Morgunblaðið - 13.03.1959, Side 20

Morgunblaðið - 13.03.1959, Side 20
20 MORCVlVnr AÐIÐ Föstudagur 13. marz 1959 „Það stafar af því, að þér |>ekktuð mig á þeim tíma, þegar ég rar raunverulega ekki ég sjálf“. „Má vera. En....“ „En....?“ „En hafið þér geit yður grein fyrir hvað það raunverulega þýð- ir að stjórna stærsta blaðahring í heimi? Samanborið við Morrison- blöðin er sendiherrastarfið í Paiús hreinasti ba»naleikur“. Hún fékk sér sæti. Þau sátu í stóra salnum, þar sem Morrison hafði tekið á móti fréttakonunni Helen Outtler í fyrsta skipti í New Yoi'k. Það var salurinn með ljónsihöfðunum og i hlébarðaskinnunum, með negra- líkaninu og indíánaörvunum. Fyr- ir giftingu hennar og blaðakóngs- ins hafði Helen ákveðið að ger- breyta húsinu við Park Avenue og gera fyrst og fremst stóra kyn- lega, suðræna salinn að þægilegri dagstofu. Hún hafði aidrei haft tíma ti'l að koma þessu áformi sínu í framkvæmd. Hún og Morri- son höfðu aldrei átt sameiginlegt heimili. Hann hafði verið of upp- tekinn af blöðunum sinum, hún af sinni „glæsilegu framtíð". Hún hafði haldið áfram að lifa ung- meyjarlífi sínu — hafði vanrækt skyldur sínar við hann sem eigin- kona. Ljónshöfuðin störðu á hana. „Hvað vitið þér um blaða- hringa?" endurtók gamli Bill. — „Hér er það ekki neitt utanríkis- ráðuneyti sem skýrir yður frá ákvörðununum. Hér verðið þér að taka þær sjálf — og oft á einni mínútu. Hraðprentvélin bíður ekki. Þér verðið að taka um hjól hennar með öruggri hendi. Rang- ar ákvarðanir ríkisstjórnar koma oft fyrst í ljós eftir mörg ár. Ein einasta röng ákvörðun útgáfufyr- irtækis — og einni klukkustund síðar fá fjörutíu milljónir manna vitneskju um það. Fréttaflóðið stanzar aldrei. Á hverjum stað í heiminum gerist eitthvað nýtt á hverri sekúndu hvers dags og hverrar nætur. Aðalritstjórar við blöð yðar vildu vita hvernig þeir ættu að kynna tilkynningarnar". Hann tók sér örstutta málhvíld, en héit svo áfram. — „Munið þér eftir Broadway-frumsýningunni yðar, Helen? Munið þér eftir •hjartslættinum, óttanum, fundi yð ar við ófreskjuna, sem nefnist áhorfendur? I einu blaði er hver dagur frumsýning. 1 blaðaríiki yð- ar hver klukkustund. Og hver mað ur sem gefur fimm eða tíu cent fyrir blöðin yðar er gagnrýnandi yðar. Þér eruð ritihöfundur með milljónir gagnrýnenda". Helen reis aftur á fætur og sagði með ákveðinni röddu: „Lífið hefur valdið mér margs konar kvölum. Aldrei samt þján- ingum valsins. Þér getið ekki skot- ið mér skelk í bringu, Bill, vegna þess að ég hef um ekkert að velja“. Hún stanzaði fyrir framan vegg- spegil og lagfærði Ijósa hárið. Því Minerva kvenblússan 9 litir. Templarasundi 3. KOIMA ÓSKAST í eldhús. Uppl. frá 2—3 og 5—6 í dag og næstu daga. SÆLA CAFÉ Brautarholti 22. Eins og tveggja manna Svefnsófar Svefnstólar með svampgúmmí. HÍJSGAGNAVERZLUNIN KAJ PIND Grettisgötu 46. BEZT klædd á skíðavikufiiii í sportfötum frá Bezt Vesturveri. Njótið góðra veitinga í vistlegum húsakynnum Heitur matur allan daginn HRESSINGARSKÁLINN næst hélt hún áfram. — „Vitið þér um nokkurn mann í blaðastjórn- inni, sem gæti komið í staðinn fyr- ir Sherry?“ „Staðinn fyrir Sherry.... ?“ „Já, ég ætla þegar í dag að veita honum ótakmarkað orlof, ef þér skiljið hvað ég á við með því“. „Hann hefur ævilangan samn- ing“. „Ég leysi hann ekki frá störf- um. t svipinn. Ég sendi hann í orlof". „Þér þorið þá að hefja hinn mikla leik?“ Hún leit á Ijónshöfi.ðið. Munn- ur hennar varð samanherptur og hörkulegur. „Maður á ekki að særa ljón. Ef maður særir það, er úti um mann sjálfan. Maður á að skjóta það til bana. Sem sagt — hverjum get ég treyst?" Gamli Bill var líka staðinn á fætur. Hann yppti öxluin. „George Sdhulz, staðgengill Sherrys er ágætur maður“. „Er hann þýzkur?“ „Af þýzkum ættum“. „Mér yrði lagt það út til lasts — en það breytir engu. Ég mun þá skipa hann aðalforstjóra til bráðabirgða". Hún gekk til Bills. „Gætuð þér látið af stjórnarstörf- unum í yðar deild, Bill?“ Bill starði undrandi og vantrú- aður á hana. Hún kinkaði kolli. „Ég verð að gera yður að einka ráðunaut mínum". „Ég er of gamall, Helen. ..." „Þér eruð of gamall og ég er of ung. Það jafnast upp“. Hún greip handtöskuna sína af borðinu, sem stóð í miðjum salnum. — „Ég er tilbúin. Við getum farið". Hálfri klukkustund síðar var hún ein í herbergi Morrisons í skýjakljúfinum við Rockefeller- Center. Herbergið var alveg eins og Morrison, Morrison II., hinn „mikli Morrison", hafði skilið við það fyrir hina örlagaríku flugferð sína til Parísar. Það var mjög stórt herbergi, nánast heill saJ- ur. Hér hafði gamli Morrison rí'kt. Fjórir gluggar, hvor við annars hlið, sneru út að Fifth Avenue. 1 einu horninu stóð græn- fóðrað fundarborð. Á viðarþiljuð- um veggjunum héngu tileinkaðar myndir af forsetanum Hoover, Roosevelt og Truman. Hreina og næstum auða skrifborðið var sjálft eins stórt og fundarborð. Hún æblaði að taka upp sím- tólið — á sama andartaki var henni tilkynnt koma þeirra Sherrys aðalforstjóra og ungfrú Ryans. Hún reis á fætur og heilsaði þeim báðum með handabandi. — Sem snöggvast hvarflaði það að henni, að leiða þau til sætis við fundarborðið. En svo sá hún sig um hönd og settist aftur bak við skriffoorðið. Það var gott að hún sat í sæti Morrisons. Það var gott að hafa stóra borðið milli sín og þeirra. Skjalið með löggiltri undirskrift Morrisons lá fyrir framan hana á borðinu. Hún ýtti því til Sherrys, yfir sléttu gler-borðplötuna. „Hér er umboðið mitt“, sagði hún. Því næst beindi hún orðum sínum til Rutfo Ryan, enda þótt hún liti ekki af Sherry: — „Vott- orð læknanna, sem yður var svo mjög mikið kappsmál að fá, getið þér lesið á annarri síðu“. Sfoerry renndi augunum yfir skjalið. Rutfo Ryan tók það af borð inu og byrjaði að lesa það mjög gaumgæfilega. Nokkrar mínútur ríkti órofin þögn. „Nægir yður þetta?" spurði Helen að lokum. Sherry svaraði ekki spurningu hennar. „Frá deginum í dag að telja, tek ég að mér stjórn fyrirtækis- ins“, sagði Helen. — „Að því er ég bezt veit, boðuðuð þér hluthafa- fundinn fyrir foönd eiginmanns míns“. Aðalforstjórinn kinkaði kol'li. „Sem staðgengill eiginmanna míns fresta ég fundinum um óákveðinn tíma“. „Hluthafarnir eru nú þegar á leiðinni hingað", maldaði Sherry í móinn. „Þeir verða þá bara að fara heim aftur. Ég er reiðubúin að gefa eigendum minni hluta hluta- bréfanna skýrslu jafnskjótt og ég hef kynnt mér starfrækslu fyrir- tækisins". Það leyndi sér ekki, að Sherry átti mjög erfitt með að leyna hinni áköfu geðshræringu sinni. „Ég leyfi mér að benda yður á það, frú Morrison, að starf yðar sem sendiherra hjá demokratiskri ríkisstjórn samrýmist ekki emb- ætti yðar sem forstjóri hjá republikönsku blaðaforlagi", sagði hann. „Ég hef þegar sent Marshall hershöfðingja lausnaibeiðni mína. Ég vonast ti-1 þess að ég geti í sið- asta lagi eftir tvo daga tilkynnt opinberlega lausn mína frá starfi". Hún brosti — sneri sér svo að Ruth Ryan í fyrsta skipti. „Þér hafið í fjarveru eigin- manns míns haft herbergi til um- ráða hér, ungfrú Ryan. Ég verð að biðja yður að rýma burt úr þessu herbergi. Aðalritstjólum blaða okkar hefur verið kunngei-ð þessi nýja stjórnarskipun. Þeir taka við fyrirskipunum aðeins frá mér einni". Og við Sfoerry: „Ég held, hr. Sherry, að áreynsla síð- ustu vikna hafi þreytt yður meira en ófoætt er. Ég verð því að biðja yður að taka langt orloif og hvíld frá störfum um óákveðinn tíma“. Sherry sat hi-eyfingarlaus. Að- eins hendurnar á glerplötunni titr- uðu. aitltvarpiö Fösludsigur 13. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Bamatimi: Afi talar við Stúf litla; — þriðja samtal (Guð- mundur M. Þorláksson kennari flytur). 18,55 Framburðarkennsla i spænsku. 19,05 Þingfréttir. Tón- leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). — 20,35 Einsöngur: Einar Kristjánsson óperusöngvari syngur íslenzk lög (plötur). 21,00 Vestan um haf. -— Þjóðræknisfélag Islendinga sér um dagskrána: a) Séra Haraldur Sigmar flytur æskuminningar sínar um skáldið K. N. b) Vísna- kvöld í Winnipeg (flutt af segul- bandi). c) Séra Bragi Friðriksson talar við vestur-íslenzka konu, Ingibjörgu Bjarnason. d) Óskar Halldórsson kand. mag. les kvæði. Ennfremur íslenzk og vestur-ísl. lög. 22,10 Passíusálmur (39). — 22,20 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson). 23,15 Dagskrárlok. I CAN'T STANO TO WATCH IT/. POOR MILO'S H6LPL6SS...ANP THEV'LL COME AFTER ME WHEN HE'9 GONE/ 1“ ^ROM ALL SIPES, THE WOLVES SLASH AT THE WEAKENINS GRIZZLV AS HE COURAGEOUSLY FIGHTS FOR HIS LIFE/ ó 1) „Ég þoli ekki að horfa á þetta. Vesalings Miló er alveg hjálparvana . . . og þegar hann er búinn að vera, er rððin komin að mér“. 2) Úlfarnir glefsa frá öllum hliðum í skógarbjörninn. En bann berst hraustlega fyrir lífi sínu, þó kraftarnir þverri smám saman. Laugardagur 14. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskaiög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,30 Miðdegisfónninn. 17,15 Skákþáttur (Baldur Möller). 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). — 18,30 Útvarpssaga barnanna: „Flökku- sveinninn" eftir Hektor Malot; I. (Hannes J- Magnússon skólastjóri þýðir og les). 18,55 1 kvöidrökkr- inu; — tónleikar af plötum. — 20,30 Leikrit: „Kvenleggurinn" eftir John van Druten, í þýðingu Áslaugar Árnadóttur. Leikstjóri: Hildur Kalman. 22,10 Pássíusálm- ur (40). 22,20 Danslög (plötur). * 24,00 Dagskráilok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.