Morgunblaðið - 13.03.1959, Side 22
MORGUNBL ABIÐ
Fðstudagur 13. marz 19 )
Mannvirkjagerð að Efra
Sogi lýkur á þessu ári
MBL. átti í gærdag tal við verk-
fræðingana austur yið orkuverið
!í Efra-Sogi. Skýrðu þeir svo frá,
að gerðar hafi verið nýjar áætl-
anir um byggingu allra aðalmann
virkja við orkuverið. Er gert ráð
fyrir að ljúka smíði þeirra á
I þessu ári eða um ári fyrr en
upphaflega hafði verið ráðgert.
Svo sem getið er á öðrum stað
ihér í blaðinu var þeim merka
áfanga náð við Efra-Sog í gær,
að jarðgöngin eru nú komin í
gegnum Dráttarhlíð. Verkefnin
eystra, sem næst liggja fyrir, auk
steypuvinnu í jarðgöngunum, er
■ að fullgerða vatnsjöfnunarþró
, fyrir ofan stöðvarbygginguna.
i Þá verður gerður svo sem 30—
40 metrum fyrir neðan jarðgöng-
í in, þar sem þau koma út í Þing-
j vallavatn, í ósi þess, 100 metra
i langur stíflugarður. Upphaflega
var svo ráð fyrir gert að þessi
I garður yrði ekki gerður fyrr en
sumarið eftir að raforkuverið
tæki til starfa. Verkfræðingarnir
] skýrðu svo frá, að áform um
j þetta hafi verið breytt, og er nú
ákveðið að stíflugarðurinn verði
allur gerður næsta sumar og
haust. Þetta verður að sjálfsögðu
allmikið mannvirki. Fyrst var
gert ráð fyrir að stíflugarðurinn
; yrði byggður í einu lagi með því
að hægt yrði að þverstífla ós
! Þingvallavatns og beina þá vatns
] rennslinu úr vatninu í gegnum
jarðgöngin og í orkuverið.
Nú er hins vegar gert ráð fyrir
að byggja stíflugarðinn áður en
I stöðin verður tekin í notkun. Er
I þetta framkvæmanlegt á þann
I hátt að steypa stíflugarðinn í
I tveimur áföngum eftir að varnar
i veggur hefur verið gerður út ós-
inn. verkfræðingarnir gera sér
vonir um að geta iokið öllum
helztu byggingum orkuversins á
þessu ári, eða 10 mánuðum fyrr
en áætlað var í fyrstu.
Nú vinna 135 iðnaðar- og
verkamenn austur við Sog, og
er gert ráð fyrir að nokkru
r
Oskað eftir opin-
berri rannsókn
í DAGBLAÐINU „Tíminn“ var
6. marz sl. skýrt svo frá að lækn-
ar myndu hafa rætt gagnráðstaf-
anir gegn „Vikunni" vegna grein-
ar (12. febr.) um eiturlyfjamál,
en hætt við framkvæmdir.
Af þessu tilefni vill stjórn
Læknafélags Reykjavíkur upp-
lýsa að þann 20. febr. ritaði hún
dómsmálaráðuneytinu bréf um
þetta mál og óskaði eftir að rann-
sókn yrði nú þegar látin fara
fram.
Stjórn
Læknafélagt Reykjavíkur.
meiri mannafla þurfi í sumar.
Mjög var ánægjulegt að koma
austur og sjá hve vel þessu
mikla mannvirki miðar. í stöðv-
arhúsinu var t.d. unnið að niður-
setningu vatnstúrbínunnar fyrir
aðra vélasamstæðu orkuversins,
og búið að steypa öflugar uppi-
stöður fyrir þær báðar. Þá eru
hafnar byrjunárframkvæmdir við
smíði íbúðarhúsa vélstjóranna,
en þau eiga að standa á uppfyll
ingu fyrir neðan stöðvarhúsið.
Að mörgu öðru er að sjálfsögðu
unnið, en það of flókið venjuleg
um leikmanni að skilja það allt
til hlítar og of langt upp að telja.
— En áður en komumenn héldu
til Reykjavíkur í snjómuggu og
kyrru veðri, var sem snöggvast
komið aftur að opinu í jarðgöng-
unum Þingvallamegin. Voru
verkamenn þar önnum kafnir
við að hreinsa úr þeim og opna
þau, svo að þess var þá skammt
að bíða að stóru grjótflutninga-
bílarnir gætu ekið gegnum jarð-
göngin.
Álagningin hefir lœkkað,
en erlent verðlag hœkkað
Vegna blaðaskrifa um verð á
benzíni og olíum vill ráðuneytið
taka fram eftirfarandi.
í samræmi við ákvæði og fram
kvæmd laga nr. 1, 1959, um niður
færslu verðlags og launa, hefur
álagning olíufélaganna á benzíni
og olíum verið lækkuð um 5%,
og kom lækkunin til fram-
kvæmda frá og með 1. febr. s.l.
Á hinn bóginn hefur þessi lækk-
un ekki haft nein áhrif á útsölu
verð benzíni og olíum af þeim
ástæðum, sem greindar eru hér á
eftir.
Innkaupsverð á benzíni og olí-
um og flutningskostnaður á þeim
Þetta er ekki hákarlskjaftur, heldur Viscount, séður aftan frá, eftir að nokkrar plötur hafa
verið skrúfaðar af.
Víðtœkasta skoðun, sem gerð hefur
verið á Viscount hérlendis
Flugfélag íslands hefur frá
öndverðu annazt að mestu leyti
viðhald flugvéla sinna. Með komu
Viscount flugvélanna breyttust
aðstæður allar, þar var um að
ræða fullkomnari flugvélar og
ólíkar eldri gerðum, sérstaklega
hvað hreyflunum viðvék. Hóf
félagið því að þjálfa flugvirkja
sína í viðhaldi nýju flugvélanna
— og hafa 17 þeirra nú notið fulln
aðar þjálfunar hjá Viscountflug-
vélaverksmiðjunum og Rolls
Royce, framleiðendum hreyfl-
anna.
I fyrstu voru Viscount-flugvél-
arnar samt skoðaðar og yfirfarn-
ar erlendis, en þetta viðhald hef-
ur nú smám saman færzt hingað
heim með bættri aðstöðu og þekk
ingu flugvirkja félagsins. Nú
stendur yfir hin svonefnda
„Skoðun 4.“ á annarri Viscount-
Túnastœrð hefur aukizt
4,9 sinnum og töðufeng-
ur sexfaldazi
í NÝÚTKOMNU hefti af búnaðar
blaðinu Frey er grein um tún-
Jrækt á Suðurlandi í 50 ár eftir
(Kristinn Jónsson. Henni fylgir
itafla yfir þróun túnstærðar og
heyskapar á starfssvæði Búnað-
arsambands Suðurlands í hálfa
öld. Sýnir tafla þess að árið 1908
var heyfengur 591.448 hestar, en
árið 1957 var hann orðinn
1012.000 hestar.
Á síðastliðinni hálfri öld hafa
tún á þessu svæði stækkað úr
3.796 ha. í 18.532 ha. Á töflunni
sést m.a. að stærð túnanna hefur
ekki tvöfaldast á tímabilinu frá
1908 til 1938, en að frá 1937 til
ársins 1957 hefur túnastærðin
aukizt 2,5 sinnum.
Töðufengurinn hefur á árun-
um frá 1908—1957 nærri, sexfald-
ast. Útheysskapurinn er aftur á
móti þrisvar • sinnum minni en
hann var 1908.
flugvélinni, en það er næstvíð-
tækasta skoðun, sem gerð er á
þessum flugvélum — og sú mesta,
sem gerð hefur verið hjá Flug-
félaginu.
Þessi skoðun er gerð eftir
hverjar 2,400 flugstundir — og er
það í annað sinn, sem slík skoðun
fer fram á Viscount-vélunum ís-
lenzku. Minniháttar skoðanir
fara fram þess á milli, „Skoðun
l.“ á 135 flugstunda fresti, „Skoð-
un 2.“ á 400 fíugstunda fresti og
Skoðun 3.“ á 800 flugstunda
fresti. f þessari fjórðu og næst
stærstu koðun má segja að flug-
vélin sé endurnýjuð hátt og lágt
yzt sem innst. Yfir 20 manns
starfa við skoðunina og tekur hún
5—6 vikur. Má því nærri geta, að
mikið sparast í erlendum gjald-
eyri við að framkvæma verkið
hér heima. Skoðun beggja flug-
vélanna kostar hálfa milljón.
Brandur Tómasson, yfirflug-
virki, lét þess getið í gær, er
blaðamenn gengu um verkstæði
Flugfélagsins, að undraverð
væru gæði hreyflanna í Viscount.
ísing olli slysinu
BRUNSWICK, 12. marz. — Rann-
sókn flugslyssins, er varð í fyrra
í Munchen og leiddi til þess að
28 létust, þar af margir helztu
liðsmenn knatspyrnuliðsins Man-
chester United, er nú lokið. Segir
í niðurstöðum, að ising á vængj-
um hafi valdið því, að flugvélin,
sem var af Elizabethan gerð, náði
ekki nægilega mikilli ferð og féll
til jarðar strax eftir flugtakið.
Hingað til hefði ekki komið fram
ein einasta smábilun á þeim —
eftir tveggja ára notkun.
Auk vélaviðhaldsins annast
radíoverkstæði félagsins allar
viðgerðir og viðhald radiotækja
í flugvélunum — og verkstæðinu
veitir forstöðu Aðalsteinn Jóns-
son, útvarpsvirki.
Yfirmaður rafmagnsdeildar er
Halldór Þorsteinsson, mælitækja
deildar Sveinbjörn Þórhallsson,
skrúfudeildar Einar Sigurvins-
son og Jón N. Pálsson er yfir-
maður skoðunardeildar.
til landsins er sífelldum breyt-
ingum undirorpinn. Til þess að
forðast það, að þessar breytingar
leiði til sífelldra verðbreytinga
innanlands heldur verðlagsstjóri
verðjöfnunarreikning yfir benzín
og olíur. Á þessum reikningi kem
ur fram sá mismunur, sem er á
hverjum tíma á ríkjandi útsölu-
verði, sem ætti að vera miðað
við innkaupsverð, flutningskostn
að og leyfða álagningu sam-
kvæmt gildandi reglum. Þegar út
söluverð er hærra en vera ber,
myndast innstæða á reikningn-
um, þegar það er lægra myndast
halli. Útsöluverðið er síðan leið
rétt, þegar verðlagsyfirvöldin
telja það eðlilegt vegna þess að
innstæðan eða hallinn hafi vaxið
of mikið. Sú lækkun álagningar,
sem til framkvæmda kom þann
1. febr. s.l., hefur verið færð inn
á þennan verðjöfnunarreikning
og hefði það að öðru óbreyttu
átt að verða til þess að útsölu-
verð lækkaði áður en langt um
liði. Á hinn bóginn hefur verðlag
á benzíni og olíum erlendist far-
ið hækkandi síðan útsöluverði
var breytt síðast, en það var á
s.l. sumri. Af þessum sökum hef
ur lækkun álagningarinnar þann
1. febr. s.l. ekki leitt til neinnar
lækkunar á útsöluverði.
Viðskiptamálaráðuneytið 11.
Kveimasendi-
nefnd frá Sovét-
ríkjnnum
I DAG kom til Reykjavíkur
fjögra kvenna sendinefnd frá
Sovétríkjunum í boði Húsmæðra
deildar MíR og fleiri félaga.
Nefndina skipa þessar konur:
Yelena Khakalina, varaborgar
stjóri Leningradborgar. Hún á
sæti í stjórn Kvennasambands
Sovétríkjanna og Friðarnefnd
Sovétríkjanna.
Meshkauskene Mikhalina, vara
menntamálaráðherra Lításka So-
vétlýðveldisins, þingmaður.
Agnia Barto, kunnur rithöfund
ur.
Olga Ushanova, fulltrúi blaðs-
ins „Sovétkonan“ og ein af rit-
stjórum hinnar ensku útgáfu
þess.
Þær munu kynna sér eftir föng
um störf kvenfélaga hér og menn
ingarlíf höfuðstaðarins.
Fyrsti rauðmaginn í
búðum í Reykjavík
Var fluttur á b'il norðan úr landi
í GÆRMORGUN sást fyrsti rauð-
maginn á þessum vetri í fisk-
búðum í Reykjavík, og voru marg
ar húsmæður fljótar að ná sér í í
soðið. Mun hann hafa komið norð
an frá Dalvík, sendur þaðan land
leiðina daginn áður. Er óvenju-
legt að Dalvíkingar sendi nýjan
rauðmaga til Reykjavíkur á þess-
um tíma árs, að því er fréttarit-
ari blaðsins á staðnum tjáði Mbl.
í gær. Rauðmagaveiði byrjaði á
Dalvík snemma í febrúar, en
veiði var léleg þangað til núna.
Hyggjast Dalvíkingar halda á-
fram að senda rauðmaga suður, MOSKVU, 12. marz. — Krúsjeff
ef sæmileg veiði helzt kom flugleiðis aftur til Moskvu
Blaðið átti tal við fréttaritara úr förinni til Austur-Þýzkalands.
sinn á Húsavík og kvað hann rauð Meðal þeirra, sem tóku á móti
magaveiðina góða þar. Ekki hefði honum á flugvellinum voru
verið sendur neinn rauðmagi frá I Mikojan, Furtseva og fleiri sam-
Húsavík suður enn sem komið ' verkamenn.
væri, en það stæði til. Það af
aflanum, sem ekki seldist strax
á staðnum, væri reykt. Rauðmaga
veiðin byrjaði í febrúar, en vegna
ógæfta hefir varla verið hægt að
leggja net fyrr en núna í vikunni.
En útlit er fyrir góða rauðmaga-
veiði í vor.
Þorskafli Húsavlkurbáta er
heldur lélegur, en menn gera sér
vonir um að hann fari að glæðast,
því loðna er komin á miðin.
II {oiHO, Ml\ \Mirmr Truibenísed T£i6bl