyti á honum, þar til hann
fór sjálfur að búa fullt fertugur.
Hann hafði allar útveganir, við-
skipti og ferðalög fyrir föður
sinn. Var það oft mikið verk, því
heimilið í Saurbæ var stórt og
mannmargt. Þá var allt flutt á
hestum eða sjóveg. Ólafur var
gætinn og athugull ferðamaður,
mikill hestamaður og nærgætinn
að fara með þá. A þessum tíma
var mikið gert að því hér um
slóðir, í nágrenni Reykjavíkur,
einkum hér á Kjalarnesi, að lána
hesta til ferðalaga á sumrin, í
lengri og skemmri ferðir fyrir
innlenda bg útlenda menn. Var
þá Ólafi æði-oft falið að fara slík-
ar ferðir, til þess að sjá um með
ferð á hestum reiðtygjum, sem
oft urðu að fylgja, og koma því
-til skila að ferðinni lokinni, og
var alltaf talið öruggt, ef í um-
sjón Ólafs í Saurbæ var.
Ekki bar það ósjaldan við, að
Ólafur færi skyndiferðir fyrir
sveitunga sína í læknisvitjun og
fleira, sem á lá, og lagði þá sjálfur
til hestana, því í Saurbæ var góð.
ur hestakostur. Ekki finnst mér
líklegt, að Ólafur hafi verið dýr-
seldur í þessum ferðum, líklega
stundum guðsblessun ein.
Árið 1921, 2. jan. kvæntist Ól-
afur eftirlifandi konu sinni, Guð-
laugu Jónsdóttur frá Króki á
Kjalarnesl, mikilli myndar- og
dugnaðarkonu. Hefur sami heim-
ilisbragur ríkt hjá þeim hjónum
og áður er getið um gamla heim-
ilið.
í Saurbæ er útkirkja frá Reyni-
völlum. Aldrei mun hafa verið
framkvæmd þar messugjörð eða
önnur kirkjuathöfn svo, að það
væri ekki talið sjálfsagt, að allir
kirkjugestir kæmu í bæinn að
þiggja góðgerðir. Við jarðarfarir
í Saurbæ var ævinlega siður að
veita góðgerðir að lokinni athöfn-
inni. Veit ég fyrir víst, að hjá
þeim hjónum hefir verð látið í té
hús og vinna án endurgjalds að
minnsta kosti.
Ólafur virti og unni kirkju
sinni af heilum hug. Veit ég að
honum hafa fundizt messudag.
arnir í Saurbæ hátíðisdagar,
prestinum tekið með virðingu og
einlægri vináttu. Ólafur var með-
hjálpari um áratugi, einnig sókn-
arnefndarformaður og safnaðar-
fulltrúi fyrir Saurbæjarsókn um
langt skeið.
Þegar Saurbæjarkirkja fauk í
ofviðri miklu laust eftir aldamót-
in, stóð Ólafur við hlið föður síns
við að endurbyggja hana úr var-
anlegu efni. Kostaði það mikla
vinnu og fjármuni. Og fyrir fáum
árum hefur Ólafur látið endur-
bæta kirkjuna utan og innan, og
girt kirkjugarðinn vandaðri girð-
ingu.
Ólafur var ágætlea greindur,
athugull og fróður um liðna við-
burði, sem gerzt höfðu I hans
samtíð. Hann var gæddur frá-
bæru minni, sem mun vera ætt-
gengt í íöðurætt hans, og svo
öruggur cj vandaður um allt, sem
hann sagði frá og vitnaði í, að
ekki skeikaði. Nefndi hann oft-
ast stund og stað máli sínu til
sönnunar, er rætt var um liðna
atburði. Oft var líka sagt og jafn-
vel haft að orðtaki: „Þetta veit
Ólafur í Saurbæ." Það var líka
oft gert, að leita til hans með það,
sem skipti máli.
Ólafur var óvenju háttvis og
grandvar í allri framkomu. Hann
talaði :.ldrei ógætnis- eða óvirð-
ingarorð til nokkurs manns. Ef
hann var ekki sammála, sagði
hann ekkcrt, en átti þó til að fara
sínu fram, því hann átti stóra
lund og viðkvæma. Aldrei sagði
Ólafur niðrandi orð um náung-
ann á bak; var hann þó eins og
flestir aðrir menn, að honum féll
misvel við menn. Vinum sínum
var hann tryggur, ég hygg hann
hafi aldrei slitið vináttu við neinn
að fyrra 1 -agði.Ég hugsa líka, að
fáir hafi slitið vináttu við hann.
Víst er um það, að góðir nágrann-
ar hans voru honum hjálplegir,
þegar hann var orðinn fullorðinn
og fáliðaður.
Eyjólfur í Saurbæ og kona hans
áttu aðeins 2 sonu. Ólafur og
kona hans áttu ekkert barn. Það
mætti ætla að Saurbæjarheimilið
hafi verið létt langa tíð. En Saur-
bæjarheimilið hefur í raun ög
veru alltaf verið barnaheimili. I
uppeldistíð Ólafs og á fullorðins-
árum hans hjá foreldrum sínum
og í búskapartíð hans sjálfs hafa
margir menn og konur alizt að
nokkru eða öllu leyti upp þar.Auk
allra þeirra mörgu unglinga og i
barna, sem hafa dvalizt um i
lengri eða skemmri tíma, oft |
mörg í einu að sumrinu. Öllum !
skyldum og vandalausum kom ,
saman um það, að vel væri fyrir i
þeim börnum séð, er komust að !
Saurbæ. Þar var nóg að borða,1
góð hirða og sá hlýi andi, sem!
laðar börnin.
Ólafur var annálaður fyrir •
hvað hann var barngóður. Nú,
þegar hann kveður gamall maður,
veit ég að hann er ekki fámennur
hópurinn, sem minnist þess að
hafa gengið smáum sporum við
hlið hins stillta, prúða manns,
sem nóg hafði að tala við börnin,
því hann . ar fróður og eftirtöku-
samur um mafga hluti, allt frá
litla lambinu á vorin eða öðrum
ferfætlingum í haganum upp í
ættfræði samtíðarmanna sinna,
eftir því sem hverjum hentaðj í
það skipt-ð að heyra. Ekki var
þeim heldur ofgert í vinnu, enda J
hygg ég, að engu af þessu fólki
finnist, að það hafi alizt upp hjá
vandalausum. Margt af því hefur
sýnt tryggð og rækt þeim hjónum
eftir því sem ástæður hafa leyft.
Ólafur 'éttaði túnið í Saurbæ.
Það var eins og víðast annars
staðar þýft og ekki hægt að vinna
það nema með handverkfærum.
Nú er það allt orðið véltækt og
til muna stækkað. Þetta var að
mestu gert áður en hinar stór-
virku véla_r komu til sögunnai nú
á allra síðustu árum. Þó lét Ól-
afur þurrka land með skurðtröfu.
Verður það allverulegur túnauki,
þegar það er fullræktað.
Nú fyrir u.þ.b. 3 árum leigði Ó1
afur meirihluta af jörðinni fóstur
dóttur þeirra hjóna og frænda
sínum, manni hennar. Búa ungu
hjónin í gamla bænum með börn-
in sín, en Ólafur byggði hús yfir
þau eldri hjónin. Einnig hafði
hann hluta af jörðinni og skepn-
ur, sem hann gat hugsað um sjálf-
ur. Nú um nokkur ár hefur verið
fátt í heimili hjá þeim hjónum,
en Ólafur átti lítinn nafna, sem
hann sagði sjálfur fyrir skömmu
síðan um, „að vont væri veðrið,
ef nafni sinn kæmi ekki daglega‘%
en hann er elztur af 4 litlum börn
um þeirra ungu hjónanna.
Nú kveðja vinir og ættingjar
Ólaf í Saurbæ mannkostamann-
inn, er var sveit sinni og samtíð
til sóma.
Jónas Magnússon.
Nauðungaruppboð
verður haldið að Síðumúla 20, hér í bænum, föstudaginn
20. marz n.k. kl. 1,30 e.h. eftir kröfu bæjargjaldkerans
í Reykjavík.
Seldar.verða eftirt. bifr.: R-262, R-944, R-1216, R-1858,
R-1874, R-1947, R-1961, R-2179, R-2768, R-3290, R-3572,
R-4220, R-4246, R-4471, R-4538, R-4655, R-4725, R-5719,
R-5857, R-5873, R-5941, R-6688, R-6770, R-6778, R-6850,
R-7098, R-7193, R-7267, R-7340, R-7552, R-7984, R-8098,
R-8270, R-8299, R-8496, R-8647, R-8707, R-8827, R-9212,
R-9317, R-9369, R-9428, R-9717, R-10147, og R-10248.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
"ORGARFÓGETINN I REYKJAVÍK.
Jörö til sölu
Til jörðu í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, átta
hundruð hesta tún, lax og silungsveiði. Góður húsa-
kostur, rafmagn og sími. Tún og engi girt. Skipti
á íbúð í Reykjavík koma til greina. Jörðin er 2 Vz
km. frá kaupstað. Allar nánari upplýsingar gefur
IIGNASALAN
• P E YKJ AV I K •
Ingólfsstræti 9B — Sími 19540.
opið alla daga frá ki. 9—7.
______________________________________________________
Viljum ráða til okkar
verkamann
í starf, sem gæti orðið til frambúðar. Æskilegt að
umsækjandi væri á aldrinum 30—40 ára og hefði
einhverja æfingu í meðferð rafknúinna véla.
Upplýsingar á skrifstofunni í dag og á morgun.
LÍSI H.F., Grandaveg 42.
TIL SÖLU
Vélskófla
hentugt moksturstæki fyrir beinamjöls-
verksmiðjur og ljósavél 35 Kw.
UpplýsingaT gefur Baldur Kristinsson
sími 1 Fiskimjölsverksmiðjan í Vest-
mannaeyjum h.f.
jgendur jeppabifreiða
Framleiðum úr þykku stáli:
úffur á amerískar jeppabifreiðar, Framgólf með
.óstum gólfbitum, Hliðar á hvalbak, stuðara o. fl.
Virðingafyllst
Oifreiðaverkstæðið Múli
Suðurlandsbraut 121
Sími 32131.
Jálningar
mesta talfoveringameisfara í heimi
Gleymdar og
glafaðar konur
Leifturstríð
í Póllandi
/ helgreipum
hafsins
E T J A
ERNST UDET
orustuflugmaðurinn ésigrandi
Sanihir sögur af svaúilförum, mamraunum og Itfueynsltt,